Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 •••T-irAwafiÉ—g; Fréttabréf frá Patreksfirði Félagslíf með blóma — en afli misjafn og óánœgja með ágang togara Fréttaritari blaðsins á Patreksfirði, Jóhann Svavars- son sendi okkur svofelldan fréttapistil i gær: — Hér eru gerðir út 7 stórir bátar er allir stunda netaveiðar. Hefur afli þeirra verið mjög misjafn, frá 6 og upp i 18 tonn i róðri þegar best lætur. Sex þessara báta stunduðu llnu- veiðar I janUar og febrUar og var afli sæmilegur en ógæftir hömluðu veiðum. Sjómenn kvörtuðu sáran undan ágangi togara, bæði Islenskra og erlendra, um tima.en þeir hafa nU fært sig af þeim miðum er bátar frá suðurfjörðunum stunda. Mikil óánægja er meðal báta- sjómanna með tilhögun veiði- svæða hér undan Vestfjörðum, sérstaklega I janUar og febrUar er togarar sækja fast á þau mið sem bátum héðan eru nauðsyn- leg á þessum árstima og verða þeir fyrir tilfinnanlegu afla- og veiðarfæratjóni af þeirra völd- um. Hér eru starfræktar þrjár fiskverkunarstöðvar, ein er verkar saltfisk og tvö hrað- frystihUs. Þá er i byggingu stórt, nýtt frystihUs á vegum Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf. Atvinna hefur verið sæmileg I hUsunum I vetur og nokkuð um aðkomufólk, þar á meðal fjöldi kvenna allt frá Astraliu, en hUs- mæður hér á staðnum sitja heima vegna vöntunar á dag- vistarstofnun. Eiga þær bágt með að skilja seinagang bæjar- yfirvalda i þeim efnum þrátt fyrir að þær hafi ýtt fast á eftir að slikri stofnun verði komið upp. Félagslif hefur staðið hér með blóma I vetur sem endranær en skortur á hUsnæði til skemmt- anahalds hefur háð þvi nokkuð. tJr þvi rætist væntanlega bráð- lega þvi hér er i byggingu stórt og glæsilegt félagsheimili og verður fyrsti áfangi þess tekinn i notkun innan tiðar. Nokkuð hefur verið byggt hér af nýjum ibUðarhUsum undan- farin ár en það þyrfti að vera meira þar sem mikill skortur er á hUsnæði hér á staðnum. Menn horfa þó björtum augum til leiguibUðaloforða rikisins og verður byggt hér 6 ibUða stigahUs samkvæmt þeirri áætl- un. Næsta sumar verða hafnar framkvæmdir við byggingu lækriamiðstöðvar fyrir Vestur- Baröastrandarsýslu við sjukra- hUsið hér á Patreksfirði og er von til þess að unnt verði að steypa hluta hennar upp i sum- ar. Þesa má svo geta hér I lokin að landlega hefur verið undan- farna þrjá daga og virðist ekki ætla að verða breyting þará,þvi I dag er austan hvassviðri og tiu stiga gaddur. Að afloknum Sóknarkosningimi Mér datt það ekki i hug, þegar ég fór heim að kveldi 23. febrUar, að afloknum Sóknarkosningum, að ég viku seinna fyndi mig knUða til að skrifa um þær. En greinar sem birtust i Neista og Þjóðmál- um I sl. viku komu mér á aðra skoöun. Þar gætir svo mikils mis- skilnings á eðli þeirra, að ég get ekki annað en gefið á þeim nokkra skýringu, frá minu sjon- arhorni séð, en starfs mins vegna hef ég fylgst all náið með aðdrag- anda þeirra. Það mun fáum gleymt að fyrir tveimur árum þegar Margrét Auðunsdóttir lét af formennsku eftir 17 ára starf, þá valdi hUn Guðmundu Heigadóttur sem eft- irmann sinn og fékk hana kosna með glæsibrag i allsherjarat- kvæðagreiðslu. Það fannst vist fleirum en mér að það væri verð- ugur endir á formannsferli henn- ar, sem var lengst af glæsilegur, að velja konu Ur þessum fjöl- menna hópi, sem væri fær um að vera formaður og fá hana kosna I allsherjaratkvæðagreiðslu. En nU verður vist að segja hverja sögu eins og hUn gengur, hvort sem það er ljUft eða leitt, fyrst farið er að ræða málin á annað borð. Margrét var orðin þreytt, og það fór a.m.k. ekki fram hjá mér sem vann hjá henni hve mjög baráttuþrek hennar dvinaði siðustu árin, og hve starf hennar fyrir konurnar i félaginu varð sifellt slappara. Það voru þvi mörg verkefni sem biðu hins nýkjörna formanns. Sýndi það sig fljótlega að Guðmunda var ÞESS umkomin að leysa þessi verkefni og að