Þjóðviljinn - 23.02.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.02.1975, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. febrúar 1975 Jón Hjartarson: Norræn sjónarmið í mannúðarmálum Þing Norðurlandaráðs 1 Reykjavík er lukkulega afstaðið, þingfulltrúar vist komnir heilu og höldnu til sins heima, hressir og endurnærðir eftir uppbyggilegar og gagnlegar samræður i Þjóð- leikhúsinu (og viðar), sumir ögn timbraðir eins og gengur, en þó altént sæmilega útsofnir, saddir og ánægðir, margrómaðri is- lenskri gestrisni sé þökk. — Við þingslit kom það á daginn, aö áhugi á norrænu samstarfi var mjög efldur og endurvakinn á þessu þingi, að sögn þingfulltrúa ' (þó hins vegar aldrei hafi verið gert opinskátt að áhuginn hefði verið að lognast útaf). Niðurstaöa þingsins varð þvi sú, að tvimæla- laust bæri að halda áfram nor- rænni samvinnu. Forseti þingsins (islenskum samkvæmt hefðinni) átti naum- ast orð til þess að lýsa gleði sinni i þinglok yfir þessum niðurstöðum. Forsetinn var bæði hrærður og feginn yfir þvi að þingið skyldi af- greiða öll mál, sem voru á dag- skrá, áður en þingfulltrúar stungu af heim til sin. Einkum og sérilagi gladdi það forsetann, en hann er kvenmaður, að hið „nor- ræna sjónarmið i mannúðarmál- um að þvi er varðar jafnréttismál kynjanna” var eins og það átti að vera á þessu þingi að mati forset- ans. Það mun þá mjög liklega hafa verið þessu „norræna sjónarmiði i mannúðarmálum” sem þessi is- lenski kvenmaður var kosinn for- seti þingsins og er ekki óeðlilegt að frúin y rði bæði glöð og þakklát. • Af öðru merkilegu, sem kom út úr málþófi og pappirsflóði þings- ins nefndi forsetinn tilaðmynda, að norrænar þjóðir ætluðu að halda áfram að standa saman á alþjóðavettvangi, án þess vita- skuld að standa of þétt saman (alls ekki mynd neina „blokk”). Ennfremur skal haldið áfram samvinnu við undirbúning og rannsóknir á ferjusiglingum milli Norðurlanda. Einnig mætti nefna stuðning við iþróttir. Þannig hef- ur ýmsum góðum málum ská- mokað i rétta átt á þinginu. Norrænir stjórnmálamenn, sem komnir eru til vits og ára, hafa löngu dregið þann lærdóm af reynslunni og sögulegum stað- reyndum, að samstarf Norður- landa verður þeim mun háska- legra sem það verður nánara. Sameining þessara þjóða hefur leitt yfir þær meiri óhamingju en nokkuð annað sem yfir Norður- lönd hefur dunið i aldanna rás. Þetta sáu menn fyrir hundrað ár- um, þegar „Skandinavisminn” var uppi á tengingnum. Alþýða manna hafði á honum illan bifur, enda var hann kveðinn niðuri fæðingunni og hefur ekki látið á sér kræla siðan. Kalmarsam- bandið og afleiðingar þess verða Norðurlandaþjóðum lengi viti til varnaðar. fslendingar hafa sina reynslu af norrænni stjórnmála- samvinnu i gegnum tiðina og geta dregið sinn lærdóm af henni. Aftur á móti er nauðsynlegt fyrir Norðurlönd að víðhalda gagnkvæmri vináttu og menning- artengslum. Og það er einmitt vettvangur Norðurlandaráðs. Af þessu leiðir að þing þessa ráðs einkennast mest af kurteisishjali. Þau eru eðli sinu samkvaémt yfir- borðslegar kjaftasamkundur, liktog bestu saumaklúbbar, en eigi að siður gagnlegar sem sikar, til þess að hressa upp á