Þjóðviljinn - 26.03.1975, Side 10

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. marz 1975. í kvöld : Enginn átti möguleika gegn Svavari Sigurjón hefndi ófaranna úr síðustu tveim mótum og sigraði Viðar Guðjohnsen glæsilega var Carlsen rsson í afgerandi gerði útum viðureign (Ljósm. S.dór) Sigurvegararnir I tslandsmótinu i júdó, f.h. Svavar Carlsen, þungavigt, Benedikt Pálsson, léttþunga- vigt, Sigurjón Kristjánsson, millivigt, Haildór Guðbjörnsson léttmillivigt og Jóhannes Haraldsson, létt- vigt. Millivigt. 1. Sigurjón Kristjánsson, JFR 2. Viðar Guðjohnsen, Á 3. Hilmar Jónsson, Á Sigurjón vann Viðar i geysi- harðri keppni. Viðari var dæmt viti, en Sigurjón var sókndjarfari og hafði frumkvæði alla lotuna. Viðar vann alla nema Sigurjón á mjög fallegum úrslitabrögðum. Allar glimur Sigurjóns voru mjög góðar. Hann hefur tapað fyrir Viðari á tveimur mótum i vetur, en var nú ákveðinn i að verja tslandsmeistaratitilinn og vann til eignar bikar þann sem um var keppt. Léttmillivigt 1. Halldór Guðbjörnsson, JFR 2. Gunnar Guðmundsson, UMFK 3. Ómar Sigurðsson, UMFK Halldór glimdi af öryggi og vann allar sinar viðureignir á mesta stigamun (10 stig). Kefl- vikingarnir eru i stöðugri fram- för. Léttvigt 1. Jóhannes Haraldsson, UMFG 2. Jökull Jörgensen, JFR 3. Marteinn Ingi, Gerplu Jóhannes varði titil sinn auð- veldlega. Jökull og Marteinn eru kornungir og mjög efnilegir júdó- menn. KONUR Þyngri flokkur 1. Sigurveig Pétursdóttir, Á 2. Þóra Þórisdóttir, Á 3. Anna Lára Friðriksdóttir, A Léttari flokkur 1. Ólafia Jensdóttir, UMFG 2. Ástrún Ástþórsdóttir, Á 3. Berglind Jónsdóttir, A. islandsmótið i júdó 1975 var haldið i iþróttahúsi Kennara- háskólans s.l. sunnudag. Keppni var mjög jöfn og spennandi, og is- lenskir júdómenn greinilega i góðri þjálfun. Þeir hafa æft vel undanfarið undir stjórn landsliðs- þjálfarans Michai Vachum sem býr nú bestu júdómenn okkar undir Norðurlandameistaramótið sem verður haldið hér i Reykja- vík i næsta mánuöi. Úrslit i ein- stökum þyngdarflokkum urðu sem hér segir: KARLAR Þungavigt 1. Svavar Carlsen, JFR 2. Hannes Ragnarsson, JFR 3. Gisli Þórðarson, Á Svavar sigraði örugglega og vann til eignar bikar þann sem um var keppt i þessum þyngdar- flokki Léttþungavigt 1. Benedikt Pálsson, JFR 2. Bjarni Björnsson, JFR 3. Halldór Guðnason, JFR. Þetta er fyrsti sigur Benedikts i keppni. Þetta er annað keppnisár hans, og hefur hann tekið örum framförum. Menn söknuðu hér Sigurðar Kr. Jóhannssonar, en hann gat ekki verið með sökum meiðsla. Valur — FH í bikarnum t kvöld kl. 20.15 hefst i Laug- ardalshöllinni siðasti leikur- inn i 8-liða úrslitum bikar- keppni HSi og leika þá Valur og FH. Þrjú lið hafa þegar tryggt sér sæti i undanúrslitum, Fram, Leiknir og Haukar. Annað kvöld að loknum leik Vals og FH verður svo dregið um hvaða lið leika saman i undanúrslitunum. Erfitt er að spá um úrslit i leik Vals og FH. FH sigraði i siðasta leik liðanna í 1. deild en þess ber þar að geta, að leikurinn skipti engu máli fyr- ir liðin og var meira um gamanmál en alvöru i þeim leik. Þá er þess og að geta, að Ólafur Benediktsson leikur ekki með Val i kvöld, hann meiddist alvarlega i lands- leiknum I fyrra kvöld og leikur ekki meira með á þessum vetri. Það er þvi ekki óliklegt að FH beri sigur úr býtum að þessu sinni, enda munar um minna en óla Ben. fyrir Vals- liöið. Ólafur Benediktsson snillingurinn i marki Vals verður ekki með liði sfnu I kvöld þegar það mætir FH I 8- liða úrslitum bikarkeppni HSi. Það slitnaði vöðvi i fæti Ólafs I landsleiknum i fyrrakvöld og hæpið að hann leiki meira með i vetur. Nýtt heims- met í milli- þunga- vigt Sovéski lyftingamaðurinn Pavid Rigert bætti eigið heimsmet i milliþungavigt i lyftingum i jafnhöttun, lyfti 216 kg. Eldra metið sem hann átti sjálfur eins og áður segir var 215 kg. Urslit í yngri fl. í körfu Úrslit liggja nú fyrir i öllum yngri flokkunum i islandsmót- inu i körfuknattleik. i 1. fl. sigraði KR, i 2. fl. Fram, i 3. fl. UMFN og i 4. flokki sigraði lið Tindastóls frá Sauðárkróki, og vakti þetta unga lið geysilega og verðskuldaða athygli hér i Reykjavik i úrslitakeppninni og þykir citthvert efnilegasta lið sem lengi hcfur sést hér á landi. 1 2. fl. kvenna sigraði Hörð- ur frá Patreksfirði og i 3. deild sigraði lið ÍBÍ. 4ra liöa mótið hefst á morgun 4ra liða mótið i handknatt- ieik sem Ilaukarnir gangast fyrir með þátttöku FH, Ilelsingör, Vikings og Hauka hefst á morgun i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Þá leika saman Haukar og Helsingör og FH og Vikingur. Siöan heldur mótið áfram á laugardag, en þvi lýkur á ann- an dag páska I Laugardals- höll. íslandsmótiö í júdó:

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.