Þjóðviljinn - 29.04.1975, Síða 10

Þjóðviljinn - 29.04.1975, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. april 1975. Búinn að stefna að þessu í allan vetur sagði Óskar Sigurpals- son sem fyrstur íslendinga náði að jafnhatta 200 kg. isienska lyftingasam- bandið gékkst fyrir lyft- ingamóti á sunnudaginn var eins og til stóð, þrátt fyrir hina fruntalegu framkomu „frænda" vorra af Norðurlöndum eins og áður hefur verið sagt frá í fréttum. Og þetta lyftingamót varð sögulegt, óskar Sigurpálsson gerði sér litiö fyrir og jafnhatt- aði 200 kg. og er þaö í fyrsta sinn sem íslending- ur nær að jafnhatta þessa þyngd. Og á leið sinni uppí 200 kg. setti óskar 3 Is- landsmet, 200 kg. urðu það fjórða og samanlögð talan úr snörun og jafnhöttun varð 5. íslandsmetið hans þennan dag. — Ég er auð- vitaö mjög ánægður með þennan árangur, ég hef stefnt að þessu í allan vet- ur og maður vonaði að þetta tækist einmitt á þessu móti. Það er ekki oft sem draumar manns ræt- ast svona, sagði óskar eft- ir mótið. Óskar sagðist aldrei fyrr hafa náð að jafnhatta 200 kg. en oft er það svo að þegar menn vinna svona stórafrek, þá hefur þeim tekist að vinna þau á æfingum, en Óskar sagðist aldrei hafa náð að lyfta 200 kg. á æfingu. — Ég reyndi fyrst við 200 kg. á íslands- mótinu og það munaði litlu að það tækist þá, en herslumuninn vant- aði. Siðan hef ég ekki reynt við meira en 190 kg. þar til nú, og varð sennilega mest hissa sjálfur að það skyldi takast, sagði Óskar Sigurpálsson, sterkasti maður landsins eftir mótið. Það sem Óskar vantar til þess að verða einn af bestu þungavigt- arlyftingamönnum heims er betri snörun. Þar er hann ótrúlega veikur miðað við hve frábær hann er i jafnhöttun. Hann snaraði ekki nema 135 kg. þannig að samtals lyfti hann 335 kg. sem er nýtt Is- landsmet. Skúli Óskarsson hinn skemmti- legi lyftingamaður var einnig i góðu formi i snöruninni, setti þar nýtt íslandsmet með 112,5 kg. Hann átti sjálfur eldra metið 110 Óskar Sigurpálsson meö 200kg. á leiö upp (Ljósm. S.dór). kg. í jafnhöttun gekk honum ekki eins vel.ætlaði sér um of,byrjaði á Islandsmetjöfnun en náði þeirri þyngd ekki upp. Sigurður Grétarsson, sem keppti i dvergvigt setti Islands- met i snörun, 75 kg. og jafnhattaði 90 kg. Samtals lyfti hann þvi 165 kg. sem er tslandsmetsjöfnun. Kári Eliasson keppti i léttvigt, snaraði 90 kg. og jafnhattaði 120, samtals 210 kg. Guðmundur Sigurðsson hinn kunni lyftingamaður, hefur sennilega ætlað sér um of, bæði i snörun og jafnhöttun. Hann byrj- aði á metjöfnun i snörun, en náði þvi ekki upp og alveg það sama gerðist i jafnhöttun. Guðmundur er mikill keppnismaður og hefði áreiðanlega náð að lyfta þessum þyngdum hefði hann haft ein- hverja keppni. Þar að auki tekur Guðmundur alltaf áhættu, nú sem fyrr, stundum heppnast það hjá honum, stundum ekki eins og gengur. —S.dór. Þaö var bara einn fáni á stöng I Laugardaishöliinni á suhnudaginn I staöinn fyrir 5 ef „frændur” vorir heföu ekki Sjvikið Iyftingasambandiö. Blakmenn óánægðir ásaka sjónvarpið um afskiptaleysi gagnvart blakinu A fundistjórnarBlaksambands Islands þann 10. april 1075 var eft- irfarandi samþykkt gerö og send sjónvarpinu meö bréfi dag. 11. april 1975. Þar sem sjónvarpiö hefur ekki séö ástæöu tii þess aö hafa sambarid við stjórn sainbandsins vegna þessarar samþykktar, telur stjórnin rétt aö samþykktin veröi birt opinberlega: Stjórn Blaksambands tsiands lýsir þvf yfir, aö ekki veröi lengur hjá þvfkomist aö finna aö Iþróttafréttaþjónustu Islenska sjónvarps- ins og mótmæla sérstaklega þeirri mismunun sem iþróttagreinar hérlendis búa viö þegar sjónvarpiö er annars vegar. Stjórnin telur þaö t.d. óviöunandi aö blakiþróttinni skuli ekki hafa vcriö gerö nokkur skil I iþróttaþáttum sjónvarpsins á þessum vetri, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni stjórnarinnar og þá þjónustu scm blaksam- fiandið veitir sjónvarpinu. Stjórn sambandsins óskar þess aö for- ráöamenn sjónvarpsins taki þessi mál til alvarlegrar yfirvegunar og geri nauðsynlegar ráöstafanir I þessum efnum og lýsir sig reiöu- búna tii viöræöna hún sjái ekki ástæöu til þess aö halda þvl áfram aökoma upplýsingum um málefni blakiþróttarinnar á framfæri viö sjónvarpið, meöan cngin breyting verður á þessum málum og end- ir ekki bundinn á mismunun Iþróttagreinanna.” Armann meistari í 2. flokki karla Armann sigraði Hauka 13:11 i úrslitaleik islandsmótsins i hand- knattleik i 2. aidursflokki karla og er þetta 3 titillinn scm Armann fær i mótinu. Féiagið sigraði einnig i 1. fl. karla og kvenna. Ilaukarnir sem þarna töpuðu mcö 2ja marka mun sigruöu hins- vegar fiikarkeppni 2. fl. sigruðu HK 14:13.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.