Þjóðviljinn - 11.05.1975, Síða 9

Þjóðviljinn - 11.05.1975, Síða 9
Sunnudagur 11. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA -9 lUSTURLAND MÁLGAGN ALÞÝÐU BAN DALAGSINS A AUSTURLAND! 25. árgangur. Neskaupstað, 1. mai 1975. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins er nú útgefandi blaðsins og siðustu árin hefur starfað á þess vegum ritnefnd, sem Bjarni segir að hafi létt af sér miklum störfum, en áður var hann að mestu einn við útgáfuna, þótt Sósialistafélagið teldist útgef- andi. — Þetta var alger tómstunda- vinna hjá mér, segir hann, og aðaltómstundaiðjan, þvi allan þann tima sem blaðið kom út og framá mitt ár 1973 var ég jafn- framt bæjarstjóri. — Þú hefur þá ekki stolist til að vinna það á bæjarstjóraskrifstof- unni? — Ja, ekki þori ég nú að sverja fyrir að hafa aldrei skrifað þar! En maður vann það þá upp með að vinna á öðrum timum þvi meira. — Attuð þið von á þvi, þegar þið byrjuðuð útgáfuna, að þetta tækist svona vel? — 0, nei. En það eru komin um 15 ár siðan ég sagði við Sigurð Blöndal, að ég setti metnað minn i það að skiljast ekki við þetta blað fyrr heldur en það væri orðinn öldungur austfirskra blaða. Og það á nú ekki orðið langt i það. Þetta er 25. árgangurinn, en „Austri” gamli Skafta Jónssonar á Seyðisfirði varð 27 ára. Þeim aldri náum við úr þessu og sjálf- sagt hærri. Aðeins tii að segja upp samningum og tii að samþykkja þá 1 frásögnum Bjarna — og reyndar annarra lika — af barátt- unni á fjórða áratugnum, kemur oft fram, hve félagarnir þá voru virkir og duglegir. Hver er þá á- stæðan fyrir þvi, að félagar i verklýðsfélögunum nú eru orðnir jafn óvirkir og raun er á og fólk tekur svona litinn þátt i að berjast fyrir eigin kjörum? — Astæðurnar eru áreiðanlega fleiri en ein, álitur Bjarni, ma. er um að ræða ákaflega mikið vinnuálag, svo menn eru latir við að sækja fundi. En aðalástæðan held ég að sé sú, að það hefur al- gerlega verið breytt um vinnu- brögð i verklýðsfélögunum. Þar eru nú að verki fáir menn, sem annast samningagerðir oþh., en hinn óbreytti félagsmaður fylgist ekki einusinni með. Þarna er pukrast á bak við læstar dyr að ræða um afkomu atvinnuþeganna oþh. sem verklýðshreyfingunni eða verkamönnum kemur i raun- inni ekkert við, það eru allt aðrir menn sem eiga að fást við það. Og þaðerfariðsvodultmeð þetta, að hinn almenni félagi veit ekkert hvað er að gerast. Það eina sem af honum er krafist er að hann komi á tvo fundi: Annan til að segja upp samningum. Hinn til að samþykkja þá. — Hvernig stendur á þessu sambandsleysi þeirra sem standa i samningunum og hinna almennu félaga? — Þróunin hefur orðið að flytja starfsemina frá félögunum. Hún er ekki lengur áhugamannastarf, heldur launað starf og það er á- kaflega mikið verklýðsforystunni að kenna að hirða ekki um að virkja hinn óbreytta liðsmann. Verkamenn hafa vanist á, að þessir fáu menn fari með málin fyrir þá og lita orðið svo á, að það skipti útaf fyrir sig engu máli, hvort þeir koma á fundi eða ekki. Þetta er annar þátturinn. Hinn þátturinn er að öll önnur starf- semi en þetta kjaramálastagl liggur gjörsamlega niðri. Menn- ingarstarfsemi að undanskilinni einhverri starfsemi á vegum ASI sjálfs, einsog listsafnið td., er öll i molum og raunar engin til, og engin fræðsla heldur. Þetta á ekki við um neitt einstakt verklýðsfé- lag. Þetta á við um alla verklýðs- hreyfinguna i landinu. Tökumst á um andstæðurnar Aður var miklu almennari þátt- taka i starfi verklýðsfélaganna, segir Bjarni, miklu meira um fundir og miklu meira strið: — Það voru striðandi öfl innan verklýðsfélagsins sem urðu til þess, að fundir voru ákaflega fjöl- sóttir. Ég man td., að þegar við unnum sigur i verklýðsfélaginu i fyrsta sinn, þá komu fram 220—230 atkvæði þegar talið var. Þetta var á fundi og félagsmenn i félaginu hafa ekki verið öllu fleiri. — En það eru ekki siður and- stæð öfl innan verklýðshreyfing- arinnar núna, sem sést td. á þvi hver itök ihaldið hefur þar. Samt er áhuginn ekki meiri né nein telj- andi átök. .