Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. mars 1975 ÞJ6ÐVILJINN — SÍÐA 7 KV KMYND R ÞORSTEINN JONSSON SKRIFAR UM FRONSK ÞIÐA í kvikmyndahúsunum §) salut lartiste G Þegar ég kom til Tékkóslóvakiu 1968 til þess að stunda nám i kvik- myndagerð, kom mér á óvart hversu mikinn áhuga almenning- ur þar sýndi kvikmyndum. Þá var þar yfirleitt sýndur betri hluti kvikmyndagerðar i okkar hluta heims. Myndir bárust frá flestum löndum Evrópu og Ameriku án þess að einhverjar sérstakar þjóðir nytu sérréttinda. Myndir, sem hér á Islandi hefðu hlotið nafngiftina „listrænar kvikmynd- ir” nutu vinsælda engu siður en dæmigerðar afþreyingarmyndir. Mikill þróttur var i þarlendri kvikmyndagerð og naut hún við- urkenningar um allan heim. Eftir hernámið 1968 var i skjóli vopnavalds hafist handa um að beina menningu einnar þjóðar inn i landið og minnka að sama skapi innflutning á menningarafurðum annarra þjóða. Tilgangurinn var sá að ala tékka og slóvaka upp við ákveðinn hugsanagang og gera þá háða þessari þjóð menningar- lega. Rjóminn af tékkneskum kvikmyndahöfundum var settur i verkbann uns þeir undirrituðu stuðningsyfirlýsingar við hernám landsins og tækju að gera kvik- myndir i anda sérstakrar afbök- unar á félagsraunsæisstefnu, sem hefur verið ráðandi i landi vernd- aranna undanfarin ár. Að nokkr- um tima liðnum voru þeirra kvik- myndir i miklum meirihluta þeirrar erlendu framleiðslu, sem tekin var til sýninga i kvik- myndahúsum jafnt sem i sjón- varpinu. Góð verk frá þessu landi féllu i skuggann hjá annars og þriðja flokks framleiðslu um góða borgara, sem trúðu á skrifstofu- valdið og sáu aðeins „jákvæðar” hliðar mála. Fólk dró úr kvik- myndahúsaferðum sinum og fylltist andúð á þjóðinni, sem stóð á bak við þetta menningarlega of- beldi. Börnin munu hins vegar al- ast upp við forréttindi menningar einnar þjóðar og venjast því að lita á það sem eðlilegt ástand. Manni verður oft hugsað til þessa hlutskiptis tékka og slóvaka, þegar maöur litur yfir kvikmyndaefnið á þoðstólnum hér á landi. Yfirgnæfandi meiri- hluti kvikmynda kemur frá tveimur þjóðum með sama tungumál. Jafnvel kvikmyndir um vandamál annarra landa eru gerðar af fyrrgreindum tveim þjóðum, og heita má að allar er- lendar fréttakvikmyndir sýndar hér séu framleiösla þeirra. Astandiö hér á Islandi er að þvl leyti alvarlegra en t.d. i Tékkó- slóvakiu, aö innlend kvikmynda- framleiðsla er aðeins örsjaldan til sýnis i kvikmyndahúsunum og hún er aðeins litið hiutfall af út- sendingartima Islenska sjón- varpsins. Hér er að alast upp kyn- slóð, sem litur á menningarlega einokun, sem meðal annarra þjóða erkomið á með vopnavaldi, sem eðlilegt ástand. Þótt frakkar séu stórveldi i kvikmyndagerö, berast franskar kvikmyndir hingað örsjaldan nema ef vera skyldi á sérstakar sýningar fyrir „listrænar” kvik- myndir á mánudögum i Háskóla- biói og þá með dönskum skýring- artextum. Þaö voru því mikil tíð- indi, þegar Franska sendiráðið stóð fyrir franskri kvikmynda- viku dagana 18,—25. febrúar. Þetta er annað árið sem slik vika er haldin. Danska sendiráðið hélt einnig kvikmyndaviku fyrir