Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 29. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 9. þing ÆSÍ um helgina Jónas Sigurðsson kjörinn formaður Nú um helgina var haldið 9. þing Æskulýðssambands íslands. Að þessu sinni fjallaði þingið einkum um innri mál sambandsins, en einnig fór fram stjórnar- kjör og kosið í utanríkis- nefnd. Stjórn ÆSI er nú þannig skip- uð: formaður Jónas Sigurðsson frá Alþýðubandalaginu, aðrir i stjórn Lars Andersen frá SIKN, Eirikur Valsson frá SFV, Garðar Sveinn Arnason frá SUJ, Egill Ásgrimsson frá INSI, RUnar Ar- mann ArtUrsson frá SHÍ og Pétur Pétursson frá SUF. Formaöur ut- anrikisnefndar var endurkjörinn Elias Snæland Jónsson frá SFV en aðrir i nefndinni eru: Svanur Kristjánsson frá SINE, Tryggvi Þór Aðalsteinsson frá Abl., Sveinn RUnar Hauksson frá SHI, Sigurður Geirdal frá UMFI og Cecil Haraldsson frá SUJ. For- maður sambandsins á einnig sæti i nefndinni. Þingiðhófstáföstudegikl. 16 og lauk þvi á sunnudag kl. 18. Starf þingsins fór að mestu fram i starfshópum en einnig voru flutt tvö erindi: SkUli Möller fjallaði um þróun utanr'ikissamskipta ÆSI frá þvi siðasta þing var hald- ið fyrir tveimur árum og Ólafur R. Einarsson gerði innanlands- starfinu skil. Þingið ályktaði um félagsmál ÆSI, utanrikissamskipti þess og loks var samþykkt almenn álykt- un um þjóðfélagsmál. Ályktunum þingsins verða gerð nánari skil hér i blaðinu siðar. — ÞH Jónas Sigurðsson tekur nú við formannsstarfi i ÆSl en fráfar- andi formaöur er Gunnlaugur Stefánsson. Af Hitaveitu Suðurnesja Enn er allt óljóst með landakaup Hverjir eru landeigendur? Stjórn Hitaveitu Suður- nesja mun í gær hafa útbú- ið svar til landeigenda Svartsengis, þaðan sem ætlunin er að taka heita vatnið til hitunar húsa á Suðurnesjum, en landeig- endur höfðu óskað nánari lýsingar á því landi, sem sveitarfélögin vilja fá til þess að vinna heita vatnið úr jörðu. Formaður hitaveitustjórnar er Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri i Keflavik. Sagði hann að nokkur hugur væri i mönnum með að láta bora eftir heitu vatni i Eldvörp- um, nnv. af Svartsengi, þ.e.a.s. nær Keflavik en Svartsengi ligg- ur. Þar hefur ekki verið borað eft- ir heitu vatni til þessa. Tvær djUpar borholur eru i Svartsengi og tvær grunnar, og var borunarkostnaður þegar þær voru gerðar 30 miljónir, sem Jó- hann taldi liklegt að gæti verið 50—80 miljónir i dag ef eins yrði staðið að borun við Eldvörp eins og við Svartsengi. Jóhann sagði að ef borað yrði við Eldvörpin yrði það þó ekki gert á sama hátt og við Svartsengi, og kostnaðin- um við borun þar yrði dreift á lengri tima en af borunum við Svartsengi. Lögmaður landeigenda, Jónas Aðalsteinsson hrl., sagði það samþykki aðila málsins að segja ekki frá efni bréfs stjórnar hita- veitunnar til landeigenda að svo stöddu. Meðal ástæðna fyrir þvi, að landeigendur óskuðu eftir nán- ari og fyllri upplýsingum um stærð þess svæðis, sem hitaveitu- stjórnin óskaði eftir, væri sU, að á svæði þessu væri nU bæði malar- og rauðamalarnám sem landeig- endur nýttu i dag, og Ur þvi þyrfti að fá skorið áður en kaupin yrðu gerð hvort námur þessar lentu innan þess svæðis, sem ætlunin er að taka undir hitaveitu. Lögmaðurinn kvaðst ekki geta gefið upp nöfn eigenda landsins að svo stöddu. Vegna