Þjóðviljinn - 29.04.1975, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. apríl 1975.
Ég veit ekki hve margir íslend-
ingar gera sér grein fyrir þvi, að
við sem fiskveiðiþjóð stöndum i
mikilli þakkarskuld við
júgóslavneska uppfinningamann-
inn Mario Puretiv, þann sem fann
upp kraftblökkina, sem breytti
allri nótaveiði i nútimahorf.
An þessarar uppfinningar væru
t.d. loðnuveiðar að vetrinum ekki
framkvæmanlegarog getur menn
þá rennt grun f þá miklu byltingu
á öllum veiðum með nót, sem
kraftblökkin hefur valdið. í
febrúarjánuði s.l. heiðraði banda-
riska uppfinningastofnunin U.S.
Patent Office, Mario Puretiv sem
uppfinningamann kraftblakkar-
innar, með starfsheitinu
fiskimál
^eftir Jóhann J. E. Kúld,
nota grannan vir i stað kaðals i
snurpulinu. Þetta virtist vera til
bóta og kepptust skipstjórar við
að tileinka sér þessa nýjung.
Júgóslavneski skipstjórinn á
skipinu þar sem Mario var um
borð, hugðist gera það sama og
keypti vir i nýja snurpulinu. En
þegar hann kom með virinn um
borð og bað menn sina að fram-
kvæma breytinguna, kom það á
daginn, að enginn af gömlu skips-
höfninni hans kunni að splæsa vir.
Bauðst þá óvaningurinn Mario'
Puretiv að framkvæma verkið og
gerði það svo vel og fallega, að
skipshöfnin varð hrifin af. Eftir
þetta breyttist álit skipshafnar-
innar á getu nýja hásetans til sjó-
Hann fann upp
kraftblökkina
„Inventor of the year” i tilefni 20
ára afmælis þessarar uppfinning-
ar.
En sama daginn og Mario
Puretiv var heiðraður, var kraft-
blakkarbúnaður no. 10.729 sendur
til Filippseyja frá verksmiðjunni
Mareo i Seattle.
Mario Puretiv er fæddur á eyj-
unni Brae i Adriahafi, sem til-
heyrir Júgóslaviu. Ekki hef ég
handbært fæðingarár hans, en
hann er sjómannssonur og var
faðir hans skipstjóri og eigandi að
litilli tvimastraðri seglskútu, sem
sigldi þar með ströndum fram,
aðallega i vinflutningum. Mjög
ungur að árum hóf Mario starf
sem léttadrengur um borð i skútu
föður sins, en vann sig þar upp i
hásetastarf, þegar hann hafði
lært þá sjómannsvinnu sem
krafist var af fullgildum manni
um borð i seglskipi, en sú vinna er
margbrotin, eins og þeir vita,
sem siglt hafa á seglskipum, eða
heill verknámsskóli og hann
strangur.
Mario Puretiv hafði sterka
löngun til þess, að brjóta sér leið
út i hinn stóra heim og þess vegna
lagði hann leið sina til Bandarikja
Norður-Ameriku árið 1929. Hann
kom i land í New York peningalit-
ill I byrjun heimskreppunnar
miklu, en þá var atvinnuleysi
byrjað i Bandarikjunum þó það
yrði meira siðar.
Mario Puretiv hafði ákveðið
þegar hann fór frá Júgóslaviu, að
komast til Kyrrahafsstrandar
Bandarikjanna og freista þess
þar, að komast á fiskveiðiskip.
En ferðin vestur yfir meginland
Ameriku var ógreiðfær fyrir pen-
ingalausan, ungan mann, sem
þar að auki var ekki of góður i
málinu. Hann lenti þvi i mestu
þrengingum á þessari leið, oft
Mario Puretiv.
húsnæðis-og matarlaus timunum
saman. A endanum komst hann
svo til Seattle i Washingtonriki
árið 1937. En nú var heppnin með
honum, þvi svo að segja strax
komst hann um borð i laxveiði-
skip, sem veiddi með snurpunót.