Margrét gat verið stolt af vali sinu. SU varð þó ekki raunin á. Hvert atriði sem Guðmunda fékk leiðrétt, af þvi sem miður hafði farið á seinustu formanns- árum Margrétar tók Margrét sem persónulega móðgun við sig. Er þar skemmst að minnast, að i samningum 1970 höfðu Sóknar- konur fengið laun samkvæmt 1. taxta DagsbrUnar i stað 2. sem þær áttu heimtingu á samkvæmt launajöfnun. Þetta fékk Guð- munda leiðrétt áður en gengið var til samninga á sl. vetri, sem kunnugt er. Þetta taldi Margrét hina mestu óhæfu og talaði ein- dregið gegn þvi á félagsfundi i Lindarbæ I nóvember 1973. Sagði hUn þar m.a. aö ekki myndi verkamönnum ganga vel að fá launahækkanir ef þeir ættu alltaf að hafa „kippu af kerlingum aft- an i sér”. Margt annað sagði hUn á þeim fundi sem var litt samboð- ið gömlum verkalýðsforingja og þeirri baráttuhetju sem hUn sannarlega var lengst af sinni formennsku. Það er e.t.v. mann- legt að gömlum formanni sárni ef eftirmaður hennar gerir betur en hUn var orðin fær um, en stór- mannlegt er það ekki. Eftir þennan fund fór það ekki milli mála, að Margrét vann gegn Guðmundu bæði leynt og ljóst, og gæti ég nefnt þess mörg dæmi þó ég hirði ekki um að gera það hér. Þaðkom mér þvi ekki á óvart, að morgni 20. jan sl. þegar Sókn haföi auglýst eftir listum til stjórnar- og trUnaðarmannaráðs- kjörs, að þá kom Margrét á skrif- stofuna með GuðrUnu J Bergs- dóttur og lagði fram lista þar sem GuðrUn J Bergsdóttir var efst og talin ábyrgðarmaður listans. Það orkaði þó ekki tvimælis hver hinn raunverulegi ábyrgðarmað'ur var, þvi Margrét lét móðan mása og talaði fyrir listanum af mikilli málgleði.en GuðrUn sat fram við dyr föl og fá og lagði litt til mál- anna, vorkenndi ég henni hálf- vegis að hafa tekið þátt i þessum fáránlega leik, þvi ég hef ekki þekkt hana að öðru en prUð- mennsku og heiðarleik. Þriðju- daginn 11. febrUar hélt Sókn svo félagsfund, þar sem tekin var fyr- ir samstaða með 9 manna nefnd- inni, sem felld var fyrir jólin, var það gert samkvæmt áskorun nokkurra félagskvenna sem voru óánægðar með niðurstöðu desem- berfundarins, jafnframt var þessi fundur framboðsfundur listanna. Þá talaði Margrét skelegglega gegn samstöðunni, en kvaðst þó ekki myndi greiða atkvæði um málið og kom heldur ekki fram með neinar aðrar tillögur ef sam- staðan yrði felld aftur. Samstað- an var svo samþykkt, sem kunn- ugt er. Siðan voru tekin fyrir önn- ur mál, m.a. uppsögn dönsku samninganna. Margrét mælti einnig eindregið gegn þvi að þeim yrði sagt upp og skaut þar skökku við afstöðu hennar frá fundinum i desember, tillagan um uppsögn kom hinsvegar frá stjórn félags- ins. Er ekki að orðlengja það að Margrét tók til máls i hverju máli og notaði samtals röskan helming fundartimans, ekki minntist hUn þó einu orði á fyrir hverju B-lista konur hyggðust beita sér ef þær næðu k jöri. Ekki deildi hUn heldur á stjórnina fyrir stéttasamvinnu- stefnu ASl-forystunnar, hUn minntistekkertá það mál þó mað- ur lesi það nUna i blöðum, að það hafi verið gegn henni sem B-list- inn var borinn fram. Málflutning- ur hennar var hinsvegar mest skætingur i garð stjórnar og for- manns um ýms hversdagsleg dægurmál. Voru fundarkonur að verða Urkula vonar um að fá að heyra i efstu konunum af B-lista. Svo fór þó ekki, eftir miðnætti kvöddu þær sér hljóðs og sögðu nokkur orð. Ekki komu þær held- ur fram með neitt sem þær vildu vinna að fyrir félagið, ef þær næöu kjöri, né deildu á stjórnina fyrir félagslega afstöðu hennar til verkalýðsmála, heldurtöluðu þær um dægurmál sem viðkomu þeirra vinnustað á litt sannfær- andi hátt. Voru konur þá farnar að tinast heim af fundinum. Það fór þvi áreiðanlega ekki framhjá neinum sem fylgdist með málum, að B-listinn var ekki borinn fram vegna málefnaá- greinings eða andstöðu við stétta- samvinnustefnu ASl-forystunnar, enda væri það mjög ómaklegt og ótrUlegt af islenskum verkalýð, að til þess að berjast gegn henni væri boðið fram gegn þeim verkalýðsformanni sem styttst hefur verið i þvi starfi og i mörgu sýnt að hUn er þeirri forystu ekki alltaf sammála t.d. i lifeyris- sjóðsmálunum. 