Þjóðviljinn - 23.02.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.02.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 börn, en samt er engin trygging fyrir, að svo sé. Liklegt má telja, að flestar þær konur, sem taka börn i gæslu, geri það vegna þess að þær eiga ekki kost á annarri vinnu. Tekið skal fram, að félags- málastofnun hafa ekki borist neinar kvartanir vegna daggæslu i heimahúsum á undanförnum ár- um, og það er álit starfsfólks stofnunarinnar og félagsmála- ráðs, að þær konur, sem nú ann- ast þessa gæslu, ræki starf sitt af alúð og samviskusemi. Þá er og að nefna að aðstaða til útivistar fyrir börnin er stundum ýmsum erfiðleikum háð. Augljóst er af framanskráðu, að dagvistunarmálin verður að taka föstum tökum, og þau þurfa að hafa forgang á næstu fjárhags- áætlun bæjarins. Mönnum er að verða það æ ljósara, að uppeldi ungra barna getur ekki lengur farið eingöngu fram innan veggja heimilisins. Lika er það stað- reynd, að konur taka i siauknum mæli þátt i atvinnulifinu, enda eðlilegt, þar sem störfin á heim- ilinu eru ekkert sambærileg við það, sem áður var. Samkvæmt rannsókn, sem Framkvæmda- stofnun rikisins stóð fyrir, stund- uð 52,4% giftra kvenna vinnu að meira eða minna leyti utan heim- ilis árið 1970. Arið 1963 var sam- bærileg tala 36,6%, og trúlegt er, að enn hafi talan hækkað að mun. Mega aldrei verða //barnageymsla" Þó að réttur foreldra til að velja sér starf og hafa aðstöðu til að stunda það sé mikill, er réttur barna samt enn þyngri á metun- um. Flestir foreldrar, kennarar, uppeldis- og sálfræðingar munu vera á einu máli um, að hverju bami sé hollt og nauðsynlegt að fá tækifæri til að umgangast jafn- aldra sina og aðra en heimilis- fólkið hluta úr degi. Hvert einasta barn á þvi að eiga þess kost að dveljast á góðu dagvistunarheim- ili frá tveggja til þriggja ára aldri og þar til skólaganga hefst. Miklu varðar, að vel sé vandað til innra starfs á heimilum þessum. Þau mega aldrei verða eins konar „barnageymsla”. Raunar ætti aö lita á leikskóla- dvöl barns sem fyrsta stig skóla- göngu og i samræmi við það ættu leikskólar að nefnast forskólar. t mörgum nágrannalöndum okkar, m.a. á Norðurlöndum er farið að nota það orð um sambærilega skóla. 1 forskóla eiga börnin að njóta markvissrar þjálfunar og undirbúnings undir reglulegt skólanám. Fóstrufélagið gerði sl; vor drög að námsskrá fyrir þetta aldursstig, og er nú stuðst við þau i mörgum leikskólum og dag- heimilum. Bæði dagvistunar- heimilin hér I Kópavogi og leik- skólinn við Hrauntungu nota þessa námsskrá í vetur og gefst vel. Launaskipt- ing kynjanna A ráðstefnu BSKB núna I vik- unni skýrði Liija ólafsdóttir full- trúi frá könnun á launaflokka- skiptingu karla og kvenna, sem eru starfandi skrifstofuinenn hjá Reykjavlkurborg og kom þar fram, að 87% kvennanna eru i lægstu iaunaflokkunum og engin i þeim hæstu, en 26% karlanna i lægstu flokkum og 21% i þeim liæstu, en flestir karlanna eða 43% I miðflokkunum og þar eru 13% kvennanna. Könnun sú sem Lilja vitnaði til er unnin úr launaskrá launa- deildar Reykjavikurborgar frá miöju ári 1974 og nær til úrtaks uþb. helmings starfsmannanna eða 208. 1 lægstu launaflokkunum, 11.- 18. sem almenn skrifstofustörf flokkast undir, voru 90 konur, en 27 karlar. 119.