þess að mál þetta er ekki einvörðungu hagsmunamái byggðanna á Suðurnesjum, held- ur allra landsmanna, hefur það nU runnið upp fyrir fólki hversu fáránlegt það er að einstaklingar, sem hvorki hafa lagt fé né fyrir- höfn i það að gera land sem þeir fyrir tilviljun eru eigendur að, verðmætt, heldur krefjast hundr- uð miljóna fyrir, og mætti fólki þvi nU vera nokkur missir i frum- varpi MagnUsar Kjartanssonar fyrrv. iðnaðarráðherra, sem hann lagöi fram á þingi i fyrra en hlaut ekki náð fyrir augum allt of Framhald á 15. síðu. lsta maí- merki Eins og venja er verða seld merki fyrsta mai á götum á fimmtudaginn, samhliða göngunni niður Laugaveg og á Utifundinum á Lækjartorgi. Merkin verða afhent söiu- börnum i anddyri skrifstofu DagsbrUnar frá klukkan 9 að morgni lsta mai til hádegis og aftur frá klukkan 1 eftir há- degi. Sölubörn fá 15% sölulaun. Borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstœðisflokksins í Reykjavík Vill ekki semja við togaramenn Á borgarráðsf undi í síð- ustu viku samþykktu full- trúar Sjálfstæðisflokksins að sérsamningar Bæjarút- gerðar Reykjavíkur við togaras jómenn mundu spilla fyrir við lausn kjara- deilu þeirra við útgerðar- menn, og greiddu atkvæði gegn framkominni tillögu um að samið yrði við tog- arasjómenn þá, sem starfa á togurum BÚR. AheyrnarfulltrUi Alþyðuflokks- ins og Samtakanna i borgarráði, Björgvin Guðmundsson, lagði fram á borgarráðsfundinum til- lögu þess efnis, að BÚR gerði til- raun til þess að gera sérsamning við sjómenn þá sem hjá BÚR starfa, svo hægt væri að koma togurunum sem fyrst á veiðar og fyrirbyggja stöðvun Fiskiðjuvers BÚR, og að þessu skyldi stefnt með svo snörum hætti, að ekki kæmi til framkvæmda uppsögn kauptryggingar verkafólks hjá Fiskiðjuverinu. Eins og fyrr segir felldu sjálf- stæðismenn þessa tillögu þar eð þeir töldu að samþykki slikrar tillögu gæti spillt fyrir heildar- samningi við togarasjómenn. Þar hefur verið haft i huga, að ef BÚR gerði samninga við sjómenn, sem þeir gætu gengið að, gæti svo far- ið, að einkaUtgerðarmenn yröu nauðugir viljugir að gera slika kjarasamninga einnig. Hafa borgarráðsmenn þar verið minn- ugir orða Alberts Guðmundsson- ar frá siðasta borgarstjórnar- fundi, að hann vonaðist til þess, að borgarstjórnarmeirihlutinn gæti alltaf haldið hlifiskildi yfir atvinnurekendum. Borgarráðsmennirnir Sigurjón Pétursson Alþb., og Kristján Benediktsson, Framsókn, létu bóka, að ,,bein afskipti Utgerðar- ráðs Reykjavikurborgar af vinnudeilu þeirri.sem nU stendur yfir á stóru togurunum, muni fremur stuðla að lausn þessarar deilu en torvelda lausn hennar.” Þeir Sigurjón og Kristján greiddu tillögu áheyrnarfulltrU- ans Björgvins Guðmundssonar atkvæði, en borgarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu at- kvæði gegn henni. — úþ ísland úr NATÓ - Herinn burt! Oátalið, en án samþykkis Æfing Almannavarna á laugardag Tókst afbragðsvel Almannavarnir settu á laugardaginn á svið hóp- slys við Hlíðaskóla i Reykjavík. Höfðu þar ver- ið tillagðir 108 slasaðir, en alls tóku þátt í æfingu þessari 1240 manns, þar af 900 á sjúkrahúsum. Guðjón Petersen, starfsmaður Almannavarna, sagði Þjóðviljan- um i gær, að hann væri mjög ánægður með árangurinn af þess- ari æfingu. Hann sagði að visu hefðu sér ekki borist allar skýrsl- ur vegna æfingarinnar, en sagði að óhætt væri þó að fullyrða, að æfingin hefði tekist betur en nokkur hefði þorað að vona. Fyrstu sjUkrabilarnir voru komnir á slysstaðinn 4 minUtum eftir Utkall og á sama tima var lögreglan byrjuð á að loka gatna- mótum, til þess að auðvelda að- keyrslu að sjUkrahUsunum jírem- ur, sem áttu að taka við hinum slösuðu, en það voru Landspital- inn, BorgarsjUkrahUsið og Landakotsspitali. 