Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. mars 1975 Að nefna snoru— fólks. Presturinn hafði fengið skilorðsbundinn dóm, en fengið tveggja mánaða leyfi frá störfum og farandprestur þjónaði brauð- inu. Borgarstjórinn hafði tekið sér viku vetrarleyfi og horfið burt úr bænum og skilið frúna eft- ir. Tuttugu og fimm minútum seinna lagði Paul bilnum á stæð- inu bakvið borgarhótelið. Dagur- inn hafði verið langur, bæði fyrir hann og Lenu Atvid, en hvorugt þeirra fann til þreytu. Bátahöfnin við ármynnið þar sem vatnið var islaust, hafði synt þeim það sem þau höfðu vonast eftir. NU þurfti ekki annað en fá heimild lög- regluyfirvalda til að stiga hið ör- lagarika lokaskref. Þau hittust við matborðið eftir nokkra stund. — Ég hringdi i sýslumann, sagði Paul, en hann var að heim- an i embættiserindum og ekki von á honum fyrr en siðdegis á morgun. Við getum ekki beðið eftir þvi. Hverju stingur þú upp á? — Ég þekki lögreglúþjón sem heitir Jói. Hann er allra löguleg- asti piltur og virðist skynsamur. — Ég þekki annan sem ræður krossgátur. Hann vissi að hægt er að ná burt vörtum með lapis. — Þá hefur hann ekki fylgst með nýjungunum i snyrtiheimin- um. Það hlýtur að vera einhver yfirlögregluþjónn lika. — Já, en ég hef aldrei hitt hann. Segið mér þjónn, hvað heit- ir yfirlögregluþjónninn hérna? — Strömberg. Má bjóða eitt- hvað að drekka? — Sódavatn. Það er best ég hringi til hans og svo getum við séð til. En, sagði Paul þegar þjónninn var farinn, — það mætti segja mér að Strömbert yfirlög- regluþjónn vilji ekkert með mig haf. Paul hafði rangt fyrir sér. Þeg- ar hann heimsótti lögreglustöðina siðast, hafði vegur hans hækkað verulega. Það hafði frést i innsta hring að það hefði verið Paul sem kom fyrstur með kenninguna um morðið.og þegar gröfin var opnuð fékkst ótviræð staðfesting á hug- myndum Pauls um atburðarás- ina. Ennfremur hafði Paul ekkert haft sig i frammi né stært sig af þvi að hafa leyst gátu sem lög- reglan réð ekki við. Þessi hlé- drægni hafði aukið vinsældir hans að mun. 1 stuttu máli sagt, þegar hringt var til yfirlögregluþjónsins að máltið lokinni, reyndist hann áfjáður i að kynnast Paul. Innan tiu minútna hafði hann slegist i hópinn. Þau fóru öll upp i herbergi Pauls til að vera þar i friði. Paul skýrði frá tilganginum með komu sinni. Hann sagðist hafa fylgst með þróun mála og ungfrú Atvid hafði verið viðstödd réttarhöldin. Allt þetta hafði gefið ákveðnar visbendingar. — Hvaða visbendingar? sagði yfirlögregluþjónninn með áhuga. 1 Abrokalögreglunni höfum við mikinn áhuga á visbendingum Pauls Kennets — Ég heid ég geti sannað hver framdi verknaðinn. — Er það satt? sagði Ström- berg og gleymdi virðuleikanum. — Það er þó ómögulegt. Og hafa ekki einu sinni komið hingað i bæ- inn siðan i haust! — Jú, sagði Lena Atvid hreyk- in. Svona er hann einmitt. Og þú ættir að snúa þér að efninu, Paul. Aheyrendur eru farnir að ókyrr- ast. Paul miskunnaði sig yfir áheyr- endur og lagði fram sannanir sin- ar Þær náðu bæði til aðferðarinn- ar og tilefnisins. Yfirlögreglu- þjónninn greip einstöku sinnum fram i. — Hvernig vitið þér þetta? — Ég hef lesið mér til um það, sagði Paul og sýndi plöggin sem hann hafði hjá sér á borðinu. — Já, auðvitað! Ég athugaði það ekki. Loks lauk frásögninni. — Svei mér þá alla daga, sagði Strömberg yfirlögregluþjónn og mikil forundran rúmaðist i þess- um fáu orðum. — Og nú, sagði Paul, þarf ég á hjálp lögreglunnar að halda. Ég hef hugsað mér að hægt væri að gripa viðkomandi á morgun. Má ég treysta — Yfirlögregluþjónninn hikaði lit- ið eitt. — Það þarf vist að tala við sýslumann fyrst, sagði