Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.03.1975, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. mars 1975 Sementið kláraðist á 20 mín! 70 tonn af sementi komu norður til Akur- eyrar nú i vikunni, en eins óg skýrt var frá i blaðinu á dögunum hef- ur verið sementslaust þar nyrðra um nokkurt; skeið, og var þá sagt frá vikuferðalagi norðan- manns suður eftir sementi. Það, sem kom af sementinu i vikunni, seldist allt á 20 minút- um, og mývetningar, sem komnir voru til að sækja 12 tonn fengu ekk- ert. — Það er ekki okkar að segja til um þeirra þarfir, sagði Svavar Pálsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar, þegar við spurðum fyrir um ástæðuna fyrir sementsleysinu nyrðra. Einnig benti hann á að flutninga- skip verksmiðjunnar væri i slipp ytra, eins og reyndar kom fram hér í blaðinu fyrir skömmu. Vinn- an við skipið hefur tafist vegna þess, að setuverkfall er i Dan- mörku. Hins vegar eru aðeins eft- ir örfá handtök við skipið. Um það hvort komið yrði upp birgðastöð fyrir Norðurland, sagði Svavar að ýjað hefði verið að þessu máli við kaupfélags- stjórann á Akureyri, en KEA hef- ur útsölu á sementi nyrðra. Sagði Svavar að sjálfsagt væri að fara að skoða það mál aftur og nánar. Ekki kvað Svavar Sements- verksmiðjuna bera þær skyldur við viðskiptamenn sina að aðrir en viðskiptamennirnir sjálfir greiddu fyrir þann aukakostnað, sem það hefði i för með sér fyrir þá að sækja sement suður til Akraness i sementsleysi nyrðra. Að lokum sagðist Svavar ekki vita betur, en verið væri að vinna að þvi að koma norður i land nokkur hundruð tonnum af sementi, svo vonandi rætist brátt úr fyrir þeim norðanmönnum. —úþ Tregur afli í Grindavík — Það hefur verið tregur afli hér og gæftir slæmar það sem af er vertiðinni, sögðu þeir okkur á hafnarvigtinni i Grindavik er við inntum eftir vertiðarfréttum i gær. — Þeir fá þetta 3-5 tonn i róðri að jafnaði. Um mánaðamótin voru komin á land um 1.600 tonn frá áramótum en voru um 2.400 á sama tima i fyrra. Aflahæsti báturinn i Grindavik er Geirfugl með 200 lestir og næsturkemur Þórir með 180. Alls verða um 60 bátar gerðir út á net frá Grindavik þegar allt verður komið i fullan gang. 1 gær voru komin á land á áttunda þús- und tonn af loðnu i Grindavik. —ÞH. SOLARIS í Háskólabíói Mánudaginn 10. mars verður sýnd i Háskólabiói sovéska kvik- myndin Solaris og verða aðaJ- leikararnir i myndinni viðstaddir, þau Ponatas Banionis og Natalja Bondartsjúk. Solaris er gerð af einhverjum þekktasta kvikmyndastjóra Sovétrikjanna, Andrei Tarkovski (hefur m.a. gert myndirnar Bernska Ivans og Andrei Rúbljof). Myndin er byggð á vis- indaskáldsögu, eftir hinn þekkta pólska rithöfund Gtanislas Lem. Hún gerist i óákveðinni framtið I alþjóðlegu visindasamfélagi og fæst við nokkur heimspekileg og siðferðileg vandamál þekkingar- leitar. Solaris er dularfull reiki- stjarna sem hefur lengi haldið áhuga jarðarbúa. Þekktur sál- fræðingur, Chris Colvin, er sendur til geimstöðvar sem er á braut um Solaris og á hann að ákveða hvort halda skuli áfram rannsóknum eða ekki. I Solaris-geimstöðinni er að- koman dapurleg. Einn af þriggja manna áhöfn stöðvarinnar hefur stytt sér aldur og hinir tveir eiga fullt i fangi með að halda andlegri heilsu. Colvin verður einnig fyrir einkennilegum sýnum: allt i einu birtist honum kona hans sem er löngu látin. Visindamennirnir telja, að undur þessi megi rekja til Solarishafs, sem er einskonar hugsandi efnismassi, sem tekur við hugmyndum og endur- minningum frá heila manna og breytir þeim i efniskennda hluti, hold og blóð. En hver er til- gangurinn? Er Solaris að leita sambands við gesti frá öðrum heimi — og þá til hvers? Þegar Banionis var að búa sig undir hlutverk Chris Colvins komst hann svo að orði, að hvað sem liði fjarlægum vettvangi visindaskáldsögunnar, þá væri I mynd þessari fjallað um fullkom- lega jarðnesk siðferðileg vanda- mál samtiðarmanna. Donatas Banionis er einhver frægasti leikari i Litháen. Hann er aðal- leikari við hið þekkta leikhús i borginni Panevezis, en auk þess hefur hann