11 minUtum eftir Utkall kom fyrsti greiningarlæknirinn á slys- stað, en þá voru sjUkraliðar bUnir að veita hinum slösuðu fyrstu sjUkrahjálp. Guðjón lét þess get- ið, að læknanemar við Háskóla tslands hefðu UtbUið hina slösuðu, og lagt ýmsar gildrur fyrir sjUkraliðana, þannig gerðar, að ef ekki hefði verið rétt við brugðið hefði nokkur skaði átt sér stað. SjUkraliðar munu ekki hafa fallið i neinar þessara gildra. Flutningar á hinum slösuðu til sjUkrahUsanna hófust svo 12 til 13 minUtum eftir Utkall eða rétt eftir að greiningarlæknir kom á stað- inn til þess að dæma um hverja þyrfti fyrst að flytja á sjUkrahUs. Einni klukkustund og 5 minUt- um eftir að Utkall var gert voru allir hinir slösuðu komnir á sjUkrahUs. Guðjón gat þess og, að björgun- arsveitir sjálfboðaliða, en sjálf- boðaliðana þarf að kalla Ut sér- staklega, hefðu komið á vettvang 20—30 minUtum eftir Utkall. SjUkrahUsin þrjU settu neyðar- áætlanir sinar i gang og gekk þar allt vel fyrir sig. Guðjón sagði, að með þessari æfingu hefðu Almannavarnir ver- ið að leita að göllum i skipulagi sinu, og vissulega hefðu gallar fundist. Einkum hefði sá galli verið áberandi, að nokkurt sam- bandsleysi var á milli spitalanna og einnig á milli skrifstofu Al- mannavarna og spitalanna, og hefði þetta leitt til þess að mis- mikið álag var á sjUkrahUsunum. Eftir slika æfingu er hægt að bæta Ur þeim göllum sem fram komu á slysavarnarkerfinu, sagði Guðjón Petersen aö lokum. .. - uþ ísland úr Nató, herinn burt, verða tvær þeirra krafna sem bornar verða í kröfugöngu verkalýðsins á fimmtudaginn fyrsta maí. Ekki voru allir þeir, sem að kröfugöngunni standa samþykkir þvi, að þessar kröfur yrðu bornar uppi, en það var látið óátalið af þeim hinum sömu, að þeir, sem þessa skoðun hafa á málum, haldi þessum kröfum á lofti, en það mun þó verða gert án samþykkis hinna sömu aðila. — úþ Ung skáld og œskuljóð endurtekin í Þjóðleikhúsinu ÞjóðleikhUsið hefur ákveðið að endurtaka i kvöld (þriðjudags- kvöld) ljóða- og söngdagskrána UNG SKALD OG ÆSKULJÓÐ vegna mikillar aðsóknar. Dag- skrá þessi var flutt siðasta vetr- ardag á Litla sviðinu i LeikhUs- kjallaranum og hlaut hinar ágæt- ustu undirtektir. Hér er um að ræða ljóð og söngva eftir 20 höf- unda, einkum þá sem enn eru ungir að árum en einnig æskuljóð nokkurra eldri höfunda. Flytj- endur eru leikararnir: Edda Þór- arinsdóttir, Herdis Þorvaldsdótt- ir, Margrét Guðmundsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Ævar R. Kvaran. Meginþungann af tón- listarflutningnum ber söngtrióið ÞrjU á palli (Edda, Halldór Krist- insson og Troels Bendtsen) ásamt Carl Billich. Stefán Baldursson hefur stjórnað sýningunni og val- ið efnið ásamt leikurunum. Sýn- ingin hefst kl. 20:30 og geta áhorf- endur setið við borð og notið veit- inga meðan á sýningu stendur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.