-25. launaflokk 13 konur og 45 karlar, og fram kemur, að konurnar eru i tveim lægstu flokkunum á þessu stigi, 8 i 19. og 3 i 20. Undir þessa flokka koma gjaldkerar og fulltrúar, lhæstu launaflokkunum, 26.-B- 8, sem taka til skrifstofustjóra og forstöðumanna, voru 33 karlar, en alls engin kona. Baldvin ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM MYNDLIST Eftirtektarverð sýning í Norræna húsinu Björnsson Deilan um Kjarvalsstaði hefur verið einhver áhrifamesta aug- lýsing sem Jakob Hafstein gat fengið á sýningu sina, enda streynir fólk að og myndirnar renna út. Varla er hægt að likja svo sigursælli auglýsingaherferö við neitt i islenskri myndlistar- sögu, nema helst háðungar- sýninguna frægu sem Jónas Jóns- son frá Hriflu hélt forðum i Aðalstræti. Jónas var þá for maður menntamálaráðs og opin- ber fjárveiting til myndlistar- manna var þá einkum með þeim hætti að ráðið keypti af þeim verk. Ekki voru menn á eitt sáttir aö Kjarvalsstöðum. Og enn á al- menningur að dæma. Skyldi borgarráð sleppa betur en Jónas forðum? Ef vikið er að öðru og skemmti- legra efni, þá stendur nú yfir I Norræna húsinu sýning á mál- verkum, teikningum og gullsmiði eftir Baldvin Björnsson. Baldvin lést fyrir 30 árum og hefur verið litt þekktúr sem myndlistar- maður, en sýning hans er for- vitnileg fyrir margra hluta sak- ir. Hann fæddist á tsafirði 1879, lærði gullsmlði hjá fööur sinum, fór siðan til frekara náms til Dan- merkur. Starfaði um árabil að iön Auk málverka og teikninga eru á sýningunni fjöldi forkunnar- fagurra smiðisgripa, en á þvi sviði hafði Baldvin mikil áhrif. Hann hafði marga lærlinga og flutti i iðn sinni til landsins ný við- horf og hugmyndir. Þar miðlaði hann af þeirri reynslu sem hann hafði aflað sér erlendis, en mynd- listin varð aldrei nema tóm- stundastarf. Gaman er að velta fyrir sér hvernig umhorfs hefði orðið i islensku listalifi, heföi gullsmlðin orðið aö þoka fyrir málverkinu og frammúrstefnu- hugmyndir úr myndlistarheimi meginlandsins heföu borist hingað strax I fyrri heimstyrjöld- inni. Hversvegna svo varð ekki er ekki okkaraðdæma.en Björn Th. Björnsson, sem er einn þeirra sem standa að sýningunni, sagði um Baldvin föður sinn, að hann hefði verið maður sem var á móti fúski, og hefði ekki viljað bera list sina á torg nema þvi aðeins aö geta gefið sig óskiptan að henni. Það er þvi ekki fyrr en nú að við fáum að sjá myndlistarverk Baldvins Björnssonar og vil ég eindregið hvetja fólk til að láta þessa merku sýningu ekki fram- hjá sér fara, þvi þetta er einstakt tækifæri til að kynnast þeim hluta islenskar myndlistargöu sem flestum hefur áður verið ókunnur. Elisabet Gunnarsd. Sovésk alfræðibók á ensku Moskva (APN) — Bandariska út- gáfufyrirtækið Macmillan hefur hafið útgáfu Stóru sovésku al- fræðiorðabókarinnar á ensku. Fyrsta bindið, sem þegar er komið út, hefur vakið mikinn á- huga almennings. Þegar áður en sala hófst, höfðu 25% af upplaginu verið seld til áskrifenda. Þýðing- unni á alfræðiorðabókinni hefur verið mikið hælt, en hún er unnin af ritstjórum Sovésku Visinda- akademiunnar. Fimm bindi munu koma út árlega. Ein myndanna á sýningunni I Norræna húsinu: Komposition <1913—14) ' SW”": vik. Hann málar umhverfi sitt og fólk og eru myndir hans af vinn- andi fólki mjög skemmtilegar. Framan af eru þær nokkuð dimmar, eins og