Þjóðviljinn - 23.02.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Kosningaslagur í Portúgal
Nú f yrir skömmu var því
slegið föstu, að þingkosn-
ingar þær sem Portúgölum
var lofað, þegar herinn
steypti f asistastjórn
Caetanos í fyrra, skuli
fara fram þann 25. apríl.
Nokkur átök höfðu orðið
um dagsetninguna — hluti
liðsforingjanna í MFA,
hinni pólitísku hreyfingu
hersins, vildu skjóta þeim
nokkuð á frest enn og nutu
þeir meðal annars stuðn-
ings hins vel skipulagða
kommúnistaf lokks lands-
ins.
Ekki leið á löngu þar til sex
flokkar höfðu tryggt sér undir-
skriftir þeirra 5000 meðmælenda
sem flokkur þarf til að geta boðið
fram. Stjórnmálaforingjar tóku
þegar að velta fyrir sér samfylk-
ingarmöguleikum, en margir
hafa einnig uppi áform um að
stofna til nýrra flokka.
Flesta flokka er að finna á
vinstri armi stjórnmála og þar
eru einnig þeir flokkar sem öflug-
astir virðast. En eins og að líkum
lætur skortir mikið á það, að milli
þeirra riki eining um það, hvernig
fara skuli að þvi að gera Portúgal
Spinola: leikstjóri hjá Krstilegum
deniókrötum
að sósialisku samfélagi. Fyrir
skömmu lauk deilu um lög sem
kváðu á um stofnun eins verka-
lýðssambands með ótviræðum
sigri kommúnistaflokksins, sem
barðist fyrir einingarsamtökum,
enda getur flokkurinn hæglega
visað til þess, að sá klofningur
verklýðshreyfingarinnar i tvö eða
þrjú sambönd sem algengur hef-
ur verið i rómönskum löndum,
hafi ekki hvað sist orðið til þess að
halda verulegum hluta verka-
fólks utan allra samtaka. En
sósialistar og aðrir keppinautar
kommúnista hafa mjög óttast
þessa löggjöf, af þeirri einföldu
ástæðu, að kommúnistar hafa nú
þegar forskot fram yfir þá meðal
verkafólks og munu ráða lang-
samlega mestu i einingarsamtök-
um. Hin harða afstaða sem
vinstriflokkarnir hafa tekið til
þessa máls hefur meðal annars
orðið til þess að ekki eru mögu-
leikar á að smiða breiða alþýðu-
fylkingu fyrir kosningarnar.
Kommúnistar.
Kommúnistaflokkurinn er vel i
stakk búinn til átaka en hann nýt-
ur agaðrar forystu Alvaro
Cunhals og á marga hauka i horni
i MFA, hershreyfingunni Hann á
sér einnig aðra hæfa foringja eins
og Octavio Pato og Sergio
Vilarigues sem báðir hafa setið
árum saman i fangelsum
Salaxarstjórnanarinnar. Flokk-
urinn getur búist við verulegu
fylgi i borgum. en hann reynir og
mikið til þess að ná fótfestu i
sveitum. 1 tveim héruðum Suður-
Portúgals hafa kommúnistar haft
forystu um að flýta fyrir skipt-
ingu jarðnæðis, sem afar brýn er
eins og nærri má geta.
Sósíalista ,,zúlúar"
Annar flokkur sem verið hefur
mjög virkur i viðleitni til að
tryggja verkalýðsflokkum meiri
hluta i kosningum er Movimento
da Ezquerda Socialista (MES)
sem myndaður var eftir valda-
töku hersins i fyrra. Helsti foringi
hans var málafærslumaðurinn
Jorge Sampaio, en i flokknum eru
bæði menntamenn og verka-
menn.
