Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Lausaskuldum útgerðarinnar breytt í 5 ÁRA LÁN Fleiri hundruð útgerðarfyrirtœki munu nú fá fáglaunauppbœturnar Við erum að byrja á að gera tillögur um að breyta lausaskuldum útgerðarinn- ar í föst lán, sagði Davíð ólafsson Seðlabankastjóri. Hann sagði ennfremur, að þessi lán yrðu yfirleitt til 5 ára. Ekki kvað Davið hægt að nefa upphæðirnar, sem fyrirtækjum væru útvegaðar að svo stöddu, enda mjög breytilegar. Heldur hafði hann ekki tölur um það hve mörgum fyrirtækjum hefði þegar verið útveguð langtimalán, enda verkið rétt að komast af stað og um fleiri hundruð fyrirtæki að ræða. Um er að ræða þrenns konar lausaskuldir útgerðar, sem nú verður breytt i 5 ára lán. t fyrsta lagi er um að ræða skuldir við viðskiptabanka útgerðarinnar umfram þau föstu lán, sem út- gerðin veitir svo sem afurðar- og rekstrarlán. Mikið hefur safnast fyrir af slikum skuldum undan- farið, sagði Seðlabankastjórinn. t öðru lagi er um að ræða van- skilaskuldir útgerðarinnar við ýmsa fjárfestingasjóði, svö sem afborganir af skipum. Þessum vanskilaskuldum er breytt beint við sjóðina, að forgöngu nefndar þeirrar, sem sá um að láta vinna úttektina á lausafjárstöðu útgerð- arinnar. t þriðja lagi er um að ræða óreiðuskuldir útgerðarinnar við einstaka viðskiptamenn útgerð- arinnar. —úþ Stórfelld rekstrarvandrœði SÍS í Bandarikjunum Guðjón sendurút að bjarga Að undanförnu hafa ver- ið á kreiki sögusagnir um stórfelld rekstrarvandræði fyrirtækja SIS í Bandaríkj- unum, en sambandið er hluthafi fyrirtækisins lce- landic Imports. í sögu- sögnum þessum er sagt að vegna bágrar afkomu hafi miljarðar ísl. króna verið teknir að láni í Bandarikj- unumá síðasta ári eða svo. Af þessu tilefni sneri Þjóðvilj- inn sér til sjávarafurðadeildar StS. Guðjón B. Ólafsson var þá farinn utan til Bandarikjanna, en Sigurður Markússon ekki kom- inn til starfa. Hins vegar varð Ólafur Jónsson fyrir svörum. Hann sagðist aldrei hafa talið ástæðu til að draga neina dul á það að sl. ár hefði verið eitt erfið- asta árið i rekstrinum vestra og ætti það við fiskréttaverksmiðjur yfirleitt. Það sem þessu olli var tilfinnanleg lækkun á fiskblokk- inni. — Hve mikill var hallinn á þessu fyrirtæki StS i Bandarikj- unum? Miljarður? — Ég veit það ekki og hef held- ur ekki umboð til að gefa það út. — Þú myndir ekki segja frá þvi jafnvel þótt þú vissir um hallann? — Nei. En það hefur heldur aldrei verið gert að gefa upplýs- ingar um rekstur þessa fyrir- tækis. Þetta er hlutafélag. Það myndi lika koma sér illa ef gefið væri upp hvernig rekstrarafkom- an er. Annars er Erlendur Einarsson stjórnarformaður Sambandsins. — Með það vegarnesti sneri blaðið sér til skrifstofu Erlendar Einarssonar i fyrradag og var hann þá ekki við að sögn. Sama sagan endurtók sig i gærmorgun: forstjórinn væri önnum kafinn og yrði það fram yfir helgi. Ekki kemur það Þjóðviljanum á óvart þótt forstjórinn sé önnum kafinn, en óneitanlega vildi margur maðurinn fræðast af for- stjóranum um það nú hvers eðlis greiðsluörðugleikar SIS erlendis eru um þessar mundir og hvort Guðjón B. ólafsson var beinlinis sendur utan til þess að bjarga vandamálunum fyrir horn. Ottar Hansson sem hefur verið forstjóri Icelandic Imports um nokkurt árabil er nú farinn aftur til SH i Bandarikjunum, þar sem hann var áður en StS réði hann i vinnu. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ PLÖTULOPI — HESPULOPI Verðlaunasamkeppni Álafoss Vegna fjölda áskorana um aö lengja skilafrestinn í lopasamkeppni okkar höfum viö ákveðið að framlengja hann til lO.apríl n.k. ÁLAFOSS h.f. LOPI TWEED — LÉTTUR LOPI ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ •rtVt. Bókamarkaöurinn í HÚSI IDNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTRÆTI Leiðsögumanna- námskeið 1975 verður haldið frá 13. mars til 2. júni n.k. Kennt verður á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 20:30 i stofu nr. 201 i Árnagarði við Suðurgötu. Vigdis Finnbogadóttir hefur skipulagt námskeiðið, en auk hennar leiðbeina kunnir fyrirlesarar og leiðsögumenn. Upplýsingar og umsóknareyðublöð er að fá i afgreiðslu Ferðaskrifstofu rikisins, Reykjanesbraut 6. Simi 1-15-40. Innritun hefst 7. mars. Ferðaskrifstofa rikisins Auglýsinfiasiminn er 17500 IJJQÐVIIIINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.