Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 29. apríl 1975. VATNASKILIN í íslenskri þjóðmálabaráttu Ég lauk máli minu við aðra um- ræðu með þvi að leggja áherslu á nauðsyn þess að allir stjórnmála. flokkar lýstu yfir grundvallar- skoöunum sinum að þvi er varðar meginstefnur i iðnþróun i sam- bandi við afgreiðslu þessa máls. Ég rifjaði upp að ég hefði mótað þá stefnu, meðan ég gegndi störf- um iðnaðarráðherra, að slik iðn- þróun yrði að vera islensk, öll fyrirtæki i orkufrekum iðnaði að verulegum meirihluta i eigu Islenska rikisins og lúta islensk- um lögum i einu og öllu, taka einvörðungu mið af islenskum hagsmunum, félagslegum sjónarmiðum okkar sjálfra, ströngustu kröfum um vistfræði- legar reglur i samræmi við Islenskt lifriki. Þetta er stefnu- mörkun sem skiptir sköpum og ræður úrsiitum um það hvernig það þjóðfélag veröur sem is- lendingar lifa f eftir tiltöluiega skamman tima. Ef erlend stór- fyrirtæki flæöa yfir landiö, erum við að afsala okkur efnahagslegu fullveldi f sama mæli. Ég tel þaö þjóðarnauðsyn að hlaðinn verði varnarmúr gegn þeirri óþjóöhollu stefnu, svo að allir sem tryggja vilja efnahagslegt fullveldi standi saman án tillits til ágreinings um framkvæmdaatriði f einstökum tilvikum. Þess vegna lagði ég áherslu á að allir stjórnmála- flokkar skyrðu afstöðu sfna til þessara örlagaríku meginatriða, ekki með hálfum svörum ekki með persónulegu pexi, heldur ótvfræðri stefnumörkun. Tveir þingmenn urðu við þessari ósk minni, Bragi Sigurjónsson og Ragnhildur Helgadóttir. Besta ráðið til að tryggja sjálfstæði þjóðar er að farga sjálfstæði hennar! 1 ræöu sinni I fyrradag lýsti Bragi Sigurjónsson yfir þvi að það væri meginstefna Alþýðu- flokksins, aö meiriháttar fyrir- tæki iorkufrckum iðnabi á islandi ættu að vera að fullu og öllu f eigu útlendinga. Ég veit að Bragi Sigurjónsson er svo grandvar maður, að hann er ekki að lýsa einkaskoðun sinni heldur stefnu Alþýðuflokksforustunnar. Sú strinakemur raunarekki á óvart. Alþýðuflokkurinn stóð að ál- samningunum illræmdu, og eng- inn hefur gert skýrari grein fyrir óþjóðhollri stefnu á þessu sviði en Gylfi Þ.»Gislason i hinni frægu ræðu sem hann flutti á aldaraf- mæli þjóðminjasafnsins. Þar likti þingmaðurinn Islandi við smá- kænu sem yrði að koma dráttar- taug i stórt hafskip ef við ættum ekki að dragast aftur úr. Uppi- staðan I ræðunni voru þau þau fleygu ummæli sem þingmaður- inn hafði að einkunnarorðum. Besta ráðið til að tryggja sjálf- stæði þjóðar er að farga sjálfst. hennar.Þingmaðurinn hafnaði að fullu hinum fornu sjálfstæðishug- sjónum fslendinga og taldi að þær væru lfkt og gripir sem ætti að varðveita á þjóðminjasafni. Nú væri ekki um annað að ræða en að ísland tengdist stórri heild og lyti forsjá hennar. Yfirlýsing Braga Sigurjónsson- ar sannar að Alþýðuflokkurinn hefur ekkert lært og engu gleymt. Stefnumörkun hans sýnir glöggt hversu fjarlægir valdhafar Al- þýðuflokksins eru orðnir fyrstu brautryöjendum jafnaðarstefnu og verklýðshreyfingar á Islandi, en viðhorf þeirra voru i hinum nánustu tengslum við sjálfstæðis- baráttuna, eins og glögglega kemur fram af hinni miklu ævi- sögu Jóns Guðnasonar