En Sampaio var sjálfum vikið
úr sessi á þingi flokksins um ný-
árið sakir þess að hann þótti of
deigur. Foringjar MES, sem and-
stæðingarnir kalla stundum
„zúlúa” leggja ekki dul á það að
flokkurinn munu styðja við bakið
á Alvaro Cunhal og kommúnist-
um i kosningunum. Ein aðalkenn-
ing flokksins lýtur að nauðsyn
þess að kjósa þing „verkamanna
og bænda” i staðinn fyrir
„flokkapólitikusa”. Það var MES
sem skipulagði verkfall sem i
fyrra lamaði portúgalska flugfé-
lagið TAP i mánaðartima — eitt
af markmiðunum var að reyna að
stöðva þann fjárflótta sem auð-
menn Portúgals stunda eftir getu
og hefur valdið landinu miklum
vandræðum.
Annar sterkur hópur á hinum
marglita vinstri armi er
Movimento Democratico Populai
(MDP/CDE), sem talinn er njóta
'mikils stuðnings meðal yngri liðs-
foringja. Flokkur þessi leggur
mikla áherslu á að hann sé fyrst
og fremst „hreyfing” og er talinn
eiga möguleika á að sækja all-
mikið af atkvæðum til landbún-
aðarhéraðanna, þar sem viða
rikir gróið vantraust á
flokkapólitik.
-Siðustu daga hefur það komið i
ljós, að þessir þrir, kommúnistar,
MES og MDP ætla að hafa með
sér einhverskonar kosninga-'
bandalag, sem hefur það að
markmiði að ná sem bestri stöðu
gagnvart hinum varfærnu leið-
togum sósialdemókrata.
Soares og
grannar hans.
Helsti keppinautur Cunhals
vinstra megin i portúgalskri
pólitik er Mario Soares utanrikis-
ráðherra, sá stjórnmálamaður
sem best er þekktur erlendis
vegna samninganna sem hann
hefur staðið að við frelsishreyf-
ingar ný-efnd*nna. Sósialista-
flokki hans, PS, er spáð miklu
fýlgi-
En flokkurinn hefur orðið fyrir
nokkrum skakkaföllum. í desem-
ber sagði hópur manna skilið við
Ps og myndaði Sósialfska alþýði.
hreyfingu, FSP. Þessi hópur
dregur ekki dul á að hann hefur
ekki mikinn áhuga á kosningun-
um i april, og fær i staðinn þá
einkunn frá fyrri flokksfélögum
að þar fari „rómantiskir heims-
endaspámenn” sem hann er.
FSP stendur að ýmsu leyti nokk-
uð nærri MDP sem áður var
nefndur.
,, Fólkdemókratar".
Nær miðju kemur svo Partido
Popular Democratico, PPD, sem
er einskonar frjálslyndur miðju-
flokkur, sem telur sér samt i hag
að hafa uppi vissar vinstritil-
hneigingar i ætt við sósialdemó-
kratisma. Foringi flokksins,
Fransisco Sa Carneiro, er ásamt
með Mario Soares sá stjórnmála-
maður sem hefur mest hamast
gegn þvi sem þeir kalla viðleitni
kommúnista til að koma á
„verkamannaalræði” i Portúgal.
Þeir hafa einnig gagnrýnt til-
hneigingar hjá MFA, hinni
pólitisku hreyfingu hersins, til að
halda i þau völd sem liðsforingj-
arnir nú hafa. PPD gæti hugsan-
lega haft einskonar samstarf við
sósialistaflokk Soares i kosning-
unum. Flokkurinn er reyndar
fullur af mönnum úr ólikustu átt-
um, en er sagður kunna þá list vel
að spila sem best úr þeim spilum
sem hann hefur á hendi og fela þá
TÁGAHÚSGÖGN
Höfum til sölu skemmtileg tágahiisgögn.
Yerðið á stólnum er kr. 5.370.00, borðið kostar
kr. 8.960.00 og kollurinn kr. 1.800.00.
Seljum ennfremur innkaupakörfur á kr. 1.390.00
og kr. 975.00 og brauðbakka á kr. 650.00.
