Þjóðviljinn - 29.04.1975, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 29.04.1975, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN1 Þriöjudagur 29. apríl 1975. Að vilja ráða fyrir aðra i slikum málum, er yfirgengilegt steigurlæti Lokaákvörðun verður konan sjálf að taka Rœða Soffiu Guðmundsdóttur um fóstureyðingafrumvarpið Við2. umræðu í efri deild alþingis/ sem fram fór í siðustu viku, um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kyn- lífsfræðslu, fóstureyðing- ar og fleira flutti Soffía Guðmundsdóttir á Akur- eyri þá ræðu, sem hér birt- ist. Soffia situr á þingi, sem varamaður Stefáns Jóns- sonar og var þetta fyrsta ræða hennar í sölum al- þingis. Soffia sagði: Á siðasta þingi lagði þáverandi heilbrigðisráðherra Magnús Kjartansson fram á alþingi frum- varp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barn- eignir og um fóstureyðingar og ó- frjósemisaðgerðir. Þetta frumvarp hefur i daglegu tali verið nefnt fóstureyðinga- frumvarpið, og 9. gr. þess eins og það birtist i upphaflegri gerð hef- ur orðið tilefni til mestra um- ræðna og deilna innan þings og utan. Um þau ákvæði frumvarpsins, er lúta að ráðgjöf og fræðslu virð- ist hins vegar vera samstaða, enda er þar tvimælalaust um að ræða ágæt nýmæli, sem hafa al- mennt gildi og snerta mikilvægan þátt mannlegs lifs. Það eru ekki frjálsar fóstureyð- ingar, sem deilan stendur um. 9. gr. frumvarpsins i fyrstu gerð, sem ég geri hér að umræðu- efni, kvað m.a. svo á, að fóstur- eyðing væri heimil að ósk konu að vissum skilyrðum uppfylltum. Aðgerð verður að framkvæma fyrir lok 12. viku meðgöngu, eng- ar læknisfræðilegar ástæður mega mæla móti aðgerð, konan verður að ræða vandamál sin við sérfróða aðila og skylt er að fræða hana um félagslega aðstoð, sem stendur til boða fyrir þungaða konu og við barnsburð. Svo sem sjá má af þessum ákvæðum, fer þvi fjarri, að hér sé um að ræða frjálsar fóstureyðing- ar eins og haldið hefur verið fram Minnihluti Framhald af bls. 4. laug Bjarnadóttir og Sverrir Her- mannsson auk allra þriggja þing- manna Alþýðuflokksins i deild- inni. Tillaga Magnúsar um að eign- arhlutur islenska rikisins verði 65% i fyrirtækinu i stað 55% var felld með 19 atkvæðum gegn 5 án nafnakalls. Tillaga Magnúsar um að verksmiðjan greiði allan kostnað af hafnargerð, vegalagn- ingu og raflinulögn hennar vegna var felld með 16 atkvæðum gegn 9 án nafnakalls. Þá fór fram nafnakall um 3. grein frumvarpsins, þar sem m.a. er kveðið á um eignarhluta islenska rikisins annars vegar og Union Carbide hins vegar. Frum- varpsgreinin var samþykkt með 21 atkvæði gegn 8. Þeir sem greiddu atkvæði á móti voru allir 6 viðstaddir þingmenn Alþýðu- bandalagsins svo og Karvel Pálmason og Ragnhiidur Helga- dóttir, sem hér gerði þá grcin fyrir atkvæði sinu, að hún teldi það brjóta gegn grundvallar- stefnu Sjáifstæðisflokksins, að is- ienska ríkið eigi meirihluta i slíku af hálfu margra þeirra, sem eru andvigir þvi, að konan njóti þeirra mannréttinda að ákveða sjálf hvort hún vill fæða barn og ala það upp. Þetta frumvarp hlaut ekki afgreiðslu á siðasta þingi, en siðar skipaði núverandi heilbrigðisráðherra Matthias Bjarnason nefnd þriggja karl- manna til að endurskoða frum- varpið áður en það yrði lagt fram á þingi öðru sinni. Þegar það svo kom fram að nýju var það i all- breyttri mynd frá upphaflegri gerð að þvi er tekur til mikil- vægra atriða, þviabeinmitt þetta ákvæði, sem átti að tryggja kon- unni sjálfri rétt til að taka á- kvarðanir, sem snerta hana fyrst og fremst, hafði verið numið burtu, en þess i stað skyldi fært i hendur sérfræðingum og embætt- ismönnum vald til að taka örlaga- rikar ákvarðanir um lif annarra, sem verða að sinu leyti að taka öllum afleiðingum