Þjóðviljinn - 29.04.1975, Qupperneq 5
Þriöjudagur 29. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
af erlendum vettvangi
Mario Soares foringi sóslalista á útifundi (t.d.) og Cunhal, formaöur
stefnu hersins?
kommúnista. Aö hve miklu leyti fer stefna flokka þeirra saman viö
Vinstrisigur í Portúgal
Allir fegnir?
Tvennt virðist öðru fremur hafa
komið á óvart i kosningunum i
Portúgal. 1 fyrsta lagi hið mikla
fylgi sósialistaflokks Soaresar,
sem fékk um 38% atkvæða og
varð langstærsti flokkur landsins.
í öðru lagi fengu kommúnistar
minna en búist hafði verið við,
eða um 13%. Þess skal þá getið að
Lýðræðishreyfingin MDP, sem i
fréttum hefur verið kölluð
„systursamtök” kommúnista og
haft allavega við þá náið sam-
starf, fékk um 4% atkvæða og
hefur sú samsteypa þá um 17%
atkvæða.
Annar stærsti flokkurinn er
PPD, sem er miðstéttarflokkur
með nokkuð svo sósialdemó-
kratiskri stefnuskrá og fékk hann
um 26% atkvæða. 1 fjórða sæti er
Miðdemókrataflokkurinn, sem er
borgaralegur flokkur, fékk hann
7,6%. Sósialistafylkingin, sem er
brot úr flokki Soaresar fékk rúm-
lega eitt prósent, eins og vinstri-
sósialistaflokkurinn MES. Aðrir
flokkar voru enn smærri.
Það vekur athygli, að allir eru
eða þykjast vera mjög ánægðir
með úrslit þessara kosninga: páf-
inn og italskir kommúnistar,
Economic Times i London og
Pravda i Moskvu, og svo helstu
flokksforingjar i Portúgal, og þá
að sjálfsögðu fyrst og fremst
Soares sem vann mjög frægan
sigur.
Hvers konar meirihluti?
Þegar bresk borgarablöð eða
foringjar PPD i Portúgal fagna
kosningaúrslitunum þá er það á
þeim forsendum, að þeir tveir
flokkar, sem taldir eru
„hófsamastir og næst standa
vestrænu þingræðisfyrirkomu-
lagi”, m.ö.o. sósialistar og hægri-
kratar i PPD hafi samtals náð
allgóðum meirihluta atkvæða
(alls um 74%). Er þetta þá túlkað
sem andstaða kjósenda við þá
„byltingarbraut” sem fylgt hafi
verið i Portúgal, einkum eftir
misheppnaða valdatökutilraun
hægrisinna, en upp úr henni hófst
mikil þjóðnýtingaralda.
Þeir, sem hinsvegar segja
kosningarnar mikinn sigur fyrir
vinstri öflin.hafa ekki siður mikið
til sins máls. Þá hafi menn það i
huga, að sósialistaflokkur
Soaresar er sýnu lengra til vinstri
en þeir sósialdemókrataflokkar
Evrópu sem hann er annars i góð-
um tengslum við. 1 sumum grein-
um mundu menn i raun telja hann
róttækari en kommúnistaflokk-
inn, sem hefur verið gagnrýndur
mjög af ýmsum smærri vinstri-
flokkum fyrir ofstjórnartil-
hneigingar, vantrú á þvi lýðræði
sem skapast á vinnustöðvum og á
þvi fræga „alþingi götunnar”. Og
ef menn telja saman fylgi
sósialista, kommúnista, MDP og
ýmissa smáflokka, þá er þar
kominn allmikill meirihluti kjós-
enda flokka sem allir sverja
sósialisma hollustu — eða um
59%.
Sambúð hers og
f lokka
Eins og kunnugt er fékk hin
pólitiska hreyfing hersins i Portú
gal, MFA, helstu flokkana til þess
þann ellefta mars, að undirrita
samkomulag um að herinn mundi
i næstu 3-5 ár fara með úrslita-
vald i öllum helstu málum,
hvernig sem flokkaskipan yrði á
þingi. Pólitisku foringjarnir
munu hafa verið misjafnlega fús-
ir til þeirra undirskrifta, en beygt
sig fyrir röksemdum i þá veru, að
ótryggt ástand i landinu eftir
fimmtiu ára fasisma, langvinnar
nýlendustyrjaldir og svo ótal
óleyst efnahagsvandamál byðu
upp á hættur „frá öfgaöflum til
hægri og vinstri” eins og það er
venjulega orðað — að herinn
verði áfram að vera einskonar
öryggisventill. Með þessu sam-
komulagi var þýðing kosning-
anna að sjálfsögðu stórlega skert.
En engu að siður er ástæða til að
spyrja sem svo, hvort niöurstöður
þeirra séu svo langt frá þvi sem
hreýfing hersins heföi helst viljað
að likur séu til þess, að spenna
vaxi milli herforingja og stjórn-
málaflokka, sem gæti siðan orðið
til þess að herforingjarnir reyndu
að tryggja sér öll völd um alla
framtið og bönnuðu fleiri stjórn-
málaflokka en þá þrjá (einn til
hægri, tvo til vinstri) sem þeir
bönnuðu þátttöku i kosningunum.