um Skúla Thoroddsen sem fléttaði saman félagslegar hugsjónir alþýðu og ýtrustu sjálfstæðiskröíur i órofa heild. Gamalkunnar röksemdir Ragnhildur Helgadóttir lýsti i ræöu sinni fullkominni andstöðu sinni við það ákvæði frumvarps- ins að islenska rfkið ætti 55% i fyrirhugaðri kfsiljárnverksmiðju. Hún kvaðst vilja að tslendingar ættu sem minnst I fyrirtækinu og helst ekki neitt, heldur yröi að þessu máli staðiö einsog ál- bræðslunni í Straumsvik. Rök- semdir Itagnhildar voru þær að það væri of áhættusamt fyrir íslendinga að takast á viö slikan atvinnurekstur, við værum svo fáir, fátækir og smáir aö við gæt- umekki risið undir þeirri áhættu: við myndum lenda I vanda bæði aö þvf er varðar mannafla, fjár- útvegun og sölu. Þess vegna væri þaö rétt stefna f sambandi við iðnþróun að lúta forsjá út- lendinga. Þetta eru gamalkunnar rök- semdir: þær eru ivaf i allri sögu Islenskrar sjálfstæðisbaráttu frá þvi aö hún hófst i öndverðu. Meðan sjálfstæðisbaráttan við Dani stóð, voru hér alla ti'ð merk- ir og málsmetandi menn sem töldu að það væri fullkomlega óraunsætt að Imynda sér að litil þjóð eins og sú islenska gæti staðið á eigin fótum á sviði efna- hagsmála og atvinnumála. Þeir töldu það allt of áhættusamt að flytja verslunina inn i landið, við myndum ekki ráða við það verk- efni. Þeir töldu allt of áhættusamt að islendingar réðu sjálfir yfir at- vinnulffi sinu, þróuðu það og efldu; undir þvi gætum við ekki risið. Það voru' ekki aðeins Islendingar, hallir undir dani, sem þannig töluðu, heldur einnig ýmsir bestu vinir okkar i Dan- mörku. 1 þvi sambandi man ég eftir bréfi sem Georg Brandes skrifaði Matthíasi Jochumssyni, og greinum sem Brandes birti i blaðinu Politiken. Þar taldi hann hugmyndir islendinga um sjálf- stæði innantóman hroka, sem stangaðist á við augljósustu efna- hagsleg rök. Hann Jikti sjálf- stæðisbaráttu Islendinga viö það ef eyjan Amákur, sem er hluti af Kaupmannahöfn, gerðist full- valda riki, og fjallaði um sjálf- stæðishugmyndir okkar með log- andi háði. Reynslan hefur nú skorið úr um þennan ágreining. Úrtölu- mennirnir höfðu ekki gert sér grein fyrir þvi að sjálfstæði og stjórnarfarslegt frelsi leysa úr læðingi andlega orku sem brey tist i áþreifanlegt félagslegt og efna- hagslegt vald. Sigrar okkar i sjálfstæðisbaráttunni hafa orðið til þess að islenska þjóðin hefur á Þriðjudagur 29. apríl 1975. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9 Kafli úr ræðu Magnúsar Kjartanssonar við 3. umræðu um járnblendi- verksmiðju minum huga; hann kemur fyrir litið ef ekki er hægt að gæða hann lýðræðisl. inntaki. Samfél.- leg eign á atvinnutækjunum á að- eins að vera áfangi á þeirri braut að hver einstaklingur fái sivax- andi efnahagsleg völd, að komið séá þvi kerfi að verkafólkið sjálft ráði yfir þeim fyrirtækjum sem það starfar við, ekki aðeins i orði heldur og i verki, að það ráði yfir þeim arði sem það skapar með vinnu sinni. Einmitt i þessu dæmi hefur orðið alger stöðnun i flest- um þeim rikjum sem kenna sig við sósialisma: þau hafa komið á rikiskapitalisma en hafna raun- verulegu lýðræði. Ég aðhyllist ekki slika stefnu: ég tel að þær hugmyndir