Þjóðviljinn - 23.04.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.04.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. april 1975. ÞJÓÐVXLJINN — StÐA 7 33% kauphækkun 25% kauplækkun Við birtum i dag tvo stutta kafla úr ýtarlegu nefndaráliti Lúðviks Jósepssonar, sem iagt var fram á alþingi i fyrradag, er frumvarp rikisstjórnarinnar um efnahagsráðstafanir kom til 2. umræðu i neðri deiid. Þar segir: Hver er staða atvinnuveganna? Ekki verður um það deilt, að árið 1973 var atvinnuvegunum hagstætt ár. Þjóöhagsstofnunin hefur sagt i skýrslu sinni um það ár, að ,,á hvaða mælikvarða sem mæit væri virtist hagur sjávarútvegsins á árinu 1973 meö þvi besta, sem gerst hefði”. Stofnunin taldi, að brúttó-hagnaður sjávarútvegs- ins væri það ár 2300 milj. króna borið saman viö 800 milj. kr. árið áður. Hún taldi á sama hátt, að afkoma iðnaðarins hefði verið mun betri árið 1973 en árið áður, eða að brúttó-hagnaður hafi numið 6,9% af heildartekj- um borið saman viö 5.6% árið áður. Afkoma landbúnaðarins var mjög góð árið 1973, og hið sama má segja um afkomu verslunarfyrirtækja. A miðju ári 1974, eða um það leyti sem rikisstjórnin tók við völdum, var staða sjávarút- vegsins yfirleitt góð, enda i samræmi við samninga um rekstrargrundvöli, sem at- vinnurekendur höfðu sjálfir samið. um. Ctreikningar, sem gerðir voru um afkomu iðnaðar- ins miðað við 1. ágúst 1974, sýndu einnig, að staða hans var mjög svipuð þá og árið áður, sem var gott ár, og svipað var talið um verslun og landbúnað. Það er þvi staðreynd, sem ekki er hægt að neita, að staða atvinnuveganna var yfirleitt góð i miðju ári 1974, eða um það leyti sem núverandi rikisstjórn tók við völdum. Sá áróður, sem þá var hafinn um „hallarekstur atvinnuveganna”, var að öllu leyti byggður á spádómum um framvindu mála á næstu 12. mánuöum,og i þeim spádómum var t.d. byggt á minnkandi fisk- afla, lækkandi verði og miklum afskriftum. Reynslan átti eftir að sýna, að þeir spádómar stóðust ekki. Ekki liggja enn fyrir nákvæmir reikningar um rekstrarafkomu einstakra fyrirtækja á öllu árinu 1974, en telja verður, miðað við þær upp- lýsingar sem fyrir liggja, að af- koma iðnaðar og verslunar hafi orðið betri en áður, sem m.a. byggist á mjög aukinni veltu. Afkoma landbúnaðarins varð góð samkvæmt mati forustu- manna landbúnaðarins. Af- koma sjávarútvegsfyrirtækja mun hafa orðið misjöfn, mjög góð hjá þeim sem verkuðu salt- Lúðvik Jósepsson fisk, og allgóð hjá þeim, sem ráku skuttogara af minni gerð og fiskvinnslu sameiginlega. Afkoma sjávarútvegsins alls hefur eflaust orðið lakari en góða árið 1973, en þó yfirleitt sæmileg. Allur áróður um mikinn halla- rekstur atvinnufyrirtækja á ár- inu 1974 er þvi rangur og fluttur til að réttlæta skerðingu á kjör- um vinnandi fólks. Kjaraskeröing og samdráttur Stefna núverandi rikisstjórn- ar i efnahagsmálum hefur miðað að stórfelldri kjara- skerðingu verkafólks, sjómanna og bænda. Eins og áður er að vikið, áætla sérfræðingar rikis- stjórnarinnar, að hækkun fram- færsluvisitölunnar verði um 42% á 9 mánaða timabili, frá 1. ágúst 1974 til 1. mai 1975. A þvi er þvi litill vafi, að á þessum tima mun verðlag á vörum og brýnustu þjónustu hækka um 50- 60% að minnsta kosti. A móti þessum verðhækkunum mun láglaunafólk fá láglaunabætur, sem nema um 5-6% i fyrra skiptið og 10-12% i siðara skiptið, að viðbættri 3% grunn- kaupshækkun 1. desember samkv. fyrri launasamningum. Meðal-verkamannskaup mun þvi hækka um nálægt 20% á móti verðlagshækkun 50-60%. 