Þjóðviljinn - 26.03.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. marz 1975. Minningarorð Sigrún Aðalsteinsdóttir Fœdd 28.5. 1944 Sigrún Dag slær dimmum skugga dauðinn tekið hefur ljósið burt, sem lýsti logann deytt á skari. Hún er horfin héöan hún, sem allir sakna. Hvi er enn og aftur allt i burtu tekið? 2. Ó, að væri aftur allt, sem forðum daga. Lékum við i lautu, leyndardóma fundum. Seinna vinir vorum vina allra bestir. Systir og vina, svona sáum arin liða. 3. Systir min, þú sefur, sál þin fær að hvilast leyst frá þungum þrautum. Þó er sárt að skilja. Sárt, að aldrei aftur okkar fundir verða. Aldrei brosin björtu birtu á veginn senda. 4. Hugarrödd i húmi hvilsar mér við eyra: ,,Bið ég þin, uns aftur eigum við að finnasl, handan heljar myrkurs handan fljótsins breiða.” Huggun er það hrelldu hjarta minu i sárum. Kósa Aðalsteinsdóttir. Mánudaginn 17. mars var til moldar borin Sigrún Aðalsteins- dóttir. Sigrún stóð á þritugu þeg- ar hún lést á Borgarspitalanum eftir erfiða, nærri þriggja mán- aða banalegu. Hún var fædd 28. mai 1944, dótt- ir hjónanna Aðalsteins Guð- bjartssonar og Mariu Ástmars- dóttur. Foreldrar hennar voru bæði vestfirðingar, Aðalsteinn fæddur á Horntröndum og aiinn upp i Bolungarvik, en Maria frá Isafiröi. Aðalsteinn dó haustið 1973, en Maria lifir dóttur sina. Sigrún átti fjögur systkini: — dáin 5.3. 1975 Elin, sem er dóttir Aðalsteins og fyrri konu hans, en hún hefur ver- ið búsett i Sviþjóð undanfarin ár; Svanur, sem fórst i bilslysi tæp- lega fertugur að aldri, mánuði eftir að faðir hans dó; alsystkini Sigrúnar eru Rósa, kennari og húsfreyja að Stóru-Mörk i Vestur- Eyjafjallahreppi og Aðalsteinn rennismiður sem býr i húsinu i Skerjafirði þar sem Aðalsteinn og Maria ólu börn sin upp. Að loknu landsprófi settist Sig- rún i Menntaskólann i Reykjavik, en var þar ekki nema einn eða tvo vetur, þvi að sumarið 1962 hélt hún utan til ársdvalar i Banda- rikjunum á vegum Kristilegra al- þjóða-ungmennaskipta (ICYE). Er heim kom starfaði Sigrún i Gutenbergprentsmiðjunni um eins árs skeið en hóf nám i Kenn- araskólanum haustið 1964. Hún tók utan skóla fyrsta og annan bekk á fyrsta vetrinum og lauk kennaraprófi vorið 1967. Ári siðar lauk hún stúdentsprófi með fyrsta stúdentahópnum úr Kennara- skóla Islands. Á árunum 1968-’70 stundaði Sigrún nám við Mynd- lista- og handiðaskóla Islands. Haustið 1968 giftist Sigrún eftir- lifandi manni sinum, Eyjólfi Har- aldssyni lækni. Hann hélt utan til framhaldsnáms i Skotlandi haustið ’69 og fluttist Sigrún út til hans, er hún hætti námi sinu við Myndlistaskólann 1970. Sigrún tók virkan þátt i marg- vislegu félagsstarfi. Á Kvenna- skólaárunum mun hún hafa verið i Kristilegum skólasamtökum, en ég kynntist henni þegar við tókum saman sæti i stjórn KAUS, sam- taka skiptinema, við stofnun þeirra haustið 1965. Þegar starf TENGLA hófst 1966 skipulagði Sigrún hóp úr Kennaraskólanum til þátttöku i þessu félagsstarfi sem miðaði að þvi að rjúfa ein- angrun geðsjúkra, vangefinna og fleiri slikra hópa i samfélaginu. Sigrún var alltaf veislustjóri á skemmtunum sem TENGLAR héldu með vinum sinum er dvöldu á hinum ýmsu stofnunum. Þá list að skipuleggja veitingar fyrir hundrað manna veislur lærði hún af tengdamóður sinni, Sólveigu Eyjólfsdóttur i Hafnarfirði, sem Sigrún aðstoðaði gjarnan við slik störf. Sigrún sat i æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar um nokkurt skeið. Ég kynntist Sigrúnu sem ein- lægum og eldheitum sósialista og naut ég þess oft að hún var mér fyrri til um þroska að þessu leyti. Hún var félagi i Æslulýðsfylking- unni I nokkur ár og eignaðist raunar félaga úti i Skotlandi sem hún fann sér starfsgrundvöll með og vánn um tima i bókaverslun byltingarsinnaðra samtaka þar úti. Sigrún átti þess kost