og bera hina endanlegu ábyrgð. Það hefur margoft komið fram i umræðum innan þings og utan og sakar ekki að endurtaka það, að slikt vald yfir lifi og örlögum annarra má engum fela i hendur, en þab má með sanni segja, að karlmannaveldið lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Fæstir komast hjá þvi á lifsleið- inni, að þurfa að taka örðugar á- kvarðanir af einhverju tagi með tilheyrandi hugarangri, og enginn neitar þvl heldur, að leiðbeining- ar og holl ráð eru ævinlega vel þegin, en hina endanlegu ákvörð- un um eigin persónulegan vanda verður hver einstaklingur, karl eða kona, að taka sjálfur og bera á henni ábyrgð. Svo óbærilegar félagsiegar á- stæður geta fyrirfundist. Nú er kunnara en frá þurfi að segja, að i þessu margumrædda máli er raunar ekki verið að deila um réttmæti fóstureyðinga i sjálfu sér, þvi að við höfum um áratuga skeið búið við löggjöf, sem heimilar slikar aðgerðir við vissar aðstæður. Ekki hafa menn kippt sér upp við þau lagaákvæði, og hefur þar ekki gætt teljandi vanstillingar. Það er ekki fyrr en sú tillaga er uppi, aðhelsti málsaðilinn, konan stórfyrirtæki. Hjá sátu við þessa atkvæðagreiðslu Ingvar Gislason, Magnús Torfi ólafsson, Sigurlaug Bjarnadóttir og Sverrir Her- mannsson. Tillaga Magnúsar Kjartansson- ar um að fulltrúar islenska rikis- ins i stjórn verksmiðjunnar skyldu kjörnir af alþingi með hlutfallskosningu, en ekki skipað- ir af ráðherra eða kjörnir á aðal- fundi fyrirtækisins, var felld með 17 atkvæðum gegn 10. Sverrir Hermannsson og Ragnhildur Helgadóttir greiddu atkvæði með þessari breytingartillögu auk þingmanna Alþýðubandalagsins og Samtakanna. Hjá sátu þing- menn Alþýðuflokksins svo og Ingvar Gislason, Ólafur G. Ein- arsson og Sigurlaug Bjarnadóttir. Og 8 sátu hjá Breytingartillaga Magnúsar Kjartanssonar um að greiðsla fyrir tækniþjónustu Union Car- bide i formi hlutabréfa skuli ekki vera hærri en 2,3 miljónir doll. (i stað 3,2 milj.) að meðalsölulaun skuli ekki vera hærri en 3% (i stað um 4%) og meðalraforkuverð fyrstu 8 árin ekki lægra en 8 mill fyrir kílówattstund (I stað 5,7 mill) — var felld með 18 atkvæð- um gegn 7. Með tillögunni greiddu atkvæði allir viðstaddir þing- sjálf, fái ákvörðunarréttinn, að menn taka að ýfast, og virðast þvi aðeins vera reiðubúnir að fallast á heimildir til fóstureyðinga, að það sé tryggt, að umfram allt ein- hver annar en konan sjálf taki ákvörðun þar um. I frumvarpinu eins og það liggur nú fyrir er lagt til, að fóstureyðing verði heimiluð af félagslegum ástæðum, og er það nýmæli frá gildandi löggjöf. Ekki er þó örgrannt um, að nokk- urrar tregðu gæti við að viður- kenna þá staðreynd, að svo ó- bærilegar félagslegar ástæður geti fyrirfundist i okkar samfé- lagi, sem réttlæti fóstureyðingu sem úrræði, og fram hafa komið breytingatillögur, sem bera keim af þessu viðhorfi rétt eins og hægt sé að hafa óskhyggjuna eina að leiðarljósi. Það er eftirtektarvert i þessu máli öllu, að þeir, sem hafa lýst sig andviga sjálfsákvörðunarrétti konunnar og hrópa hátt um lotn- ingu sina fyrir lifinu, um mann- Soffia Guðmundsdóttir. helgi og rétt fósturs til lifs, eru‘ öldungis ekki i hópi þeirra, sem berjast fyrir félagslegum fram- faramálum. Nú heyrir það að sjálfsögðu til mannréttindum barns, að það fæðist velkomið, við ákjósanlegar ytri aðstæður og að þvi séu búin sómasamleg uppvaxtarskilyröi. menn Alþýðubandalagsins og Magnús Torfi Ólafsson, en hjá sátu Ragnhildur Helgadóttir, Ingvar Gislason, Karvel Pálma- son, Sigurlaug Bjarnadóttir, Sverrir Hermannsson og allir þrir þingmenn Alþýðuflokksins i deildinni. Þá voru einnig felldar, en án nafnakalls breytingartillög- ur Magnúsar Kjartanssonar um að fella brott úr frumvarpinu ákvæði, er gera fyrirtækið óháð