umskiptin hafi orðið of yfirþyrmandi, en svo birtir yfir þeim, litirnir verða fjörlegri og stillinn ex- pressioniskur. Eitthvað svipaö þessu gerðist með marga aðra málara sem fluttust heim eftir langa dvöl erlendis. voru margir mannsaldrar. Það var þvi ný undraveröld sem opnaðist listelskum unglingi frá Islandi i söfnum og sýningarsöl- um Kaupmannahafnar og Berlin- ar. Timinn gat heldur varla verið ákjósanlegri, þvi eins og á öðrum sviðum samfélagsins voru mikil Baldvin Björnsson: Vor, færeyingar I landi (1942—43) um innkaup ráðsins, miklar deil- ur hófust og kærðu 66 listamenn Jónas til alþingis fyrir embættis- afglöp. Hann brást hart við og til að sýna almenningi fram á hvers konar lúðulakar hinir óánægðu listamenn væru, stillti hann út i sýningarglugga i Aðalstræti nokkrum myndum eftir þá al- verstu. Þeir sem verk áttu á þess- ari háðungarsýningu voru þeir: Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Jón Stefánsson og Þorvaldur Skúla- son. Aform Jónasar heppnuðust ekki, vopnin snerust i höndum hans. Þeir sem niðurlægja átti hlutu heiðurssess i islenskri myndlistarsögu, og ég held ég megi fullyrða að einhver þeirra verka sem voru á þessari sýningu séu nú á Listasafni Islands. Nú er enn komin upp deila um afskipti stjórnvalda af listum. I þetta skipti er ekki haldin háöungar- sýning á verkum óánægðra lista- manna, heldur tekur borgarráð Jakob Hafstein upp á arma sina og veitir honum sýningaraðstöðu sinni i Þýskalandi, en fluttist heim 1915 og rak gullsmiðaverk- stæði i Reykjavik og Vestmanna- eyjum til dauðadags. A námsár- um sinum erlendis hóf hann að mála i fristundum og hélt þvi áfram eftir heimkomuna, en sýndi ekki verk sin opinberlega nema einu sinni. Þar sem svo langur timi er nú um liðinn sjáum við myndir Bald- vins og listferil i öðru ljósi en samferðamenn hans hefðu gert, ef þeir hefðu fengið að njóta þeirra. Arið 1898 þegar Baldvin heldur til Kaupmannahafnar var hafið milli tslands og meginlands Evrópu mun breiðara en nú, þeg- ar annar hver islendingur skreppur til útlanda svo til ár- lega. Þá voru Asgrimur og Einar Jónsson enn við nám, Kjarval ný- fermdur, engir Kjarvalsstaðir til og reyndar enginn sýningarsalur á öllu landinu. Meirihluti islendinga hafði varla séð mál- verk, nema helst altaristöflur, en milli þeirra og framsæknustu myndlistarmanna meginlandsins umbrot i evrópskri myndlist á þessum árum. Hver nýjungin rak aðra, og nýjar liststefnur spruttu upp eins og blóm á vordegi. Til Kaupmannahafnar berast straumar frá Paris, Gauguin og van Gogh, og i Berlin eru auk þessa kúbistarnir og siðast en ekki sist rússnesku meistararnir Kandinsky og Malevich sem ekki voru háttskrifaðir heimafyrir, en höfðu náið samband við Þýska- land. Baldvin var nú kominn langt frá æskustöðvunum á Isafirði og sökkti sér niður i þær nýstárlegu hugmyndir sem þá voru i gerjun. Þrjár þeirra mynda sem Baldvin málaði á þessu timabili eru á sýningu hans nú, og hafa þær aldrei verið sýndar fyrr. Þær, eru gerðar á árunum 1912-14 i suprematiskum stil. Undarlegt er að sjá þessar myndir nú, þvi þær standa einangraðar og áttu enga arftaka i islenskri myndlist. Eftir heimkomuna 1915 varð breyting á list Baldvins, enda mikill munur á þvi að starfa i Berlin og Reykja-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.