Þjóðviljinn - 23.02.1975, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. febrúar 1975
Játvaröur
Framhald af bls. 24.
til sóma, man ég, en hver er mun-
urinn á þeim og meöferöinni á
gamalmennunum sumum núna
þann dag i dag? Eg veit dæmi
sem skera i hjartað ef þar er að
finna ærlega taug.
Dalamenn, þaö framáfólk þar
sem helst hefir séð sér framdrátt-
arvon i að gera okkur fyrir norð-
an Gilsf jörð að einskonar nýlendu
sinni, fékk m.a. hið háa alþingi til
að afnema læknishéraðið okkar,
einmitt þegar staða okkar var
tæpust. Það var ójafn og ljótur
leikur.
Þvi fyrr sem þaö verður leið-
rétt, þvi betra.
Annars er ég tæplega rétti mað-
urinn til að tala um héraðsstjórn-
mál og mál verklegra fram-
kvæmda, þvi það eru orðin 12 ár
siðan ég hvarf úr sveitarstjórn,
enda 17 ár frá þvi heilsubrestur-
inn kom til sögunnar. Þessi hér-
aðsmál eru komin á annarra
herðar fyrir löngu, svo að ég get
ekki lengur talað um þau sem á-
byrgur aðili á neinn hátt.
Hvernig þola
menn fötlun?
— Sjúkdómur þinn, vöðvarýrn-
un, hefur verið lengi að vinna sitt
verk?
— Þetta kom svona I hægum
lotum að kraftarnir þurru. Síð-
asta áratuginn hef ég verið ó-
vinnufær, ég settist siðast upp á
dráttarvél 1962 og annað fór eftir
þvi.
— Hefur eitthvað annað komið i
staðinn, t.d. lestur?
— Ég veit ekki hvort ég hef lesiö
meira en gerist og gengur og efa
raunar að ég hafi legið meira I
bókum en ella hefði veriö. Þaö
þarf lika krafta til þess. En hitt er
einnig að maöur er með hugann
við það sem er aö gerast, bæði
nær og fjær.
Hvernig sætta menn sig við
slíkt ástand?
— Enginn er dómari I sjálfs sin
sök og er þvi erfitt um að segja.
Það eru svo margir sem eiga viö
fötlun að búa og það er eins og
flestir fái hæfileikann til að þola
hana og bera. Jafnvel þeir sem
lamast i einu vetfangi.
Ég held það sé út af fyrir sig
ekkert þrekvirki að sætta sig við
þetta þegar manni er gert mögu-
legt að lifa eins eðlilegu lifi og tök
eru á. Þaö er eiginlega erfiðast að
snúast við þvi þegar manni er
vorkennt.
Hjálpartxki og
störf viö hæfi
— Nú dvelur þú á þinu heimili.
Hefurðu einhver hjálpartæki?
— Það er óhægt um vik að nota
nokkuð þess háttar þvi að hend-
urnar gegna glettilega miklu
hlutverki og óþarfi að tiunda það
hvaö gerist þegar þær eru að
mestu leyti óvirkar. Og fæturnir
ekki til stórræða heldur.
En mér var á Reykjalundi
komið á sporiö með að skrifa
hjálparlaust. Ég beiti ákveðnu
munnstykki eöa priki til að slá á
rafmagnsritvél. Eiftnig hef ég
sima heima sem ég er einfær um
að koma i samband og hringja i
meö höfði og fótum.
— Á síðari árum hafa öryrkjar
stofnaö til félagsskapar...
— Það er óskaplega mikils viröi
að geta þó ekki nema taliö sjálf-
um sér trú um aö maður sé til ein-
hvers gagns. Þess vegna er geysi-
lega dýrmætt aö fatlaðir geti
fengið einhver störf við sitt hæfi
eins og t.d. Oryrkjabandalagið
vinnur að. Þeir sem styðja það
eru þvi að vinna þjóðfélagslega
mjög gagnlegt verk. Þvi eitthvert
starf er manninum nauðsyn.
Þetta hef ég séö enda þótt ég
falli ekki inn i þennan ramma
sjálfur.
Ribbaldar við
Breiðafjörö
— Þú ert upprunnin i Reykhóla-
sveit?
— Já, á Miðjanesi hef ég átt
heima alla tfð, tók þar við búsfor-
ráðum 1939. En eiginlega er ég
eyjamaöur þótt ég hafi aldrei átt
þess kost sjálfur aö búa i Breiöa-
fjarðareyjum. En það er eins og
ég hafi heimþrá þangað og mig
hefur dreymt heim til eyjanna,
hvernig sem á þvi stendur. Það er
liklega kall kynslóðanna.