vinskap og viðhalda norrænni samvinnu á heppilegan hátt. Það kostar þingfulltrúa ævin- lega nokkurt hugarflug að finna uppá nógu ómerkilegum málum að fjalla um á þessum þingum, jafnvel svo ómerkilegum að þjóð- imar geti allar komið sér saman um þau án þess að eiga neitt á hættu. í öllum stórmálum, þjóð- hagsmunamálum, málum sem einhveru skipta, fylgir norræn samvinna þeirri kenningu sem er algild i alþjóðaviðskiptum og við- heldur heimsfriðinum, en hún felst i þeirri speki Jóns Primusar að hafa samkomulag um að hafa ósamkomulag. íslendingar verða lika að haga sér samkvæmt þessu og gæta þess að fórna ekki hagsmunamál- um þjóðarinnar á altari norrænn- ar samvinnu. — Þó að Sverrir Hermannsson virðist átakanlega reynslulaus maður á stjórnmála- sviðinu, þá ætti hann að vera bú- inn að fást nógu lengi við útgerö og pólitik til þess að vita, að is- lenskum hafréttarmálum verður allra sist þokað i rétta átt i nor- rænni samvinnu. — Auðvitað var það af sérstakri kurteisi (sem Sverrir Hermannsson skildi ekki) og til þess að viðhalda hinum góða anda norrænnar samvinnu, að fulltrúar hinna Norðurland- anna fóru ekkert að úttala sig á þessu þingi um landhelgismál is- lendinga. Óneitanlega var það dálitið barnalegt af Sverri að móögast vegna þessa. Það er mjög sérstæð list að flytja ræður svo vel fari á svona þingi. — Þeir sem kunna venju- legar umgengnisreglur þingsins stiga auðvitað alls ekki i stólinn, liggi þeim eitthvað á hjarta. — Það telst vitaskuld til ókurteisi á slikum samkomum a.ð vekja þingfulltrúana, þessa fáu sem eru i salnum. — Slikt striðir auk þess gegn norrænu sjónarmiði i mann- úðarmálum. Inn i þingsalinn koma menn auðvitað ekki til ann- ars en fá sér lúr. Sá staður er samkvæmt óskráðu alþjóðasam- þykki algjör hvildarstaður. — Gildir þá einu hvaða mál ræðu- mennirnir tala, norsku, sænsku, dönsku, prentsmiðjudönsku, skandinavisku, ellegar jafnvel is- lensku, sem sjaldnast heyrist raunar. Vilhjálmur bóndi i Brekku hefði þvi allt eins getað jarmað þarna i ræðustólnum i Þjóðleikhúsinu, án þess þingheimur veitti þvi sérstaka at- hygli, svo fremi ráðherrann hefði látið það vera að gelta, en þá hefðu þingmenn vitaskuld rumsk- að. — Ef menntamálaráðherra hefði valið þennan kost hefði raunar mátt segja að kvæði við nýrri og viðkunnanlegri tón i menningarmálum þjóðarinnar heldur en hingað til hefur heyrst i tið núverandi rikisstjórnar. • Að öllu samanlögðu er óhætt að fullyrða, að þetta þing Norður- landaráðs hafi verið farsælt. Von- andi er sá kokteill sem þar var blandaður i menningar og mann- úðarmálum ekki svo sterkur að hinar norrænu þjóðir fái timbur- menn af. Fluttir í Kópavog Rata? Auövelt! Þú ekur suður Kringlumýrarbraut, fram hjá Nesti og yfir umferðarbrúna á hægri akrein. Síðan niður slaufuna til hægri og beygir inn á Kársnesbraut til hægri. Kárs- nesbrautina áfram, undir umferðarbrúna og beint áfram Nýbýlaveginn að númer 10. Svona auðvelt er það. Viö erum viö hliöina á BYKO. (Byggingavöruverslun Kópavogs) TOYOTA Söluskrifstofur og viögerðaþjónusta TOYOTA UMBOÐIÐ - ' NÝBÝLAVEGI 10 KÓPAVOGI SÍMI 44144

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.