breytingum á islenskum skatta- lögum. Einstakar greinar frumvarps- ins voru siðan samþykktar hver fyrir sig af stjórnarliðinu. Mótat- kvæði voru frá einu og upp i átta, eftir efni hverrar greinar. Aö bjarga sjálfstæöi eða farga Þriðja umræða fór siðan fram að loknum atkvæðagreiðslum við 2. umræðu. Til máls tóku Sigur- laug Bjarnadóttir, Magnús Kjart- ansson (sjá opnu Þjóðviljans i dag), Gunnar Thoroddsen, sem stafesti, að undirrita ætti samn- inginná mándudag (i gær) Ingvar Gisiason, Jónas Árnason (sjá Þjóðviljann á morgun), Ragnhiidur Heigadóttir, sem sagði að efnahagslegt fullveldi okkar hefði verið betur tryggt ef auðhringurinn Union Carbide ætti Það er þvi ekki úr vegi að rifja það upp, að þeir, sem eru að visu áfram um að börnin fæðist, en fást minna um þau lifsskilyrði, sem biða þeirra, hafa oftlega átt þess kost að styðja ýmis félagsleg framfaramál, mæðrum og börn- um til handa. T.d. flutti Margrét Sigurðardóttir hér á háttvirtu al- þingi frumvarp til laga um fæð- ingarorlof árið 1960, þegar hún átti sæti á alþingi um tima sem varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins. Þetta frumvarp hefði fal- ið i sér mikilvæga réttarbót til handa mæðrum og börnum, hefði það náð fram að ganga. Fyrr á þessu þingi, sem nú situr, flutti Bjarnfriður Leósdóttir varaþing- maður Alþýðubandalagsins þingsáiyktunartillögu um fæðing- arorlof, og enn fór á sömu leið. Þá er ekki lengra siðan en þrir dag- ar, að þeir, sem bera „lotningu fyrir lifinu” áttu þess kost að sýna hug sinn i verki með þvi að samþykkja tillögu Magnúsar Kjartanssonar um fæðingarorlof, en háttvirtir þingmenn stjórnar- liðsins sáu sér ekki fært að styðja slikt félagslegt framfaramál, og létu sig ekki muna um það að fella allar breytingartiliögur Alþýðu- bandalagsmanna við efnahags- málafrumvarpið sem nú liggur fyrir. Styrinn ekki um réttar eða rangar ákvarðanir, heldur um það hver eigi að ákveða. Það bar reyndar upp á sama daginn hér á háttvirtu alþingi að vegsömuð var sköpun almættis- ins og helgi lifsins og i sama mund voru tillögur um mikils- verðar félagslegar úrbætur til handa mannfólkinu malaðar nið- ur. Það er vissulega rétt, að kona, sem æskir fóstureyðingar, stend- ur frammi fyrir örðugri ákvörð- un, en það getur enginn leyst hana undan þeim vanda að taka þá ákvörðun sjálf, enda er það hún, sem ber hina endanlegu ábyrgð og er æði oft ein um hana. Það er yfirgengilegt steigurlæti, sem i þvi felst að telja sig þess umkominn að ráða fyrir aðra i slíkum málum. Styrinn stendur ekki endilega um réttar eða rangar ákvarðanir verksmiðjuna einn, Karvel Pálmason.sem itrekaði andstöðu Samtaka frjálslyndra við frum- varpið, Gylfi Þ. Glslason, sem lýsti stuðningi Alþýðuflokksins við frumvarpið og Halidór E. Sigurösson, samgönguráðherra, sem fullyrti, að ekkert tap yrði á rekstri hafnarinnar við Grundar- tanga. Til nokkurra orðaskipta kom i lok fundarins milli Magnúsar Kjartanssonar og Gylfa Þ. Gisla- sonar. í sambandi við þann boð- skap Braga Sigurjónssonar, varaþingmanns Alþýðuflokksins, að heppilegra væri að erlendir að- ilar ættu slik fyrirtæki að meiri- hluta eða einir, þá minntist Magnús á ræðuna frægu, sem Gylfi flutti á 100 ára afmæli Þjóð- minjasafnsins, en þar vitnaði Gylfi til orða Winstons Churchill um að besta leiðin til að bjarga sjálfstæði þjóða gæti verið að farga þvi. Gylfi taldi sig ekki hafa lýst samþykki við slika kenningu i af- mælisræðunni, enda þótt hann hafi tekið sér þessi orð i munn. Gylfi sagði, að þegar Magnús Kjartansson var iðnaðarráð- herra, þá hafi hann kallað sig og Gunnar Thoroddsen (þ.e. for- menn þingflokka þáverandi stjórnarandstöðu) á skrifstofu sina og innt þá eftir afstöðu Al- i hverju einstöku tilviki, heldur um