Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 1
Föstudagur 7. mars 1975 — 40. árg. 55. tbl. GÆTU KLÆTT ALLA ÞJOÐINA — ef lokað yrði fyrir fatainnflutning Vorkaupstefnan íslensk- ur fatnaður var opnuð í gær að Hótel Loftleiðum/ og verður hún opin fram á sunnudag. Kaupstefnan er eins og venjulega einungis ætluð innkaupast jórum fyrirtækja og eða verslunarstjórum. betta er i 14. sinn sem slik kaupstefna er haldin, og sýna 17 framleiöendur vöru sýna á henni að þessu sinni. A fundi framleiðenda með blaðamönnum kom fram að yfir- leitt hafa þeir enga teiknara á sinum snærum til þess að gera til- lögur um útlit framleiðslunnar. Allmörg framleiðslufyrirtæki selja vöru sina á erlendum markaði og selur hver fyrir sig þvi framleiðendurnir hafa engin sölusamtök. Fataframleiðendur sögðu að ekki væri farið að gæta samdrátt- ar hjá þeim, en hinu væri ekki að neita, að erfiðara væri nú en áður að selja kaupmönnum vöru, og kaupgleði væri ekki eins mikii og verið hefði undanfarin ár. Framhald á bls. 11 „Ætlum að ná ísleifi út” — segir skipstjórinn, sem fór i gœr aftur um borð ásamt björgunarmönnum 1 Reykjavik einni eru um 1200 verslunarfyrirtæki. Nú eru 70- 80 til sölu. 78 verslanir í Reykjavik á söluskrá! Á fundi með fata- framleiðendum í gær, kom fram að 78 verslanir í Reykjavík einni væru til sölu! Ljóst er að framboðið er mun meira en eftir- spurnin, og mun ganga treglega að selja. -úþ </Við ætluðum að ná bátnum á flot", sagði Gunnar Jónsson skipstjóri á isleifi VE-63, er Þjóðviljinn náði af honum tali síðdegis í gær. ,,Ég, hinir yfirmennirnir af bátnum og svo björgunar- sveitarmennirnir förum núna niður að strandstaðnum og reynum að ná bátnum út. Veðrið er næstum eins slæmt og i gær, en rokið stendur af landi, þannig að þetta ætti að vera gerlegt. Við förum allir yfirmennirnir, hásetarnir verða eftir á bæjun- um hér i öræfasveitinni, það er ekkert hægt að komast héðan fyrir veðrinu.” Þeir á Isleifi hafa átt heldur hrakningasama daga núna. Þeir voru um borð i strönduðum bátnum aðfaranótt miðviku- dagsins, siðan urðu þeir að biða hátt i sjö tima i gúmmi- bátnum, björgunarsveitarmenn náðu ekki á strandstað fyrr en klukkan 18.30 i fyrradag, og þá höfðu þeir fest alla bila sina i sandi, en einn björgunar- sveitarmaður fór með sjó- mönnunum i skýli Slysavarna - félagsins á Ingólfshöfða. Þar var nægur matur og mennirnir gátu hvilt sig eftir erfiða göngu i tólf vindstigum og gljúpum sandi. Skipverjar komu svo úr skýl- inu i Ingólfshöfða um miðnættið, aðfaranótt fimmtudagsins, og var þeim þá dreift á bæina i öræfasveitinni, þar sem eru nú i góðu yfirlæti. ísleifur VE-63 er 250 lesta stálskip, smiðað i Noregi 1967, og standa vonir til að það sé ekki verr farið en svo, að hægt verði að sigla þvi af strandstað. begar óhappið varð, var tsleifur að koma frá þvi að landa loðnu á Seyðisfirði og var á leið á miðin. —GG Verð- hœkkanir á lífs- nauðsynjum 12 tíl 40% Verðlagsstjóri hefur