að ferðast viða um lönd. Dvölin i Banda- rikjunum var henni mikils virði, þar eignaðist hún fjölda góðra vina og fósturfjölskyldu sem hún tengdist traustum böndum. Fóstra hennar þaðan kom i heiin- sókn til Sigrúnar siðastliðið haust. Sigrún ferðaðist seinna viða um Evrópu, Norðurlönd, Mið- og Suður-Evrópu, að ó- gleymdu írlandi, sem Sigrún hreifst mjög af, en þau Eyjólfur áttu þar sex vikur saman sumarið 1968. Mér er Sigrún ofarlega i huga þar sem hún sat á kaffihúsi eða i strætisvagni og ávallt með bók i hönd. Ég man meira að segja eft- ir þeirri bók sem hún var að lesa þegar við kynntumst haustið ’65. Það var bókin Annað kynið eftir Simone de Beauvoir. Hún var lengi að lesa þá bók, en henni var stáða konunnar i þjóðfélaginu mikið mál. Sigrún var silesandi og þá ekki sist bækur tilvistar- heimspekinnar (eksisten- sjalisma) og rit um geðlæknis- og sálarfræði á grundvelli tilvistar- stefnunnar. Þessi áhugi náði svo langt, að Sigrún átti bréfaskipti við Simone de Beauvoir og Ron- ald Laing, en hann kom henni i samband við þekktan sálkönnuð i Skotlandi sem Sigrún hafði reglu- legt samband við um tveggja ára skeið. Sá sjúkdómur sem dró Sigrúnu til dauða svo langt um aldur fram hafði liklega búið um sig i fjölda ára og tók að láta á sér kræla nokkru áður en hún hélt utan 1970. Þar úti ágerðust þessi einkenni nokkuð. En það var þó ekki fyrr en fyrir réttu ári siðan að alvar- leiki hans kom i ljós. Sigrún lá þungt haldin á sjúkrahúsi i Skot- landi um tveggja mánaða skeið snemma árs ’74. Þá um vorið fluttu þau Eyjólfur heim, en hann hafði þá lokið prófum sinum eftir margþætt sérfræðinám. Sigrún lagðist strax eftir heimkomuna inn á Borgarspitalann og nú lá hún i 3 mánuði. Hún komst á fæt- ur aftur undir haustið og ekki var neinni uppgjöf fyrir að fara, þvi nú hóf hún nám i ensku við Há- skólann jafnframt þvi sem hún hélt heimili fyrir Eyjólf sinn og systurson. Það var svo i janúar að sjúkdómurinn náði aftur yfir- hendinni. Sigrún vissi að hv’erju stefndi þegar hún gekk undir heilauppskurð i janúar siöastlið- inn. ómögulegt reyndist að kom- ast fyrir meinið, en þó tókst að bæta þannig úr að grið gáfust um hrið. En i lok febrúar var óhjá- kvæmilegt að framkvæma aðra skurðaðgerð. Sigrún komst ekki til meðvitundar eftir það og fékk hægt andlát 5. mars. Ég kom til Sigrúnar þrem dög- um fyrir seinni aðgerðina. Það var óbuguð kona sem ég hitti fyr- ir, lifsneistinn og kjarkurinn ann- ars vegar og ástrikið og hlýjan hins vegar. Hún talaði um kofann sem hún ætti eftir að mála og minntist á nokkra vini, kvaddi mig með kossi og bað fyrir kveðju til Adda bróður sins. Sigrún stóð aldrei ein i erfið- leikum sinum og dauöastriði. Maria móðir hennar hélt utan til Skotlands strax og Sigrún veiktist alvarlega fyrir ári siðan og var við sjúkrabeð hennar alla daga. Þannig var það lika eftir að heim kom. Og þá stóð Sigrún ekki ein þar sem Eyjólfur var; vandfund- inn mun jafn traustur og hlýr maður. Það er erfitt að sætta sig við að missa slikan vin og félaga sem Sigrún var. Hún var frábær kona, lifandi og ástrik. En mér hefur komið i hug að hún muni lifa á- fram i ástvinum sinum og félög- um, veitandi okkur lifskraft sinn og kjark eins og áður. Sveinn R. Hauksson. Minning hjónanna á Þorbergsstöðum Ágústa Kristjánsdóttir Fœdd 14.8. 1906 — dáin 8.2. 