1 tið vinstri stjórnarinnar hækkaði kaupmáttur launa all- verulega, eða eins og þessi tafla sýnir: Arið 1970 86.0 stig Arið 1971 98.3 — Arið 1972 113.3 — Arið 1973 119.7 — Árið 1974 133.5 — Kaupmáttur timakaupsins hækkaði þvi um 33.5% eða rúm- lega það i tið vinstri stjórnar- innar. Nú, i tið rikisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks, er ætlunin eins og opin- berlega kemur fram, að lækka kaupmátt launa niður á stig þess, sem var 1971-1972, kaup- hækkunin á atmennt að verða um 25% Með stefnu rikisstjórnarinnar er verið að færa fjármuni frá verkafólki, sjómönnum bænd- um og öðru launafólki sem nem- ur mörgum miljörðum á ári yfir til atvinnurekenda og milliliða. Verði samdráttarstefna rikis- stjórnarinnar framkvæmd, eins og hún hefur boðað, verður kjaraskerðingin miklu meiri i reynd.þvi að þá dregur ekki að- eins úr yfirvinnu, heldur hlýtur þá að verða atvinnuleysi i ýms- um greinum. Frumvarp stjórnarinnar gerir ráð fyrir: Einstæðir foreldrar borgi mun hærri skatta en Svava Jakobsdóttir gerir tillögu um leiðréttingu Á kvöldfundi alþingis i fyrra- kvöld lauk 2. umræðu I neðri deild um frumvarp rikisstjórnarinnar um ráðstafanir i efnahagsmálum. A kvöldfundinum töluðu Lárus Jónsson, Svava Jakobsdóttir, Magnús Torfi ólafsson, Óiafur G. Eiarsson og Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra. Ekki //tilefni til eftirleiks" Enginn Framsóknarmaður tók til máls við umræðuna. Þau Svava Jakobsdóttir og Magnús Torfi Ólafsson gagnrýndu frum- varpið harðlega og mælti Svava fyrir nokkrum breytingartillög- um er hún flytur. Forsætisráð- herra hélt uppi vörnum fyrir frumvarpið ásamt þeim Ólafi G. Einarssyni og Lárusi Jónssyni. — Geir Hallgrimssonsagði m.a., að frumvarpið ^jeli i sér fullar efndir á yfirlýsingu þeirri, sem rikis- stjórnin gaf i tengslum við bráða- birgðasamkomulag aðila vinnu- markaðarins. Heimildir um lækkun söluskatts upp á 5—600 miljónir samkvæmt frumvarpinu verði örugglega fullnýttar á þessu ári enda þótt þriðjungur ársins sé nú þegar liðinn, — þannig að skattalækkunin i heild nái 2000 miljónum (þ.e. skattahækkunin verði 2000 miljónum minni en ella). Þá taldi Geir, að ágreining- ur við Alþýðusambandið um það, hvort verja ætti þessum rúmlega 500 miljónum til að lækka sölu- skatt, eða til lækkunar beinna skatta, eins og hinum tæplega 1500 miljónunum, væri ekki al- varlegur og gæfi ekki tilefni til neins „eftirleiks af hálfu aðila vinnumarkaðarins”. Tillögur Svövu Svava Jakobsdóttir mælti fyrir 4 breytinartillögum, sem hún flytur við frumvarpið en efni þeirra er sem hér segir: I Viðurkennt veröi til fulls, að barn sé á framfæri foreldra uns það hefur náð fuilum 17 ára aldri, og ákvæðum frum- varpsins um barnabætur og útsvarsafslátt verði breytt i samræmi viö það. II Hjá einstæðum foreldrum, sem halda heimili og fram- færa þar börn sin, verði skatt- stiginn hinn sami og hjá hjón- um (Frumvarpið gerir hins- vegar ráð fyrir, að einstæðir foreldrar greiði i tekjuskatt 40% af þvi, sem er umfram kr. 600 þús. af skattgjaldatekjum, en hjón greiði 40% af þvi, sem er umfram kr. 850 þús.) III Til framfæranda barns skulu jafnan greiðast út kr. 20.000 af barnabótum, og sú upphæð breytast i samræmi við skatt- visitölu. (Frumvarpið gerir ráð fyrir, að barnabætur verði þvi aðeins greiddar út, að þær geri betur en duga fyrir opin- berum gjöldum, en fjöl- skyldubætur falli niður.) IV Ótsvarsafsláttur vegna barna hækki frá þvi sem frumvarpið gerir ráð fyrir þannig, að útsvarsafsláttur- inn verði kr. 2.700,- á hvert barn (i stað kr. 1.500) og sér- stakur útsvarsafsláttur vegna barna umfram þrjú i fjöl- skyldu verði kr. 5.400,- (i stað kr. 3.000,- i frumvarpinu). Þetta voru sem sagt helstu efnis- atriðin i breytingartillögum Svövu Jakobsdóttur Hvers eiga einstæðir foreldrar að gjalda? Svava minnti á, að i ársbyrjun 1972 hafi komið til framkvæmda sú breyting, að barnalifeyrir og meðlög skyldu greidd með börn- um uns þau hefðu náð fullum 17 ára aldri. Hún sagði, að fyrsta breytingartillaga sin nú lyti