— Ertu þá ættaður úr eyjunum?
— Föðurættin er búin að vera I
Breiðafjarðareyjum alveg óslitið
i margar aldir og móðurættin er
sú hin sama strax að einum
fjórða. Ég er kominn útaf ein-
hverjum sögufrægustu ribböldum
sem til voru hér á landi eftir
Sturlungaöld, þeim Skarðverjum
sem náðu undir sig Reykhólum á
15. öld, sem frægt er af sögum.
Þriðji maður frá Birni riddara
sem enskir lögðu að velli á Rifi,
Jón Björnsson Þorleifssonar á
Reykhólum, erfði Flatey. Frá
honum er búseta ættarinnar óslit-
in i Vestureyjum, Hvallátrum,
Skáleyjum og Svefneyjum. Þetta
er móðurætt föður mins. Föður-
ætt hans og ömmu minnar I móð-
urætt er eyjafólk vitt og breitt um
allan Breiðafjörð eins langt og
rakið verður aftur i aldir.
Ég er reyndar einnig kominn
útaf Eggert ólafssyni i Hergilsey,
Eggert „betri”. Ég segi stundum
við krakkana mina að það sé
vandlifað fyrir þau, að vera bæöi
komin útaf Eggert i Hergilsey og
sér Jóni Steingrimssyni, eld-
presti, sem kunnir urðu i móðu-
harðindunum. Kona min, Rósa
Hjörleifsdóttir, á ættir að rekja til
séra Jóns.
Breiðafirði stolið
af breiðfirðingum
— Eiga Breiðafjarðareyjar sér
viðreisnar von?
— Ég skal segja þér að það er
eiginlega búið að stela Breiða-
firðinum frá breiðfirðingum
sjálfum, eyjabændunum.
Það er búið aö uppyrja allar
sjávarnytjar i námunda við
eyjarnar. Fyrst voru það
útlendingar sem rifu upp allan
þorsk með togurum. Siðan hefir
firðinum verið lokaö með marg-
földum netagirðingum úti hafs-
auga. Þá var lúöan skröpuð upp
ar akurnesingum, hólmurum og
hver veit hverjum innum öll sund
og voga.
Svo fer rækjan og skelin sömu
leiðina, en það er nú nýtilkomið.
Þetta þýddi það, aö eyjabænd-
urnir höfðu eiginlega ekki annað
en landnytjarnar eftir. Hlunnind-
in af fugl og sel eru landnytjar.
Búskap er auðveldara að stunda i
landi og samgöngubyltingin hefir
orðið eyjabyggöinni þung i skauti.
Ég veit sannarlega ekki hvort
þessari þróun verður snúið við.
Þarna ræður það sem kallað er
gildismat. Ef til væri fólk sem
segir ég vilog ég skalhvergi vera
annarsstaðar?...
Einu sinni var ég kominn á
flugstig með að rifa mig upp og
flytja úti eyjar, þvi það er alltaf
eins og þær togi mig til sin. En
konan tók af skariö og sagöi þvert
nei, svo ekki varð ég lóð á þeirra
vogarskál, enda hefði ég fljótlega
reynst býsna léttvægur, er ég
hræddur um.
Það skal ekki
standa á mér
— Fyrir utan þetta sem við höf-
um þegar minnst á I spjalli okk-
ar, Játvarður, hvaö er þér efst i
huga sextugum?
— Mér verður þaö oft núoröið
að hugsa um þenna hraðfleyga
timans straum, verður hugsað til
samferðarmannanna. Það er nú
einu sinni svo, að fleiri eru horfnir
af samferðamönnum sextugs
manns, en þeir sem eftir eru. Þá
verður sú tilhugsun smátt og
smátt eðlileg, að maður fylgi
þeim sem farnir eru. Ég er fyrir
nokkru búinn að veita þessu eftir-
tekt. Ekki ber að skilja þetta svo,
að ég sé að sýna á mér fararsnið.
Lifið heillar mig enn, þrátt fyrir
allt og allt. Ég kvarta ekki yfir
minum kjörum. Ég hefi skýra
sjón og heiðan hug. Ég er þakk-
látur fyrir vináttuvott fjölda-
margra, sem mér er sýndur núna
eins og ávallt endranær og það
skal ekki standa á mér aö veröa
sjötugur ef svo ber undir.
hj
Fimm bréf
Framhald af 16. siðu.