sem nú eru uppi, m.a. i verkalýðshreyfingu Vestur- Evrópu, um raunverulegt efna- hagslegt lýðræöi, séu eitthvert merkilegasta verkefni sem nú er að unnið á sviði félagsmála i heiminum. Og ég tel að eðli og hefð hins islenska þjóðfélags sé slik að við séum flestum öðrum þjóðfélögum betur til þess fallnir að tryggja slikum hugmyndum framgang. Vatnaskilin í íslenskri þjóðmálabaráttu Ég hef fjölyrt svo mjög um þessi atriði vegna þess að hér tel ég vera vatnaskilin I islenskri þjóðmálabaráttu um þessar mundir. Forsenda þess að við getum haldið áfram að takast á um hagkerfi og stjórnarfar og aðra þætti félagsmála á frjálsan hátt er að ákvörðunarvaldið sé i höndum okkar sjálfra, að okkar eigin reynsla og lýðræðislegar ákvarðanir skeri úr að valdið i at- vinnumálum sé islenskt. Ef valdið yfir fyrirtækjunum, þeim sem mest fjármagn er bundið i, færist i hendur útlendinga erum við að svipta okkur frelsi til lýð- ræöislegra ákvarðana á sviði efnahagsmála. Verkmenn takast þá ekki lengur á við islenska at- vinnurekendur, sem þrátt fyrir allt eiga rætur sinar i þessu þjóð- félagi, heldur verða hin erlendu fyrirtæki ófreskjur sem stjórnað er af mönnum úti i hinum stóra heimi, mönnum sem aðeins hafa áhuga á hámarksgróða en bera hvorki ábyrgð á hinu islenska þjóðfélagi né hafa nokkurn jákvæðan áhuga á gengi þess. Þá ráðum við ekki lengur þróun þjóðfélagshátta hérlendis, heldur verðum við aðeins halakleppur á stórri heild. Þvi held ég enn áfram að lýsa eftir afstöðu flokka til þessa stór- máls. Korustumenn Framsóknar féllust á þá stefnumörkun sem frá var gengið i tið fyrrverandi rikis- stjórnar; er sú afstaða óhögguð enn? Óbreytt afstaða Þessar hugleiðingar minar um grundvallaratriði breyta að sjálf- sögðu engu um afstöðu mina til frumvarpsins um járnblendi- verksmiðju, enda þótt þar sé enn gert ráð fyrir meirihlutaeign Islenska rikisins, stórlega skertri þó. Ég tel að við eigum að meta það einvörðungu i samræmi við islenskar forsendur hverju sinni hvort og hvernig við ráðumst i orkufrekan iðnað. Einsog ég hef rakið I ýtarlegu máli ogþarf ekki að endurtaka hafa forsendurnar gerbreyst með oliuverðhækkun- inni, þannig að það er i senn þjóð- hagsleg og félagsleg nauðsyn að láta jafnrétti allra byggðarlaga og húshitunarmarkaöinn ganga fyrir næstu árin þegar orku og fjárráðunum er ráðstafað. Um liitt verður ekki deilt að þeir tim- ar renna fljótlega aö við nýtum orkugjafa okkar til sivaxandí iönaðarframleiðslu, og þvi er það skylda allra flokka að gera nú þegar grein fvrir framtiðarstefnu sinni, afstöðu sinni til þeirra ör- lagariku kosta sem ég hef gert að umtalsefni. værum of fáir, fátækir og smáir til þess að ráða atvinnumálum okkar sjálfir. En hið kapitalíska kerfi reyndist þess ekki megnugt að ná þeim markmiðum sem að var stefnt þegar á reyndi. Þvi ollu ekki aöeins innri veilur kerfisins heldur og hitt að þaö gat ekki á neinum forsendum hentað hinu smáa Islenska þjóðfélagi. Hér gat ekki orðiö um að ræða þá sam- þjöppun á auði, þau stóru einka- fyrirtæki sem eru burðarásar kapitalisks hagkerfis. Kerfi einkaframtaksins hrundi ger- samlega I heimskreppunni miklu á fjóröa áratug