Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. april 1975.
DJÖÐVIUÍNN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
(Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
JRijstjórar: Kjartan ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Vilborg Harðardóttir
Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 llnur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
KÍSILJÁRNVERKSMIÐJAN Á GRUNDARTANGA
Haldinn var fundur á alþingi á laugar-
daginn var, en yfirleitt tiðkast ekki að
hafa þingfundi á laugardögum nema þeg-
ar störfum er að ljúka. Fundurinn hófst kl.
10 að morgni og ekki var gefið neitt
matarhlé um hádegi, en slikt telst til al-
gerra einsdæma. Málið sem var á dagskrá
var kisiljárnverksmiðjan á Grundartanga
og ástæðan fyrir asanum var sú, að full-
trúar auðhringsins Union Carbide höfðu
boðað komu sina til landsins og vildu
skrifa undir stofnsamning án tafar. Þá
var alþingi gert að afgreiðslustofnun á
svipstundu, og þannig var á málum haldið
að ekki mátti breyta stafkrók i frumvarp-
inu, ekki heldur atriðum sem meirihluti
neðri deildar var greinilega sammála um
að breyta þyrfti, eins og fyrirkomulagi á
fjármögnun og rekstri hafnarinnar eða
kjöri stjórnar. Union Carbide vildi fá
málalok, og þá varð Alþingi islendinga að
hlýðnast. í þessum vinnubrögðum birtist
sú þjónsafstaða til erlends valds sem
leiðtogar hins svokallaða Sjálfstæðis-
flokks hafa tamið sér siðustu áratugi og
Framsóknarforustan beygir sig að sjálf-
sögðu undir eins og allt annað sem sterki
aðilinn i rikisstjórninni vill.
Hugmyndin um stofnun islensks rikis-
fyrirtækis i orkufrekum iðnaði sem nýtti
hluta af afli Sigölduvirkjunar kom upp
1971, þegar oliuverð var svo lágt að tak-
mörkuð eftirspurn var eftir raforku til
húshitunar og horfur á að ekki yrði mark-
aður fyrir rafmagnið um langt skeið.
Þessar forsendur breyttust með skjótum
hætti eftir haustið 1973, en siðan hefur olia
fimmfaldast i verði. Um leið varð nýting
innlendra orkugjafa i stað oliu að for-
gangsverkefni, bæði af þjóðhagslegum
ástæðum og með tilliti til öryggis lands-
manna; jarðvarmi þar sem hann væri til-
tækur og raforka annarsstaðar. Sér-
fræðingar sýndu fram á að til þess að full-
nægja raforkumarkaðnum þyrfti alla
vinnslu Sigölduvirkjunar og Kröflu-
virkjunar að auki. Þar með voru brostn-
ar allar forsendur fyrir hugmyndunum
um orkufrekan iðnað, fyrr en búið væri að
fullnægja hinni almennu eftirspurn is-
lendinga. Núverandi rikisstjórn hefur hins
vegar ekki viljað fallast á þetta sjónar-
mið, en righaldið sér i áformin um kisil-
járnverksmiðju án tillits til alls annars, og
hún knúði málið fram með annarlegum
hætti á laugardaginn var. Með þeirri
ákvörðun er verið að dæma orkuskort yfir
verulegan hluta þjóðarinnar um langt
árabil; með þvi er verið að ákveða að
vestfirðingar, austfirðingar og hluti
norðlendinga verði að búa við rándýra
oliuhitun og þjóðarheildin eyða miljörðum
króna i oliuinnflutning að óþörfu. Með
þessari ákvörðun er verið að binda það að
næst verði ráðist i Hrauneyjafossvirkjun.
Ljóst var að þingmenn stjórnarliðsins
voru mjög miður sin vegna þessara
ákvarðana, þrir greiddu ekki atkvæði, og
hvorki meira né minna en tiu þingmenn
voru fjarverandi. Það var minnihluti
neðrideildar, 19 þingmenn af 40, sem tók
hina endanlegu ákvörðun.