til- kynnt enn nýjar verðhækk- anir. Að þessu sinni er um að ræða f rá 12 og upp í 40% hækkanir. Um er að ræða þessar vörutegundir: Kílóið af smjörlíki kostarnú298 kr., hækkunin 24%. Rúgbrauðið hækkar í 93 kr. stykkið. Franskbrauð og heil- hveitibrauð hækka í 72 kr. stykkið eða um 18% Vínarbrauðið hækkar úr 15 í 21 kr. stykkið eða um 40%. Þá hækkar soðningin. Ýsa og þorskur með haus hækka i 76 kr. kílóið, haus- aður kostar f iskurinn 95 kr. kíhið og flökin kosta 170 kr kílóið. Hækkunin er 13%. Yinstri menn sigruðu Kosningar til Stúdentaráös Há- skóla islands fóru fram i gær, og urðu úrslitin þau, að A-listi Vöku- manna hlaut 671 atkvæði og 6 menn kjörna, en B-listi vinstri manna hlaut 848 atkvæði og 7 mcnn kjörna. Efstu menn á lista vinstri manna voru þau Gestur Guð- mundsson og Steinunn Hafstað, en i Háskólaráð var kosinn Þorsteinn Magnúson af lista vinstri manna. Þessi úrslit þýða óbreytta stöðu i Stúdentaráði, 16 fulltrúa vinstri- manna gegn 12 Vökumönnum. Kjörsókn i kosningunum var 61%, og er það minni sókn en i fyrra. stefna Sambandsstjórn Sambands byggingarmanna: Ríkisstjórnin virðist beint að atvinnuleysi Fundur fullskipaðrar Sambandsstjórnar Sam- bands byggingamanna, haldinn i Reykjavík, 5. mars 1975, samþykkir: Meö framkvæmd núverandi stjórnarstefnu, sem birtist i end- urteknum gengislækkunum og dagvaxandi verðbólgu, hefur rik- isstjórninni tekist að ræna allt launafólk stórum hluta af kjörum slnum, á þann hátt að flytja ó- talda miljarða króna frá verka- lýðsstéttinni til atvinnurekenda og hvers kyns milliliða. Með slðustu ráðstöfunum I fjár- málum, stöðvun á útlánaaukn- ingu viðskiptabankanna og auk- inni innlánabindingu I Seðlabank- anum er stefnt beint að atvinnu- leysi, sérstaklega I þjónustu- greinum, húsgagnagerð og bygg- ingariönaði, þar sem atvinnu- leysis gætir nú i fyrsta sinn i fjög- ur ár. Þessari geigvænlegu stefnu rik- isstjórnarinnar og afleiðingum hennar, stórfelldri kjaraskerð- ingu og atvinnuleysi samfara vaxandi stéttaskiptinu, mótmælir fundurinn harðlega. Neikvæö af- staða atvinnurekenda mánuðum saman til samningagerða við verkalýðsfélögin sýnir, svo ekki veröur um villst, að rikisstjórnin og atvinnurekendur vinna nú saman gegn hagsmunum verka- lýösins. Fundurinn styður álykt- un kjaramálaráðstefnu Alþýðu- sambands Islands, sem lýsir sök á hendur þessum aðilum, for- dæmir ábyrgðarleysi þeirra og andstöðu gegn réttmætum kröf- um verkalýðsins. Þessi afstaða atvinnurekenda og ríkisvalds knýr verkalýðsfélögin óhjá- kvæmilega til verkfallsboðunar og átaka til varnar brýnustu hagsmunum verkafólks. Fundurinn hvetur eindregið öll aðildarsamtök Sambands bygg- ingamanna að verða við áskorun ráðstefnu Alþýðusambands ís- lands um að afla nú þegar heim- ilda til verkfallsboðunar og vera viöbúin að beita þeim heimildum, ef nauðsyn krefur. AF ERLENDUM VETTVANGI: KÓLNANDISAMBAND BANDARÍKJANNA OG KÍNA? 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.