Þjóðviljinn - 11.05.1975, Qupperneq 17
Sunnudagur 11. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Vantar texta— mynd nr. 5
Mynd nr. 3
— og tek undir þau orð, sem formaðurinn viðhafði hér rétt áð^n: það
verður að finna leiðir til að leitast við að stuðla að raunhæfum ráð-
stöfunum til að breikka efnahagsgrundvöliinn, hleypa stoðum undir
rekstrarþol atvinnulifsins og leita hvers kyns hugsanlegra ráða, sem
tiltæk kynnu að reynast, til að mæta af þrótti þeim utanaðsteðjandi,
sameiginlegu áföilum, sem þjóðin nú byr við, og sem ekki lama
athafnamátt þeirra, er ábyrgð bera á undirstöðu-framieiðsluvegunum,
né rýra lágmarks kaupgetu þeirra, sem allra verst eru settir, meira en
algjör þjóðarnauðsyn krefst á hverjum tima.
Hér kemur mynd nr. 5 I
flokknum „Vantar texta” og
væntum við þess, að lesendur
leyfi nú imyndunaraflinu að leika
sér. Ef svona frjósemi kemur
ekki hugsuninni af stað...
Af tæknilegum ástæðum hefur
tvisvar fallið niður birting á
þessum myndum og textúnum
með þeim, en að öðru jöfnu
reiknum við yfirleitt með að
textar hafi borist og verði birtir
hálfum mánuði eftir að myndin
kemur fyrst i blaðinu. Berist þeir
seinna, getum við ekki tekið þá
með. Og snúum okkur þá að mynd
nr. 3.
G.Þ. sendir langan texta, sem
birtist hér að ofan undir mynd-
inni, en aðrar tillögur G.Þ. eru:
— Mér er sama þótt þú sért úr
Þingeyjarsýslunni — þú ert
fenginn hingað til að skemmta
gestum!
— Góði siappað’ af! — Þeir
birta myndir af hverjum sem er i
Þjóðviljanum.
Túnýstingur uppá eftirfarandi:
— Hafið þér eitthvað sérstakt
fyrir stafni í kvöld, ungfrú?
Eða:
— Þegiðu á meðan ég tala!
Davið Þór Jónsson 10 ára
sendir þennan texta:
— Viðskulum gefa næsta ræðu-
manni gott klapp.
Og Árni Þórðarson:
— Ég er bara að æfa mig áöur
en ég fer I karlakórinn!
Og við skulum reka lestina með
texta Jóns Thórs Haraldssonar:
— Ég hef engin andskotans
mannsaugu!
ÞORSTEINN
FRÁ HAMRI
TÓK SAMAN
Þá hló
marbendill
Mér er i minni stundin
þá marbendil hló;
blíð var baugahrundin
er bóndinn kom af sjó;
kyssti hún laufalundinn,
iymskan undir bjó;
sinn saklausan hundinn
sverðabaldur sló.
Sögn úr
Landnámu
TrU á marmennla eða mar-
bendla er forn, og kemur þegar
fyrir i Landnámabók; þar segir
svo frá:
„Grimur hét maður Ingjalds-
son, Hróaldssonar úr Hadd-
ingjadal, bróðir Asa hersis;
hann fór til Islands i landaleit og
sigldi fyr.ir norðan landið; hann
var um veturinn i Grimsey á
Steingrimsfirði. Bergdis hét
kona hans, en Þórir sonur
þeirra. Gri'mur reri til fiska um
haustið með húskarla sina, en
sveinninn Þórir lá i stafni og var
I selbelg, og dreginn að
hálsinum. Grimur dró
marmennil, og er hann kom
upp,spurði Grimur: Hvað spáir
þú oss um forlög vor, eða hvar
skulum vér byggja á íslandi?
Marmennill svarar: Ekki þarf
ég aðspá yður, en sveininum, er
liggur I selbelginum; hann skal
þar byggja og land nema, er
Skálm, merr yður, leggst undir
klyfjum. — Ekki fengu þeir
fleiri orð af honum. En síðar um
veturinn reru þeir Grimur svo,
að sveinninn var á landi; þá
týndust þeir allir. Þau Bergdis
og Þórir fóru um vorið Ur
Grimsey og vestur yfir heiði til
Breiðafjarðar; þá gekk Skálm
fyrir og lagðist aldrei. Annan
vetur voru þau á Skálmarnesi i
Breiðafirði, en um sumarið eftir
sneru þau suður. Þá gekk enn
Skálm fyrir, þar til er þau komu
af heiðum suður til Borgar-
fjarðar, þar sem sandmelir
tveir rauðir stóðu fyrir; þar
lagðist Skálm niður undir
klyfjum undir^ hinum ytra
melnum; þar-nam Þórir land
fyrir sunnan GnUpá til Kaldár,
fyrir neðan Knappadal, milli
fjalls og fjöru; hann bjó að
Rauðamel hinum ytra.”
