Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.04.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 29. aprll 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Pétur Yngvason varö Glímukappi íslands hann hlaut einnig feguröarverölaun keppn- fslandsglíman fór frm sl. sunnudag og lauk henni þannig, að Pétur Ingvason varð Glímukappi (slands 1975, og er þetta í f yrsta sinn sem Pétur hlýtur þetta sæmdarheiti. Og það sem meira er, Pétur hlaut einnig fegurðarverðlaun mótsins. Hann glímdi af miklu öryggi og um leið fallega og sannaði þarna að það er engin tilviljun að hann sigraði í bikarglímu (slands á dögunum. Pétur hefur verið mjög vaxandi glímumaður undanfarin ár og stendur nú sennilega á hátindinum. Sigurður Jónsson, sem undan- farin ár hefur verið okkar besti glimumaður hefur ekkert getað keppt i vetur vegna meiðsla fyrr en i þessu móti og hann hreppti 2. sætið i keppninni en var ótrúlega óheppinn. Hann var sá eini sem lagði Pétur i keppninni. En i fyrstu glimu sinni hrasaði Sigurður og féll og þar hlaut þvi ungur þingeyingur vinning án bess að vinna til hans. Sigurður náði sér samt á strik, og þegar hann átti aðeins eina glímu eftir hafði hann 5 vinninga en Pétur 6 og hafði Pétur þá lokið sinum glimum. Reykjavíkurmótið: Víkingur og Valur skildu jafnir 1:1 Eftir þvi sem á Hður vormótin skánar knattspyrnan. Það hefur sést greinilega á siðustu leikjum Keykjavikurmótsins og annarra vormóta I knattspyrnunni. Valur og Víkingur léku I Reykjavikur- mótinu sl. laugardag og skildu liðin jöfn 1:1. Valsmenn áttu mun meira I leiknum, fleiri og opnari tækifæri, og markið sem þeir BLI Vormót Blaksamband tslands gengst fyrir vormóti i blaki dagana 3. og 4. maí nk. Rétt til þátttöku hafa öll féiögog heraðssambönd innan BLÍ svo og félagshópar og skólar. Þátttökutilkynningar berist Guð- mundi E. Pálssyni I sima 18836 fyrir 29. aprll. Fram sigraði Ármann 2:0 Fram Sigraði Armann 2:0 i Reykjavikurmótinu i knattspyrnu sl. fóstudag og hefur Fram þar með hlotið 6 stig og á einn leik eftir. Valur hefur einnig hlotið 6 stig og á einn leik eftir, en KR er með 5 stig og á tvo leiki eftir, þar af annan gegn Val. fengu á sig er eitt af mestu klaufamörkum sem sjást. Það var á 35. min. að sendur var laus bolti inni vitateig Vals. Sigurður Dagsson hugðist gripa þennan lausa bolta en missti hann frá sér og Stefán Halldórsson sem fylgdi vel eftir átti auðvelt með að skora 1:0 Vikingi i vil. Þannig stóð i leikhléi en á 51. min. jafnaði Kristinn Björnsson fyrir Val. Hann skaut föstu skoti að marki en boltinn fór i varnar- mann og aftur til Kristins sem skautaftur og þá hafnaði boltinn i netinu 1:1. Þrátt fyrir mörg góð marktæki- færi I leiknum tókst Valsmönnum ekki að skora fleiri mörk og urðu þvi að sætta sig við jafntefli. Vikingarnir notuðu sem fyrr langsendingar fram völlinn með litlum árangri. Þeir áttu þó nokkur sæmileg marktækifæri sem þeim tókst ekki að nýta en þau voru ekki eins .mörg né opin og tækifæri Valsmanna. Leikurinn i heild var með bestu leikjum mótsins. IS varö bikar- meistari í blaki 1S varð bikarmeistari I blaki með þvi að sigra Þrótt 3:2 i úrslitaleiknum sem fram fór um siöustu helgi. iS -liðið hefur þvi bæði unnið deild og bikar og sannað að það er I sérflokki hér á landi i blakinu. 