Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. mars 1975 Haraldur Erlendsson fyrirliði Breiðabliks tekur við afmælisblóm vendi frá vestmannaeyingum I upphafi leiksins. Breiðablik heldur upp á 25 ára afmæli sitt Veisla, ræðuhöld og góðar gjafir komu í kjölfar fyrsta knattspyrnuleiks ársins, Breiðablik-ÍBV 2:2 — íþróttahátíð um þar næstu helgi og afmælisblað er í smíðum Ungmennaf élagið Breiðablik úr Kópavogi heldur á þessu ári upp á 25 ára afmæli sitt. Fyrir skömmu sóttu vest- mannaeyingar blikana heim og háðu við þá knattspyrnukappleik/ fyrsta „a Imenni lega" knattspyrnuleikinn á þessu ári og lauk honum með jafntefli 2—2. Fyrir leikinn hlupu fr já Isiþróttamenn um Kópavogsbæ með logandi kyndiL en slikt verkfæri er uppistaðan í merki fé- lagsins. Skólahl jómsveit Kópavogs lék fyrir leik- inn og í leikhléi og var því mikil stemmning á Vall- argeröisvelli á þessum fyrsta degi afmælisfagn- aðarins. Laugardaginn 15. mars verður haldin íþróttahá- tíð í íþróttahúsinu í Garðahreppi og í smíðum er veglegt afmælisblað, sem væntanlega kemur út eftir tæpa tvo mánuði. Samskipti knattspyrnumanna úr Kópavogi og Vestmannaeyj- um hafa lengi verið mikil og góð og þótti þvi vel við hæfi að bjóða eyjamönnum til Kópavogs á þessum merkisdegi. Að leik loknum var leikmönnum og öll- um bæjarbúum sem áhuga höfðu boðið til kaffidrykkju og kökuáts f félagsheimilinu og var salurinn þéttskipaður af afmælisgestum og veitingum sem ekki voru skornar við nögl. Breiðabliksmenn fengu margar góðar gjafir og kveðjur i afmælishófinu og má þar nefna peningagjöf frá bæjaryfirvöld- um. Þar næsta laugardag verður haldin iþróttahátið i iþróttahús- inu i Garðahreppi. Þar verður keppt i handbolta, körfubolta, blaki og hástökki. Einnig verður sýnd glima og e.t.v. verður eitt- hvað fleira til skemmtunar. Enn beðið eftir nýja vellinum Sem kunnugt er af fréttum hefur glæsilegur grasvöllur ver- ið i smiðum siðasta áratuginn og er nú komin hvanngræn upp- hituð flöt i Fifuhvammi, þar sem innan tiðar mun risa full- komnasti knattspyrnuvöllur á Islandi. Ekki er þó öruggt að Breiðabliksmenn leiki alla leiki sina á nýja vellinum i sumar, þvi búningsklefa, áhorfenda- stæði, bilastæði og annað þess háttar vantar. Þó er vonast til að unnt verði að notast við bún- ingsklefana við Vallargerðisvöll og að með þvi móti verði Breiðabliksmönnum kleyft að nota hinn glæsilega grasvöll sinn á komandi keppnistimabili. —gsp Orslit úr Breiðholtshlaupi ÍR frá sunnudeginum Breiðholtshlaup IR hefur nú hafið göngu slna að nýju og fór fram I 1. sinn á þessu ári sunnu- daginn 2. mars sl. I ágætis veðri, logni og hita. 99 unglingar mættu til leiks og luku allir hlaupinu með sóma. Bestan árangur telpna náði Nanna Sigurdórsdóttir, sem bætti 3ja ára gamalt met i aldursfiokki sinum. Bestan tíma pilta fékk Atii Þór Þorvaldsson, sem hljóp mjög vel. Bekkjakeppni Breiðholtsskól- anna um VÍSIS-bikarinn setti mjög svip á keppnina. Sigurveg- ararnir frá I fyrra 4. bekkur A I Breiðholtsskóla fjölmenntu og hlutu 17 stig I keppninni, en næstir þeim urðu tveir bekkir með 4 stig hvor. Grslit einstakra aldursflokka urðu sem hér segir: Stúlkur: f. ’61 1. Sigríður Björnsdóttir 3,53 min. f. ’62 1. Sólveig Pálsdóttir 3,25 min. f. ’63 1. Eyrún Ragnarsdóttir 3,29 mín. f. ’64 1. Þelma Jóna Björnsdóttir 3,20 min. 2. Anna Marla Valdimarsdótt- ir 4,00 min. f. ’65 1. Nanna Sigurdórssdóttir met 3,21 min. 2. Þurfður Þórðardóttir 4,45 min. f. ’66 1. Jóna Margrét Guðmunds- dóttir 3,51 min. 2. Jóna María Hafsteinsd. 