Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 29. april 1975. VATNASKILIN í íslenskri þjóðmálabaráttu Ég lauk máli minu við aðra um- ræðu með þvi að leggja áherslu á nauðsyn þess að allir stjórnmála. flokkar lýstu yfir grundvallar- skoðunum sfnum að þvi er varðar meginstefnur i iðnþróun i sam- bandi við afgreiðslu þessa máls. Ég rifjaði upp að ég hefði mótað þá stefnu, meðan ég gegndi störf- um iðnaðarráðherra, að slík iðn- þróun yrði að vera islensk, öll fyrirtæki i orkufrekum iðnaði að verulegum meirihluta i eigu islenska rfkisins og lUta islensk- um lögum i einu og öllu, taka einvörðungu mið af islenskum hagsmunum, félagslegum sjónarmiöum okkar sjálfra, ströngustu kröfum um vistfræði- legar reglur i samræmi við islenskt lifrfki. Þetta er stefnu- mörkun sem skiptir sköpum og ræður úrslitum um það hvernig það þjóðfélag verður sem is- lendingar lifa i eftir tiltölulega skamman tlma. Ef erlend stór- fyrirtæki flæða yfir landið, erum við að afsala okkur efnahagslegu fullveldi í sarna mæli. Ég tel það þjóðarnauðsyn að hlaðinn verði varnarmúrgegn þeirri óþjóðhollu stefnu, svo að allír sem tryggja vilja efnahagslegt fullveldistandi saman án tillits til ágreinings um framkvæmdaatriði f einstökum tilvikum, Þess vegna lagði ég áherslu á að allir stjórnmála- flokkar skýrðu afstöðu sina til þessara örlagariku meginatriða, ekki með hálfum svörum ekki með persónulegu pexi, heldur ótviræðri stefnumörkun. Tveir þingmenn urðu við þessari ósk minni, Bragi Sigurjónsson og Ragnhildur Helgadóttir. Besta ráðið til að tryggja sjálfstæði þjóðar er að farga sjálfstæði hennar! 1 ræðu sinni í fyrradag lýsti Bragi Sigurjónsson yfir þvf aö það væri meginstefna Alþyðu- flokksins, að meiriháttar fyrir- tæki iorkufrekum iðnaði á tslandi ættu aö vera að fullu og öllu I eigu útlendinga. Ég veit aö Bragi Sigurjónsson er svo grandvar maður, að hann er ekki að lýsa einkaskoðun sinni heldur stefnu Alþýðuflokksforustunnar. Sú stefna kemur raunar ekki á óvart. Alþýðuflokkurinn stóð að ál- samningunum illræmdu, og eng- inn hefur gert skýrari grein fyrir óþjóðhollri stefnu á þessu sviði en Gylfi Þ.»Gislason i hinni frægu ræðu sem hann flutti á aldaraf- mæli þjóðminjasafnsins. Þar likti þingmaðurinn Islandi við smá- lcænu sem yrði að koma dráttar- taug i stórt hafskip ef við ættum ekki að dragast aftur Ur. Uppi- staðan I ræðunni voru þau þau fleygu ummæli sem þingmaður- inn hafði að einkunnarorðum. Besta ráðið til að tryggja sjálf- stæði þjóðar er að farga sjálfst. hennar.Þingmaðurinn hafnaði að fullu hinum fornu sjálfstæðishug- sjónum fslendinga og taldi að þær væru likt og gripir sem ætti að varðveita á þjóðminjasafni. NU væri ekki um annað að ræða en að Island tengdist stórri heild og lyti forsjá hennar. Yfirlýsing Braga Sigurjónsson- ar sannar að Alþýðuflokkurinn hefur ekkert lært og engu gleymt. Stefnumörkun hans sýnir glöggt hversu fjarlægir valdhafar Al- þýðuflokksins eru orönir fyrstu brautryðjendum jafnaöarstefnu og verklýðshreyfingar á lslandi, en viðhorf þeirra voru i hinum nánustu tengslum við sjálfstæðis- baráttuna, eins og glögglega kemur fram af hinni miklu ævi- sögu Jóns Guðnasonar um Skúla Thoroddsen sem fléttaði saman félagslegar hugsjónir alþýðu og ýtrustu sjálfstæðiskröíur i órofa heild. Gamalkunnar röksemdir Ragnhildur Helgadóttir lýsti I ræðu sinni fullkominni andstöðu sinni við það ákvæði frumvarps- ins að Islenska rikið ætti 55% i fyrirhugaðrikisiljárnverksmiðju. Hún kvaðst vilja að tslendingar ættu sem minnst í fyrirtækinu og helst ekki neitt, heldur yrði að þessu máli staðið einsog ál- bræðslunni I Straumsvik. Rök- semdir Ragnhildar voru þær að það væri of áhættusamt fyrir islendinga að takast á við slikan atvinnurekstur, við værum svo fáir, fátækir og smáir að við gæt- umekki risið undir þeirri áhættu: við myndum lenda í vanda bæði að því er varðar mannafla, fjár- útvegun og sölu. Þess vegna væri það rétt stefna f sambandi við iðnþrdun að lúta forsjá út- lendinga. Þetta eru gamalkunnar rök- semdir: þær eru ívaf i allri sögu Islenskrar sjálfstæðisbaráttu frá þvl að hún hófst I öndverðu. Meðan sjálfstæðisbaráttan við Dani stóð, voru hér alla tfð merk- ir og málsmetandi menn sem töldu að það væri fullkomlega óraunsætt að imynda sér að litil þjóð eins og sú islenska gæti staðið á eigin fótum á sviði efna- hagsmála og atvinnumála. Þeir töldu það allt of áhættusamt að flytja verslunina inn í landið, við myndum ekki ráða við það verk- efni. Þeir töldu allt of áhættusamt að fslendingar réðu sjálfir yfir at- vinnulífi sinu, þróuðu það og efldu; undir þvi gætum við ekki risið. Það voru' ekki aðeins Islendingar, hallir undir dani, sem þannig töluðu, heldur einnig ýmsir bestu vinir okkar I Dan- mörku. 1 þvi sambandi man ég eftir bréfi sem Georg Brandes skrifaði Matthíasi Jochumssyni, og greinum sem Brandes birti i blaðinu Politiken. Þar taldi hann hugmyndir islendinga um sjálf- stæði innantóman hroka, sem stangaðist á viö augljósustu efna- hagsleg rök. Hann Hkti sjálf- stæðisbaráttu islendinga við það ef eyjan Amákur, sem er hluti af Kaupmannahöfn, geröist full- valda riki, og fjallaði um sjálf- stæðishugmyndir okkar með log- andi háði. Reynslan hefur nú skorið Ur um þennan ágreining. Ortölu- mennirnir höfðu ekki gert sér grein fyrir þvi að sjálfstæöi og stjórnarfarslegt frelsi leysa Ur læðingi andlega orku sem brey tist I áþreifanlegt félagslegt og efna- hagslegt vald. Sigrar okkar I sjálfstæöisbaráttunni hafa orðið til þess að Islenska þjóðin hefur á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.