það, hver eigi að ákveða eða hvort viðurkenna skuli, að konur séu færar um að taka sjálfstæðar ákvarðanir og bera á þeim á- byrgð. Þetta er dæmigert kvenrétt- indamál, þvi að hér er einmitt um að ræða rétt konunnar til sjálf- ræbis og ábyrgðar. Sá réttur hef- ur ævinlega verið harðsóttur, og svo er enn. Allar réttarkröfur, sem miðast við að konan sé viður- kennd sem sjálfstæður einstakl- ingur hafa löngum mætt harðri mótspyrnu. Nægir þar að minna á baráttuna fyrir rétti kvenna til fjárforræðis, til mennta og starfa að ógleymdri baráttunni fyrir kosningarétti og kjörgengi. I al- mennum umræðum um marg- nefnt fóstureyðingafrum varp hefur gætt furðulegs: vanmats á dómgreind og siðgæðisþroska is- lenskra kvenna. Ýmsir hafa taliö, að nái 9. gr. frumvarpsins i upp- haflegri gerð fram að ganga, þá verði ekki gengið hægt um gleð- innar dyr, trassaskapur um notk- un getnaðarvarna muni stórauk- ast svo og ábyrgðárleysi og laus- ung. I slikum málflutningi felast raunar svo ósæmilegar aðdrótt- anir i garð kvenna, að engu tali tekur. Þann rétt munu konur umgangast af fullri gát. Það er rétt, að auknu frelsi fýlgir aukinn vandi og aukin ábyrgð, en ég fullyrði það, að fái islenskar konur þann sjálfs- ákvörðunarrétt, sem styrinn stendur um þessa stundina, þá muni þær umgangast hann af fullri gát, af alvöru og siðgæðis- vitund i vissu þess, að fóstureyð- ing er ævinlega neyðarúrræði, sem gengur ngsrri tilfinningum hverrar þeirrar konu, sem er i slikum vanda stödd að sjá ekki aðra leið færa. Það er nú að koma i ljós hvert traust háttvirtir al- þingismenn bera til islenskra kvenna I þessum efnum, hvort þeir telja þær til þess færar að ráða fram úr eigin vanda án þess að skjóta sér bak við einn eða neinn. Að lokum vildi ég minna á það félagslega misrétti, sem I þvi felst að hér sé i gildi þrengri lög- gjöf i þessum efnum en tiökast I nágrannalöndum okkar. Þær konur, sem eru fjárhagslega vel settar munu eftir sem áður geta tekið til sinna ráða, ef þeim býður svo við að horfa, en þær, sem minnst mega sin gætu allt eins staðið uppi án þeirrar aðstoðar, sem þær þyrftu öðrum fremur á að halda. Þegar sett er löggjöf, sem lengi á að standa, verður að horfa fram, en ekki aftur, þvi að það fær ekki staðist að miða laga- ákvæði við aðstæður, sem þegar eru úreltar og i engu samræmi við nútímann. Soffia Guðmundsdóttir boðaði i lok ræðu sinnar, að hún myndi flytja I efri deild svipaðar breyt- ingartillögur við frumvarpið og Magnús Kjartansson lagði fram i neðri deild, en þær voru felldar. þýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins til hugsanlegra samn- inga um járnblendiverksmiðju, eins og þau mál stóðu þá. Kvaðst Gylfi þá hafa lýst stuðningi við byggingu verk- smiðjunnar og hann væri á sama máli nú. Magnús Kjartansson kvað það rétt vera, að hann hafi sem ráðherra innt formenn þing- flokka þáverandi stjórnarand- stöðu eftir afstöðu flokka þeirra til hugsanlegra samninga. Magnús kvaðst sem ráðherra hafa tilkynnt Union Carbide, að islendingar teldu viðhorf gjör- breytt, vegna hinnar gifurlegu oliuhækkunar haustið 1973, en með tilliti til þeirra breyttu við- horfa kvaðst hann hafa neitað að leggja fram frumvarp um járn- blendiverksmiðju fyrir alþingi fyrri hluta árs 1974. Þess hafi þá verið óskað af Union Carbide, að afstaða þing- flokkanna til málsins yrði könn- uð. Þetta kvaðst Magnús hafa gert m.a. með viðræðunum við þá Gylfa og Gunnar Thoroddsen. Að þeirri könnun lokinni sagðist Magnús hafa sent hinum erlenda viðsemjanda bréf þar sem tekið væri skýrt fram, að rikisstjórn Is- lands (þ.e. vinstri stjórnin) ábyrgðist ekkert um meirihluta á aiþingi fyrir hugsanlegum fram- gangi verksmiðjumálsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.