hann. Það er i hans verkahring að ákveða hvort — — Já, um handtöku, sagði Paul, — það er mál sýslumanns, en bæjarlögreglan getur gripið grunaðan mann. — Þetta eru vist einhverjar lagaflækjur, sagði Lena Atvid i- hugandi. — Ég hef hugsað mér þetta svona, sagði Paul án þess að sinna innskotinu. Ég geri smá- vegis ráðstafanir sem ég vona að veröi til þess að morðinginn komi upp um sig. Lögreglan gerir ekki annað en vera til taks. Ef ykkur finnst uppljóstrunin sannfærandi, komið þið á vettvang og gripið hinn seka. Það er allt og sumt. Það var auðséð að þetta freist- aði yfirlögregluþjónsins. Fram- lag Abrokalögreglunnar i saka- málinu hafði ekki verið sérlega merkilegt: Það hafði verið fólgið i þvi að villast á sjálfsmorði og morði. Strax og uppvist varð um mistökin hafði rikislögreglan komið til og bæjarlögreglunni verið stuggað til hliðar. Vissulega hafði Strömberg átt góða sam- vinnu við starfsbróður sinn' úr rikislögreglunni, en innst inni leyndist þó nokkur löngun til að hefna sin. — Þetta lætur vel i eyrum, sagði yfirlögregluþjónninn allá- kafur, en fyrst ég veit hvernig allt er I pottinn búið, vil ég lika fá að vita hvaða ráðstafanir þér ætlið að gera. Þvi að ég get ekki átt að- ild að neinu sem verður til þess að hinn seki fái viðvörun eða sann- anir eyðileggist. — Auðvitað ekki, sagði Paul. Svona hafði ég hugsað mér þetta. Yfirlögregluþjónninn hlustaði með athygli. — Þetta er hættuspil, sagði hann þegar Paul hafði lokið máli sinu. — Eflaust getur það mistekist, sagði Paul, en þá er enginn skaði skeður. Hægt er að gera þessa til- raun án þess að viðkomandi hafi hugmynd um hvað býr undir og án þess að nokkur sönnunargögn eyðileggist. — En ef allt fer að skilum, bætti Lena við klókindalega,— þá hefur Abrokalögreglan unnið sig- ur sem vert er um að tala. Hreppapólitisku sjónarmiðin urðu yfirsterkari hjá yfirlög- regluþjóninum. — Þá segjum við það. Þetta verður alltokkar i milli þangað til að tilrauninni lokinni. Ég sé um aö eftirlit verði haft með báta- höfninni um þetta leyti. Og auk þess — - Já? — Það getur verið að þér þurfið abstoðarmann úr lögreglunni sem getur séð til þess að allt gangi að óskum. Ég skal senda mann. Varla er hægt að segja það á kurteislegri hátt að maður sé undir lögreglueftirliti, hugsaði Paul. — Þakk fyrir, svaraði hann. — Sendið Jóa, stakk Lena upp á. :í. Næsta morgun kom Jói skel- eggur á hótelið þénustureiðubú- inn áður en haninn gól tvisvar. Paul Kennet var árrisull eins og kennurum er titt og sama var að segja um Lenu Atvid, sem vann við siðdegisblað. Samt þurfti Jói að sitja og biða i hálftima hjá | útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigurður Gunnarsson les þyðingu sína á „Sögunni af Tóta” eftir Berit Brænne (5). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Spjallað viö bænd- ur kl. 10.05. „Hin gömlu kynni” kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt meö frásögnum og tónlist frá liðnum árum. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Kroll kvartettinn leikur Strengja- kvartett nr. 1 i D-dúr op. 11 eftir Tsjaikovský / Vladimir Horowitz leikur „Myndir á sýningu” eftir Mussorgsky. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tiikynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Himin og jörð” eftir Carlo Coccioii. Séra Jón Bjarman les þýð- ingu sina (18). 15.00 Miödegistónleikar. André Gertler, Milan Etlik og Diane Andersen leika Andstæður fyrir fiðlu, klari- nettu og pianó eftir Béla Bartók. Serg Maurer, Kurt Hanke og Kurt Rothenbuhl- er flytja „Ráðvillta hljóö- færaleikarann”, þrjú lög fyrir tenór, horn og pianó eftir Hans Studer. Heinz Holliger, Eduard Brunner og Henry Bouchet leika Svitu op. 89 fyrir þrjú blást- urshljóðfæri eftir Rudolf Moser. