Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. april 1975. ÞJóÐVILJINN — StDA 7
Sigriður Kristjánsdóttir
og fórnfúst starf i þágu liknar-
mála oþh., hinsvegar væri
spurning hvað konur hefðu áunnið
fyrir sjálfar sig með þessu starfi,
hvers þær hefðu aflað sér td. i
félagsþroska. Hvort stór hópur
kvenna væri þarna ekki i rauninni
óvirkur spurði hún og hvatti til
þess, að konur i hinum hefð-
bundnu kvenfélögum létu meira
að sér kveða i jafnréttismálunum
og efndu til umræðna um stöðu
konunnar i nútima þjóðfélagi og
til námskeiða fyrir konur i að tala
og túlka eigin skoðanir.
Þá kynnti Guðrún Hallgrims-
dóttir hugmyndina um að konur
leggi niður vinnu i einn dag til að
sýna fram á mikilvægi vinnu-
framlags kvenna i þjóðfélaginu,
en stungið hefur verið upp á, að
þetta verði gert i tilefni kvenna-
ársins á degi Sameinuðu þjóð-
anna 24. október.
Að lokinni vinnu i starfshópum,
sem fjölluðu ma. um verklýðs-
mál, tryggingamál, skóla- og
uppeldismál, voru aftur
almennar umræður og var
einkennandi bæði i þeim og
umræðum starfshópanna hve
nátengd málefni alþýðukvenna til
sjávar og sveita eru málefnum
verklýðshreyfingarinnar og
verða raunar ekki sundur slitin
einsog glöggt kemur fram i
ályktunum ráðstefnunnar, sem
birtar eru annarsstaðar hér á sið-
unni. — vh
stað
Til forystu ASÍ
Samþykkt var eftirfarandi
áskorun til forystu ASt:
„Ráðstefna um kjör kvenna
til sjávar og sveita, haldin i
Neskaupstað 26. april 1975,
skorar á forystu ASl að auka til
mikilla muna fræðslustarf á
vegum samtaka launafólks og
leggur sérstaka áherslu á það,
að félagsmálaskóli Menningar-
og fræðslusambands alþýðu
starfi allt árið og taki við mun
lleiri nemendum, svo verkafólki
skapist tækifæri til að afla sér
pólitiskrar fræðikenningar og
félagslegrar þjálfunar.
Helmingur nemenda verði hér
eftir konur.
Jafnframt beinir ráðstefnan
þvi til verkalýðsforystunnar að
nýta opinbera fjölmiðla til
fræðslu og sambands við félaga
sina.”
Til kvenfélaga
Eftirfarandi áskorun var
beint til kvenfélaga:
„Ráðstefna um kjör kvenna
til sjávar og sveita, haldin i
Neskaupstað 26. april 1975,
skorar á hin ýmsu kvenfélög i
landinu að bæta við starfsemi
sina fræðslu og umræðum um
stöðu islenskra kvenna, nú á
kvennaári.”
Yfirlitsmynd frá ráðstefnunni.
Frá fundi starfshóps. (myndir vh)
Söngurinn. Taliö frá vinstri Friöný Þorláksdóttir, Kristrún Ragnars-
dóttir, Anna Sigurjónsdóttir, Sigriöur Fanney Másdóttir og Iengst tii
hægri Svanhildur óskarsdóttir.
Ritarinn hrópaði
á vinstri stjórn
Það var táknrænt fyrir stöðu
Framsóknarflokksins I dag, að
ritari flokksins hrópaði ákaft á
endurreisn vinstristjórnarinnar
á almennum fundi f Hverageröi
á dögunum.
Fund þennan sóttu um 40
manns og hann var boðaður á
vegum Alþýðubandalagsins i
Hveragerði og Framsóknar-
félags Hveragerðis. Var fundur-
inn haldinn á föstudagskvöld.
Urðu umræöur afar llflegar og
stóðu þær fram yfir miðnætti.
Framsögumenn á fundinum
voru Garðar Sigurðsson, þing-
maður Alþýðubandalagsins og
Steingrfmur Hermannsson,
ritari Framsóknarflokksins. Til
máls tóku auk framsögumanna:
Kjartan Björnsson, Páll
Þorgeirsson, Þórgunnur
B jörnsdóttir , Kjartan
Valgarðsson, Auður
Guðbrandsdóttir, Guðmundur
Wium, Guðmundur G.