LIVERPOOL
Laugavegi 18a
lýði var undir hinni fasisku
stjórn). Þá mun það að sjálfsögðu
koma flokknum að miklu haldi,
að kaþólska kirkjan er honum
mjög hliðholl — ekki sist i sveit-
um. Það er einmitt hið pólitiska
ástand i sveitum sem er helsti
vandi vinstri flokkanna — þvi þar
geta gósseigendur og embættis-
menn frá fyrri tið haft mikil áhrif
á litt uppiýsta og litt læsa alþýðu.
Osorio var um skeið upplýs-
ingamálaráðherra i bráðabirgða-
stjórn þeirri sem herforingjarnir
komu á laggirnar i fyrra. Hann
var einn af helstu stuðn-
ingsmönnum Antonio de Spinola
hershöfðingja, sem átti mikinn
þátt i að undirbúa jarðveg fyrir
valdatöku hersins i fyrra, en
hraktist úr forsetaembætti i sept-
ember vegna andstöðu við
vinstriþróun i landinu. Spinola er
enn allmikil en um margt óþekkt
stærð i portúgölskum stjórnmál-
um, en það er haft fyrir satt að
hann sé nú einskonar leikstjóri á
bak við tjöldin hjá Kristilegum
demókrötum.
Og allir hinir.
Þvi má heldur ekki gleyma, að
fyrir utan þá hálfa tylft vel skipu-
lagðra flokka sem nú takast á, er
til mikill sægur af smáum hópum
langt til vinstri. Þar er um ýmis
tilbrigði við maóisma eða
anarkisma að ræða og liðsmenn
koma einkum úr hópi stúdenta.
Þessir hópar láta mjög að sér
kveða i kosningabaráttunni —
meðal annars eru vigorð þeirra
og litrik plaköt einkar áberandi á
húsveggjum i Lissabon. En það er
ekki liklegt að það muni mikið
um kjörfylgi þeirra i þeim kosn-
ingum sem portúgalir ganga nú
til i fyrsta sinn i háa herrans tið.
(ÁB tók saman)
Mario Soares og Alvaro Cunhal: sambúðin milli verklýðsflokkanna
hcfur stórversnað
staðreynd, að hér er um mjög útbreitt að hann hallist að
misjafna sauði að ræða. einskonar nýfasisma.
Hægrif lokkar.
Nú þegar er óhætt að fullyrða,
að tveir af þrem flokkum á hægri
væng hafi litla möguleika á fylgi.
Þetta á i fyrsta lagi við um hinn
litla flokk konungssinna, PPM, en
foringi hans, Rolao Preto, var hér
áður fyrr þekktur svartstakkur,
þeas fasisti.
Partido do Centro Democratico
Social, CDS.hafði i ýmsum skoð-
anakönnunum hlotið allmikið
fylgi, en nú mun talið að verulega
hafi dregið úr möguleikum þess
flokks. Það var þessi flokkur sem
fyrir þrem vikum hélt sögulegt
þing i Oporto, sem ýmsir herskáir
hópar lengst til vinstri gerðu sitt
besta til að reyna að hleypa upp.
Fortið margra áhrifamanna þess
flokks er m jög menguð af fasiskri
fortið; það álit á honum er mjög
Kristilegir
A hinn bóginn hefur stjarna
Kristilegra demókrata, PDC,
sem Sanches Osorios major stýr-
ir, hækkað verulega að undan-
förnu. Um skeið gat svo virst sem
þessi flokkur væri i upplausn, en
nú búast margir við þvi, að hann
safni flestum atkvæðum borgara-
legra kjósenda, sem eiga ekki
margra annarra kosta völ i
Portúgal i dag.
Kristilegir demókratar munu
að þvi er talið er græða mjög á
þvi, að CDS sem áður var nefnd-
ur, mun verða fyrir þá einskonar
eldingarvari sem dregur til sin
ásakanir um að PDC sé sumpart
felubúningur fyrir hina gömlu
Accao-Nacional (hina borgara-
legu einingarfylkingu sem við