Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.02.1975, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. febrúar 1975 Concorde eykur tíðni húðkrabba Washington 5/2 reuter — Banda- riskur prófessor hefur sett fram þá fullyrOingu aO umhverfisskaO- ar af völdum hljóOfrárra farþega- véia geti aukiO mjög tfOni húO- krabba. Þessi fuliyrOing stangast á viO yfirlýsingu bandariska sam- göngumálaráOuneytisins sem segir aO þær valdi engum skaOa. Samkvæmt tölum sem banda- riska umhverfisverndarráöiö hefur birt er því spáö aö 375 Con- cordeþotur veröi komnar i umferö áriö 1990. I skýrslu sam- göngumálaráöuneytisins segir aö 125 sllkar þotur sem flygju 4.4 klukkutfma á dag myndu eyöa ózonlaginu I andrúinslofti jaröar um 1.5%. Ózonlag betta hefur baö gildi fyrir llfiö á jörðinni aö þaö bægir frá útfjólubíáum geislum sólar. Ef þetta lag eyðist I þeim mæli sem aö framan er getiö mun þaö valda 1% aukningu á tlðni húökrabba segir dr. Harold John- ston. 1% aukning þýðir að þeim sem fá húökrabba myndi fjölga uin 5 þúsund á ári. BÚTASALA — BÚTASALA Litlir og stórir bútar — allir ódýrir. 0. L. ■*- ^ — 1 — Laugavegi 71. Sími 20141 IPÚTBOÐ Tilboö óskast I sölu á eftirfarandi efni, fyrir Rafmagns- veitu Reykjavlkur. 1. Jaröstrengir, ýmsar gerOir og stæröir. — Opnunardagur tilboöa 6. mars n.k. 2. Tengiskápar. — Opnunardagur tilboöa 5. mars n.k. 3. Lágspennuvör. — Opnunardagur tiiboöa 4. mars n.k. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Ffíkirkjuvegi 3 — Sími 2S800 zA 0 INNRETTINGAR Tilboð óskast I smíöi innréttinga á 1. 2. og 3. hæö Nýbygg- ar Fæöingadeildar Landsspftala islands. Útboösgagna skal vitja á skrifstofu vora gegn skilatryggingu kr. 5.000.- Tilboö verða opnuö á sama staö 25. febrúar 1975, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGABTÚNI 7 SIWI 26844 Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöid munu væntanlega veita einum Islend- ingi skólavist og styrk til háskólanáms I Sovétrlkjunum háskólaáriö 1975-76. Umsóknum skal komiö til mennta- máiaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 24., febrúar n.k., og fyigi staöfest afrit prófskfrteina ásamt meömælum. Umsóknareyöublöö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 3. febrúar 1975. Atvinna ■ Atvinna Skrifstofustarf Vanan vélritara vantar nú þegar á bæjar- skrifstofuna i Kópavogi. Hálfs dags vinna kemur til greina. Upplýsingar veitir undirritaður. Bæjarritarinn i Kópavogi. Minning mmmmmmmmmi^mmmmmmmmm Filippus Amundason Fœddur 2.8. 1877 - Enn einn af brautryöjendum Is- lenskrar verkalýöshreyfingar er fallinn i valinn.Filippus Amunda- son járnsiniður lést I Borgar- spltalanuin aöfaranótt 31. janúar sl. 97 ára aö aldri. Þar lauk langri æfi dugmikils erfiöisvinnumanns og drengilegs og kjarkmikils for- ystuinanns og félaga stéttar- bræðra sinna. Filippus Ámundason var fædd- ur 2. ágúst 1877, að Bjólu I Ása- hreppi I Rangárvallasýslu. For- eldrar hans voru Amundi Filipp- usson bóndi þar og kona hans Ragnheiður Eyjólfsdóttir frá Herdisarvik. Sneinina mun Filippus hafa orðið að hefja erfiöisvinnu eins og titt var á þeim tímum, er hann ólst upp á. Um aldamótin flyst Filippus til Reykjavlkur 23 ára að aldri. Vann hann þar öll almenn verkamannastörf, er til féllu, m.a. var hann nokkur ár starfs- maður hjá Thomsens-verslun, sem þá var helsta verslun i Reykjavik. Eftir lát Filippusar mun enginn vera á llfi er unniö hefur hjá þeirri verslun. Ariö 1908 giftist Filippus Ing- veldi Jóhannsdóttur, og liföu þau i góðu hjónabandi I 50 ár eða þar til Ingveldur lést I janúar 1959. Síð- ustu æfiárin