4.17 min. f. ’67 l.MargrétHjördisMarkúsd. 4,15 mln. Framhald á bls. 11 Jóhannes og Holbæk: 6 mánaða bú- setu er krafist Allt er enn I óvissu um það hvort Jóhannes Eðvaldsson fær að leika með danska 1. deildarliðinu Holbæk næsta sumar. 1 fyrradag úrskurðaði danska iþróttasambandið að Jóhannes mættiekki leika meðHolbæk fyrr en hann hefur dvalist 6 mánuði i Danmörku. Þessari ákvörðun Iþróttasambandsins hefur nú verið áfrýjað og verður málið tekið fyrir um næstu helgi.og fæst þá endanlega úr þvi skorið hvort Jóhannes fær að leika I Dan- mörku næsta sumar eða ekki. Unglingalandsliðið til Finnlands Unglinganefnd H.S.l. hefur val- ið eftirtalda 11 leikmenn til að keppa fyrir hönd islands I Norðurlandamóti pilta I Finn- landi dagana 4—6 april n.k. Bjarni Guðmundsson Val Jóhannes Stefánsson Val Óskar Ásgeirsson Val Steindór Gunnarsson Val Ingi Björgvinsson K.R. Sigurður Óskarsson K.R. Hannes Leifsson Fram Jón Arni Rúnarsson Fram Pétur Ingólfsson Armanni Ingimar Haraldsson Haukum Þorbergur Aðalsteinsson Vlking Markverðir; Pétur Hjálmarsson K.R. Hákon Arnþórsson IR Kristján Aðalsteinsson Þrótti. A-sveit SR: Frá vinstri, Freysteinn Björgvinsson, Þórhallur Sveinsson og Sigurjón Hallgrimsson. A-sveit SR vann skíðaboðgönguna Skiðaboðganga Skiðafélags Reykjavikur var haldin I Bláfjöll- um laugardaginn 1. mars kl. 2 e.h. Leikstjóri var Skarphéðinn Guðmundsson. Átján keppendur I sex sveitum tóku þátt I mótinu. Tvær sveitir frá ungtemplarafé- laginu Hrönn, 3 sveitir frá Skiða- félagi Reykjavikur og ein gesta- sveit frá tsafirði tóku þátt i mót- inu. Gengið var á svipuðum slóð- um og á Landsmótinu 1974. Geng- ið var 3x10 km. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Asveit Sklðafélags Reykjavik- ur 120:42 I sveitinni voru: Freysteinn Björgvinsson, Sigurjón Hallgrímsson, Þórhallur Sveinsson. 2. B sveit Skiðafélags Reykjavikur 122.30 3. A. sveitHrannar 136.20 4. B. sveitHrannar 144.53 5. Gestasveit Isvirðin a 149.49 6. C sveit Sklöafélags Reykjavikur 154.34 Besta brautartimann átti Guð- mundur Sveinsson S.R. með 37:57. Það eru mörg ár siðan skiða boöganga hefur verið háð á Reykjavlkursvæðinu nema um Landsmót hafi verið að ræða. ísland — Bandaríkin 3 nýliðar í landsliðinu Næstkomandi sunnu- dagsmorgun leika landslið Islands og Bandaríkjanna lands- leik i kvennahandknatt- leik og fer hann fram i iþróttahúsinu í Hafnar- firði. i íslenska liðinu eru þrir nýliðar, þar af tveir markvarðanna þriggja. Liðið er þannig skipað (landsleikja- fjöldi fylgir með): Markmenn Alfheiður Emilsd., Arm. 0 Gyða trlfarsd. F.H., 6 Oddgerður Oddgeirsd. Valur 0 Aðrir leikmenn: Arnþrúður Karlsd. Fram, 14 Björg Jónsdóttir Valur 6 Guðrún Sigurþórsd. Arm., 10 Hansina Melsted K.R., 17 Harpa Guðmundsd. Valur 0 Hjálmfriður Jóhannsd. K.R. 5 Hrefna Bjarnad. Valur, 4 Oddný Sigsteinsd. Fram, 9 Ragnheiður Lárusd. Valur, 5 Sigrún Guðm.d. Valur, 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.