Skipstjóri skipsins var Júgóslavi
og taldi hann sér skylt að greiða
fyrir þessum langhrakta landa
sinum. En þrátt fyrir þá stað-
reynd, að skipshöfnin var öll frá
Júgóslavíu, þá hafði hún horn i
siðu þessa nýja háseta og taldi
óþarfa af skipstóra að taka óvan-
ing um borð, þegar fjöldi af þaul-
vönum sjómönnum væri i boði.
En nokkru sfðar kom fyrir atvik,
sem breytti i einni svipan áliti
skipshafnar á hinum nýja háseta.
A þessum tima stóðu Norðmenn
fremstir f fiskveiðum þarna á
Kyrrahafsströndinni og voru að
fikra sig áfram með ýmsar
nýjungar um borð í snurpuskip-
unum.
Ein var sú nýjung sem þeir
höfðu þá tekið upp, það var að
mannsstarfa, og var þvf hætt að
amast við veru hans um borð.
Hinn harði skóli um borð f segl-
skútu föður hans hafði ekki verið
til ónýtis.
Næstu 15—16 árin var Mario
Puretiv á fiskiskipum, sihugsandi
um framfarir og nýjungar i þess-
ari mikilvægu starfsgrein. Og
seint á þessu timabili hafði hann
fundið upp kraftblökkina, sem olli
breytingu við allar veiðar með
snurpunót, ekki bara á Kyrra-
hafsströndinni, heldur um heim
allan.
Nú er Mario Puretiv búsettur á
Florida i Bandarfkj. og hættur
sem sjómaður á fiskiskipi, en fer
aðeins á sjó sér til skemmtunar
og dregur þá fisk á stöng.
En Seattle dregur þennan
gamla sjómann til sin nokkrar
ferðir á ári, þvi þar barðist hann
fyrir lifi sfnu og vann glæsilegan
sigur. Þegar hann kemur niður að
Seattlehöfn og horfir þar á vold-
ugan kraftblakkarbúnað glæsi-
legra snurpuskipa, sem koma að
landi með dýran afla, brosir hann
og nýtur sigursins.
Hér að framan hef ég sagt litil-
lega frá þeim manni sem við
Islendingar eigum svo mikið að
þakka sem þjóð, er á allt sitt
undir öflugri sjósókn og miklum
afla.
An kraftblakkarinnar væru hér
vetrarveiðar á opnu hafi með
snurpunót ógerlegar. Og allir sjó-
menn vita hvað slíkt mundi þýða.
Þáttur þessi, um júgóslvaneska
uppfinningamanninn Mario
Puretiv er byggður á frásögn eftir
A.K. Larsen fréttaritara norska
fagblaðsins „Fiskaren”, svo og
einkaheimildum um sama efni,
sem mér hafði áður borist i hend-
ur.
14/4 1975
Afglapar
Jómfrúrræða Kristjáns Frið-
rikssonar iðnrekanda á alþingi
nú í þessum mánuði er að minu
viti sú mesta afglaparæða, sem
þar hefur veriö flutt um langan
tima. Kristján heldur þvi fram,
að árlega muni kastað á glæ 6-8
miljörðum króna með þvi að reka
hér of stóran fiskiskipaflota, og
það sé einmitt þessir peningar,
sem nú vantar f rfkiskassann.
Hvað skyldu nú fbúar þorpa og
kaupstaða úti á landi segja við ■
þessu, fólkið sem bjó við meira
eða minna atvinnuleysi, áður en
nýju skipin komu til, en hefur nú
rétt úr kútnum? — Svona þvaður
kalla ég hnefahögg i andlit
margra háttvirtra kjósenda úti
um landið.