— Nei. Það er einsog það sé samkomulag þarna. Sjálfsagt þegjandi samkomulag, sem kem- ur ma. fram i þvi, að það telst orðið til viðburða ef kosið er i verklýðsfélagi, til stjórnar eða á Alþýðusambandsþing. Þetta ó- stand i verklýðshreyfingunni kemstað minu áliti ekki i lag fyrr en aftur verður hörfið að gömlum starfsháttum, þe. að halda tiða fundi og takast beinlinis á um þau mál sem til meðferðar eru, hleypa andstæðingunum upp. Það er þá hægt að kveða þær niður. Einsog nú er tekst fólkið i verk- lýðsfélögunum ekki á, fær varla tækifæri til þess. Aldrei talað um afkomu heimilanna — Þú sagðir- áðan, að þér fynd- ist verkamönnum ekki koma af- koma atvinnuveganna við. En nú er hún náttúrlega hluti efnahags- ástandsins og eru það ekki .ein- mitt ólikar skoðanir um efna- hagsstefnuna sem skapa and- stæðurnar?' — Jú, en það sem ég átti við með óþarfa umræðu samninga- manna um afkomu atvinnuveg- anna er að þeir, sem fara með samningsumboðið fyrir atvinnu- rekendur og rikisvaldið, hafa með sin tæki, hagrannsóknastjóra og þh. fugla, komist uppá iag með að halda verklýðsforystunni uppá snakki um meira og minna upp- lognar tölur um afkomu atvinnu- veganna. En það er aldrei talað um afkomu heimilanna! Það er ekki verið að tala um hana bakvið lokaðar dyr hjá sáttasemjara, það er ég viss um. Það er verið að tala um afkomu togaraflotans og frystihúsanna, en þvi á verka- fólkið ekki að leyfa að blanda inni þessi mál. Til að stjórna efnahagsmálun- um höfum við stjórnmálasamtök, en ein aðalveilan i verklýðssam- tökunum er að minum dómi að þau gera sér alltof mikið far um að vera ópólitisk. Verklýðsfé- lögin eiga að visu að vera flokks- lega ópólitisk. En við vitum, að stéttabarátta er pólitik á hæsta stigi og það fæst aldrei neinn við- unandi árangur úr stéttabaráttu nema þvi aðeins, að verklýðs- hreyfingin hafi að bakhjarli sterkan stjórnmálaflokk. Það er til litils að hækka kaupið ef ein- hver ihaldsstjórn situr að völdum og gerir ráðstafanir til að eyði- leggja þá ávinninga jafnóðum, sem nást, einsog við höfum mörg dæmi til. Verklýðshreyfingin þarf ekki stjórnmálaflokk til að stjórna sér. Hún þarf fyrst og fremst stjórn- málaflokk til að segja fyrir verk- um. —vh Hvernig yrði ykkur við ef þið væruð að berjast áfram I hrlðar- kófi og heyrðuð allt i einu Inter- nasjónalinn hljóma gegnum byl- inn? Þetta kom fyrir undirritaða i Neskaupstað og auðvitað gekk ég á hljóðið, sem reyndist berast úr litlu, grænu húsi niður við sjóinn. Þetta var tveim dögum fyrir 1. mai og lúðrasveitin æfði af kappi og lct vcðrið ekkert á sig fá, þótt aðrir bæjarbúar héldu sig innivið og verslunum væri jafnvel lokað. — Þau eru svo áhugasöm sagði stjórnandi, Haraldur Guðmunds- son, skólastjóri Tónlistarskólans, að þau láta sig aldrei vanta á æf- ingarnar, hvernig sem á stendur. Hún er ung, þessi lúðrasveit hvort sem miðað er við eigin ald- ur eða æviár nemendanna, sem allir ganga i barnaskólann, nema 3 sem eru I gagnfræðaskólanum, enda nefnist hún Skólahljóm- sveitin. Hún var stofnuð i október Haraldur stjórnar sl. haust og þá keypti bærinn hljóðfæri fyrir hana. Haraldur sagði, að hljómsveitin hefði fyrst komið fram opinber- lega á skemmtun barnaskólans um jólin, siðan einnig spilað á elliheimilinu og I gagnfræðaskól- anum og nú var næsta verkefni að spila á 1. mai fundi verklýðsfé- laganna. Um tónlistarnám i bænum yfir- leitt sagði hann að áhugi fyrir þvi hefði mjög aukist siðan Tónskóli Neskaupstaðar tók til starfa fyrir 5—6 árum, en fyrir utan lúðra- sveitarmeðlimina eru þar nú við nám uppundir 50 nemendur. En sumir þeirra sem eru i lúðra- sveitinni eru lika i skólanum að læra á önnur hljóðfæri. — vh Atök við Nallann Þegar Nallinn hljómaði gegnum hríðar- kófið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.