Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 29. april 1975 — 40. árg. 96. tbl. Kjör kvenna til umrœðu á ráðstefnu i Neskaupstað — sjá 6. síðu Álagningarhækkunin er yfir miljarð á ári Samkvæmt upplýsing- um sem blaðið fékk hjá Þjóðhagsstofnun og á skrifstofum verð- lagsstjóra i gær hækkar verslunarálagning vegna nýjustu sam- þykktar rikisstjórnar- innar um liðlega einn miljarð króna. Hjá Þjóðhagsstofnun fékk Þjdðviljinn þær upplýsingar að Ur 1. maí ávarpi verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og INSÍ Ríkisstjórninni ber að víkja „Það er höfuðkrafa reykvisks verkafólks i dag, að kjarasamn- ingarnir, sem gerðir voru á sið- asta ári, taki gildi á ný. Rikis- stjórn, sem beitir valdi sinu til að hindra framgang þessarar kröfu verkafólks, en styður að enn frekari auðsöfnun atvinnu- rekenda og hvers kyns gróða- afla, ber að vikja." Þannig hljóðar hluti af sam- eiginlegu 1. maí-ávarpi fulltriía- ráðs verkalýðsfélaganna i Reykjavik, Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og Iðn- nemasambands Islands. A öðrum stað i ávarpinu segir svo: „Það er efnahagsstefna rikis- stjórnarinnar, auðvalds og at- vinnurekenda, sem á megin sök á svo stórfelldri kaupmáttar- skerðingu. Það er þessi stefna, sem hefur leitt til þess á fáum mánuðum.aðraungildilauna er 1. mai nefnd fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, BSRB og Iðnnema- sambandsins á fundinum meö blaðamönnum I gær. fallið niður á svipað stig og hér var fyrir 4—5 árum og þeir miklu sigrar, sem unnust I kaupgjaldsbaráttunni á árunum 1970—1974 að engu gerðir." Undir þessa tvo þætti 1. mai- ávarpsins ritaði einn fulltrtii i fulltrúaráði verkalýðsfélaganna með fyrirvara. Það var Guð- mundur Hallvarðsson, en hann var einn af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins við siðustu borgarstjórnarkosningar i Rvík. Hins vegar var ekki gerður fyrirvari um það að reykviskur verkalýður horfi fram á veginn og strengi þess heit að sameina kraftana ... „til baráttu fyrir þvi þjóðfélagi, sem færir vinnandi fóiki ÖH vöid yfir framleiðslu- tækjunum, skipar manninum sjálfum í öndvegi, en hafnar þeirri taumlausu auðsöfnun fárra á kostnað f jöldans, sem I dag blasir við." • I 1. mai-ávarpinu er þeirri áskorun beint til rikisstjórnar tslands, ,,að hún viðurkenni rikisstjórnina I Phnom Penh og Bráðabirgðabyltingastjórnina I Vfetnam." Fyrsta mai-ávarpið verður birt i heild siðar, svo og kröfur þær, sem bornar verða upp i kröfugöngunni þann dag. — úþ um áramót hefði álagning verið áætluð 8 til 9 miljarðar á þessu ári. Nú hefur verðlag hækkað mjög siðan um áramót, þannig að gera má ráð fyrir að þessi tala sé milli 9 og 10 miljarðar króna. Hjá skrifstofu verðlagsstjóra fékk Þjóðviljinn svo þær upplýs- ingar að með siðustu samþykkt rikisstjórnarinnar hefði visitala smásöluálagningar hækkað úr 79,2 stigum i 90 stig miðað við 100 stig i jiini 1972, eða um liðlega 12%. Það jafngildir i upphæðum taliö á öðrum miljaðri króna á ársgrundvelli. Nýlega hefur verið samþykkt i rlkisst jórninni að heimila hækkun verslunarálagningar. Heildsölu- álagning hækkar um 6% og að auki hækkar liðurinn vextir i verðreikningi úr 1% i 1,5%. Smá- söluálagning hækkar um 14%. Hækkunin tekur gildi um mán- aðamótin. Hækkunina ber að skilja svo, að álagningarprósenta i heildsölu sem áður var t.d. 10% verður nu 10,6%. Álagningarprósenta i smásölu sem áður var t.d. 30% verður nú 34,2%. Framhald á 14. siðu. Vöruskipta- jöfnuður óhagstœður um 4,2 miljarða í mars! Oft hafa vöruskiptatölur is- lendinga verið óhagstæðar, en aldrei eins og nú fyrir sl. mán- uð. Samkvæmt bráðabirgða- yfirliti Hagstofu islands um verðmæti útflutnings og inn- flutnings I mars 1975 var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður I þessum mánuði um 4,2 milj- arða króna. Að vísu ber að taka með I reikninginn að út- flutningur sl. febrúarmánaðar var færður á marsmánuð, og sama gilti um innflutning i febrúar vegna gengisfelling- arinnar. Útflutningur I mars er af þessum sökum talinn miklu hærri að verðmæti en annars hefði orðið. Vöruskiptajöfnuðurinn á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var tíhagstæður um 7,4 miljarða króna. 