þessarar aldar, og það hefur aldrei beðið þess bætur. Síðan hafa almannavaldið, riki, sveitarfélög, samvinnuhreyfing og hliðstæð samtök tekið forust- una i sivaxandi mæli. Nú er svo komið að riki, sveitarfélög og samvinnuhreyfing eiga um 60% alira framleiðslufjármuna i land- inu, öll stærstu fyrirtæki landsins hafa verið þjóðnýtt. Og einkakapitalistarnir, hinir margrómuðu frjálsu framtaks- menn, hafa rikisvaldið að eilifum bakhjali, koma hlaupandi til stóru mömmu hvenær sem á bjátar: ég hef áður kallað þetta kerfi pilsfaldakapitalisma. Einmitt nú lifum við timabil þeg- ar rikisstjórn og alþingi sinna þvi einu að færa til fjármuni til þess að bjarga einkaframtakinu, bjarga hverjum skussa og fjár- glæframanni á kostnað almennra lifskjara og samneyslu i landinu. Á siðustu fjórum áratugum hef- ur það orðið augljóst mál að þau markmið sem að var stefnt i sjálfstæðisbaráttunni verða að- eins tryggð fyrir tilstilli almanna- valdsins, með sameiginlegu átaki þjóðarheildarinnar, með sivax- andi rikisrekstri, bæjarrekstri og samvinnurekstri. Þetta eru for- sendur efnahagslegs sjálfstæðis á islandi.og þróunin mun óhjákvæmilega þoka okkur til si- vaxandi félagshyggju, til sósialisma i samræmi við islenskar aðstæður, ef við förum sjálfir að ráða. Straumsvik átti að vcra upphaf að þeirri þróun að erlent auðvald yrði burðarásinn i framtiðarat- vinnuþróun á islandi; 20 hliðstæð fyrirtæki áttu að rísa á næstunni sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. Þessi viðhorf eru til marks um það aö ráðamenn Sjálfstæðis- flokksins voru reiðubúnir til þess aö fórna sjálfstæði Islands fyrir pólitiskar kreddur sinar, hug- myndir þeirra um hagkerfi einkagróðans skipuðu miklu hærri sess en efnahagslegt fullvcldi landsins. Þessi viðhorf eru greinilega óbreytt enn. Ragn- hildur Helgadóttir lýsti yfir þvi i ræðu sinni að með ákvæðunum um meirihlutaeign rikisins i fyrirhugaðri kisiljárnverksmiðju væri stefnt að meiri og stór- felldari þjóðnýtingu á tslandi en nokkru sinni fyrr og að sá þáttur frumvarpsins væri þjóðhættuleg- ur. Gunnar Thoroddsen sat hér þögull, sá sér hvorki fært að svara mér né öðrum — og viður- kenndi með þögn sinni sjónarmið Ragnhildar Helgadóttur, þótt hann sé samkvæmt ummælum hennar sjálfur i hópi hinna „þjóö- hættulegu” manna sem flutningsmaður frumvarpsins. Hann hefur áður verið þjóðhættu- legur maður i sambandi við her- námið og snarsnúist síðan. Slikt er hægt að endurtaka: það verður hverjum að list sem hann leikur. Frekar einstak- liingar en ríkiö Ragnhildur Helga^Attir sagði i ræðu sinni að ef íWendingar þyrftu endilega að eiga é'inhvern hlut i fyrirtækinu, þá vildi hún heldur að það yrðu einstakiingar en rikið, og ríkið ætti þá að hjálpa einstaklingunum til þess að eign- astþennan hlut. Hér kemur fram bónbjargarsjónarmið einkafram- taksins islenska: það skortir alla getu en vill fá rikið til þess að hjálpa sér til þess að komast yfir eignir, vill fá að nota fjármuni al- mennings. Þetta hefur áður gerst hér á Islandi. Þegar islendingar komu upp áburðarverksmiðju fékk rikið lán hjá Alþjóðabankan- um, en láninu fylgdu þau ósæmi- legu skilyrði að áburðarverk- smiðjan