En hvað sé ég svo i' Timanum
þann 16. apríl á forsiðu? Jú, —
Faxaborg kaupir fullkomnasta
fiskiskip I heiminum, segir þar,
og ennfremur, að skipið eigi að
kosta um einn miljarð, en það sé
fljótandi fiskverkunarstöð, sem
eigi að skila fullunnum afla til
lands.
Þetta skip á svo sem ekki að
auka atvinnu fólks f landi, og þá
munar ekki um að bæta einum
miljarð við skipáflota, sem er of
stór aö sögn Kristjáns Friðriks-
sonar. í fréttinni i Timanum segir
að loknum, að rikisstjórnin hafi
heimilað öll nauðsynleg leyfi til
kaupa á skipínu.
Og nú langar mig til að spyrja :
Er þetta ekki skip af þeirri gerð,
sem blöðin hafa kallað „ryksug-
ur” og talið hefur verið sjálfsagt
að banna að kæmu nálægt land-
inu, — eða máske ennþá full-
komnara?
„Það sem helst hann varast vann
varð þó að koma yfir hann.’
Jón M. Pétursson
frá Hafnardal.
Tónlistarskóli
Kópavogs
Vor-
tón-
leikar
Tónlistarskóli Kópavogs mun
gangast fyrir vortónleikum
sunnudaginn 24. apríl og 4. mai og
hefjast þeir kl. 14.00. Burtfarar-
prófstónleikar Margrétar Bóas-
dóttur fara fram 7. mai og hefjast
kl. 20.30. Margrét lýkur prófi i
einsöng og er hún nemandi Elisa-
betar Erlingsdóttur. Undirleikari
á tónleikunum verður Guðmund-
ur Jónsson.
Hljómsveit skólans mun halda
sérstaka tónleika sunnudaginn 11.
mai kl. 14.00 en stjórnandi hennar
er Páll Gröndal. Skólanum verð-
ur slitið laugardaginn 17. mai kl.
16.00.
Allir tónleikar og skólaslit fara
fram i húsakynnum skólans að
Alfshólsvegi 11, 3ju hæð.
TÉKKNESKA BIFfíEIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H/E
AUÐBBEKKU 44-46 S/MI 42606
Garðahrcppur: Hjólbarðavcrkstacðið Nybaröi
Akureyri: Skoda vcrkstæðið ó Akurcyri h.f. Óscyri 8
Egilsstaðir: Varahlutavcrzlun Gunnars Gunnarssonar
5/
VERÐTILBOD
til i.mai!
•/ aff fveim iA 9/af fjórum
9 dekkjum
io
dekkjum
Sumarhjóibarðar
640—13 Kr. 5.090 Kr. 4.820
700—13 5.410 5.130
615/155—14 4.020 3.810
5,0—15 3.570 3.330
560—15 4.080 3.870
590—15 4.730 4.480
600—15 5.030 4.770
Jeppahjólbarðar:
600—16/6 4.930 4.670
650—16/6 6.030 5.710
750—16/6 7.190 6.810
Weapon hjólbarðar:
900—16/10 16.970 16.080
AÐALFUNDUR
FJÁRFESTINGAR-
FÉLAGS ÍSLANDS HF.
ÁRIÐ 1975
verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal,
fimmtudaginn 15. mai n.k. kl. 17.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða
afhentir á skrifstofu Fjárfestingarfélags-
ins að Klapparstig 26 þrjá siðustu virka
daga fyrir fundardag, og til hádegis á
fundardegi 15. mai.
Atvinna ■ Atvinna
Læknaritari
óskast á Heilsugæslustöðina á Húsavik.
Góð vélritunarkunnátta skilyrði. Nánari
uppl. veita læknar stöðvarinnar simi
4-13-85. Skriflegar umsóknir sendist
Heilsugæslustöðinni á Húsavik, fyrir 15.
mai n.k.
Heilsugæslustöðin á Húsavík.
STARF
Opinber stofnun óskar að ráða starfsmann
með góða bókhaldsþekkingu. Umsókn
með upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir
10. mai n.k. merkt „Traustur”.