Þjóðviljinn - 23.04.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.04.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 UTYEGSB ANKINN: EBE-ríki þvertóku fyrir að styðja Bandaríkin i Indókína ■■■■■■■■■■■■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■*•■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■*•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Það er ekki ofsögum sagt af þvi að viðast halli undan fæti fyrir Bandarikjunum á alþjóða- vettvangi um þessar mundir. Síðasti leiðangur Kissingers til Austurlanda nær varð snautleg fýluferð, i Rómönsku-Ameriku horfir þunglega fyrir banda- riskri utanrikispólitik, i Suðaust- ur-Asiu er eitt bandariskt lepp- riki hrunið og annað á fallanda fæti, og viðbúið að endalok þeirra mála verði útþurrkun bandariskra áhrifa úr Suðaust- ur-Asiu allri. Og á Vesturlönd- um fer sambúð Bandarikjanna og annars öflugasta auðvalds- veldisins, Efnahagsbandalags Evrópu, versnandi. Þar kemur ýmislegt til. Þegar yfirstandandi sókn Þjóðfrelsis- fylkingar Suður-Vietnams hófst, Helmut Schmidt, rikiskanslari Vestur-Þýskalands — útflutnings- bann Bandarikjanna á úrani hefur valdið stjórn hans miklum vand- ræðum. ,.lier þú sjálfur fjanda þinn 99 reyndu Bandarikin að fá ríki EBE til að fordæma einhliða það sem kanar kölluðu „hern- aðaraðgerðir Norður-VIetnams i Suður-Vietnam”. Þessu neit- uðu EBE-rikin. Þau voru að visu reiðubúin að lýsa þvi yfir fyrir sitt leyti, að stjórnirnar i Hanoi og Saigon hefðu báðar rofið Parisarsamkomulagið frá 1973, en tóku fram að Saigon- stjórnin gæti að miklu leyti sjálfri sér um kennt, hvernig komið væri, þvi að hún hefði aldrei reynt að standa við sam- komulagið. Frakkar lögðu til, að EBE mælti með þvi að Thieu segði af sér (eins og hann nú hefur neyðst til að gera) til að greiða fyrir samkomulagi við Þjóðfrelsisfylkinguna, en það þótti öðrum EBE-stjórnum of langt gengið. Könnun á afstöðu EBE-rikja Það er eftirtektarvert að Bandarikin beindu tilmælum þessum til Vestur-Evrópurikj- anna sem aðildarrikja að EBE, en ekki sem Natórikja. Kann vera að Bandarikin liti svo á að heimilisvandræði Nató séu þeg- ar slik, að þar sé ekki á bætandi. Frakkland er ekki i bandalaginu nema að nafni til, Portúgal nýt- ur ekki lengur trúnaðar Banda- rikjanna vegna sóslaliskrar þróunar þarlendis og afstaða tyrkja og grikkja til bandalags- ins er vafasöm, vægast sagt. Sú ástæða kann að hafa legið að baki þessum tilmælum Bandarikjanna að þau hafi vilj- að kanna afstöðu Vestur- Evrópurikja gagnvart þeim möguleika að Bandarikin hæfu á ný virka þátttöku I Vietnam- striðinu. Einnig kann vera að Bandarikjastjórn hafi komið til hugar að bera Indókinamálin upp á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og að hún hafi með til- mælunum til EBE-rikjanna vilj- að kanna, hverrar liðveislu mætti af þeim vænta þar. En EBE-rikin höfðu vit á þvi að láta ekki draga sig út i Vietnam-ó- færu Bandarikjanna, og svör þeirra til ráðamanna i Washing- ton voru mjög á sömu lund og Hrafns rauða til Sigurðar Orkneyjajarls i Brjánsbardaga: Ber þú sjálfur fjanda þinn. Breikkandi bil Allt frá lokum siðari heims- styrjaldar hafa Bandarikin leit- ast við að hafa sem sterkust itök i Vestur-Evrópu og tengja Vest- ur-Evrópuriki sér og sinni póli- tik sem traustustum böndum. Sú stefna Bandarikjanna hefur allt frá tið de Gaulles orðið fyrir mörgum skellinum, og þetta umrædda afsvar EBE er einn slikur skellur i viðbót. Og fleira verður um þessar mundir til að breikka bilið milli Bandarikj- anna og Vestur-Evrópu. Þar á meðal er bannið, sem Bandarikin hafa sett á útflutn- ing á úrani til Vestur-Evrópu. Þetta bann hefur komið sér- staklega illa niður á Vestur- Giscard d’Estaing Frakklands- forseti: Thieu segi af sér! Þýskalandi, sem