einu eða tveim árum. Nú væri skemmtilegt, ef sendiráð annarra þjóða, sem ekki eiga kvikmyndir daglega I kvikmyndahúsunum hér, tækju upp þennan sið lika. A frönsku vikunni voru sýndar sjö nýjar kvikmyndir. Merkustu myndirnar voru að llkindum (ég sá þær ekki allar) ÚRSMIÐUR- INN 1 ST-PAUL (L’HORLOGER DE ST-PAUL) stjórnað af TAV- ERNIER og AUTT SÆTI (LA CHAISE VIDE) stjórnað af JALLAUD. Tavernier er fyrrverandi gagn- rýnandi Cahiers du Cinema eins og svo margir kvikmyndastjórar Nýju bylgjunnar. úrsmiðurinn er fyrsta kvikmynd hans. Hún er gerð eftir sögu Simenons og mun að einhverju leyti styðjast við raunverulega atburði. Verkstjóri i verksmiðju er myrtur. Lögregl- an kemur til úrsmiðsins og segir honum að sonur hans ásamt vin- konu sinni hafi framið verknað- inn. Þau fara i felur og fjölmiðl- arnir velta sér upp úr málinu og gera það að pólitisku máli. Hinn siðprúði úrsmiður, sem vogaði sér ekki yfir götu á rauðu ljósi, verður að endurskoða afstöðu sina til réttarkerfisins og samfé- lagsins i heild, þegar hann kynn- ist málavöxtum. Ahorfandinn er einnig skilinn eftir i vafa um það, hvort hin kalda hönd laga og rétt- ar hafi valdið réttlætishlutverki sinu fullkomlega. í Úrsmiðnum er frásögnin laus við bellibrögð og nauðganir. Efn- ið er birt án þeirrar leiðigjörnu hugulsemi aðfæra áhorfandanum mótaða skoðun eða niðurstöðu. Trúverðugleiki kvikmyndarinnar liggur I þvi hversu litið er sagt. Glæpurinn er ekki sýndur heldur afleiðingar hans og afstaða hinna ýmsu persóna til hans. „Sann- leikurinn” i málinu er ekki sagð- ur. Það kemur i hlut áhorfandans að búa hann til eða öllu fremur að efast um þá mynd sem hinar ýmsu persónur og stofnanir gera sér af honum. Sagan er sögð frá sjónarhóli föðurins. Hann sá ekki glæpinn og þess vegna verður hann að búa sér til mynd af hon- um úr „upplýsingum” frá lög- reglu og fjölmiðlum. Enginn veit hvað gerðist nema þau tvö, sem frömdu morðið. „Maðurinn var illmenni,” var þeirra málsvörn. En fjölmiðlarnir gera þetta að flokkapólitisku morði til þess að geta hagnýtt sér það i áróðri sin- um. Kvikmyndin „Autt sæti” er at- hyglisverð tilraun til að nálgast hinn daglega raunveruleik. Hún er leikin en framsetningin er svipuð aðferðum heimildakvik- myndarinnar. Efnið er daglegt líf einstæðrar móður, kryddað með innskotum úr ástarsambandi hennar við föður barnsins og samskiptum hennar við mann, sem vill ganga barninu i föður stað. Kvikmyndin lýsir annasöm- um degi hennar. Hún gefur barn- inu morgunverð, býr það og ferð- ast með það gangandi og i strætisvagni i gæslu, vinnur á ljósmyndafyrirtæki, sækir barn- ið, gefur þvi að borða, kemur þvi i svefn og hefur siðan hljótt um sig eftir að barnið er sofnað I eina herbergi ibúðarinnar. Myndin lýsir þessu á smekklegan hátt, þó ekki alveg án tilgerðar, t.d. að hún skuli alltaf vera klædd i stil við borðdúkinn, sem' hún sifellt skiptir um. I byggingu kvikmynd- arinnar kemur fyrir að hið „hráa” efni er látið beygja sig undir dramatiskar venjur til þess að búa til hrynjandi. Þótt það létti undir með áhorfandanum að ein- hverju leyti, virkar það sem til- gerð I þessum dokumentariska stil. Engu er llkara en stjórnandi kvikmyndarinnar hafi ekki viljað stiga skrefið til fulls. En þetta eru smáatriði og nægja ekki til að veikja myndina teljandi. 