Heftin yrðu 3—4, 350—450 siður
yfir árið. Til gamans höfum við
athugaö ögn um útbreiðslu Skirn-
is, aöal og elsta menningarrits
vors. Það eru ca 13 hundruð kaup-
endur, allt að 1/3 i Reykjavik,
tómir burgeisar og menntamenn.
Bóndanöfn sjást vart á skránni
hvað þá verkamanna. Þannig er
þá starfi aðal menningarfélags
vors farið.
(Siðan ræða bréfritarar undir-
búningsmál og bjóða sig fram til
að útvega umboðsmenn — einn
þeirra eða fleiri munu reyndar
siöar hafa orðið umboðsmenn
Máls og menningar. Bréfinu lýk-
ur svo á þessa leið.-)
Með kærri kveðju og bestu ósk-
um og þökk fyrir það sem þér haf-
ið þegar lagt til menningarmála
vorra. Einnig kær kveðja og þökk
til skáldsins, ef þér talið um þessi
mál við hann.
Valdimar Guðjónsson, Kristfinn-
ur Guöjónsson, Þórður Valde-
marsson, Haraidur Gunnlaugs-
son, Þorsteinn Þorsteinsson.
Tómas
Framhald af 13. siðu.
varöar okkur”? A Kleppsspital-
anum reynum við, eftir þvi sem
við framast getum, að taka ekki
ákvarðanir i málum sjúklinganna
án þess að hafa þá viðstadda.
Sjálfsagt tekst okkur þetta ekki
alltaf eins vel og skyldi, en von-
andi verður viljinn virtur fyrir
verkið. Ingunn vill vita hver fer
með völdin og hver hefur vald yfir
henni og biður um að gefa sér
ekki nýtt glundur, sem sé enn
verra en deyfingin. Þetta eru
spurningar, sem við ræðum þrá-
faldlega á borgarafundum spital-
ans þar sem allir koma saman.
Við reynum að komast af með
eins litið af lyfjum og unnt er. Við
drögum hins vegar ekki gagn-
semi lyfjanna i efa og við teljum
sjálfsagt að nota þau að þvi
marki, sem nauðsynlegt er, en
reynum að forðast deyfingu. Við
leggjum miklu meiri áherslu á
hvers kyns sállækningar
(psykoterapi), einstaklinga og
hópa,heldur en virðist gert i leik-
ritinu. Við viljum reyna að beita
öllum tiltækum ráðum til að gera
þeim, sem til okkar leita lifið
bærilegt, svo að þeir verði færari
um að standa á eigin fótum og
vinna að þvi að bæta þjóðfélagið
eftir eigin sannfæringu.
Páll Sigurðsson
Framhald af 13. siðu.
Onnur fullyröing aðstoðar-
læknisins er sú að reynt sé að
flýta meðferð og koma sjúk-
lingnum að nýju út i lifið. Þetta er
hárrétt, öll meðferð nútima
geðsjúkrahúss beinist að þvi að
taka sjúklinginn sem allra
skemmstan tíma frá umhverfi
sinu og þetta er einn af stærstu
þáttum i nútimageðlæknisfræði,
þ.e.a.s. að forðast það að sjúk-
lingurinn komist inn i verndað
umhverfi svo langan tima, að
hann vilji ekki aftur fara út i hið
daglega lif.
Margir sjúklingar ásaka að
sjálfsögðu sjúkrahúsin og þá sem
að meðferðinnistanda fyrir þetta,
en þetta virðist eina leiðin til þess
að ekki safnist upp i geðsjúkra-
húsum hópur af fólki eins og
gerðist á siðustu áratugum, sem
hefðu getað farið út i lifið að nýju
og lifað sinu eigin lifi, en varð
vegna þeirrar afstöðu sem tekin
var til meðferðarinnar innlyksa á
sjúkrahúsinu og enn i dag erum
við með fjölda slikra sjúklinga á
geðsjúkrahúsum.
Það er alveg rétt fullyrðing
aðstoðarlæknisins að við vitum
ekki allt of mikið um geðsjúk-
dóma og orsakir þeirra. Hitt
gleymist oft að geðsjúkdómar eru
engin undantekning i þessu tilliti.
Sama máli gegnir um ýmsa þá
stærstu sjúkdómaflokka, sem
læknar eiga við að striða., svo
sem hjartasjúkdóma, krabba-
mein, liðagigt og marga fleiri.