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorniö. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „1 föður stað” eftir Kerstin Thorvall Falk.Olga Guðrún Árnadóttir lýkur iestri þýö- ingar sinnar (12). 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tii- kynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar tslands i Há- skólabiói kvöldið áður. Hljómsveitarstjóri: Kari Tikka frá Finnlandi. Ein- leikari: Rögnvaidur Sigur- jónsson.A efnisskránni eru tvö tónverk eftir Johannes Brahms: a. Sinfónia nr. 3 i F-dúr op. 90 — og b. Pianó- konsert nr. 2 i B-dúr op. 83. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 21.30 „Stofnunin” eftir Geir Kristjánsson. Höfundur les síðari hluta sögunnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (35). 22.25 Frá sjónarhóli neyt- enda.Dr. Stefán Aðalsteins- son fjallar um spurninguna: Hvernig fellur islenzkur landbúnaður að sjónarmið- um neytendá? 22.40 Afangar. Tónlistarþátt- ur i umsjá Ásmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.35 Fréttir i stúttu máli. Dagskrárlok. 0 sjónvarp 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Tökum lagið. Breskur söngvaþáttur, þar sem hljómsveitin „The Settlers” leikur og syngur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 21.00 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Svala Thorlacius. 21.55 Töframaöurinn. Banda- riskur sakamálamynda- flokkur. Þruma úr heiðskiru lofti. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok. Hinn blóðugi dómari Judge Roy Bean Mjög fræg og þekkt mynd, er gerist i Texas i lok siöustu ald- ar og fjallar m.a. um herjans mikinn dómara. ISLENSKUR TEXTI. Aðalhlutverk: Poul Newman, Jacqeline Bisset. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Simi 41985 Þú lifir aðeins tvisvar 007 : Sean Connery, Karin Dor. ISLENSKUR TEXTI Sýnd kl. 8. , List og losti Hin magnaða mynd Ken Russ- el um ævi Tchaikovskys. Aðalhlutverk: Glenda Jack- son, Richard Chamberlain. ISLENSKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 10. KJARVAL & LÖKKEN BRÚNAVEGI 8 REYKJAVÍK LEIKFÍJAG REYKIAVÍKUR FLÓ A SKINNI <AJ<» m i kvöld. Uppselt. Þriðjudag kl. 20.30. 245. sýning. — Fáar sýningar eftir. DAUÐADANS laugardag kl. 20.30. SELURINN HEFUR MANNSAUGU sunnudag kl. 20.30. — Fáar sýningar eftir. Austurbæjarbíó: ISLENDINGASPJÖLL miðnætursýning laugardags- kvöld kl. 23.30. Aðgöngumiðasalan i Austur- bæjarbiói er opin frá kl. 16. Simi 1-13-84. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. k®WÓÐLEIKHÚSIÐ KARDEMOMMUBÆRINN 40. sýning i dag kl. 15. Uppselt. laugardag kl. 15. sunnudag ki. 15. KAUPMAÐUR 1 FENEYJUM Fáar sýningar eftir. HVERNIG ER HEILSAN? laugardag kl. 20. COPPELIA 4. sýning sunnudag kl. 20. Leikhúskjallarinn: LOKAS sunnudag kl. 20.30. ■ Miðasala 13.15-20. j Simi 1-1200. Simi 11544 Morðin í strætisvagninum Waltar Matthau-Bruoa Dara ISLENSKUR TEXTI Hörkuspennandi, ný, amerisk sakamálamynd, gerö eftir einni af skáldsögum hinna vinsælu sænsku rithöfunda Per Wahloo og Maj SjÖvall. Leikstjóri: Stuart Rosenberg. Sýnd kl. 5, 7 og 9,15. Bönnuö ínnan 16 ára. Slðustu sýningar. HVER ER SINNAR ÆFU SMIOUR : SAMVINNUBANKINN í tilefni alþjóðlega kvennadagsins 8. mars 1975 efna Menningar. og friðarsamtök Jslenskra kvenna til fundar laugardag- inn 8. mars kl. 15 i Norræna Húsinu. Dagskrá: Ávarp: Mercedes Alvarez Ávarp: Þórunn Magnúsdóttir Dagskrá í umsjá Brietar Héðinsdóttur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.