1 mynd- inni er reynt að fjalla um hið dag- lega lif i kringum okkur með sem minnstum þvingunum af form- inu, að velja algenga atburði og umhverfi i stað þess að leita eftir hinu einstaka, skritna og skemmtilega. Lifiö er ekki stöðug spenna og skemmtun og þvi skyldu kvikmyndahöfundar ekki segja frá þvi iika. Það þarf kjark til þess að gera myndir af þessari gerð fyrir æsingavana og frumþurfandi áhorfendur. Slikar tilraunir stranda eins og fleira yfirleitt á rekstrarformi kvikmyndahúsanna. Eins og kunnugt er hafa þau það mark- mið að safna peningum en þjóna náttúrulega engu menningarhlut- verki. Þvi er skiljanlegt að þau nenni ekki að auglýsa upp ein- hverjar aðrar gerðir kvikmynda en þær, sem þeir hafa öruggan markað fyrir. Slðan nýja bylgjan leið hefur litið borist hingað af franskri kvikmyndagerð ef frá eru taldar nokkrar sálsýkisglæpamyndir Chabrols. En það eru ánægjulegt að sjá m.a. I kvikmyndunum „Úrsmiðurinn I St-Paul” og „Autt sæti,” að franskir kvikmyndahöf- undar eru að velta fyrir sér raun- verulegum vandamálum sins eig- in umhverfis. I þessum tveim myndum er árangurinn góður, og ef þeir Tavernier og Jallaud verða ekki gamlir fyrir aldur fram má búast við enn betri ár- angri hjá þeim seinna. I upplýsingum frá Franska sendiráðinu um kvikmyndirnar eru eftirfarandi upplýsingar um breytingarnar i franskri kvik- myndagerð undanfarin ár: „Inn- reið nýrra leikstjóra i franskt listalif er engri tilviljun háð. Hún hófst skyndilega við lok mikilla breytinga i kvikmyndafram- leiðslu og smekk almennings. Undanfarin tiu ár hafa mörg kvikmyndahús neyðst til að leggja upp laupana, en fjöldi lit- illa kvikmyndahúsa hafa skotið upp kollinum. Brátt varð ástandið mótsagnarkennt. Kvikmyndahúsgestum fækkaði stöðugt, en kvikmyndahúsunum fjölgaði. Nýju kvikmyndahúsin lögðu aðaláherslu á gæöi, en þau hefðbundnu, sem fækkaði stöð- ugt, leituðust við að örva aðsókn með sýningum á tvenns konar myndum er enn eru bannaðar i sjónvarpi: ofbeldismyndir og kynlifsmyndir. Þessar breytingar juku á fjölbreytni I kvikmynda- gerð, og nú má segja, að kvik- myndahúsgestum fari ekki fækk- andi lengur, svo fremi að óskir þeirra séu uppfylltar. Það er at- hyglisvert, að siðustu breytingar i kvikmyndagerð frakka eiga sér ekki rætur I Frakklandi heldur i öðrum frösnkumælandi löndum. Parisarbúar kynntust fyrir þrem- ur árum verkum ungra leikstjóra frá Sviss og Kanada og hrifust af þeim. Það var tvennt, sem olli hinni miklu hrifningu i fyrsta lagi hversdagslegt andrúmsloft og i öðru lagi raunsæ lýsing. Ungu frönsku leikstjórarnir aðhylltust fljótt hina nýju stefnu. Andstætt leikstjórum „La Nouvelie Vague” mynduðu hinir nýju leik- stjórar ekki samstilltan hóp. Það sem tengir þá saman, er fyrst og fremst afturhvarf til innihalds- ins..” 1 tveim kvikmyndum, KINN- HESTINUM (LA GIFLE) og EINKASÝNING (PROJECTION PRIVEE) má einnig greina þessa tilhneygingu. I Kinnhestinum er