Þjóðviljinn - 20.04.1975, Side 11

Þjóðviljinn - 20.04.1975, Side 11
Sunnudagur 20. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Umsjón: Halldór Andrésson ERIC CLAPTON „THERE'S ONE IN EVERY CROWD" (RSO) Eric Clapton hefur svo sann- arlega gengið ágætlega upp á siðkastið, platan hans ,,461 Ocean Boulevard” varð met- söluplata, hl jómleikarnir heppnast vel, hann er með góða og staðfasta hljómsveit og svo Ég vil koma á framfæri, hér og nú, þökkum til hljómdeildar Faco, en þaðan hef ég fengið, og mun að öllu óbreyttu fá, lánaðar eríendar hljómplötur til umsagnar og gagnrýni. Fyrir hönd Klásúlna Halldór Ingi Andrésson. hefur hann nælt sér i nýja vin- konu, Patti Boyd Harrison (fyrrverandi eiginkonu George Harrison). Eftir allt þetta væri nú eðli- legt, miðað við Clapton, að eitt- hvað færi úrskeiðis, en viti menn, hér kemur Clapton með enn betri plötu en nokkru sinni fyrr: „There’s One In Every Crowd”. „There’s One In Every Crowd” fylgir sömu tónlistar- stefnu og „461 Ocean Boule- vard” og byrjar á Clapton-út- settum svertingjasálm, „We’ve Been Told (Jesus Coming Soon)”, afar góðu lagi. Marcy Levy syngur hástöfum i bak- grunninum og gefur laginu lit, gott danslag. Langbesta lag plötunnar er tvimælalaust „Swing Low Sweet Chariot” (enda búið að gefa það út á litla plötu). Lagið er i Reggae út- setningu, afar einfalt, hljóðlétt og temprað, en samt er einhver stórkostlegur kraftur á bak við það, likt og i „Layla”. Yvonne Elliman (lék Mariu Magdalenu i JCS) syngur dúett með Clapton i „Swing Low Sweet Chariot”. „Little Rachel” er blues lag i Chuck Berry stíl, virkar sem staðgengill „Willie and the Handjive” („461 Ocean Boule- vard”). Svo kemur „Don’t Blame Me”, sem gæti allt eins borið nafið „I Shot The Sheriff Part 2”. Gott engu að siður. „The Sky Is Crying” er eitt af betri lögunum; blues er besta fag Claptons. Hlið 2 byrjar á „Singing the Blues”, góðu diskóteklagi, með Marcy og Yvonne syngjandi i kór á bak við. „Better Make It Through The Day” er i stil við Derek & the Dominos, rólegt, fallegt blúes-lag eftir Clapton sjálfan, með gitarsóló og fint fint. „Pretty Blue Eyes” er næst, gótt lag með fallegu kassagitarspili og hvað get ég sagt meira! „High” er lika gott. Og svo kemur „rúsinan i pylsu- endanum”, „Opposites”, eins og „Presence of the Lord” frá- bært lag til þess að enda plötu (og dansleiki lika). „There’s One In Every Crowd” er afar vel spiluð tón- list, tempruð, hlýleg og hrein... BILLY JOEL „STREETLIFE SERENADE" (Columbia) Billy Joel minnir mig dálitið á Elton John og stundum jafnvel á Jack Bruce. Á þessari plötu er lag sem Billy gaf út á litla plötu, „The Entertainer” og er auglýst utan á plötunni sem hans siðasta ,,hit”. Lagið er mjög i stil við „Piano Man” sem var vinsælt ekki alls fyrir löngu, og textinn fjallar um sama efni i megin- dráttum. Billy Joel semur góð lög og textarnir eru allir úr hans eigin lifi og blátt áfram. Tvö bestu lögin á plötunni, „The Mexican Connection” og „Root Beer Rag” eru „instrumental” lög, alveg stórgóð. Á meðan John Denver og aðrir syngja sin ástarljóð til stúlkna með mjúk og falleg nöfn svo sem Annie’s Song”, „Mandy”, „Sandy”, o.s.frv., þá syngur Billy Joel um „Robertu” með miklum sann- færingarkrafti. bessa plötu freistaðist ég til að spila hvað eftir annað, þá viku sem ég hef haft hana til að gagnrýna. HOLLIES „ANOTHER NIGHT" (Epic) Hollies er ein af þeim fáu hljómsveitum sem hófu frægð- arferil sinn um sama leiti og Beatles sprungu, sem hefur haldið sinu striki og sinni lið- skipan i gegnum öll þessi vand- ræðaár sem siðan hafa liðið, án verulegra breytinga. Hollies var eitt sinn uppá- haldshl jómsveitin min, þið munið lögin ,,1’m alive”, „Just One Look”, „Bus Stop”, „Stop, Stop, Stop”, Look Thru Any Window” „Dear Eluise” og „On a Carousel” og listinn er miklu lengri. Allan Clarke er stórkostlegur söngvari, en hann er kominn aftur inn i hljómsveitina eftir smá ,,solo”ævintýri. „Another Night” er mjög góð plata, ekki eitt einasta lélegt lag, en aftur á móti 5 frábær: „Sandy” (sem kemur út á litla plötu) eftir Bruce Springsteen (eina lagið sem er ekki eftir Hollies), „Time Machine