Þórarinsson, Snorri
Sigfinnsson, Þórður Snæ-
björnsson, Þór Vigfússon,
Margrét Björnsdóttir og
Sigurður Björgvinsson.
Svona sparar
borgarsjóður
Tveir verkamenn hjá
Reykjavíkurborg komu
hingað á ritstjórnarskrif-
stofurnar í vikunni og
bentu okkur á, að á sama
tíma og borgin boðar
niðurskurð framkvæmda
með sparnað fyrir augum,
býður hún út verk, sem
borgarstarf smenn geta
auðveldlega unnið.
SÖgðu þeir félagar, að oft bæri
svo við, að þegar starfsmenn
borgarinnar væru mættir ein-
hvers staðar að gera við gang-
stéttir, væru iðulega komnir á
vettvang verktakar, sem teldu sig
eiga að vinna verkið. Einnig hefði
það komið fyrir að verktaki hafi
gengið inn I gangstéttaviðgerð,
sem borgarstarfsmenn hefðu
verið byrjaðir á, og iðulega tæki
verktaki við verki af borgar-
starfsmönnum eftir klukkan 5 á
daginn, en lengur fá borgar-
starfsmenn ekki að vinna dag
hvern.
Olafur Guðmundsson hjá em-
bætti gatnamálastjóra staðfesti,
að útboð væri viðhaft vegna
viðgerða á gangstéttum. Sagði
hann að einingarverð fyrir að
taka upp brotna hellu, slétta
undir og setja nýja niður væri
þúsund krónur, og tvöfalt hærra
fyrir nýlagnir á hellum.
Borgarstarfsmennirnir tveir
sögðu okkur og frá þvl að ýmis
verkfæri borgarinnar væru látin
standa ónotuð, meðan sams kon-
ar tæki væru tekin á leigu. Þannig
hefðu traktorar borgarinnar
staðið ónotaðir i allan vetur, en
traktorar teknirá leigu hjá einka-
aðiljum. Einn traktor hefði td.
verið tekinn áleigu austan yfir
fjall, á hann sett loftpressa og
hann siðan látinn standa verklaus
mestan part vetrar, en að sjálf-
sögðu þurfti að greiða leigu fyrir
slikan grip.
Þá skýrðu borgarstarfs-
mennirnir einnig frá þvi, að það
hefði komið fyrir að borgin seldi
verktaka tæki og vinnuvélar, en
tæki þau siðan á leigu frá sama
verktaka.
—úþ
Skógræktarfélag
Hafnarf jarðar:
Sumar-
hefjast
Nú er Skógræktarfélag Hafnar-
fjarðar að hefja sumarstarf sitt.
Það hefst að þessu sinni með
fræðslu- og kynningarfundi 29.
april, I kvöld, i Góðtemplarahús-
inu kl. 20.30. Á þessum fundi mun
Sigurður Blöndal skógarvörður
tala um verkefni skógræktar-
félaganna. Þá verða sýndar
Sigurður Blöndal.
myndir frá skógræktarstarfi
hafnfirðinga.
matvörur
á markaði
Fyrsta tölublað Neytenda-
blaðsins 1975 er komið út. 1 blað-
inu er að finna greinar um marg-
visleg efni. Fyrst eru raktar
niðurstöður sænska bifreiðaeftir-
litsins um sifellt styttri endingar-
tima bifreiða, þá er greint frá
könnun, sem neytendasamtökin
hafa gert I samráði við Rann-
sóknarstofnun fiskiðnaðarins,
sem leiddu m.a. i ljós að ósölu-
hæfar matvörur eru til sölu i
Reykjavik. 1 blaðinu er grein um
uppþvottavélar, leiðbeiningar til
þeirra, sem hyggjast festa kaup á
ibúð, fjallað er um barnaslys i
Reykjavik, greint frá kostum og
löstum á pottum og pönnum og
sagt frá þvi hvaða hagræði getur
orðið af þvi að halda heimilisbók
yfir innkaupin.
1 Neytendasamtökunum eru nú
um þrjúþúsund félagar. 1 kvöld
halda samtökin aðalfund i Nor-
ræna húsinu og hefst hann kl. 21.
Á dagskrá eru auk venjulegra
aðalfundarstarfa, erindi Guð-
mundar Einarssonar, formanns
N.S., um neytendamál i Evrópu
og umræður um framtiðarstörf
N.S. á Islandi.