Hvatir hinna óánægðu stjórnarþing-
manna voru að visu misjafnar. Ragnhild-
ur Helgadóttir lýsti yfir þvi að hún væri
þvi algerlega andvig að hér yrði um rikis-
fyrirtæki að ræða, með þvi væri stefnt að
stórfelldari þjóðnýtingu en nokkru sinni i
sögu landsinsjhún hefði heldur kosið að
bandariski auðhringurinn Union Carbide
ætti verksmiðjuna að mestu og helst öllu
leyti. Þar talaði Ragnhildur máli hins
harða kjarna i Sjálfstæðisflokknum sem
vill opna allar gáttir fyrir erlendum stór-
fyrirtækjum á íslandi, sem vill afsala full-
veldi i efnahagsmálum til þess að halda
við og afla einkakapitalisma hér á landi.
Þessi óþjóðholla stefna sem nú einkennir
forustu Sjálfstæðisflokksins kom einnig
fram i breytingum þeim sem Gunnar
Thoroddsen gerði á hinum upphaflegu
drögum um kisiljárnverksmiðju. Hann
færði auðhringnum á silfurbakka stórauk-
inn eignárhlut; hann tryggði auðhringn-
um aukinn arð sem nemur nær miljarði
króna þegar á fyrsta ári framleiðslunnar ;
hann samdi um orkuverð sem er miklum
mun lægra en áður í hlutfalli við stofn-
kostnað verksmiðjunnar og breytingar á
orkuverði i heiminum. Slik undanlátssemi
spáir ekki góðu. Það er að visu mikilvægt,
að núverandi rikisstjórn hefur ekki þorað
að hverfa að fullu frá ákvæðunum um
meirihlutaeign islenska rikisins og að
verksmiðjan lúti i einu og öllu islenskum
lögum og islenskum dómstólum. En þótt
slik ákvæði séu grundvallaratriði getur
framkvæmdin gert þau að engu. Og þvi
miður hefur reynslan sannað að ekki er
unnt að treysta núverandi rikisstjórn i
samskiptum við erlent vald. — m.
Frá lokaafgreiðslu járnblendimálsins á alþingi
Minnihluti þingmanna stóð
að samþykkt málsins
þingsjá
Breytingartillögur allar felldar
Svo sem skýrt hefur verið frá
hér i Þjóðviljanum, þá lýsti
Ragnhildur Iielgadóttir, einn
þingmanna Sjálfstæðisflokksins,
þvi yfir við 2. umræðu um frum-
varp rikisstjórnarinnar um járn-
blendiverksmiðju i Hvalfirði, að
hún teldi, að auðhringurinn Union
Carbide hefði átt að eiga þessa
verksmiðju einn, þvi að með
meirihlutaeign islenska rikisins
væri stuðlað að rikiskapitalisma
á landi hér. Sams konar viðhorf
komu fram hjá Jóni Sólnes.þing-
manni Sjálfstæðisflokksins i efri
deild, og fleiri þingmenn flokks-
ins hafa látið liggja að þvi sama.
Hver er grundvallar-
afstaða flokkanna?
bað var þvi ekki að ástæðu-
lausu, að Magnús Kjartansson,
lagði á þaö áherslu við þriðju um-
ræöu málsins á laugardag að
flokkarnir gerðu grein fyrir þvi,
hver væri stefna þeirra varðandi
það mikilvæga atriði, hvort is-
lendingar ættu að heimila erlend-
um aðilum aðkoma hér upp fyrir-
tækjum, sem væru að meirihluta
erlend eign eða ekki.
ólafur Jóhannesson lýsti þvi
yfir (úr sæti sinu), að Framsókn-
arflokkurinn hafi ekki hvikað frá
þeirri stefnu vinstri stjórnarinn-
ar, að öll fyrirtæki, sem reist
verða hér á landi skuli vera is-
lensk eign, a.m.k. að meirihluta
til.
Gylfi Þ. Gíslason sagði það
stefnu Alþýðuflokksins, að ekki
ætti að útiloka meirihlutaeign er-
lendra aðila i fyrirtækjum á Is-
landi, heldur láta aðstæður
hverju sinni ráða um eignarhald
nýrra fyrirtækja. Sama skoðun
kom fram hjá Ingólfi Jónssyni við
2. umræðu málsins.