leikið i nokkrum kvik- myndum við góðan orðstir m.a. I „Enginn vildi deyja” sem islenska sjónvarpiö hefur sýnt. Hann lék og aðalhlutverkin I kvikmyndum sem gerðar voru um Lér konung Shakespeares og eftir skáldsögu Feuchtwangers um málarann Goya. Natalja Bondartsjúk útskrifaðist frá kvikmynda- skólanum i Moskvu fyrir þremur árum. í Solaris leikur hún hlut- verk Hari, hinnar látnu eiginkonu Colvins sem hefur verið vakin til lifs á ný. Hún hefur siðan bætt við sig veigamiklum hlutverkum i þrem ólikum kvikmyndum: Óskir rætast (um hlutverk rússneskra menntamanna skömmu eftir byltingu), Flugbraut (um unga flugkonu) og Stjarna heillandi gæfu (um uppreisn ungra aðals- manna gegn keisaranum 1825). Kvikmyndin Solaris er sýnd hér á vegum Sovexportfilm og verslunarfulltrúans við sendiráð Sovétrikjanna á tslandi, en innan ramma þess kynningarmánaðar sem félagið MÍR efnir til nú I mars i tilefni 25 ára afmælis sins. ’ Þessa dagana er talsvert útlit fyrir að leppstjórn Bandarikj- anna I Kambódiu, oft kennd við höfuópaur sinn Lon Nol, sé á siðasta snúningi. Stjórn þessi hefur nú aðeins á valdi sinu höf- uöborgina Phnompenh og nokkrarborgiraðrar, en mestur hluti landsins er fyrir löngu kominn á vaid Þjóðareiningar- samtaka Kambódiu, en það er opinbert heiti þeirra samtaka er berjast gegn Lon Nol. Her- sveitir þessara samtaka hafa unnið umtalsverða hernaðar- sigra siðan um áramót, þrengt jafnt og þétt að Phnompenh og lokað siglingaleiðinni upp eftir Mekong, en þá ieiðina hafði Lon Nol-stjórnin fengið mestan hluta þeirra birgða, sem hún hefur haldið sér við á. CAMBODIA «'9v Kompong Kortið sýnir Phnompenh og nágrenni. Dekkri blettirnir eru þeir skikar, sem Lon Nol-stjórnin heldur enn, og „sprengingarnar” sýna hvar harðast er barist. Lon Nol er þegar orðinn þjóð sinni og Banda- rikjunum dýr, en verið gæti að heimurinn allur ætti eftir að súpa seyðið af brölti Bandarikjanna með hann. Afleiðing Phnompenh-loftbrúarinnar: Kólnandi sambúö Bandaríkjanna og Lokun Mekong-leiðarinnar þýðir að Lon Nol-stjórnin verður væntanlega svelt til uppgjafar innan skamms, ef ekki verður breyting á hernaðaraðstöðunni þeirri stjórn i vil. Lokun þessar- ar fljótaleiðar olli þvi veruleg- um skelk meðal ráðamanna i Bandarikjunum og Ford forseti bað þingið um 222 miljóna doll- ara aukafjárveitingu handa Lon Nol. Þingið hefur tekið þeim til- mælum með ólund, þykir Lon Nol sjálfsagt alltof dáðlaus og spilltur leppur til að vera á vet- ur setjandi, auk þess sem margir telja að þessar 222 mil- jónir doilara muni engu breyta til né frá, miðað við reynsluna af fjáraustri Bandarikjanna i indókinversku leppstjórnirnar fram til þessa. Og gagnrýnend- ur Fords og Kissingers og Schlesingers landvarnarráð- herra benda á að röksemdir þær, sem þeir hafa á hraðbergi fyrir þvi að auka hjálpina við Lon Nol, séu sláandi likar rök- semdum þeirra demókratafor- setanna Kennedys og Johnsons, þegar þeir voru á síðastliðnum áratug að pressa fé út úr þing- inu handa leppstjórn sinni i Suður-Vietnam. Þetta er auðvit- að ekki annað en ein staðfest- ingin i viðbót á þvi, að utanrik- isstefna Bandarikjanna er alltaf i meginatriðum sú sama, hvort heldúr húsbóndinn I Hvita hús- inu er frekar umbótasinnaður demókrati og „góður drengur” eins og Kennedy eða augljós skúrkur eins og Nixon og ihalds- kurfur á borð við Ford. Mótaðgerðir Kína og Norður-Víetnams Meðan þvargað er um hjálp- arbeiðni Fords i þinginu, hafa Bandarikin gripið til þess ráðs að halda Lon Nol-stjórninni á floti til bráðabirgða með þvi að koma upp loftbrú til Phnom- penh frá Suður-VIetnam og Thailandi. Þeir flutningar ganga þó slitrótt vegna skot- hríðar kambódiska þjóðfrelsis- hersins á flugvöllinn við Pnom- penh. Burtséð frá þvi að óliklegt er að loftbrúin og 222 miljónirnar breyti miklu Lon Nol i hag, þótt svo að tækist að starfrækja loft- brúna ótruflað og Bandarikja- þing samþykkti fjárveitinguna, þá er svo að sjá að þessi við- brögð Bandarikjanna til hjálpar þessari leppstjórn sinni geti oröið þeim dýr á vettvangi al- þjóöastjórnmálanna. Umrædd tiltæki