tekið fyrir kynslóðabilið og gerð grein fyrir erfiðri aðstöðu mis- jafnra foreldra til að siða börnin sin. I Einkasýningu er sagt frá kvikmyndahöfundi við að gera kvikmynd um atburð úr eigin llfi. En hvorug þessara mynda stenst samanburð við hinar tvær. Hugs- unin er barin inn i hausinn á á- horfandanum með öllum mögu- legum ráðum I klippingu, mynda- töku og byggingu, og eftir bar- smiðina stendur ekkert eftir nema tómur haus, vegna þess hve hugsunin er hégómleg i saman- burði við hina tæknilegu birtingu hennar. „Sniðug” myndskeið (skot) og „sniðugar” klippingar koma ekki i staðinn fyrir raun- sæja og heiðarlega frásögn. 1 Einkasýningu er reynt að rugla áhorfandann i riminu og tina i hann smáariði lengi vel þangað til i ljós kemur, að við- fangsefni kvikmyndarinnar er ó- merkilegt persónulegt vandamál leikstjórans. Hægt hefði verið að búast við einhverju merkilegra, t.d. athugun á sambandinu milli raunveruleikans annars vegar og frásagnar af honum hins vegar. Þótt vandamálið hafi eflaust ver- ið stórt fyrir sögumann, þarf eitt- hvað meira til að áhorfandinn fái samúð með honum og dragi af reynslu hans einhvern lærdóm. Þetta er ein af þeim myndum, sem oft fá á sig nafngiftina „list- ræn kvikmynd," vegna þess kannski að hugsunin fellur i skugga formsins. Velviljað fólk hugsar ef til vill með sér, að þarna hafi verið um að ræða stór- ar hugsanir, sem ekki lágu i aug- um uppi. Hvað um það, húrra fyrir franska sendiráðinu fyrir þetta vorhret i hálfgerðum kvikmynda- sýningaþorra og fyrir það að rjúfa um stund þetta einokunará- stand i -kvikmyndasýningarmál- um hér á landi. Samband bankamanna: Heimili launafólks í umsátursástandi i ályktun, sem stjórn Sam- bands islenskra bankamanna samþykkti á fundi sinum i fyrradag er niðurstaðan sú, að fyrir gerðir rikisstjórnarinnar hafi nú skapast „umsátursá- stand” um heimili launafólks. Aiyktunin er á þessa leið: „1 stefnuyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar, sem forsætisráð- herra flutti á Alþingi 29. ágúst 1974, er m.a. tekið fram, i sam- bandi við kjaramál. „Haft sé náið samráð við aðiia vinnu- markaðarins og komið fastri skipan á samráð rikisstjórnar- innar við þá.” Þegar bráðabirgðalög um „láglaunabætur o.fl.” voru i undirbúningi sat stjórn sam- bands ísl. bankamanna, ásamt stjórnum BHM og BSRB, tvo fundi með forsætisráðherra þar sem þau mál voru rædd. Ekki er oss kunnugt um frekari „sam- ráð” við nefnda aðila vinnu- markaðarins. A undanförnum mánuðum hefur dýrtið aukist hraðar og meira en dæmi eru til um, á sama tima hafa laun haldist ó- breytt og er augljóst oröið að gjaldþol launþega er brostið en öllum fjárhagsbyrðum verið skellt eingöngu á almenning. Það hlýtur að vera krafa allra launþegasamaka i landinu að nú sé staldrað við á þeirri braut og gerð ýtarleg úttekt á fjárhags- stöðu almennings. Stjórn Sambands islenskra bankamanna telur að það um- sátursástand, sem nú rikir um heimili launafólks hljóti aö leiða til harðra andsvara og ófarnað- ar i þjóðfélaginu, verði þvi ekki aflétt i verki, hið fyrsta.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.