1 áróðri fyrir B- listanum kom það heldur hvergi fram. Aróður fyrir listanum ein- kenndist af allt öðru, þar bar hæst ýms rakalaus fjarstæða eins og meint sjóðþurrð hjá félaginu og það, að samin hefði verið af kon- unum fri læknishjálp i siðustu samningum .Hvorttveggja var hægt að afsanna opinberlega og var það gert. Með þessum áróðri flaut svo hverskonar persónuleg- ur óhróður um formann félagsins, sem var svo sóðarlegur og mikil fjarstæða að það var fyrir neðan virðingu venjulegs fólks að hlusta á það hvað þá svara þvi. Um pólitiska samsetningu list- anna, sem Neisti og Þjóðmál gera að atriði, er það að segja að það var sjálfsagt blandað lið á báðum listum. t hvaða hlutföllum veit ég ekki, mér er ekki gefin sU andlega spektin að sjá inn i hugskot ann- ars fólks. Neisti segir að „svo til allar konur” B-lista hafi verið stuðningskonur Alþýðubanda- lagsins i síðustu kosningum, um það veitégekkert. Hitt veit ég, að Margrét Auðunsdóttir átti viðtal við Runólf Pétursson, formann Iöju á kjördagsmorgun og lét i ljós undrun á þvi að Morgunblað- iðhefði ekki haft viðtal við „sinn” frambjóðanda (þ.e. GuðrUnu J. Bergsdóttur) sem væri sjálf- stæðiskona ekki lakari en Dag- mar Karlsdóttir, hlýt ég að trUa þvi að Margrét hafi vitað þetta rétt. Neisti telur það Guðmundu til foráttu, að hUn hafi verið „veidd” inn i . Alþýðubandalagið, skilst manni að sá félagsskapur sé mjög mannskemmandi fyrir verka- lýðsformann. Hver er nU kominn til að segja að meintar stuðnings- konur Alþýðubandalagsins hefðu ekki verið „veiddar” þangað lika, ef þær hefðu náð kjöri, eða vill Neisti meina að þær hefðu um ó- komna framtið átt að standa und- ir handleiðslu Margrétar Auðuns- dóttur til að forða þeim frá óæski- legum félagsskap? Þá visa ég þvi algerlega á bug að kosningarnar i Sókn hafi unn- ist fyrir „grimmilega smölun Al- þýðubandalgsins og Sjálfstæðis- flokksins”. Hið sanna er að A-list- inn hafði innan við 10 bfla til um- ráða á kjördag, voru þeir allir á vegum Sóknarkvenna sjálfra, ek- iðaf þeim sjálfum, eiginmönnum þeirra, börnum eða kunningjum. A-listinn hafði ekki einn einasta bfl frá neinuni pólitiskum flokki. Kosningarnar unnust vegna stétt- armeðvitundar og skilnings Sóknarkvenna sjálfra og af þvi geta þær verið stoltar. Að lokum þetta: Ef þið finnið hvöt hjá ykkur til að leggja ein- hversstaðar orð i belg, þá kynnið ykkur málefnin fyrst. Og i öðru lagi: Skrifið endilega undir nafni svo hægt sé að rökræða við ykkur öðruvisi en á prenti, margt i þess- ari grein er þess eðlis að ég hefði heldur viljað skýra það persónu- lega. Hættið að skýla ykkur bak við ,,K”. ,,S”. eða eitthvert annað dulnefni. Maria Þorsteinsdóttir Aðstandendur Þorláks þreytta. „ÞORLÁKUR ÞREYTTI” Leikflokkurinn sunnan Skarös- heiðar hefur sýnt að undanförnu gamanleikinn Þorlák þreytta cftir Ncal og Farmer i Franna- hlíð, Skilmannahreppi, Borgar- fjarðarsýslu. Frumsýnt var 21. febrúar og hefur leikurinn verið sýndur alls 7 sinnum fyrir fullu húsi áhorfenda. Undirtektir áhorfenda hafa verið sérlega góð- ar. Leikstjóri er Brynja KjerUlf og leikendur eru: Anton Ottesen, Svandis Haraldsdóttir, Anna Friöjónsdóttir. Elinbjörg MagnUsdóttir, Jón S. Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Eiður Arnarson, Helgi Bergþórsson, DUfa Stefáns- dóttir, MagnUs Ólafsson, Guð- mundur Brynjólfsson, Guðfinna Sveinsdóttir og Hörður Ólafsson. Leiksviðsmenn eru: Jónas KjerUlf, Ólafur Hauksson, Arni Hjálmarsson og Pálmi Hannes- son. Leikurinn hefur ogverðurein- göngu sýndur i Fannahlið og næstu sýningar verða á laugar- dag kl. 21 og sunnudag kl. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.