Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. mars 1975 íþróttir og stjórnmál tvennt óskylt hefur ihaldið sagt til þessa, en KSÍ auglýsir Morgunblaðið í auglýsingatíma útvarpsins Heildarsamtök knattspyrnufé- laga í landinu KSÍ, sýndu af sér þá fádæma ósmekkvisi um helg- ina, að auglýsa Morgunblaðið i auglýsingatima útvarpsins. Það er að visu engin nýlunda, að sjálfstæðismenn, sem hreiðrað hafa um sig i iþróttahreyfingunni, misnoti hana sér til upphefðar i stjórnmálum, svo sem menn eins og Gisli Halldórsson, forseti ISI og Ellert B. Schram, forseti KSt. Einnig er það þekkt meðal iþróttaáhugamanna, að þessir forráðamenn hinna ópólitisku iþrótta, eins og þeir nefna þær, láti einungis sin flokksblöð fá auglýsingar um iþróttaviðburði og þarf ekki að lita langt yfir farna tið til þess að sjá dæmi þessa. Þó ber ekki að efa, að menn þessir vilji gjarnan að fólk með aðrar stjórnmálaskoðanir en þær, sem kynntar eru i Morgun- blaðinu og Visi sæki leiki og greiði aðgangseyri. En um siðustu helgi kastaði fyrst tólfunum. Þá a'uglýsti þingtrúðurinn Ell- ert B.Schram,formaður KSl i út- varpi að fyrir dyrum stæði bingó hjá KSl, og lét siðan bæta við: — Sjá vinningaskrá i Morgunblað- inu. Þótt oft á tiðum hafi forráða- menn iþróttahreyfingarinnar gengið langt i skömm sinni, þá hefur sú ganga sjálfsagt sjaldan verið lengri en nú. Ef einhver sómatilfinning væri til i Ellerti þessum Schram, sem margir efast um, er borið hafa saman málflutning hans á alþingi meðan vinstri stjórnin sat og þögn hans nú, svo og ein og önnur vafasöm afskipti hans af stjórn- unarmálum KSÍ, ætti hann skil- yrðislaust að segja af sér sem for- maður KSl. Það yröi að sjálfsögðu með smán. —úþ Dómsmálaráðherra „sakaukastefnt” Sigurður Jónsson, fyrir hönd Litlu bilaleigunnar, hefur nú „sakaukastefnt” dómsmálaráð- herra fyrir hönd Kifreiðaeftirlits- ins. „Sakaukastefnan” er sprott- in upp af máli þvi er Sigurður höfðaði gegn heildversluninni lleklu h.f. Samvinnutryggingum og Bifreiðaeftirlitinu fyrir liðlega einu ári. Hefur mál þetta verið fyrir sjó- og verslunardóm i Reykjavfkur siðan. „Sakaukastefnan” er byggð á þvi að skráningardeild Bifreiða- eftirlitsins heyri undir lögreglu- stjórann i Reykjavik og hefur hann þar varðstjóra i störfum, en forstöðumaður Bifreiðaeftirlits- ins heyrir beint undir dómsmála- ráðherra. Telur stefnandi að þessir tveir aöilar hafi ruglað saman reitum sinum með óeðli- legum hætti. En Bifreiðaeftirlitinu var i upp- hafi stefnt vegna þess að það breytti skráningu á þremur bif- reiðum sem Sigurður hafði keypt hjá Heklu h.f. eftir fyrirmælum Heklu án samráðs við kaupand- ann. En Heklu var stefnt þar sem Sigurður taldi að fyrirtækið hefði ætlað að taka af honum hærri vexti en lög þá heimiluðu. Mál þetta kemur fyrir sjó- og verslunardóm á mánudag kl. 10, en þá verða áframhaldandi vitna- leiðslur. Sigurður Jónsson hefur allt frá árinu 1971 átt i þessu máli þó ekki yrði stefnt fyrr en snemma á sl. ári. Lögmaður stefnanda er Guð- laúgur Einarsson, hrl. Otför föður okkar og tengdaföður Jóns Guðjónssonar fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 8. mars kl. 13.30. Hilmar Jónsson Sigurður Jónsson Elísabet Jensdóttir Fjóla Guðleifsdóttir Bróöir okkar, EINAR BJÖRNSSON frá Hnefilsdal, andaðist þ. 25. febrúar s.l. Báiför hefur farið fram. Öllum þeim, sem hjúkruöu honum og hjálpuðu á annan hátt, færum við alúðar þakkir. Systkini hins látna. Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför GUÐNÝJAR M. PETERSEN Bergstaöastræti 38 Börn, tengdabörn og barnabörn. sjónvarp nœstu viku Sunnudagur 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis að þessu sinni er mynd um önnu litlu og Langlegg og þáttur um Mússu og Hrossa. Sagt verður frá teiknisamkeppni útvarpsins f sambandi við kvæðið um Stjörnufák eftir Jóhannes úr Kötlum. Börn úr Tjarnar- borg syngja og geta gátur, og kennt verður páskafönd- ur. Loks verður sýndur fjórði og síðasti þáttur leik- ritsins um leynilögreglu- meistarann Karl Blómkvist. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son. 18.55 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 óperettulög. Ólafur Þ. Jónsson syngur i sjónvarps- sal. ölafur Vignir Alberts- son leikur með á pianó. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 20.45 Þaö eru komnir gestir. Trausti Ólafsson tekur á móti Eyjólfi Melsted, að- stoðarforstöðumanni Kópa- vogshælis, Ebbu Kr. Ed- wardsdóttur, tal- og heyrnaruppeldisfræðingi, og Huldu Jensdóttur, for- stööukonu Fæðingarheimil- is Reykjavikur, og ræðir við þau um störf þeirra og.sitt- hvað fleira. 21.15 Skrifstofufólk. Leikrit eftir Murray Schisgal. Leik- stjóri Klemens Jónsson. Leikendur Kristbjörg Kjeld og Pétur Einarsson. Þýðing Óskar Ingimarsson. Leik- mynd Björn Björnsson. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Áður á dagskrá 20. mars 1972. Höfuðpaurinn heitir nýr, bandariskur teiknimyndaflokkur, sem sjónvarpiö ætlar að sýna I barnatimanum á miðvikudögum næstu vikurnar. Mynd þessi fjallar um kattahöföingja einn I New York og fylgiketti hans. málið vandlega. Faðir hennar tekur fréttinni illa, en Helen ersannfærð um, að vonlaust sé að koma á sætt- um. 21.30 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Jón Hákon Magnússon. 