Jive” einfalt pop-lag, gott fyrir diskó- tek, „Lonely Hobo Lullabye”, mjög fallegt lag með góðu munnhörpuspili i bakgrunnin- um, „Give Me Time” og „Lucy”. Þessi plata er fyrir alla gamla Hollies aðdáendur og auk þessa alla fá sem geta notið einfaldr- ar, fallegrar og vandaðrar pop- tónlistar. JUSTIN HAYWARD & JOHN LODGE „BLUE JAYS" (Threshold) Hayward og Lodge eru 2/5 af Moody Blues, hljómsveit sem liklega er dauð núna þrátt fyrir kröftug mótmæli þeirra. Þessi plata átti bara að vera til gam- ans gerð. En nú er allt útlit fyrir að hér sé að koma á sjónarsviðið ný hljómsveit, sem varla verður eftirbátur Moody Blues. Eric Clapton „Blu Jays” er nú komin i 8. sæti á breska sölulistanum yfir LP plötur og litil plata „I Öreamed Last Night” og „Re- member Me, My Friend” kom út núna 18. april. Hljómleika- ferðir um Evrópu, Bretland og Bandarikin eru á skipulagsstigi. Með þeim verða þeir sömu og á „Blue Jays”: Graham Deakin (trommur), Kirk Duncan (pianó), Jim Cockey (fiðlu), Tim Tompkins (celló) og Tom Tompkins (viólu). Auk þess er ný stór plata væntanleg i lok ársins. Svo mikið er hliðar- stökkið. „Blue Jays” er i fáu frá- brugðin venjulegum Moody Blues plötum, nema þá helst að nú eru notuð ekta strengjahljóð- færi i stað Mellótróns áður. Justin Hayward á mörg góð lög að baki sér, „Ride My See- Saw”, „Nights In White Satin”, „Questions”, „I’m Just A Singer In A Rock’n Roll Band” o.s.frv. og John Lodge hefur samið til dæmis eitt af betri lög- um Moody Blues, „Emily’s Song”. „Blue Jays 'er sem sagt ekta Moody Blues plata, i afar snyrtilegum og fallegum um- búðum, að vanda, og að sjálf- sögðu fylgja textar með. Lögin eru öll sæmileg,og gat ég ekki fundið að neitt eitt lag skæri sig úr nema þá helst „Remember me, My Friend”. Þrátt fyrir það að eg hafi aldrei verið beint hrifinn af tón- list Moody Blues þá get ég ekki neitað þvi að platan er góð, hlý- leg og afslöppuð. Mel Collins, saxafónleikari, en hann hefur leikið meðal annars með King Crimson, Alvin Lee og Alexis Korner, auk þess sem hann er mjög eftirsóttur „stúdió-músikant”. Tónlistin sem þessi sam- steypa skapar er að sjálfsögðu allblönduð, en ber þó sterk ein- kenni þess að nú virðist borga sig að spila „soul” músik. Þau eru með nokkuð svipaða tónlist og landar þeirra Average White Band, en sú hljómsveit er mjög vinsæl i USA núna. I sjálfu sér er tónlist ekki neitt merkileg i stofu i heimahúsi, en gæti orðið vinsæl i diskótekum. „Any- time”, „Forever” og „Angel” eru bestu lögin. ARGENT „CIRCUS" (Epic) „Circus” er fyrsta platan eftir að Argent breyttu liðskipan og fengu John Grimaldi (gitar) og John Varity (söngur/ gitar) i staðinn fyrir Russ Ballard. Platan „Circus” er vel spiluð og Rod Argent er fremstur i flokki sem hljóðfæraleikari. Tónlistin er rock með ýmsum tilbrigðum úr öðrum tónlistarstefnum svo sem King Crimson o.s.frv. Mörg lögin eru losaraleg og stundum of löng (Highwire). „Clown” og „Shine on Sunshine” eru góð og einföld lög, með góðum textum og vel sungin. „Trapeze” er nokkurskonar jass með raf- magnspianói likt og hjá t.d. Ramsey Lewis. I heild er erfitt að flokka þessa tónlist, hún er að vissu leyti leitandi, en hvert? bó mér finnist margt gott við þessa plötu, þá finn ég ekki til löngunar til að setja hana á fón- inn. SEALS& CROFTS // l'LL PLAY FOR YOU" (Wafner Brothers) Seals & Crofts hafa aldrei vakið áhuga minn. Þeir voru KOKOMO „KOKOMO" (Columbia) Kokomo er ein af svokölluðum „pub-rock” hljómsveitum breta. Þau eru 10 talsins i Ko- komo, 2úr Grease Band, hljóm- sveitinni sem Joe Cocker notaði sem lengst (t.d. i Woodstock), þeir Neil Hubbard og Alan Spenner, 3 eða 4 úr „pop- grúppu” sem hét Arrival, sem átti nokkur vinsæl lög og svo er reyndar ágætir þegar ég sá þá i Háskólabiói fyrir nokkrum ár- um, en það var áður en þeir urðu vinsælir. Tónlist þeirra finnst mér ámóta leiðinleg og tónlist David Crosby, og textarnir veita mér ærið litið og Baha’i þruglið i kringum hljómsveitina gerir þá enn leiðinlegri. Skástu lögin á plötunni eru „I’ll Play For You” og „Freak’s Fret” (bara spilað). Ekki fyrir minn smekk.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.