Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 12
Föstudagur 7. mars 1975 drepnir í Tel Avív Harðnandi afstaða vegna orðróms Bandarískt gylliboð WASHINGTON 6/4 — Bandarikin hafa komið fram með nýtt tilboð til Danmerkur, Noregs, Hollands og Belgiu i þeim tilgangi að krækja sér i „vopnasölusamning aldarinnar”. Er hér um að ræða 350 orrustuþotur, sem þessi fjög- ur Nató-riki ætla að kaupa sér i stað úreltra Starfighter-véla. Tilboð Bandarikjanna gengur út á það að talsvert af hlutunum i flugvélarnar 350 og fleiri flugvél- ar, sem Bandarikin framleiða fyriraðra markaði, verði smiðað- ir i hlutaðeigandi fjórum rikjum, þannig að þau hafi upp úr þvi meiri gjaldeyristekjur en nemur þvi verði, sem þau veröa að borga fyrir þoturnar. Flugvélargerðin, sem Bandarikin hafa helst á odd- inum, er svokölluð F-16. um sersamninga Egyptalands TEL AVIV 6/3 — Að minnsta kosti tuttugu gísl- ar voru drepnir og særðir auk nokkurra arabískra skæruliða, sem tekið höfðu þá til fanga, þegar isra- elskar víkingasveitir réð- ust til atlögu við skærulið- ana, sem búist höfðu um í Savoy-hóteli rétt við ströndina í Tel Aviv. Var það í dögun, sem ísraelsku hermennirnir, fjörutíu ísraels og talsins, réðust inn í hótelið með byssur og sprengjur að vopni. Skæruliðarnir, sem talið er að hafi verið sjö talsins, lentu á strönd- inni á gúmbátum, skutu sér braut inn i Tel Avív og tóku á vald sitt hótelið, sem er við veginn til Jaffa. Samkvæmt upplýsingum isra- elsmanna voru allir skæruliðarn- ir felldir i árás vikingasveitarinn- ar, og fyrstu fregnir hermdu að bandariskir, breskir og þýskir ferðamenn hefðu verið meðal gislanna, sem drepnir voru eða særðir. Samkvæmt siðari isra- elskum fréttum féllu þrir isra- elskir hermenn i bardaganum og þrir óbreyttir borgarar létu lifið. Skæruliðunum tókst að koma israelskum strandvörðum á óvart og hófu æðislega skothrið i allar áttir um leið og þeir voru komnir á land. Voru þeir vopnaðir hand- vélbyssum, sjálfvirkum rifflum, basúkum og sprengjum. Er þetta fyrsta árás af þessu tagi, sem Tel Aviv, mesta borg tsraels, verður fyrir. tsraelsk yfirvöld sendu þegar hundruð hermanna á vett- vang og fluttu fólk úr nálægum húsum við hótelið. Skæruliðarnir tóku hótelið skömmu fyrir mið- nætti og vörðust þar alla nóttina. Bergmálaði öll miðborgin af skot- hrið og sprengihvellum. Eftir tvo tima dró úr skothriðinni og kröfð- ust skæruliðar þá flugvélar, sem flytti þá og gislana til Damaskus. Þeirri kröfu önsuðu israelar ekki og sendu svo úrvalslið til áhlaups á hótelið i dögun. Svæðið umhverfis hótelið litur út eins og vigvöllur eftir meiri- háttar orrustu. Þar getur að lita brunnin bilflök, slitnar sima- og raflinur og flekki á veggjum. Anddyri hótelsins er fullt af múr- brotum og sundursprengdum húsgögnum, blóðflekkir eru i stig- um og á veggjum. Þetta er svæsnasta árásin, sem palestinskirskæruliðar hafa fram til þessa gert inn á kjarnasvæði Israelsrikis. Talið er liklegt að árásin standi i sambandi við næstu samningaferð Kissingers um Austurlönd nær, sem á að hefjast innan fárra daga. Orð- rómur er á kreiki um hugsanlegt sérsamkomulag milli israels- manna og egypta, þess efnis að tsrael skili einhverri spildu af Sinai á móti þvi að egyptar lofi að fara ekki oftar með hernaði á hendur israelsmönnum. Palest- inumenn eru að sjálfsögðu mót- fallnir öllum sérsamningum ein- stakra Arabarikja við tsrael. 1 Beirút létu framámenn palestinskra skæruliða hafa eftir sér i dag að árásin hefði haft það markmið að sýna Bandarikjun- um og Israel fram á að enginn raunverulegur friður kæmist á i Austurlöndum nær nema með fullu samþykki palestinumanna. Einnig hefði árásin verið gerð til hefnda fyrir þrjá palestinska Framhald á bls. 18 Heitir Lon Nol-liðum griðum Sihanouk óttast beina ihlutun Bandarikjanna og Saigon-stjórnar Sihanouk fursti, æðsti maður kambódisku þjóðareiningarsam- takanna, sagði i dag i blaðaviðtali i Peking, að hann óttaðist, að Bandarikin og Saigon-stjórnin kynnu á siðustu stundu að senda fallhllfahermenn til styrktar Lon Nol i Phnompenh, til þess að hindra að borgin félli her ein- ingarsamtakanna i hendur. Sagði furstinn, að liklegt væri að i þvi tilfelli yrði haft að yfirvarpi að fallhlifahermennirnir ættu að vernda „lif og eignir” banda- rikjamanna og annarra útlend- inga