Þjóðviljinn - 20.04.1975, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN
PIOÐVIUINN
MÁLGAGN SQSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
, OG ÞJÓÐFRELSIS
tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Rijstjórar: Kjartan ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Vilborg Haröardóttir
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
ÁLEITIN SPURNING
Þjóðfrelsisfylkingin i Kambódíu hefur
nú unnið fullan sigur i landi sinu. Fréttir
bera það með sér að þjóðinni finnist hún
hafa losnað úr illum álögum; taka höfuð-
borgarinnar varð að gleðihátið þar sem
borgarbúar fögnuðu þjóðfrelsisher junum i
hverri götu, i hverju húsi; þar sem her-
menn sem áður höfðu staðið með alvæpni
hver gegn öðrum féllust i faðma. Allir
spádómar um blóðbað þar sem tugir eða
hundruð þúsunda féllu hafa reynst firrur
einar. Slikt hið sama hefur gerst i
Suður-Vietnam. Þar hefur ein stórborgin
fallið af annarri án þess að hleypt hafi
verið af skoti, og menn úr hinum fjar-
skyldustu samtökum hafa tekið saman
höndum til þess að leysa sameiginlegan
vanda, félagar þjóðfrelsisfylkingarinnar,
búddamunkar, fyrri starfsmenn hinnar
svokölluðu stjórnar i Saigon. Allt bendir til
þess að landsmenn séu staðráðnir i þvi að
snúa saman bökum, hvar svo sem þeir
lentu áður i þeim gerningaveðrum sem
erlend áþján magnaði þeim áratug eftir
áratug.
öll atburðarásin i Indókina er til sann-
indamerkis um það að þar hefur verið háð
þjóðfrelsisbarátta. Tilraunir bandariskra
stjórnvalda til þess að fá heiminn til þess
að trúa þvi að sú barátta hafi verið
skuggalegt samsæri einhvers ,,heims-
kommúnisma” og beita i þvi skyni allri
morðtækni sinni er einhver siðlausasti
glæpur sem mannkynssagan kann frá að
greina. Þau glæpaverk hafa svipt miljónir
Vietnama lifi eða heilsu, en þau hafa einn-
ig leitt til þess að Bandarikin hafa glatað
forustuhlutverki sinu i heiminum jafnt á
sviði stjórnmála sem efnahagsmála.
Atburðirnir i Indókina hljóta að verða
nærgöngulir við samvisku allra þeirra
sem nú lifa. A okkur islendingum hvilir
þung ábyrgð vegna þess að við erum i
hernaðarbandalagi við þau tvö riki sem
háð hafa innrásarstyrjöld i Indókina
siðustu 20 ár og höfum léð land okkar
undir herstöð fyrir annað þeirra. Nú hefur
verið lögð fram á alþingi tillaga, flutt af
þingmönnum úr Alþýðubandalaginu,
Alþýðuflokknum og Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna, þess efnis að
rikisstjórn íslands viðurkenni bráða-
birgðabyltingarstjórnina i Suður-Vietnam
og leggi fram fjármuni til endurreisnar i
Indókina i samvinnu við önnur Norður-
landariki. Með þvi að viðurkenna bráða-
birgðabyltingarstjórnina i Suður-Vietnam
er verið að reyna að knýja Thieu, svokall-
aðan forseta i Saigon, til þess að viður-
kenna staðreyndir, áður en meiri ógnir
hljótast af þvi átakanlega hlutskipti sem
hann valdi sér, og stuðla þannig að friði.
Þátttaka islendinga i aðstoð við endur-
reisnarstörf er svo sjálfsögð að ekki þarf
að færa rök að henni.
Fróðlegt verður að sjá hvernig rikis-
sjórn Islands og sérstaklega utanrikisráð-
herra bregðast við þessari tillögu. í tið
vinstristjórnarinnar féllst Einar Ágústs-
son á að viðurkenna rikisstjórnina i Hanoi
i Norður-Vietnam og mótmæla þannig
árásarstyrjöld Bandarikjanna. í tið nú-
verandi rikisstjórnar hefur hinn sami
Einar Ágústsson tekið á móti sendiherra
Thieus i Saigon og lagt þannig blessun
sina yfir árásarstefnu Bandarikjanna i
Vietnam. Það er ekkert nýtt að rikis-
stjórnir hafi mismunandi stefnu, einnig á
sviði utanrikismála. En það þarf ákaflega
samviskuliðugan einstakling til þess að
leika tveimur skjöldum i jafn örlagariku
og viðkvæmu máli, en þá list hefur Einar
Agústsson raunar leikið áður i sambandi
við hernám íslands. Stjórnmál eru stund-
um kölluð list hins framkvæmanlega, og
vissulega eru þau það, en skyldi almenn-
ingur samt ekki ætlast til þess að stjórn-
málamenn eigi einhver föst stefnumið,
einhverjar ómengaðar tilfinningar og
manndóm til þess áð standa við þau við-
horf sin? Sú spurning hlýtur að vera afar
áleitin við fyrri kjósendur Framsóknar-
flokksins, bæði af þeim tilefnum sem hér
hefur verið minnst á og mörgum öðrum.