1975 Hún Agústa er dáin og dó með þeim hætti eins og dýrast er talið aö hverfa á braut. Hún stóö upp frá kvöldverði, hvfla sig þráði og kvaddi á þann hátt sinn lífsförunaut. Sálin er horfin til himnanna föður en hjúpurinn lagður i ættjarðarskaut. Þú stóðst eins og hetja i striðanda lifi þvi stofninn var ferskur og rótin var traust. Margs handtaksins þörfnuðust Þorbergsstaðir og þar eins og allsstaðar virðingar naust. Nú betur en áöur fjölskyldan finnur hve þú framkvæmdir hlutverk þitt annmarkalaust. Þinn hressandi andblær og hlæjandi mildi var hornsteinn þins skaplyndis, Ágústa min. Nú saknar þin makinn, sonurinn, börnin og sárt er aö geta ekki leitað til þin. Þvl hvenær var bónum barnanna neitað, nú er brostinn sá strengur, en minningin skin. Við kveöjum þig öll, sem að kynntumst þér nánast og hvarvetna er hlýja frá minninga stund. Þvi heiðrikjubirtan, sem brosinu fylgdi hún bætti sérhverja nærstadda lund. Nú fylgja þér kveðjur og kærleiksóskir þá komin ertu á herra þins fund. Benedikt Björnsson Jakob Benediktsson Fœddur 24.6. 1898 — dáinn 18.2. 1975 Það er svo margt, sem mætti um þig segja, en mér væri nú eflaust vænna aö þegja en ætla að meta manndóminn þinn rétta. En af þvi aö þú, frændi, fórst að deyja, þá finnst mér að ég verði að reyna þetta. Óskadraumur þinn var Þorbergsstaður. — það var heila máliö, gamli maður, I Istaðinu ævinlega staðið. A vinafundi varstu jafnan glaður, er vorið lék um brekkuna og hlaðið Þér leið svo vel, er varpinn tók að gróa og vorið flæddi yfir tún og móa og fyllti loftið fuglasöng og kvaki, Þá engum tlma illa mátti sóa og ákafi þinn fannst I handartaki. A starf þitt hefur drottinn lagt sinn lófa og leitt þig inn I dýrð að tjaldabaki. Benedikt Björnsson. Ahaldahúsmálið til umrœðu í borgarstjórn Óeðlileg fyrir- greiðsla Á borgarstjórnar f undi á fimmtudaginn kom til umræðu áhaldahúsmáliö svonefnda, eða sú ákvörðun borgarráðs að segja upp yfirverkstjóra áhaldahúss borgarinnar. Máli þessu hafði verið frestað á siðasta borgar- stjórnarfundi. Alfreð Þorsteinsson, framsókn- armaður, fór fram á það að at- kvæðagreiðsla færi fram i borgarstjórn um ákvörðun borgarráðs, að vikja verkstjóran- um úr starfi. Forseti borgar- stjórnar, ólafur B. Thors, vitnaði til greinargerðar, þar sem segir að borgarráð veiti starfsmönnum Reykjavikurborgar lausn frá störfum, og úrskurðaði þvi að ákvörðun borgarráðs kæmi ekki til atkvæða. Eftir þetta upphófust miklar bókanir borgarfulltrúa. Fram- s ó k n a r m a ð u r i n n Alfreð Þorsteinsson lét bóka eftir sér, að honum þætti óeðlilegt að einum starfsmanni áhaldahússins væri sagt upp störfum meðan rann- sóknum á starfsháttum annarra borgarstarfsmanna, sem fram ættu að fara, væri ekki lokið, og Framhald á 15. siðu. Breytingar á starfsaðstöðu ve rkafólks hjá BÚR Hefjast í næsta mánuði Á siðasta borgarstjórnarfundi lagði Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins og Samtakanna, fram eftirfarandi spurningar um Bæjarútgerð Reykjavikur: 1. Hvenær hefjast framkvæmd- ir við breytingar á fiskiðjuveri BÚR til þess að bæta aðstöðu starfsfólksins? 2. Hver er kostnaðaráætlun þessara framkvæmda? 3. Hvernig hefur rekstur fisk- iðjuversins gengið i vetur? Hve miklum fiski hefur verið tekið á móti frá áramótum? Hefur verið næg vinna I fisk- iðjuverinu I vetur? Borgarstjóri, Birgir tsleifur Gunnarsson, svaraði spurningun- um og sagði að á síðasta ári hefði Fiskmat Rikisins gert athuga- semdir við húsnæði BÚR, og er áætlaður kostnaður við þær breytingar, sem gera þarf, 17 miljónir króna. Breytingar þess- ar eru að hluta til hafnar, og hefur Fiskveiðasjóður lofast til að lána 14 miljónir til þessara breytinga, eða 80%. 1 næsta mánuði munu svo hefjast breytingar og betrum- bætur á aðstöðu starfsfólks. Kostnaður við endurbætur á að- stööu fyrir starfsfólk mun verða 12 miljónir af 17 miljón króna heildarkostnaði við breytingarn- ar. Óslitin vinna hefur verið I Fisk- iðjuveri BÚR i allan vetur, og að- eins einn vinnudagur fallið úr. Hjá Fiskiðjuverinu starfa að jafnaði 150—200 manns. Tekið hefur verið á móti 425 tonnum af fiski frá öðrum togurum en BÚR- togurum frá áramótum og 1175 tonnum af fiski úr BÚR-togurum. — úþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.