1 Undir venjulegum kringum- Wm Wm. stæðum hefði Sigurður átt að leggja Guðmund ólafsson I siðustu glimunni, en hann var tuagaóstyrkur og Guðmundur kom óvænt á hann snöggu bragði og Sigurður féll. Þar með var hann orðinn jafn Inga Yngvasyni með 5 vinninga en Pétur orðinn sigurvegari. BfJHÉ^^ ^ám- aR Sigurður sigraði svo Inga og ¦¦ 7M ttlHMWHrtÍ Wr W" hreppti þvi 2. sætið en Ingi 3. en þeir Pétur og Ingvi eru tviburar og mjög likir. Röðin i keppninni varð þvi þessi: l.PéturYngvasonUMFV ... 6v 2.Sig. JónssonUMFV ___ 5 + 1 v 3. IngiYngvasonHSÞ ___ 5+0 v 4.-5.Guðm.F.Halld. A..... 3,5v 4.-5. Guðm. ólafss. A....... 3,5 v 6. EyþórPéturssonHSÞ ... 2,5 v T.Kristján Yngvason HSÞ . 1,5 v f 8. Rögnv. ólafss. KR ___.... lv I Úrslitin i fegurðarglimukeppn- ''^^^& B5y51rl T ^^ inni uröu: \^^^^^i^^miW^k'-S^,: „« 1. Pétur Yngvason ........ 143 st •., HMKÍÍv" í«i {''?*M ' 2. Ingi Yngvason ........ 139,5 st ; -,,JlKl^i:"*'.)<&? ^^' 3. Eyþór Pétursson 136 st 181 l^rfl 4. Sigurður Jónsson ..... 131,5 st | 5.Guðm.F.Halld......... 122st 6. Kristján Yngvason___ 114,5st > 7.Guðm.Ólafss.........J07,5st * 8. Rögnvaldur ólafss...... 100 st p^tur Yngvason, gltmukappi tslands 1975. Meistarakeppni KSI ÍBKstendurbestaö vígi eftir jafntefli 2:2 viö Skagamenn var hörmulegt klaufamark sem varð þess valdandi að IBK náði jöfnu. A 15. min. kom lausrúliandi bolti inni vitateig IA, Davið markvörður hugðist handsama boltann en missti hann frá sér og Steinar Jóhannsson skoraði 1:0. Þannig var svo staðan i leikhléi en um miðjan siðari hálfleik jafnaði Matthias Hallgrimsson fyrir IA og skömmu siðar kom Guðjón Þórðarson tS yfir með marki skoruðu úr þvögu. Rétt fyrir leikslok jafnaði svo Grétar Magnússon fyrir ÍBK eftir að Ólafur Júliusson hafði fram- kvæmt aukaspyrnuírétt fyrir utan vitateig. \ Keflvikingar standa best að vígi nú/ þegar aðeins einn leikur er eftir í Meistarakeppni KSí. Á laugardaginn náðu þeir jafntefli við skagamenn 2:2 uppá Akranesi og eiga keflvíkingar einn leik eftir, gegn Val, en skaga- menn hafa lokið leikjum sínum og hafa hlotið 5 stig. ÍBK4og Valur 1 stig. Vinni ÍBK Val sigrar ÍBK í keppninni; verði jafntefli þarf aukaleik milli IA og ÍBK, en sigri Valur vinna skagamenn keppnina. Skagamenn voru klaufskir að ná aðeins jafntefli gegn IBK. Þeir áttu mun meira i leiknum og það Litla bikarkeppnin: ÍBH sigraði Blikana 4:2 Einn leikur fór fram i Litlu bikarkeppninni um helgina og þá sigraði ilill Breiðablik með miklum yfirburðum eða 4:1. Viðar Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins en Þór Hreiðarsson jafnaði fyrir Blikana. Helgi Ragnarsson kom svo hafnfirðingunum yfir, 2:1 og þannig stóð I leikhléi. Leífur Helgason bætti 3ja markinu við fyrir IBH og Olafur Danivalsson þvi 4. En rétt fyrir leikhlé skoraði Heiðar Breiðfjörð fyrir Blikana úr vitaspyrnu þannig að leiknum lauk 4:2 hafn- firðingum i vil. Nú er aðeins einn leikur eftir i Litlubikarkeppninni, leikur 1A og IBK og fer hann fram i Keflavik og er hann jafnframt úrslita- leikur keppninnar. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.