Það eru ekki kunnar orsakir
þessara sjúkdóma sem heildar,
þó hægt sé að benda á þegar tekin
eru ákveðin sjúkdómstilvik, að
ákveðin atriði séu undirrót sjúk-
dómsins og að það megi rekja
gang sjúkdómanna hjá einstak-
lingunum til ákveðinna þátta sem
þekktir eru, svo sem erfða,
atvinnuhátta, lifnaðarhátta og
fjölda margra annarra atriða.
Það gegnir að þessu leyti
svipuðu máli um geðsjúkdómana.
Sem sjúkdómsheild þá vitum við
ekki um orsakir þeirra, en hins
vegar er hægt þegar ákveðin sjúk-
dómstilvik eru tekin að benda á
ákveðna þætti. fjölskyldulega,
félagslega og umhverfislega, sem
eiga ákveðinn þátt i sjúk-
dómnum, enda þótt frumorsökin
sé óþekkt.
Geðsjúkdómar eru þvi engin
undantekning þegar um er rætt
að það sé verið að meðhöndla
einkenni en ekki sé höggið að rót
meinsins. Það gegnir nákvæm-
lega sama máli a.m.k. oft á tiðum
um meðferð annarra sjúkdóma
svo sem liðagigtar, háþrýstings,
blóðsjúkdóma, krabbameins, svo
eitthvað sé nefnt.
Ádeila læknisins á þjóðfélagið,
þ.e. að þjóðfélagið sjálft sé sjúkt
og það þurfi allt að borga sig, er
að minum dómi röng.
Vissulega miðast öll læknis-
meðferð að þvi að gera hinn sjúka
vinnufæran og hæfan til að vera
þátttakanda i samfélaginu.
Takist þetta hins vegar ekki, þá
hefur hin félagslega þróun orðið
mjög mikil á siðustu áratugum og
vaxandi skilningur á þvi, að
ávallt verði einhver hópur
þjóðfélagsþegnanna, sem vegna
sjúkdóma, geta ekki séð sér far-
borða.
Almannatryggingakerfið er
byggt upp til þess að styðja þessa
þjóðfélagshópa.
Mat á þvi hve lengi á að reyna
meðferð við hinum ýmsu sjúk-
dómum og hverju á til að kosta er
að sjálfsögðu alltaf álitamál og
verður ávallt að lokum
ákvörðunaratriði þeirra, sem
fara með heildarfjármál hvers
þjóðfélags. Geta sjúkrastofnana
til lækninga stendur i réttu hlut-
falli við það f jármagn, sem þær fá
til að leysa verkefnið af hendi.
Læknirinn og aðrir, sem að
þessum störfum vinna, verða þvi
oft að velja og hafna, bæði um
sjúklinga og lækningaaðferðir.
Niðurstaða þessara hugieiðinga
um lýsingu aðstoðarlæknisins á
kerfinu er sú að frá höfundanna
hendi þá sé lýsingin vitandi vits
röng, til þess gerð að koma af stað
umræðum um málið, en verður
óraunveruleg i augum þeirra,
sem til þekkja, en sennilega
nauðsynleg til þess að renna
stoðum undir afstöðu'yfirlæknis-
ins og framkvæmdastjórans til
sjúklinganna I lok leiksins.
HVER ER
SINNAR
Fyrirlestrar í Norræna húsinu
Mánudag 24. febrúar kl. 20:30 —
ODD NORDLAND/ dósent við óslóarháskóla:
Folkeminneforsking og samfids folkekultur.
Massekommunikasjon og funksjonsanalyse.
Fimmtudag 27. febr. kl. 20.30 —
EVA NORDLAND/ dósent við óslóarháskóla:
Váre samtidige norske ungdomsproblemer.
Aktuell forsking.
Allir velkomnir. KðffÍStOfðn 6T Opifl
Norræna húsið.
Allir velkomnir.
NORRÆNA
HÚSIÐ
Danski leikarinn
EBBE RODE
hefur upplestrarkvöld í samkomusal Norræna
hússins miðvikudaginn 26. febrúar kl. 20:30.
Aðgöngumiðar seldir í Norræna húsinu.
Kaffistofan er opin
Dansk—islenska félagið.
NORRÆNA
HÚSIÐ
Móðir okkar
Guðný M. Petersen
Bergstaðastræti 38
Verður jarðsett frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 25. þ.ni.
kl. 3.
Börn hinnar látnu.
Þökkum af alhug öllum þcim nær og fjær, er auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
Harrys O. Frederiksen
framkvæmdastjóra
Margrét Fredcriksen ólafur Frcderiksen
Guðrún Frederikscn Halldór Sigurðsson
Edda Hrund Halldórsdóttir