Þjóðviljinn - 23.02.1975, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 23.02.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 23. febrúar 1975 ÞJÓDVILJINN — StÐA 23 Kompan: Var ykkur ekki strítt? Baldvin: Jú einu sinni í Mela- skólanum. Það var skvett á okkur vatni og við kallaðir KOMMAFÍFL. Kompan: Kaupa margir blaðið? Baldvin: Fyrst voru þeir 7 en nú eru fastir áskrifendur 35. Þeir eru allir fullorðið fólk. Engir krakkar eru áskrifendur, en ég gef krökkum oft blaðið. Það selst l)ka vel í lausasölu. Rennur út á nokkrum mínútum. Við þurfum að passa að eiga nóg handa áskrifendum. Það kemur út i 60 eintökum sem eru fjölrituð í Letri Sf á Grettisgötu 2. Sigurjón í Letri fékk svo mikinn áhuga á blaðinu að hann gerðist áskrif andi. Nú er Ási f arinn að vinna með okkur. Hann er vinur minn og hjálpaði áður til við ýmis smá- atriði, en nú er hann fastráðinn. Hann er 14 ára og er líka í II. bekk í Hagaskólanum og sendill á Þjóðviljanum. Kompan: Skiptið þið með ykkur verkum? Baldvin: Já, Ási skrifar greinar um ríkisstjórnina og svona fyndnar greinar og svo býr hann til brandara á 3. síðuna. Helgi sér um baksíðuna. Olöf teiknar í blaðið og Finnur bróðir okkar tekur myndir. Finnur er 11 ára og er í Melaskólanum. Ási: Baldvin er ritstjóri, ábyrgðar maður, umbrots- maður og sendill. Kompan: Eruð þið að hugsa um að stækka það? Baldvin og Ási: Ja, tvöfalda það. Kompan: Er dýrt að gef a það út? Baldvin og Ási: Það kostar 16 krónur að f jölrita hvert eintak, svo er f rímerkjakostnaður — en umslögin fáum við ókeypis. Hvert blað seljum við á 30 krónur. Við erum nýbúin að hækka verðið. Það var áður 15 krónur. Kompan: Lesið þið skipulega til að fræðast umsósialismann? Baldvin og Ási: Við reynum það, en það er svo litill tími. Fyrst er það skólinn, svo er það vinnan, og allur timinn sem við höf um notum viðtil að vinna við Kommann. Áskriftarsími Kommans er 18379. PENNAVINIR Ég er 9 ára og óska eftir pennavini á aldrinum 9—10 ára. Dreng eða stúlku. Guðrún Linda Einarsdóttir, Heiðmörk 2, Selfossi. Ég óska eftir pennavini á aldrinum 10—11 ára, strák eða stelpu. Áhugamál mín eru lest- ur góðra bóka, reikningur og Ijósmyndun. Ég svara öllum bréf um. Guðrún ómarsdóttir, Móa- barði 20, Hafnarfirði. KOMMINN Útgefendur Kommans. Frá vinstri: Helgi Loftsson 13 ára, Baidvin I.oftsson 14 ára og Ólöf Loftsdóttir 10 ára. A myndina vantar bróður þeirra Finn 11 ára, en hann var veikur þegar myndin var tekin. Nýlega barst mér í hendur eintak af mjög áhugaverðu blaði. Það heitir Komminn og kemur út mánaðarlega. Þetta er einblöðungur, fjölritaður og myndskreyttur. I þessari viku kemur út 2. tölublað 3. árgangs og hafa þá alls komið út 27 blöð. Það eru krakkar hérna í Vesturbænum sem standa að þessari útgáfu. Þau eru systkini og heita Baldvin, Helgi, ólöf og Finnur. Kompan hitti að máli ritstjóra Kommans, Baldvin,og vin hans Ása, sem er nýfarinn að hjálpa til við blaðið og má nú teljast fastráðinn blaðamaður Kommans. Kompan: Hvernig stóð á því, að þið systkinin f óruð að gef a út blað? Baldvin: Ég veit ekki. Við vorum alltaf að leika okkur að búa til blöð, sem fólkið heima las og kannski gestir. Svo Ijósritaði pabbi eitt blaðið i 10 eintökum (11. april 1973). Það var upphaf útgáfunnar. Kompan: Hversvegna létuð þið blaðið heita Komminn? Baldvin: Fyrsta blaðið hét Velviljinn. Ég bar út Þjóð- viljann, og það voru margir sem kölluðu hann illviljann, en mér fannst það öfugmæli. Vinur okkar sagði: ,,Látið blaðið bara heita Komminn. Velviljinn er svo asnalegt nafn!" Það var ekkert pólitískt efni í fyrstu blöðunum. Bara myndir, brandarar, gátur og smágreinar. Þá var ég með svo mikinn áhuga á læknisfræði, að ég hafði sérstakan þátt um hana. Ég vann hann upp úr ritum Hippókratesar og lækna- bókum sem ég fékk á bóka- saf ninu. Kompan: Hvenær varð blaðið svo pólitískt? Baldvin: Um miðjan vetur 1974. Það leigðu háskólastrákar i kjallaranum hjá okkur, ofsa komrnar. Þeir sögðu, að við ættum að standa við nafnið. Þá fór ég að hugsa um pólitík og stúdera svoleiðis bækur og bæklinga. Kompan: Eru foreldrar þínir kommar? Baldvin: Já, mamma. En pabbi hjálpaði okkur. Hann leið- rétti ritvillur og Ijósritaði fyrir okkur blaðið. Hann hafði aðstöðu til þess. Hann reyndi samt ekkert að haf a áhrif á það hvað við skrifuðum. Kompan: Urðu systkini þín lika pólitísk? Baldvin: Já, Helgi. Kompan: Hvaða bækur lásuð þið? Baldvin: Það sem við náðum í. Bókina Endurminningar um Lenín eftir Onnu Úljanóvu, Krúpskaju og Gorki. Kompan: Finnst ykkur ekki vanta bækur um sósialisma fyrir börn? Baldvin: Ég veit ekki... jú, það hefði verið gaman að vita þetta fyrr. Ási býr til þessa skemmtilegu orðaleiki. Þeir eru neðst á þriðju siðunni. Hafið þið heyrt um... ... skákmeistarann sem stóðst ekki mátið. ... trésmiðinn sem þoldi ekki við. ... tannlækninn sem bar á góma. ... málarann sem málaði með filapenslum. ... fallgöngumanninn sem gekk fram af sér. ... úrsmiðinn sem var úr sér genginn. ... verkamanninn sem var rekinn úr kústaverk- smiðjunni af þvi að hann var farinn að færa sig upp á skaftið. ... heyrnarlausa karlinn sem lagði við hlustirnar. Og hafið þið heyrt... ... hvað skósólinn sagði við hinn skósólann? Það eru tveir skithælar á eftir okkur!! Umsjón: Vilborg Dagbjartsdðttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.