mætti ekki vera rikis- fyrirtæki, hún yrði að vera hluta- félag. Þá var tjaslað upp á hið getulausa einkaframtak, þvi voru afhentar tvær miljónir króna svo að það gæti eignast hlutabréf að nafninu til. Einkaframtakið lagði hins vegar ekkert fram i raun, enga fjármuni, engar athafnir; allt var unnið með almannafé. Siðan ætluðu þessir hluthafar að heimta að svokallaður eignar- hlutur þeirra i fyrirtækinu ykist sem hlutfall af sivaxandi einka- fjármunamyndun þess. Þetta varð þvilikt hneyksli og gekk svo i berhögg við siðgæðisvitund landsmanna að samþykkt var hér á þingi að losa áburðarverk- smiðjuna við hina svokölluðu einkahluthafa. Svo mikil var kaldhæði örlaganna að það verk- efni lenti á Ingólfi Jónssyni. „Meiri.og stór- felldari þjóðnýting en nokkru sinni fyrr” Það eru einmitt þesar staðreyndir sem valda þvi aö inn- an þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði hefur orðið mikil hug- arfarsbreyting á undanförnum áratugum. Forráöamenn flokks- ins hafa gert sér það ljóst i æ rikara mæli aö hugmyndir þeirra um þjóðfélag einkakapitalisma geta ekki ræst, ef islendingar ráða málum sinum sjálfir. Þvi hefur sú hugmynd leitað æ fastar á þá að láta erlcnt auðvald taka að sér þau verkefni sem Islenskir einkakapltalistar geta ekki risið undir. Verslunarráðið, Morgun- blaðið og fleiri vildu að island gengi I Efnahagsbandalag Evrópu þegar 1960. Albræðslan i Efnahagslegt lýðræði Ragnhildur Helgadóttir sagði að sú regla um meirihlutaaðiid rikisins sem ég mótaði á sinum tima væri hættuleg vegna þess að i henni fælist stórfelldari þjóðnýt- ing en nokkru sinni fyrr: hér væri verið að festa i sessi rikis- kapitalisma. Þetta má til sanns vegarfæra. Hin mikla samfélags- lega eign á atvinnufyrirtækjum á tsl. er rikiskapitalismi, vegna þess að hin félagslega eign hefur ekki enn öðlast félagslegt inntak i vitund meirihluta þjóðarinnar. A þessu stigi er rikiskapitalismi mikilvægur vegna þess að hann er eina leiðin til þcss að tryggja sjálfstæði islands á sviði efna- hagsmála og atvinnumála: einkaframtakið skorti áður getu og nú hefur það ekki einusinni vilja. Hins vegar er rikis- kapitalismi ekkert markmið i tiltölulega fáum áratugum stokkið úr miöaldamyrkri inn I nútlmann. Viö höfum lent I marg- háttuðum erfiðleikum á þessu timabili, við höfum beðið marga ósigra, við höfum fengiö að kenna á þvl að vist áttu efasemdimar um getu okkar viö ærin rök að styðjast. En sigrar okkar hafa venömikfu meiri: ég dreg raun- ar i efa að I heiminum finnist nokkurt þjóöfélag sem á jafn skömmum tfma hefur náð jafn miklum árangri á sviði félags- mála, efnahagsmála og atvinnu- mála. Kerfi einkafram- taksins er hrunið Þessi þróun hefur hins vegar orðið öll önnur en menn imynduðu sér I upphafi þessarar aldar. Þá var vaxandi borgarstétt burðarás framfaranna, menn trúðu á framtak einstaklingsins, héldu að hagkerfi kapitalismans gæti leyst vandamál islendinga, tryggt vax- andi öryggi: framfarir og sjálf- stæði. Þessi borgarastétt var þá öflugt framfaraafl i þjóöfélaginu, hún treysti á getu okkar, hún hafnaöi þeirri kenningu að við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.