var Ingveldur mikill sjúklingur en Filippus hætti þá störfum, 78ára aö aldri, og hjúkr- aði konu sinni f jögur siöustu æfiár hennar. Filippus og Ingveldur eignuöust sjö börn, fjóra syni, Karl, Jóhann, Indriða og Hauk, og þrjár dætur, Valgerði, Þuríöi og Þórdisi. Þuriöur og Þórdis eru nú einar á lifi af börnum Filippusar, þann- ig að hann hefur mátt fylgja fiinm börnum sinum til moldar. Um 1913 fluttust Filippus og Ingveldur til Vestmannaeyja og bjuggu þar I tvö ár. I Vestmanna- eyjum hóf Filippus járniönaöar- störf. Siðan er hann kom aftur til Reykjavikur hélt hann áfram járniðnaðarstörfum hjá kunnum hagleiksmanni, ólafi Jónssyni. Þar lauk Filippus náini. Hann var mjög fjölhæfur járniðnaðarinaö- ur, eirsmiður, vélsmiöur og járn- smiöur (eldsmiöur). Filippus vann hjá mörgum járniönaöar- fyrirtækjum hér I Reykjavik, svo sem Hamri h.f., Vélsmiðju Kristjáns Gislasonar, Vélsmiöj- unni Keili og fleirum, alls uin 45 ár, þar til hann hætti störfuin 78 ára gamall. Filippus var lengi prófnefndarmaður viö sveinspróf i járniönaöariöngreinum. Um og upp úr aldamótum, eöa þegar Filippus Amundason flyst til Reykjavlkur er reykvlsk al- þýða aö vakna til stéttabarátt- unnar. Jafnaðarstefna og félags- hyggja veröa aö hugsjónum og baráttumálum verkafólks. Filippus Amundason gerist þá strax ákafur og einlægur verka- lýössinni og skipar sér I raöir rót- tækustu jafnaðarmanna og hlýtur heiöurstitilinn „kommúnisti”. Hann er náinn félagi ólafs Friörikssonar, Henriks Ottósson- ar og fTpiri forystumanna komm- únista þeirra tima. Atti sæti i Dagsbrúnarstjórn meö Héöni Valdimarssyni og I „rauöu stjórn” Dagsbrúnar meö Arsæli Sigurössyni trésmiö og Guöjóni Benediktssyni múrara. A þeim árum eöa um 1919 kynn- ist Filippus Einari Bjarnasyni i Landssmiöjunni og þeir ásamt fleiri járniönaðarmönnum taka aö ræöa um stofnun stéttarfélags járniönaðarmanna, og 11. aprll 1920 er Filippus Amundason einn af 17 stofnenduin Félags járniön- aöarmanna og hefur veriö félags- maður þess alla tiö siöan. Strax I upphafi varö Filippus einn af forystumönnuin Félags járniðnaöarmanna og einn þeirra sem bar félagsstarfið uppi fyrstu og erfiðustu árin. Formaður félagsins var Filipp- us I sex ár 1922—1927 og sat I stjórn I sjö ár 1928—1932 og 1936 og 1937. Var hann þá ýmist vara- formaður, ritari, eöa hann gegndi öörum stjórnarstörfum innan fé- Dáinn 31.1. 1975 lagsins. ógerlegt mun vera aö telja upp öll þau störf sem Filipp- us hefur innt af hendi I þágu Fé- lags járniðnaöarmanna. Einkenni Filippusar i störfum voru starfsgleöi og baráttuþrek, ásamt heiðarleik og hjálpsemi. Markmið Filippusar var bætt kjör og fegurra mannllf verka- fólki til handa. Þetta var honum ávallt efst I huga og hann fylgdist vel meö öllu sem geröist I verka- lýðs- og stjórnmálum, þar til á síöasta aldursári hans að skyn- færi hans sljóvguöust mjög. Filippus Amundason varö aldrei efnaður maöur, sem kallað er, frekar mun hann og heimili hans hafa fórnaö ýmsu vegna hans félagslegu starfa. Félagsmenn Félags járniön- aöarmanna mátu mikils starf Filippusar I þágu félagsins og á tuttugu ára afmæli þess var hann kjörinn heiöursfélagi. Allir sein orðiö hafa forystumenn Félags járniönaöarmanna hafa kynnst Filippusi Amundasyni vel og orö- iö kunningjar hans og vinir og notið hvatninga hans og góöra óska. Filippusi Amundasyni mun hafa fundist starf hans að stofnun félagsins og fyrir þaö, ekki til einskis unniö og fagnaði hann þvi einlæglega þegar sæmi- legur áfangi náöist. 