fær orðið drjúgan hluta sinnar orku frá kjarnorkuverum, sem er alveg komið upp á úraninnflutninginn frá Bandarikjunum. Stjórnar- nefnd EBE i Briissel hefur mót- mælt banni Bandarikjanna á úranútflutningnum. Bandarikin bera þvi við að Vestur-Evrópu- riki viðhafi ekki nógu strangar reglur um eftirlit með úran- birgðum, þannig að hægt sé um hönd að stela þeim i Vestur- Evrópu, en ekki þykir óliklegt að Bandarikjunum sé ekki siður i hug að knýja fram verulega verðhækkun á þessari útflutn- ingsvöru sinni. Ostastríöið — mikiö í húfi fyrir dani t landbúnaðarmálum hafa Bandarikin lika tekið óþyrmi- lega afstöðu gagnvart EBE, en einmitt landbúnaðarmálin eru EBE-rikjum næsta viðkvæm mál. f fyrra stöðvuðu Bandarik- in þannig skyndilega útflutning á sojabaunum til Vestur- Evrópu, og hafði það i för með sér allt að þvi neyðarástand i landbúnaði rikja þar. Um þess- ar mundir stendur yfir milli Bandarikjanna og EBE svokall- að ostastrið. Bandarikin krefj- ast þess, að EBE hætti að greiða uppbætur á ost, sem fluttur er út á Bandarikjamarkað, og hóta innflutningstollum á móti. 1 þessu ostastriði er sérstaklega mikið i húfi fyrir dani, þvi að þeir flytja út um 60% af þeim osti, sem fer frá EBE til Banda- rikjanna. Hér eru aðeins tilfærð fá atriði af mörgum, sem öll ber að sama brunni. Ljóst er, að hagsmunir Banda- rikjanna og Vestur-Evrópu eru á margan hátt svo gagnstæðir og rekast svo viða á, aö óhugs- andi er að þessir tveir aðilar geti lengi i einu og til nokkurrar frambúðar komið fram sem ó- rofa heild. dþ. 51,5% heildar- útlána til sjávarútvegs t fréttatilkynningu frá Otvegs- bankanum um afkomu bankans á sl. ári segir svo m.a: „Arsskýrsla Utvegsbanka Is- lands fyrir árið 1974 er komin út. Heildarinnlán bankans jukust á árinu um 658 miljónir króna og námu I árslok 4.645 miljónum króna. Heildarútlán bankans jukust á árinu um 2.721 miljón króna og námu i árslok 7.548 miljónum króna, en þar af voru endurseld útlán 1.666 miljónir króna, aðal- lega vegna sjávarútvegs. Skipting útlána bankans til hinna ýmsu atvinnugreina var i árslok þannig: sjávarútvegur 51.5%, verslun 14,9%, iðnaður 10,5% og aðrar greinar 23.1%. Þannig hefur meira en helm- ingur heildarútlána Útvegsbank- ans gengið til sjávarútvegs. Það verður að teljast óeðlilegt, að fjármögnun helsta útflutningsat- vinnuvegar þjóðarinnar skuli hvila nær eingöngu á tveimur við- skiptabönkum, Landsbanka og Otvegsbanka. Tekjuafgangur Otvegsbankans árið 1974 nam 30 miljónum króna. Af hagnaði ársins var ráðstafað 15miljónum króna til varasjóös, 6 miljónum króna til afskriftasjóös, 6 miljónum króna til húsbygg- ingasjóðs og 3 miljónum króna til eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbankans. Þá greiddi bank- inn rikissjóði á árinu 41 miljón króna i skattaf gjaldeyrisverslun og tæpar tvær miljónir króna landsútsvar”. Sviösmynd úr Inúk-manninum. Inúk á aðalsviði í kvöld Fyrir hálfum mánuði var Inúk-maðurinn sýndur á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins í fyrsta sinn. Var þá troðfullt hús og geysileg eftirspurn eftir annarri sýningu. Þjóðleikhúsið verður við þessum ítrek- uðu áskorunum með því að Inúk-maðurinn verður sýndur á aðalsviði Þjóð- leikhússins í kvöld kl. 20. Þetta er síðasta og eina sýningin á stóra sviðinu, en eftir hálfan mánuð halda leikararnir af stað til Frakklands þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri leik- listarhátíð. Sýningin á Inúk er stutt og er verð aðgöngumiða lægra en ella. Inúk hefur nú verið sýndur um 70sinnum viðsvegar um land og á Norðurlöndum, hvarvetna við frábærar undirtektir. Er nú ein- stakt tækifæri fyrir þá sem hafa misst af Inúk að sjá hann i kvöld. Auglýsingasíminn er 17500 Tb JOÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.