Þjóðviljinn - 23.04.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.04.1975, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Miðvikudagur 23. april 1975. Sadat og Assad rœðast við RIAD 22/4 — Anúar Sadat, egyptaforseti, og al-Assad for- s'eti Sýrlands ræðast nú við i Riad, höfuðborg Saudi- Arabiu. Gert er ráð fyrir þvi að þeir ræði við Kalid konung i kvöld. Aðaltilgangurinn með viðræðunum er að draga úr þykkju þeirri, sem risið hefur milli egypta og sýrlendinga undanfarið, en sýrlendingum hefur þótt egyptar alltof linir i afstöðunni til tsraels. Stjórnarliðið á alþingi: Neitar öllum leiðréttingum Gylfi og Sighvatur studdu 3500 miljón niðurskurð —■ Ragnhildur gegn fæðingarorlofi A fundi neðri deildar alþingis i gær voru greidd atkvæði um hin- ar fjölmörgu breytingartillögur, sem fram höfðu komið við efna- hagsmálafrumvarp rikis- stjórnarinnar. Allar breytingar- tillögur meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar samþykktar, en þær breyta engu verulegu um meginefni frumvarpsins. Frá efni þeirra helstu var skýrt i Þjóðvilj- anum nýlega. Þrir þingmenn Alþýðubanda- lagsins fluttu hver um sig nokkr- ar breytingartillögur. Frá breyt- ingartillögum Lúðviks Jóseps- sonar var greint i Þjóðviljanum 16. og 18. april, frá breytingartil- lögum Magnúsar Kjartanssonar sagt hér i blaðinu i gær, og breyt- Frá landsþingi bankamanna Landsþingi bankamanna lauk i gær, en það var haldið á mánu- dag og þriðjudag. Fráfarandi formaður sambandsins, Hannes Pálsson, gaf ekki kost á sér til formennsku og var Sólon Sig- urðsson, deildarstjóri vixla- deildar Landsbankans, kjörinn formaður sambandsins. Bankamenn hafa ekki enn samið um launamál sin eins og flestar aðrar vinnustéttir hafa gert, en tveir fundir hafa verið haldnir með bankamönnum og viðsemjendum þeirra um þau mál, en árangur hefur enginn orðið. Þetta þing sátu 87 fulltrúar, og lauk þvi i gærkveidi með hófi að Kjarvalsstöðum.Myndina tók A.K. á þingfundi i gær. —úþ Ráðherra lætur ekkert í sér heyra Vegna orknmála norðlendinga Frá því í október hefur orkumálaráðherra, Gunn- ar Thoroddsen, skirrst við að svara beiðni Laxár- virkjunarstjórnar um að fá leyfi til þess að reisa bráðabirgðavirkjun við Kröflu til þess að ráða bót á ófremdarástandi í raf- orkumálum á Laxárvirkj- unarsvæðinu. Stjórn Laxárvirkjunar hélt Forseta Hondúras steypt af stóli Var mútuþegi bandarísks auðhrings TEGUCIALPA 22/4 — Herinn i Hondúras setti i dag af forseta landsins, Osvaldo de Lopez Arellano, og útnefndi i stað hans fyrrverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Juan Alberto Melgar Castro. Aðalástæðan til þessa mun sú að Lopez var flæktur i mútuhneyksli i sam- bandi við verðlag á banönum, sem eru helsta útflutningsvara landsins. Hafði sá bandariski auðhringur, sem mestu ræður um ræktun og útflutning banana i Hondúras, mútað þarlendum ráðamönnum til að halda af- gjöldum auðhringsins til hondúrska rikisins langt undir sannvirði. Lopez hefur verið helsti ráða- maður i Hondúras siðan 1963, er hann tók völdin af forseta, sem var talinn frjálslyndur, með valdaráni. Hann hefur siðan oftar komið við sögu stjórnarbyltinga