Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 29. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Atvinna ■ Atvinna Ellsabet Erlingsdóttir og Kristinn Gestsson. Tónleikar í Kópavogi Lög Fjölnis og Þorkels Ellasabet Erlingsdóttir söng- kona og Kristinn Gestsson pianó- leikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Kópavogs þriðju- daginn 29. apríl kl. 9 e.h. í sal Tón- listarskólans að Alfhólsvegi 11. A efnisskránni eru þessi verk: ÞrjU sönglög eftir Fjölni Ste- fánsson við ljóð úr „Tlmanum og vatninu” eftir Stein Steinarr, „Lög handa litlu fólki” eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð úr „Fiðrildadansi” eftir Þorstein Valdimarsson, þrjú lög eftir Al- ban Berg og loks fjórtán islensk þjóðlög, sem Fjölnir Stefánsson og Þorkell Sigurbjörnsson hafa útsett. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Elisabet og Kristinn eru kenn- arar við Tónlistarskóla Kópa- vogs. V iðskiptaf r æðingur, hagfræðingur Bandalag háskólamanna óskar að ráða viðskiptafræðing eða hagfræðing hálfan eða allan daginn. Umsóknir sendist á skrifstofu BHM i Félagsheimili stúdenta fyrir 10. mai n.k. BANDALAG HASKÓLAMANNA Lausar stöður Kennarastöður við Fjölbrautaskólann i Breiðholti i Reykjavik eru lausar til umsóknar. Um er að ræða bók- legar og verklegar greinar I eftirfarandi kennsludeildum skólans: tslenskudeild, deild erlendra mála, stærðfræöideild. eðlis- og efnafræöideiid, náttúrufræðideild, samfélags- og uppeldisdeild, viðskiptadeild, heimilisfræðadeild, mynd- og handmenntadeild, iðnaðar- og iðjudeid, sjómennsku- deild, og Iþróttadeild. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 15. júnf nk. Umsóknareyðublöð fást I ráöuneytinu og I fræðsluskrifstofu Reykjavlkur. Menntamálaráðuneytið 23. april 1975 Lausar stöður Við Æfinga-og tilraunaskóla Kennaraháskóla tslands eru tvær stöður æfingakennara lausar til umsóknar, önnur á raungreinasviöi, sem tekur til eðlisfræöi, Ilffræöi og fleiri greina, en hin I dönsku, og er hún einkum miöuö viö kennslu á siöasta stigi grunnskóla. Umsækjendur þurfa aö kunna góö skil á kennslufræöi viökomandi greina. Viö skólann eru einnig lausar til umsóknar 2-3 stööur almennra kennara. Hluti úr fullri stööu kemur einnig til greina. Aö ööru jöfnu mundu þeir umsækjendur ganga fyrir, sem veriö gætu jöfnum höndum bekkjarkennarar eldri deilda á barnastigi og kennt einhverjar greinar I efstu bekkjum grunnskóla, t.d. ensku og samfélagsfræöi. Umsóknir um framangreindar stööur meö upplýsingum um námsferii og störf skulu hafa borist menntamála- ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 31. mai nk. Umsóknareyöublöð fást I ráðuneytinu og hjá skólastjóra. Menntamálaráðuneytið 23. april 1975 Þörf fyrir fisk- kassaverksmiðju Ákveðið hefur verið að hefja þegar undirbúning að stofnun fiskkassa- verksmiðju hérlendis og óskað verður fram- kvæmdafélags um fram- leiðsluna og að lagt verði fram á alþingi frumvarp að lögum um þetta efni. Hinn 30. nóv. ’72 skipaöi þá- verandi iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, nefnd, sem hafði það hlutverk m.a. að kanna þörf fyrir fiskikassa hér- lendis, að gera forathugun á hagkvæmri framleiðslu fiski- kassa hérlendis og aö gera áætl- un um hvernig best yrði staðið að framkvæmd þessa máls. Nefndin skilaði