i borginni. Sihanouk kvað sina menn hafa hvatt alla útlend- inga til að yfirgefa Phnompenh, til þess að forðast að þeir yrðu fyrir slysum i bardögunum. Sihanouk sagði að allir þeir kambódiumenn, sem styddu stjórn Lon Nols, gætu óhræddir lagt niður vopn og gefið sig á vald þjóðfrelsishersins, þvi að þeim yrðu gefnar upp allar sakir. Að- eins Lon Nol sjálfum og fimm helstu kumpánum hans væri óhjákvæmilegt að stefna fyrir rétt, sagði furstinn, og væru glæp- ir þeirra svo stórfelldir að vel gæti svo farið að þeir yrðu dæmd- ir til dauða. BANGKOK 6/4 — Banda- ríkjamenn opnuðu í nótt á ný loftbrúna til Phnom- penh, en hún hafði verið lögð niður í gær vegna skothríðar þjóðfrelsishers Kambódíu á f lugvöllinn við höf uðborgina. Flogið er með vopn og skotfæri, matvæli og eldsneyti frá Taílandi og Suður-Víet- nam. Sumir athugendur telja að nú standi yfir úr- slitaorrustan um Phnom- penh. BANDARÍKJAÞING: Er að linast PHNOMPENH 6/3 — Bandariska scndiráðið i Phnompenh hefur ákveðið að flytja á brott allt starfsfólk sendiráðsins nema það, sem gegnir allra nauðsynlegustu störfunum. Er sagt að flutning- arnir muni hcfjast á morgun með lcigufiugvélum. Þvi nær öll sendi- ráð erlendra rikja i Phnoinpenh hafa ráðlagt þvi fólki af sínum þjóðernum, sem i borginni dvelst, að koma sér þaðan sem skjótast. í Washington herðir Ford nú í dag I gær var haldinn fundur með samninganefndum launþega og vinnuveit- enda. Ekki tókst að fá upp- lýsingar um framvindu mála,en annar fundur var boðaður i dag. mjög viðleitni sina til að fá þingið til að samþykkja 222 miljón doll- ara hjálpina til Lon Nol-stjórnar- innar og segir stjórnina muni kol- falla innan skamms ef hún fái ekki þá sprautu. Ætlar Ford að halda sjónvarpsblaðamannafund i kvöld til að reka á eftir þinginu. Þingið er ennþá tregt, en virðist þó frekar á þeirri leið að gefa sig. Þannig eru þar nú uppi raddir um að sjá Lon Nol fyrir nægri hjálp til þess að hann geti haldið út þang- að til monsúnaregnið byrjar um mitt árið, en á regntimanum er vatnagangur svo mikill i Kabódiu að hernaðaraðgerðir eru illfram- kvæmanlegar. ALSIRBORG 6/4 — tran og trak hafa gert með sér samkomulag þess efnis að greitt skuli úr landa- mæraþrætum rikjanna og að hvort rikið um sig hætti undirróð- ursstarfsemi innan landamæra hins. Var gefin út um þetta sér- stök tilkynning, sem þeir undir- rituðu báðir Iranskeisari og Saddam Hússein, varaforseti Ir- aks, en báðir eru þeir nú staddir i Alsirborg á ráðstefnu oliufram- leiðslurikja. Annar fundur BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljann vantar blad- bera í eftirtalin hverfi: Kleppsveg Skipasund Múlahverfi Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsl- una. ÞJÓÐVILJINN Þrjár sýningar í gœr I gær voru boðaðir þrir blaðamannafundir til þess að skýra frá sýn- ingum scm verið er að opna á listavcrkum og daginn áður var fjóröa sýningin opnuð. Þá stendur yfir sýning á listaverkum eftir konur f Norræna húsinu. Sýningarnar sem opnaöar voru i gær voru: Sýning á litógrafium, steinprenti, I franska bókasafninu og I menningar- stofnun Bandaríkjanna i Reykjavik og opnuö var sýning i Borgar- spitalanum á listaverkum eftir heimilismenn og sjúklinga. t fyrra- dag var opnuð sýning á verkum Guðmundar Hinrikssonar i Klaust- urhólum. Þessara sýninga veröur getið nánar hér, en að þcssu sinni birtum við mynd sem Ari Kárason tók á sýningunni á Borgarspital- anum. Er myndin af verkum eftir fólk á endurhæfingar- og hjúkrun- ardeild heilsuverndarstöðvarinnar. Alþýðubandalagið Alþýðubandalag Akranesi og nágrenni Góugleði Alþýðubandalagsins verður haldin I Rein kl. 20.00 laugardaginn 8. mars. Heitur og kaldur matur. Skemmtiatriði, dans. Aðgöngumiðar á kr. 1.200,-seldir kl. 20-22 á fimmtudag. — Félagsmála- nefnd. Opið hús Opiö hús á Grettisgötu 3 kl. 20.30 á miðvikudagskvöld 12. mars. Að þessu sinni verður lesiö úr verkum Þórbergs Þórðarsonar, en Þórberg- ur var fæddur 12. mars. Samkoman er öllum opin. —Félagsmáianefnd. Félagsfundur Borgarnesi Alþýðubandalagið i Borgarnesi heldur félagsfund i Snorrabúö kl. 2 eh. á laugardag. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. — Hreppsmál. — Þegn- skyldu- og útgáfunefnd skiiar áliti. — Ráöstöfun Hamarslands. — önn ur mál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.