i Hondúras. blaðamannafund nyrðra i gær, þar sem frá þvi var skýrt, að álit stjórnarinnar væri, að ákvörðun um byggðalinuna eða virkjun Kröflu annað hvort fyrir sig, myndi leysa úr vanda norðlend- inga i orkumálum næsta vetur. En þar sem framkvæmdir þessar yrðu mjög dýrar, telur stjórnin að bráðabirgðavirkjun við Kröflu yrði hagkvæmust lausn. Könnun á þvi máli hefur leitt i ljós að já- kvætt er að virkja við Kröflu til bráðabirgða. Hægt mun vera að fá tvær 3 mW stöðvar frá Japan og eina 5 mW stöð frá Bandarikj- unum með 7 mánaða fyrirvara til bráðabirgðavirkjunar. Til þess að leysa megi úr orku- vandræðum norðlendinga næsta vetur þarf þvi að fara að taka á- kvarðanir hér um strax vegna þess afgreiðslufrests sem er á stöðvunum. Hins vegar hefur ekkert heyrst frá orkumálaráðherranum né ráðuneyti hans um þetta mál, þótt hann hafi haft beiðni hér að lút- andi fyrir augunum i á sjötta mánuð. —úþ ingartillögur Svövu Jakobsdóttur eru kynntar annars staðar i blað- inu i dag. Auk Alþýðubandalagsmanna flutti svo Gylfi Þ. Gislason tvær breytingartillögur. Var önnur um hækkun persónuafsláttar hjóna viðtekjuskattsálagningu úr kr. 145.000,-1 kr. 153.600,- og hliðstætt hjá einstaklingum, en hin um að fela rikisstjórninni að athuga um sérsköttun hjóna. Sjö sinnum nafnakall Sjö sinnum kom til nafnakalls við atkvæðagreiðsluna i gær og vakti þar mesta athygli, að þing- flokkur Alþýðuflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna um meg- inefni frumvarpsins, það er 1. grein þess, sem fjallar um niður- skurð fjárveitinga um 3500 mil- jónir króna. Gylfi Þ. Glslason og Sighvatur Björgvinsson lögðu blessun slna yfir áform rikis- stjórnarinnar um stórfelldan nið- urskurð verklegra framkvæmda og samþykktu frumvarpsgrein- ina en Bragi Sigurjónsson frá Akureyri, sem situr á þingi i for- föllum Benedikts Gröndal sagði nei. Niðurskurðurinn var sam- þykktur með 27 atkvæðum stjórn- arliðsins og meirihluta Alþýðu- flokksmanna i deildinni gegn 9 at- kvæðum annarra stjórnarand- stæðinga. Tillaga Lúðviks Jósepssonar um að engar flýtifyrningar, eða verðbreytingar eigna samkvæmt verðhækkunarstuðli skuli leyfðar við álagningu tekjuskatts á þessu ári var felld að viðhöfðu nafna- kalli með 25 atkvæðum stjórnar- liðsins gegn 11 atkvæðum stjórnarandstæðinga. Jón Skafta- son greiddi ekki atkvæði. Tillaga Lúðviks, sem felld var, fól I sér að afskriftir hjá fyrirtækjum gætu á þessu ári aldrei numið meiru en 15% af stofnkostnaði i stað allt að 31,5%, sem nú er heimilt. Tillaga Lúðviks Jósepssonar um að fella niður söluskatt á kjöti og kjötvörum, korni og brauðvör- um var felld af stjórnarliðinu að viðhöfðu nafnakalli með 26 at- kvæðum gegn 12 atkvæðum stjórnarandstæðinga. Sömu tölur komu fram við nafnakall um tillögu Magnúsar Kjartanssonar um að aldrað fólk og öryrkjar fengju i hækkun lif- eyris sömu upphæð i krónutölu (4900,- kr.) og samið var um við gerð bráðabirgðasamkomulags verkalýðsfélaganna, og var til- laga Magnúsar felld af stjórnar- liðinu. Tillaga Magnúsar um fæð- ingarorlof kvenna, að Trygginga- stofnun rikisins standi undir greiðsium og fæðingarorlofsfé skuli vera jafnhátt