Bandarikjanna hafa sem Kína? sé þegar haft i för með sér mót- aðgerðir af hálfu Kina og Norður-Vietnams. Ieng Sary, einn helstu framámanna kam- bódisku einingarsamtakanna, var fyrir fáum dögum i heim- sókn i Peking, og erlendir dipló- matar þar i borg þykjast geta skilið það á óopinberum um- mælum ráðamanna að kinverj- ar hafi ákveðið að senda eining- arsamtökunum vopn og skot- færi og norðurvietnamar hafa fyrir sitt leyti lofað að þetta fá- ist flutt hindranalaust gegnum þeirra land. Norðurvietnamar hafa hinsvegar lengi verið treg- ir til að leyfa slika flutninga, af ótta við að skoða mætti þá sem brot á Parisarsamkomulaginu um frið i Vietnam. Óheillakrákan Lon Nol 1 sambandi við heimsókn Ieng Sarys sagði Sjú Teng-kúei-, varaforsætisráðherra Kina, að loftbrúin til Phnompenh þýddi „aukna ágengni bandariskra heimsvaldasinna og vaxandi slettirekuskap þeirra um innan- rikismál Kambódiu”. Þetta eru hörðustu orð, sem kinverskir ráöamenn hafa lengi haft um bandariska. Það bendir til þess að þvermóðska Bandarikjanna i Indókinamálum sé farin að reyna meira en litið á þolinmæði kinverja, og aukinn stuðningur við bandarisku leppstjórnirnar þar gæti kostað Bandarikin þann pólitiska ávinning, sem þau hafa siðustu árin öðlast með batnandi sambúð við Kina. Ofan á þetta gremst kinverjum hve bandarikjamenn fara sér hægt i þvi að slita diplómatiskum sam- böndum við Taivan-stjórnina. Þvi verður varla neitað að Lon Nol hefur frá upphafi verið bandariskum ráðamönnum ein- stök óheillakráka. Bandarikin studdu hann til valdaráns 1970 vegna þess að þeim fannst Si- hanouk fursti ekki nógu eftirlát- ur sér. Þá þegar snerust vopnin svo rækilega i höndum Banda- rikjanna að andstæðingar Lon Nols náðu fljótlega landinu mestöilu á sitt vald, en fyrir valdaránið höfðu andstæðingar Bandarikjanna aðeins á sinu valdi litla spildu af Kambódiu næst landamærum Suður-Viet- nams. Þar við bætist að Si- hanouk fursti var siður en svo fjandsamlegur Bandarikjunum, heldur óttaðist útþenslustefnu af hálfu Norður-Vietnams og vildi tryggja Kambódiu gott samband við Kina og Sovétrikin til að halda aftur af norðurviet- nömum. En siðan 1970 hefur Si- hanouk lengst af setið I Peking og ráðið litlu um stefnu eining- arsamtaka Kambódiu, þótt hann sé að nafni til æðsti maður þeirra og hafi komið þeim að einhverju liði sem milligöngu- maður við erlenda aðila. I ein- ingarsamtökunum ráða nú mestu menn eins og Ieng Sary og Khieu Samphan, sem eru miklu róttækari og harðfengari baráttumenn en furstinn og staðráðnir i að láta ekki staðar numið i baráttunni fyrr en póli- tiskum itökum Bandarikjanna sé með öllu bægt frá Kambódiu. Taílandsstjórn gerist herstöðvaa ndstæðing ur Ofan á þetta er nú útlit fyrir að örþrifatiltæki Bandarikjanna til að halda ólukkufuglinum Lon Nol i gangi enn um skeið gæti vaidið nýrri mögnun striðsins i Indókina, langhrjáðum þjóðum þess heimshluta til enn nýrra hrellinga, og stofnað i hættu þeim árangri, sem náðst hefur i batnandi sambúð Bandarikj- anna við Kina — og kannski So- vétrikin einnig. Ein nýjasta fréttin er að Nikolaj Furjúbin, varautanrikisráðherra Sovét- ríkjanna og aðalmaður utanrik- isráðuneytis þeirra i Asiumál- um, sé staddur i Hanoi. Sú heimsókn er sett i samband við siðustu atburði i Kambódiu. Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastrið, sagði skáldið, og þótt Bandarikin geti sjálfsagt enn um langt skeið þverskast við að hypja sig með öllu brott úr Indókina, er ekki annað að sjá, en að jafnvel bandamenn þeirra hafi litla trú á þvi að þau endist þar um langa framtið. Tailandsstjórn, sem mun vera einskonar framsóknarihald, hefur nú fyrir fáum dögum tekið á sig rögg og heimtað banda- riska „varnarliðið” i Tailandi, 25.000 manns að tölu, á brott innan átján mánaða. Loftbrúnni til Phnompenh er einmitt haldið upp sumpart frá herstöðvum Bandarikjanna i Tailandi, og varla verður sú notkun á tai- lensku landi i striði gegn kambódisku þjóðinni til að auka vinsældir tailendinga meðal ná- granna þeirra. dþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.