22.00 Frelsisbarátta Nami- biumanna. Sænsk heimilda- mynd um starfsemi frelsis- hreyfingarinnar SWAPO i Suður-Afrikuríkinu Nami- biu og viðbrögð stjórnvalda viö tilraunum innfæddra til að bæta stöðu sina. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.40 Dagskrárlok. Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpiö). 21.00 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Guðjón Einarsson. 21.50 Töframaðurinn. Banda- rfskur sakamálamynda- flokkur. Fiekkaö mannorö. 22.30 Aö kvöldi dags. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson flytur hugvekju. 22.40 Dagskrárlok. Miðvikudagur Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.40 Dagskrárlok. Mánudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Onedin skipafélagiö. Bresk framhaldsmynd. 23. þáttur. Hefndin er sæt. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. Baines biður James um fjárhagsaðstoð, til þess að hann geti útvegað systur sinnibetri samastað. James neitar, og Baines fer i reiði sinni og ræður sig sem skip- stjóra á gamalt skip, sem sagt er að flytja eigi farm til Afriku. James fær hann til aö flytja i leiðinni vinámur til Portúgals og fer sjálfur með. Brátt kemur I ljós, að skipið lekur eins og hrip, og tilgangur eigendanna er að- eins að sökkva því og fá bætur frá tryggingafélag- inu. Baines tekst að sigla skipinu á grunn, og áhöfnin bjargast. 21.30 Iþróttir. Myndir og fréttir frá Iþróttaviðburðum helgarinnar. Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. 22.00 Skilningarvitin. Sænsk- ur fræðslumyndafiokkur. 2. þáttur. Sjónin. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 22.30 Dagskrárlok. Þriðjudagur 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Ilelen — nútimakona. Bresk framhaldsmynd. 3. þáttur. Þýðandi Jón O. Ed- wald. Efni 2. þáttar: Helen hefur sagt manni sinum, að hún æski skilnaðar. Hann á bágt með að trúa þessu, en flytur þó að heiman. Heien heimsækir lögfræðing og hann ræður henni að hugsa 18.00 Höfuöpaurinn. Nýr, bandarlskur teiknimynda- flokkur um kattahöfðingja I New York og fylgiketti hans. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Filahiröirinn. Bresk framhaldsmynd. Um- hverfisfræðingurinn. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 18.45 Hegöun dýranna. Þáttur úr fræðslumyndaflokki frá Time-Life um hinar ýmsu tegundir dýra og rannsóknir á lifnaðarháttum þeirra. 1 þessari mynd greinir frá fuglategund, sem virðist búa yfir sérstæðri verk- hyggni. Þýðandi og þulur Gylfi Páisson. 19.15 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og augiýsingar. 20.35 Umhverfis jöröina á 80 dögum. Breskur teikni- myndaflokkur. 7. þáttur. Ailt á sér sinn staö og stund. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 21.00 Hljómsveitin Eik. Har- aldur Þorsteinsson, Herbert Guðmundsson, Lárus Grlmsson, Ólafur Sigurðs- son og Þorsteinn Magnús- son leika og syngja I sjón- varpssal. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.30 Augaö heyrir og eyraö sér.Kanadlsk fræðslumynd, þar sem kunnur kvik- myndagerðarmaður gerir grein fyrir ýmiss konar tæknibrögðum við gerð kvikmynda og teiknimynda og segir frá starfi slnu. Einnig eru sýnd brot úr mörgum mynda hans. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. 22.30 Dagskrárlok. Föstudagur 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Konan. Sænsk teikni- mynd um þjóðfélagsstöðu kvenna fyrr og nú. Þýðandi Laugardagur 16.30 iþróttir. Knattspyrnu- kennsla. 16.40 Enska knattspyrnan. 17.30 Aörar Iþróttir.M.a. bad- mintonkynning. Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. 18.30 Llna Langsokkur.Sænsk framhaldsmynd. 11. þáttur. Þýðandi Kristin Mantyla. Aöur á dagskrá haustið 1972. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björt Þorsteinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Elsku pabbi. Breskur gamanmyndaflokkur. Mamma bregður á leik. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 20.55 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aöalsteinn Ingólfsson. 21.35 Boöiö upp I dans. Kenn- arar og nemendur frá dans- skólum Sigvalda, Heiðars Astvaldssonar, Hermanns Ragnars og Iben Sonne sýna ýmsa dansa. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.55 Mata Ilari. Bandarísk biómynd frá árinu 1931, byggð að hluta á raunveru- legum atburðum. Leikstjóri Jean-Lous Richard. Aðal- hlutverk Greta Garbo, Ramon Navarro og Lionel Barrymore. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Myndin gerist I Paris árið 1917. Mata Hari, eða Gertrud Zelle, eins og hún raunveru- lega hét, er dansmær, elsk- uö og dáð fyrir fegurð sina. En dansinn er henni þó að- eins skálkaskjól. Hennar raunverulega atvinna er önnur og hættulegri — njósnir. 23.25 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.