Það vakti athygli, að hvorki
Gunnar Thoroddsen.né aðrir ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins feng-
ust til að segja orð um það, hver
væri stefna Sjálfstæðisflokksins i
þessum efnum, hvort heimila ætti
meirihlutaeign erlendra aðila að
fyrirtækjum á tslandi, eins og
samið var um þegar álbræðslan
var sett á stofn. Ráðherrar
flokksins hreyfðu hins vegar eng-
um athugasemdum við málflutn-
ing Ragnhildar Helgadóttur og
Jóns Sólness, svo að ástæða er til
að ætla, að helstu framámenn
Sjálfstæðisflokksins telji þau
túlka viðhorf flokksins sem sliks
til þess mikilvæga grundvallarat-
riðis, um eignarhlut útlendinga
að fyrirtækjum á tslandi.
Svo sem sagt er frá á öðrum
stað i blaðinu i dag fór 3. umræða
um járnblendiverksmiðjuna fram
i neðri deild alþingis á laugardag-
inn var, og var frumvarp rikis-
stjórnarinnar um það efni sam-
þykkt sem lög með 19 atkvæðum
gegn 8. Hjá sátu Ragnhildur
Helgadóttir, Ingvar Gislason og
Sverrir Hermannsson. I neðri
deild eiga sæti 40 þingmenn, og er
það þvi minnihluti þingmanna i
deildinni, sem að samþykktinni
stendur.
Áöur höfðu verið felldar marg-
ar breytingartillögur frá Magnúsi
A fundi neðri deildar alþingis á
laugardaginn var frumvarp rikis-
stjórnarinnar um 3500 miljóna
niðurskurð á fjárveitingum og
fleiri ráðstafanir i efnahagsmál-
um afgreitt sem lög frá alþingi.
Málið var afgreitt frá efri deild
á föstudagskvöld, en þar voru
samþykkíar þrjár breytingartil-
lögur,svoað frumvarpið hlaut að
Kjartanssyni og segir nú frá af-
greiðslu þeirra:
Ragnhildur, Karvelog
Alþýðubandalagið
gegn 3. grein.
— ólikar forsendur—
Tillaga Magnúsar um að visa
frumvarpinu frá með rökstuddri
dagskrá var felld að viðhöfðu
nafnakalli með 25 atkvæðum allra
viöstaddra þingmanna stjórnar-
flokkanna og Alþýðuflokksins
gegn 8 atkvæðum viðstaddra
koma enn einu sinni til meðferðar
I neöri deild.
Ein breytingartillagan, sem
efri deild samþykkti var tillaga
Geirs Gunnarssonar um að fjár-
málaráðherra láti fara fram á
þessu ári sem nákvæmasta könn-
un á framfærslukostnaði barna,
svo að hafa megi niðurstöður
sllkrarkönnunartil hliðsjónar við
álagningu skatta og ákvörðun
þingmanna Alþýðubandalagsins
og Samtaka frjálslyndra.
Tillaga Magnúsar um að
staðarval skuli háð þvi að uppfyllt
verði lagaákvæði um náttúru-
vernd og ákvæði reglugerðar um
varnir gegn mengun var felld
með 18 atkvæðum gegn 9. Ingvar
Gislason greiddi breytingartillög-
unni atkvæði auk þeirra átta
þingmanna, sem studdu frávisun
með rökstuddri dagskrá. Hjá sátu
Ragnhildur Helgadóttir, Sigur-
Framhald á 12. siðu.
tryggingabóta, sem greiddar eru
vegna barna. Hinar tillögurnar
voru frá fjárhags- og viðskipta-
nefnd efri deildar um niður-
fellingu tolla á nokkrum tegund-
um lyfja og um eindaga og inn*
heimtu kirkjugarðsgjalda.
Þessar tillögur voru einnig
samþykktar samhljóða i neðri
deild á laugardag og niður-
skurðar-frumvarpið samþykkt,
sem lög frá alþingi með 20 at-
kvæðum gegn 5.
Rikisstjórnin fékk
niðiirskurð staðfestan
Tillaga Geirs Gunnarssonar um könnun á framfærslu
kostnaði barna samþykkt