að þvi, að samræmi væri komið á i þessum efnum og barnabætur og útsvarsafsláttur þvi einnig miðuð við 17 ára aldur i stað 16. Sagði Svava að það væri i engu ódýrara að framfæra ungling á 17. ári en yngri börn, nema siður væri, og hafi það sjónarmið reyndar verið viðurkennt i löggjöf aö nokkru, þ.e. hvað snertir barnalifeyri og meðlagsgreiðslur. Um aðra breytingartillögu sina sagði Svava, að frumvarpið gerði ráð fyrir þvi, að einstætt foreldri þyrfti að greiða kr. 100.000,- i tekjuskatt af skattgjaldstekjum á bilinu frá 600 þús. — 850 þús., en hjón hins vegar ekki nema 50 þús., þ.e. helming af sömu tekjum á við einstæða foreldra. (Annars vegar 40% hins vegar 20%.) Tillaga sin væri um að breyta þessu þannig að greitt væri jafnt i báðum tilvikum, það er 20% upp að kr. 850 þús. og skattstiginn yrði þvi sá sami hjá einstæðum for- eldrum og hjá hjónum. Siðan sagði Svava: „Það er raunar einkenni á þessu frumvarpi að skattar eru miklum mun þyngri á einst. foreldrum með börn á framfæri en hjá hjónum, þótt barnafjöldinn séhinn sami og tekjur heimilisins hjón nákvæmlega hinar sömu. Þessi munur haggast ekki verulega þótt rikisstjórnin hafi nú dregið i land með upphaflegar hugmyndir sin- ar um að skattskylda meölags- greiðslur. Viö fráfall húsmóður hækka skattarnir Þessi mismunur kemur ljós- lega fram i dæmi sem Félag ein- stæðra foreldra hefur sent öllum alþingismönnum. Þar kemur fram að hjón með 2 börn sem hafa i atvinnutekjur 1200 þús.- og tekj- ur til útsvars kr. 1150 þús og hreinar tekjur til skatts kr. 960 þús. greiöa i tekjuskatt og útsvar alls kr. 110.289 kr. Ef eiginmaöurinn i þessu dæmi missir konu sina og heldur einn heimili fyrir börn sfn hækkar tekjuskattur hans og útsvar — og er þá miöað viö sömu atvinnu- tekjur og áöur — upp i 233.890 kr., þ.e.a.s. upphæðin rúrnlega tvö- faldast.” —Og þótt breytingartil- laga meirihluta fjárhags- og viö- skiptanefndar sé tekin meö inn i dæmiö vcröur mismunurinn samt kr. 90.000,-. Samkvæmt þessu frumvarpi er þá litið svo á, að tryggingabæt- urnar, sem ekkjumaður fær greiddar við fráfall eiginkonu þýði auknar ráðstöfunartekjur fyrir hann, eða með öðrum orð- um, að fráfall húsmóðurinnar sé hreinn gróði fyrir heimilið, en ekki tap. „Vinnan sem húsmóðirin inni af hendi meðan hún er á lifi er skattfrjáls, en samkvæmt frum- varpinu snýst dæmið hins vegar við, þegar hún andast, þvi bæt- urnar eftir hana skulu skattlagð- ar, sem aukið ráðstöfunarfé I formi feðralauna.” ...„Hæstvirt rikisstjórn hefur Svava Jakobsdóttir nú tækifæri til að sýna viðurkenn- ingu á störfum húsmóður meö þvi að fallast á tillögu mina um að tekjuskattur einstæöra foreldra skuli reiknast eftir sama skatt- stiga og hjá hjónum.” Svava ræddi siðan enn frekar um þau ákvæði frumvarpsins, sem ætla einstæðum foreldrum að bera þyngri skatta en hjónum með sömu tekjur og sama barna- fjölda, og benti á að samkvæmt frumvarpinu ættu skattar bein- linis aö hækka á einstæöum for- eldrum, sem næöu árstekjum umfram 850 þús. krónur. Samkvæmt þessu eiga einstæð- ir foreldrar fyrr að missa réttinn til að fá eitthvað af barnabótum greitt út heldur en hjón, þó að at- vinnutekjur og barnafjöldi sé hinn sami, þar sem meira verður tekið upp i opinber gjöld af ein- stæðu foreldri. Ráðstöfunarfé húsmóðurinnar Þá ræddi Svava um þriðju til- lögu sina, að af heildarupphæð barnabóta verði 20 þús. kr. jafnan greiddar út með hverju barni, en þæreiga samkvæmt frumvarpinu að nema kr. 30 þús. með fyrsta barni og kr. 45 þús á barn með öðrum börnum. Hins vegar er i frumvarpinu ráð fyrir þvi gert, að þessar barnabætur, sem m.a. koma i stað núverandi fjölskyldu- bóta, verði aldrei reiddar út, nema þvi aðeins, að þær geri Framhald á 15. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.