— m.
Frá æfingu á togaralelkriti Steinbjörns Jacobsens. Þelr sltja I messanum og kjafta
Færeyskt leikrit
um
togarasjórhenn
( þessari viku var frum-
f lutt í Þórshöfn nýtt leikrit
eftir færeyska skáldið
Steinbjörn Jacobsen, sem
heitir Skipið. Leikrit þetta
fékk fyrstu verðlaun (5000
danskar krónur) I sam-
keppni sem bókmennta-
félagið Varðin efndi til.
Leikurinn fjallar um efni, sem
hlýtur a6 vera færeyingum og is-
lendingum mjög hugstætt, en um
þaö hefur aldrei veriö fjallaö áöur
i færeyskri leikritun segir blaöiö
14. september, og þá ekki i is-
lenskri heldur. Þaö fjallar um lif
fiskimanna á togurum, fiski-
manna sem eru mikinn hluta árs
fjarri heimilum og fjölskyldum.
Þaö gerist aö verulegu leyti um
borö i togara, en á þeim slóöum er
Steinbjörn Jacobsen öllum hnút-
um kunnugur, hefur sjálfur veriö
_ togarasjómaður. Leikarar eru 23.
Sigmundur Poulsen fékk önnur
verölaun fyrir leikritiö Velferö og
Karl A. Thomsen þriöju verölaun
fyrir leikritiö Ættarliö.
HVAÐ HUGSA BORN
OG UNGLINGAR'
UM KYNLÍF?
t Hamborg hefur fariö fram ýt-
arleg könnun á afstööu barna (og
unglinga) á aldrinum 11—16 ára
til kynferöismála, og vekur hún
athygli bæöi vegna þeirrar niöur-
stööu sem hún gefur og svo vegna
þess, aö fremur sjaldgæft er aö
siik athugun nái til svo ungra
barna sem hér er um aö ræöa.
Eins og flestar félagslegar at-
huganir er útkoman ekki mikiö
frábrugöin þvi sem menn þóttust
vita, en skorti aö visu sönnur á.
Spurningarnar voru mjög sund-
urliöaðar — þaö var spurt um af-
stöðu til sjálfsfróunar, til hjóna-
bands, til stórfjölskyldna o.s.frv.
Og aö sjálfsögöu var spurt um
beina kynferðislega reynslu. Þaö
kom á daginn, aö piltar byrja
nokkuö fyrr en stúlkur á samför-
um, þótt i mjög smáum stil sé.
Ellefu og tólf ára stúlkur komust
ekki á blaö i þessum efnum, en
4—5% drengja. 2% af stúlkum
byrja 13 ára gamlar; á fjórtán ára
aldri er lifsreynslan nokkuð svip-
uö, 5—6% hjá báöum kynjum hafa
átt i samförum, eöa „veriö til
byltings” eins og þaö heitir vist á
hérlensku. En einmitt á fimmtán
ára aldri kemur stórt stökk, og
fara þá stúlkur upp fyrir pilta.
22% fimmtán ára stúlkna hafa
virka kynferðisreynslu (14%
pilta) og 40% sextán ára stúlkna
(22% pilta).
Flest ellefu ára börn eru sam-
mála páfanum um að kynmök
Stúlkur skjótast langt upp fyrir
pilta I llfsreynslu á fimmtán ára
aldri.
skuli hafa þann tilgang aö tryggja
viðgang kynstofnsins. En þau
sem eru orðin sextán ára (74%
pilta og 92% stúlkna) telja að
kynlif eigi fyrst og fremst aö
,,færa tvær manneskjur nær hver
annarri” af þvi aö ,,þaö er
skemmtilegt og gott og fullnægir
báöum”.
Lifi ástin!
Unglingar tengja kynlif ekki
lengur viö hjónaband fyrst og
fremst, heldur viö ástina. Þaö er
ástin sem þeir nefna sem höfuö-
forsendu fyrir kynmökum. 90%
pilta og 98% stúlkna hafna þvi
,,að sofa hjá sem flestum og hátta
hjá einhverjum án þess aö um ást
sé aö ræöa”.
Aö þvi er framtiöina varöar þá
vilja hér um bil öll ellefu ára börn
eignast eigin fjölskyldu siöar
meir. En aöeins um 2/3 hlutar
þeirra sem eru 15 eöa 16 ára ætla
aö giftast siöar meir. A hinn bóg-
inn vilja flest þeirra sem ekki
ætla aö giftast finna sér „fastan”
vin eöa vinkonu, m.ö.o. efna til
sambanda og sambýlis sem likist
mjög hjónabandi. Ahugi á stór-
fjölskyldu viröist ekki mikill,
enda eru tilraunir i þá veru til-
tölulega nýjar I umtalsveröum
mæli. 6% af fimmtán ára ungling-
um hafa áhuga á sliku sambýlis-
formi, en hinsvegar ekki nema
1—2% af 16 ára unglingum.
(Byggt á Stern)