þriggja mán- aða dagvinnulaunum við al- menna verkamannavinnu, og ná til allra kvenna i landinu, — var einnig felld af stjórnarliðinu að viðhöfðu nafnakalli með 26 at- kvæðum gegn 12. I hópi þeirra, sem felldu tillög- una var Ragnhiidur Helgadóttir!! Þá var einnig felld að viðhöfðu nafnakalli tillaga Gylfa Þ. Gisla- sonar um hækkun persónuafslátt- ar við tekjuskattsálagningu með 26 atkvæðum gegn 10. Enn fór svo fram nafnakall um það ákvæði frumvarpsins er lýtur að álagningu sérstaks flugvallar- gjalds (kr. 2500,-) — og var á- kvæðið um þetta samþykkt með 29 atkvæðum gegn 4. Gegn flug- vallargjaldi greiddu atkvæði Gylfi Þ. Gislason, Bragi Sigur- jónsson, Magnús Torfi Ólafsson og Sighvatur Björgvinsson, en hjá sátu Eðvarð Sigurðsson, Karvei . . Framhald á 14. siðu. PORTÚGAL: Auðmannssonur handtekinn LISSABON 22/4 — Tilkynnt var i Lissabon i dag að Manuel Champalimaud, sonur eins af rikustu mönnuin heims, hefði verið handtekinn er hann reyndi að komast úr landi með ólöglegu móti. Kom tilkynningin um þetta frá Comcon, portúgölsku öryggis- þjónustunni. Hinn handtekni er sonur Antonios Champalimaud, sem var auðugasti iðnrekandi Portúgals. Hann er nú talinn vera i Brasiliu, en mörg fyrirtækja hans hafa verið þjóðnýtt. Einn af ættinni sat fyrir i fangelsi vegna þátttöku i valdaránstilraun ihaldsmanna i siðasta mánuði. Manuel Champalimaud var handtekinn er hann yfirgaf höfn nokkra i suðurhluta landsins án leyfis hlutaðeigandi yfirvalda. Eftir að valdaránstilraunin var gerð, hafa portúgölsk yfirvöld komið sér upp lista yfir fólk, sem grunað er um að vera núverandi stjórnarvöldum miður hollt, og fær það ekki að yfirgefa landið. Sérstakt eftirl. ,er haft með einka- flugvélum og öðrum einkafarar- tækjum rikra manna, sem vitað er að voru hlynntir ihalds- stjórninni gömlu. ÍTALÍA: Y erkamenn mótmæla RÓM 22/4 — Miljónir italskra verkamanna gerðu verkfall i dag I mótmælaskyni gegn öldu þeirri af ofbeldisverkum hægrimanna, semundanfarið hefur gengið yfir landið. Undanfarna fjóra daga kom til verulegra óeirða I ýmsum helstu borgum landsins, og hófust þær með ögrunaraðgerðum hægri öfgamanna. í Milanó var seytján ára gamall skólanemi skotinn til bana sfðast- liðinn miðvikudag, og var bana- maður hans þekktur hægrisinni. I mótmælaskyni stofnuðu þrjátiu þúsund vinstrimenn til mótmæla- aðgerða, sem voru það víðtækar að allt daglegt borgarlíf fór úr skorðum. óeirðirnar breiddust skjótlega út til annarra borga, og voru alls drepnir I þeim fjórir menn, allir vinstrisinnar, og yfir tvö hundruð meiddir meira eða minna. 1 Milanó tóku I dag yfir 200.000 manns þátt I mótmælaaðgerðum til stuðnings við verkfallið. Verk- fallsmenn sýndu ekki af sér neitt ofbeldi, enda hafa þeir strangan aga á sinum mönnum, sem eru bæði verkamenn og vinstri sinn- aðir námsmenn. Þátttakan I mótmælaaðgerðum til stuðnings verkfallinu var og mikil vlða annarsstaðar, en ekki er vitað til að komið hafi til óeirða I dag, nema í Napóli,en þar áttu fasistar upptökin eins og venju- lega. Misþyrmdu þeir þar seytján ára námsmanni, sem þeir héldu vinstrisinnaðan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.