siðan niður- stöðum i april ’73 og um ára- mótin 1973 og '74 var lagt fram stjórnarfrumvarp um stofnun undirbúningsfélags til athugun- ar á hagkvæmri framleiöslu fiskkassa hérlendis og var frumvarpið samþykkt i mai 1974. Undirbúningsfélag Fiskkass- ar h/f var siðan stofnað i júni það ár og eru hluthafar rikis- sjóður, Akureyrarbær, Sjálfs- björg Akureyri, fyrirtæki og einstaklingar. Formaður stjórnar félagsins er Hörður Jónsson, verkfræðingur, Reykjavik. Undirbúningsfélagið hefur nú gert tillögur um tilhögun við stofnsetningu verksmiðjunnar og sent frá sér alllanga greinar- gerð um málið. í greinargerð þessari kemur fram, að fiskkassar úr plasti hafi verið að ryðja sér til rúms hérlendis sl. 3 ár og hafa um 200 þúsund kassar verið fluttir til landsins. Höfundar greinargerðarinnar gera ráð fyrir þvi, að innan fárra ára verði stofnmarkaður fyrir fiskkassa hérlendis orðinn um 600 þúsund kassar, og end- urnýjunarmarkaðurinn verði fyrir 100 þúsund kassa árlega. Siðar segir i greinargerðinni, að þeir .kassar, sem mest hafa verið notaðir hérlendis séu ekki fullnægjandi og nefna þar til að þeir séu of dýrir, cif-verð 2.600 krónur kassinn, mál þeirra kassa sé óheppilegt, þeir séu ó- staflanlegir tómir, séu of þungir fullir af fiski og is, eða 70 kiló og þvi erfiðir i flutningi, og fleiri vankantar eru til nefndir. Stofnkostnaður fiskkassa- verksmiðju er áætlaður 170 miljónir króna. —úþ Eitt af baráttumálum Alþýðubandalagsins í borgarstjórn komið á rekspöl Rafmagnfyrir báta í höfn Unnið er nú að því að teikna og staðsetja raf- tengikerfi við vestur-höfn- ina, sem ætlunin er að bátaflotinn geti notað sér þegar hann liggur við bryggju og spari þannig keyrslu Ijósavéla. Guðjón Jónsson, sem var vara- borgarfulltrúi fyrir Alþýðu- bandalagið á siðasta kjörtimabili, lagði til við borgarstjórn á sinum tima, að komið yrði fyrir aðstöðu við höfnina þannig að hægt væri að raftengja skip við land. Benti Guðjón á að með þessu mætti spara mikið fé, þvi meö þessu móti þarf ekki að keyra ljósavél- ar bátanna þótt verið sé að vinna i þeim, auk þess sem þetta drægi mjög úr skaðlegum hávaöa við vinnu i vélarrúmi og menguri i og við höfnina. Samkvæmt upplýsingum hafn- arstjórans i Rvik, Gunnars Guö- mundssonar, hefur veriö gerður frumuppdráttur fyrir raflagnir i vestur-höfninni. Mun ætlunin að leggja þangað rafmagn til við- gerða og hitunar. Nú eru ákveðnir Guöjón Jónsson. þættirþessa uppdráttar i athugun hjá Rafmagnsveitum Reykjavik- ur. Gunnar sagði, að ekki væri hægt að sjá fyrir endann á þvi hvenær verki þessu yröi lokið og raftengikerfið komiö upp, og sagði reyndar, að eins og fjárhag borgarinnar væri nú háttað mundi þetta raftengikerfi ekki komast i gagnið á næstunni. — úþ Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f. Sauðárkróki Aðalfundur tJtgerðarfélags Skagfirðinga h.f. fyrir árið 1974 verður haldinn á Sauðárkróki föstudaginn 2. mai 1975 og hefst kl. 20.30. Fundarstaður: Félags- heimilið Bifröst. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt sam- þykktum félagsins. 2. önnur mál. Stjórn útgerðarfélags Skagfirðinga h.f. Sauðárkróki. FÍL FÍL Loftskeytamenn Félagsfundur verður haldinn að Bárugötu 11 í dag kl. 14. Dagskrá: 1. Kjaramál 2. Önnur mái Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.