Hvað sem liður áformum her-
foringjanna þá er það ljóst, að
bráðabirgðaskipan (úrslitavöld I
3-5 ár) býður upp á þá freistingu
að gera hana að frambúðar-
ástandi.
Stefna MFA
1 siðasta hefti Nouvel Obser-
vateur 'eru birt viðtöl við tvo
áhrifamenn þeirrar stjórnar sem
nú situr, Coutinho aðmirál og
Antunes utanrikisráðherra. Þeir
eru spurðir að þvi hvað
MFA,hreyfing hersins, vilji. Svör
þeirra eru ekki afdráttarlaus —
oger bersýnilegt, að þeir vilja t.d.
Mtið fjalla um ágreining innan
MFA um markmið og leiðir.
Þeir vilja einskonar portú-
galskan sósialisma, sem væri op-
inn fyrir tilraunum. Hann á ekki
að vera byggður á eintómum
þjóðnýtingum (þá gæti komið upp
rikiskapitalismi segir Antunes).
Betur er tekið undir hugmyndir
um sjálfstjórn verkafólks, þó með
fyrirvara. Þessir valdamenn
vilja ekki að MFA gerist
pólitiskur flokkur eða tengist við
pólitiska flokka. Þeir vildu helst
áð sósialistar og kommúnistar
gætu unnið saman um mótun
portúgalsks sósialisma, en játa
að ýmsir erfiðleikar séu á þvi
samstarfi. í utanrikismálum vilja
þeir hvorki tengjast „bandariskri
né sovéskri heimsvaldastefnu”
(Coutinho), en tengjast nánari
böndum löndum þriðja heimsins
(I þvi sambandi er minnst á
stefnu rikja eins og Júgóslaviu og
Alsir).
í sambandi við þjóðnýtingar
þær á bönkum og tryggingafélög-
um sem þegar hafa fram farið
(aðrar eru á leiðinni) sagði
Antunes á þá leið, að þær væru
nauðsynlegar til að koma á eftir-
liti með starfsemi fjármagnseig-
enda — en örfáar fjölskyldur hafa
til þessa átt helstu fyrirtæki og
banka i landinu. En um leið sagði
hann, að stjórnvöld ættu ekki að
fara sér óðslega i þessum efnum.
Þjóðnýtingar væri ekki einhlitt
ráð gegn kapitalisma og jafnan
þyrfti að láta verkamenn taka
þátt i örlögum fyrirtækja sem
þeir vinna við.
Agreiningur og samstaða
Soares, foringi sósialista, lýsti
þvi yfir i gær, að hann mundi ekki
nota kosningasigur sinn til að
reyna að draga úr völdum núver-
andi stjórnar, sem hann reyndar
situr i sjálfur, eða minnka völd
hersins.
Enginn vafi er á þvi, að
ágreiningur er uppi milli Soares-
ar og fleiri stjórnmálaforingja og
hersins um „þroska fólksins” og
þar með um það, hvort ekki væri
rétt að afhenda kjörnu þingi fullt
umboð sem fyrst. En á hinn bóg-
inn skuli menn taka eftir þvi, að
það sem hreyfing hersins, MFA
og ráðherrar hennar, hafa i raun
og veru verið að gera, er að mjög
verulegu leyti i anda stefnuskrár
bæði sósiaiista og kommúnista.
Báðir þessir verklýðsflokkar hafa
til dæmis þjóðnýtingu á stefnu-
skrá, þjóðnýtingu lykilfyrirtækja,
sem sker mjög niður vald stór-
auðvalds og erlendra auðhringa i
landinu. Soares hefur sjálfur átt
mestan þátt i að móta utanrikis-
stefnu byltingarstjórnárinnar
sem við tók fyrir réttu ári, og
stefnu hennar i nýlendum Portú,-
Framhald á 15. siðu.
Sala á lausum mtoum stendur yfin
Eftir kosningar hefur einn af
fulltrúum stjórnar og hers,
Correa, sagt sem svo, að
kosningarnar muni ekki breyta
stefnu stjórnarinnar. Hann sagði
og á þá leið, að fólkið væri ekki
orðið nógu þroskað eða vel að sér
til að geta valið sér kost og visaði
til fimmtiu ára einræðis i þvi
sambandi. Cunhal, formaður
kommúnista hefur likað visað til
fimmtiuára formyrkvunar er
hann fjallaði um útkomuna, og
hann minnti einnig á það að ka-
þólska kirkjan i landinu hafði
hvatt fólk til að kjósa ekki
„andkristna flokka”, og hefur
þetta að sjálfsögðu fælt fólk frá
þvi að kjósa kommúnista og ýmsa
fleiri vinstriflokka, einkum til
sveita.