1 orlofshúsum félagsins dvaldi Filippus nokkrum sinnum og undi sér þar vel, m.a. hélt hann þar uppá 95 ára afmæli sitt 2. ágúst 1972 meö ættingjum og vinum. Eftirlifandi dætur Filippusar, Þurlöur og Þórdis, hafa annast föður sinn meö sérstakri uin- hyggju slöustu æfiár hans. Félag járniönaöarmanna vottar þeim nú viö fráfall hans, samúö og þakklæti. Félagar Félags járniönaöar- manna heita þvl nú, þegar Filipp- us Ámundason er allur, aö vera trúir markmiðum hans, sem rót- tæks verkalýðssinna. Guöjón Jónsson, járnsmiöur. Þaö var svo oft gott aö koma vestur I Brautarholtiö, fá sér kaffi I gamla húsinu meö gömlu mynd- unum á veggjunum og bókunum á hillunum, heyra tifiö I stóru klukkunni og rabba viö þig um daginn og veginn (þvl það var svo sannarlega hægt þótt þú værir 97 ára). Hlusta á gömlu sögurnar um hetjurnar og hvernig „kall- arnir” fóru illa meö verkalýöinn og um prestana sem ýttu viö þér, — jafnvel þótt þú segöir sömu sögurnar Iþrlgang eöa I fjórgang, jafnvel þaö var hægt aö liöa svona gömlum kalli eins og þér, því þvl- llkur var frásagnarandinn og duldu neistarnir af klmninni. Og alltaf sastu I svarta stólnum þln- um I horninu, á hverju sem gekk, þú varst oröinn svo gamall og haröur aö ekkert beit á þig. Ég gleymi ekkiþegar viö fórum I bfltúrinn I sumar til aö skoöa Reykjavlkina, hvaö þú varöst barnslega hissa á allri breyting- unni og ánægöur yfir því hvaö all- ir hlytu að hafa það miklu betra núna en I gamla daga þegar þú varst aö þræla og þaö glansaöi á gamla slitna hattinn þinn sem var svo undarlega óllkur umhverfinu. Já þú varst svo sannarlega einn af þessum köllum sem vöktu hlýj- ar tilfinningar og breiöa væntum- þykju. En öll ljós dofna og þú veiktist og varst sendur burt á stóra spi- talann. Og nú var allt I einu ekki eins gott kaffið I Brautarholtinu og tifiö I klukkunni virtist til- gangslaustog tómlegt, og þaö var llka þá aö það fannst aö þaö varst þú sem gafst húsinu lit, llf og anda. Og þó þú lægir á stóra spítalanum þar sem þú gafst eng- an lit, llf né anda þá varstu hress mitt I veikindunum og mundir svo margt. Oft minntistu á litlu bræð- uma, þann sem var svo óheppinn aö fá ekki aö kynnast kallinum honum langa sínum öröuvlsi en I sögum og hinn sem þér þótti svo vænt um en var fluttur burt og gat ekki kvatt þig. Og loks slokknaöi ljós þitt al- veg. Þín æfi var liöin, en þln minning mun alltaf lifa svo lengi sem llf er I Brautarholtsbúum og niöjum þeirra. Fyrirgeföu fátæklegu oröin mln, vertu svo sæll gamli kall, og ég þakka þér fyrir aö hafa leyft mér aö þekkja þig, viröa þig og þykja vænt um þig. ■ Dlsa. Þökk sé starfsfólki á 7A Borg- arspltalanum fyrir góöa umönn- un. Tveir Kristjánar 1 Þjóöviljanum sl. þriöjudag, birtist grein eftir Kristján Pétursson, Skriönafelli á Baröa- strönd, Með greininni birtist mynd af alnafna Kristjáns, sem búsettur er i Reykjavik. Biður Þjóöviljinn þá alnafna vel- viröingar á þessum mistökum. STYRKIR TIL NÁMS- DYALAR Á ÍTALÍU Itölsk stjórnvöld bjóöa fram nokkra styrki handa Is- lendingum til námsdvalar á ttailu á háskólaárinu 1975-76. Styrkirnir eru m.a. ætlaöir tii náms I Italskri tungu, en itöiskunámskeiö fyrir útlendinga eru árlega haldin viö ýmsa háskóla á ttalíu. Kem;»í mismunandi löng námsdvöl til greina til styrkveitingar, en nota þarf styrkina á tlma- bilinu 1. nóvember 1975 — 31. október 1976. Styrkfjárhæöin nemur 110 þúsund llrum á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 15. mars n.k. t umsókn skal m.a. greina fyrirhugaöa námsstofnun og áætlaöa lengd námsdvalar. — Umsóknareyöublöö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 4. febrúar 1975.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.