1. MAII REYKJAVIK Auk verkalýðsfélaganna I Reykjavlk gengst Bandalag starfsmanna rikis og bæja auk Iðnnemasambands tslands fyrir kröfugöngu og útifundi: fyrsta mal i ár, og birta þessir aðilar sameiginlegt ávarp vegna dags- ins. A fimmtudaginn, 1. mai, verður safnast saman að Hlemmtorgi klukkan 13:30, en klukkan 14:00 leggur kröfugangan af stað niður Laugaveg og Bankastræti og staðnæmist á lækjartorgi þar sem efnt verður til útifundar. Lúðra- sveit verkalýðsins og Lúðrasveit- in Svanur munu leika i göngunni og á fundinum. Fundarstjóri á Lækjartorgi veröur Sigfús Bjarnason, form. fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna i Reykjavik. Ræðumenn verða Eðvarð Sigurðsson, formaður Verka- mannafél. Dagsbrúnar, Vilborg Teitsdóttir, iðnnemi, Gunnar Hallgrimsson starfsmaður Sjó- mannafélags Reykjavikur og Kristján Thorlacius, formaður BSRB, en nú munu vera ein 15 ár siðan BSRB hefur átt ræðumenn á 1. mai og enn lengra siðan sam- tökin tóku opinberlega þátt i há- tiðahöldum dagsins. — úþ Magnús Kjartansson um togaradeiluna utan dagskrár: Stjórnin á að sjá um að atvinnutæki gangi Atvinnutækin liggja bundin I röð- um I höfn án þess að stjórnvöld hafist að. Hvers vegna horfir ríkisstjórn- in aðgerðalaus á alla stóru skut- togarana stöðvast með þeim hrikalegu afleiðingum sem það hefur fyrir atvinnulifið og afkomu þjóðarbúsins? I svörum forsætis- ráðherra við þessari spurningu Magnúsar Kjartanssonar fólst að fram til þessa hefur stjórnin látið sér nægja að „fylgjast náið með inálinu". Magnús Kjartansson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i neðri deild alþingis i gær i tilefni af þvi að allir stóru skuttogararnir, 22 að tölu hafa stöðvast i þeirri kaupdeilu sem nú er um kaup og kjör og leiddi til verkfalls undir- manna 9. april sl. en nær nú einn- ig til vélstjóra. Ástæða væri til að ætla að samningaviðræður væru slælega reknar. Á skipum þessum væru samtals 528 menn en i fisk- vinnslustöðvum hefði á annað þúsund manns verið sagt upp kauptryggingu vegna stöðvunar þessara stórvirku veiðitækja. Raskaði þetta þvi beinlinis hög- um um 2.000 fjölskyldna, en miklu fleiri fyndu fyrir þessu. Magnú s minnti á að þessir tog- arar hefðu séð fyrir þvi að bol- fiskafli varð mun meiri framan af vertiðinni niina en I fyrra en það yrði fljótt að breytast við langa stöðvun. Ekki veitti af að tryggja efnahagslegar undirstöður eftir mætti, þvi að enn sigi á ógæfuhlið i gjaldeyrismálum. Ekki vandi „eigenda" Meirihluti þessara togara væri i félagslegri eign og allir hefðu þeir verið keyptir fyrir almannafé með lánum upp á allt að 102,5% af kaupverði. Þvi væri stöðvunin ekki vandi togaraeigenda heldur allarar þjóðarinnar. Komið hefði upp orðrómur um að sumir hygð- ust selja togara sina úr landi, en það ætti ekki að vera einkamál neinna svokallaðra eigenda hvort slik sala færi fram. Það er þegar farið að gæta samdráttar i atvinnulifinu og stöðvun togaranna er þvi mjög hættuleg atvinnuöryggi, ekki sist i Reykjavik þar sem margir stóru togaranna eru gerðir út og fisk- vinnslan er mjóg háð afla þeirra. Þá minnti Magnús á að senn kæmi skólafólk að leita sér vinnu og þvi þyrfti sérstaklega að tryggja að öllu atvinnutæki gengju. 1 orði kveðnu hefði rikis- stjórnin fulla atvinnu handa öll- um að stefnumiði. Væri í athugun Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra kvaðst sammála þvi að verkfallið væri alvarlegt mál, en rekstrarstaða stóru skuttogar- anna væri ákaflega erfið og þær aðgerðir sem fullnægjandi voru fyrir aörar greinar sjávarútvegs, koma þarna ekki i veg fyrir hallarekstur. Stjórnin hefði fylgst Framhald á 14. siðu. Samningar undirritaðir við Union Carbide 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.