Marbendilsspá
úr Hálfs sögu
og Hálfsrekka
„Þetta haust reru feðgar tveir
á fiski og drógu marmennil.
Þeir færðu hann Hjörleifi.
Konungur fékk hann i hendur
hirðkonu einni og bað hana gera
vel við hann. Engi maður fékk
orð af honum. Kertisveinar
glimdu og slökktu ljósin. 1 þvi
biH sló Hildur horni á skikkju
Æsu. Konungur sló hana með
hendi sinni, en Hildur sagði
hundinn valda, er lá á gólfinu.
Þá laust konungur hundinn. Þá
hló marmennill. Konungur
spurði, hvi hann hló. Hann
svarar: — Þvi, að þér varð
heimsklega, þvi að þau munu
þér líf gefa.
Konungur spurði hann fleira.
Hann svarar engu. Siðan lést
konungur mundu flytja hann til
sjóvar og bað hann segja sér
það er hann þyrfti að vita. Hann
kvað, er hann fór til sjóvar:
Eg sé lýsa
langt suður i haf:
Viil danskur konungur
dóttur hefna.
Hann hefur úti
ótal skipa,
býður hann Hjörleifi
hólmstefnu til.
En er þeir reru þangað með
hann, sem þeir höfðu hann upp
dregið, þá kvað hann:
Sögu kann eg segja
sonum Háleygja
vilgi góða,
ef þér viijið heyra :
Hér fcr sunnan
Svarðar dóttir,
of drifin dreyra,
frá Danmörku.
Hefur sér á höfði
hjáim upp spenntan,
herkumbi harðlegt,
lléðins af létta.
Skammt mun sveinum,
sé það sem er,
Hiidar að biða
hér á ferli
Bresta mun baugröst,
brá mær augum
um héruð hingað
hegna til þegna.
Hafa skal hver drengur
hjör og mörg spjót,
áður komi mikil fram
málmhrið siðan.
Þó munu, ef það er satt,
þá fer ilia,
hafa aiiir alkeypt
ár, þá er kemur vár.
Þá lét Hjörleifur konungur
hann utan borðs. Þá tók einn
maður i hönd honum og spurði:
— Hvað er manni best? —
Marmennill svarar:
Kalt vatn augum,
cn kvett tönnum,
iéreft liki,
lát mig aftur I sjó!
Dregur mig engi
i degi siðan
maður upp I skip -
af mararbotnum.”
Jón Árnason segir um
hugmyndir manna um
marbendla:
„Marbendillinn hefst við á
mararbotni, en sést aldrei ofan
sjávar nema þegar hann hefur
veriö dreginn, sem siðar skal
getið. Af honum dregur
marbendilssmiði nafn, er það
gulhvitur kalksteinn, allur hruf-
óttur og körtóttur utan, er
skolar upp af mararbotni. Segja
menn að slikt séu smiðisgripir
marbendla. Landnáma og
sagan af Hálfi og Hálfsrekkum
sýna það best að marbendla-
trúin er ekki ung. Ekki all-
sjaldan hafa menn náð mar-
bendlum og að visu oftast dregið
þá Ur sjó lifandi, og hafa þeir þá
stundum verið með öngla og
net, en þó ganga sögur af þvi að
þeir hafi fundist reknir af sjó
dauðir eða komiö innan Ur
hákarlsmaga. Þegar svo ber við
að þeir eru dregnir lifandi, vilja
þeir ávallt komast Ut aftur a
sama svið sem þeir eru dregnir
á; fáorðir eru þeir og sinna litt
mönnum. Litt kunnug er
mönnum háttsemi marbendla,
en það vita menn að þeir eiga
kýr góðar, eru þær allar sægrá-
ar að lit og hafa blöðru milli
nasanna eða framan á grönun-
um, og verði hUn sprengd, þá
næstkýrin, annars eru sækýr ó-
hemjandi. Sækýr eru ágætar
mjólkurkýr og góðar til undan-
eldis.”
Jón Guðmundsson lærði var
margs vis um marbendla sem
annað. Hann segir svo frá:
Marbendill, sjódvergur
— eftir Jón Guð-
mundsson lærða
„Gamall málsháttur einn hér
i landi er so sem margur segir i
dæmisögum:' Þá hló mar-
bendill. En hvar af það er
komið, hefur sagt verið að bóndi
nokkur dró þann sjódverg sem
sig nefndi marbendil, með stóru
höföi, höndum siðum, en
likastur sel niður frá nafla.
Hann vildi á öngvum visindum
fræða bónda; þvi flutti hann
hann nauðugan i land
með sér. Bóndans hústrU,
ung og lystug, kom til sjóvar,
fagnaði bónda, kyssandi og
klappandi. Bóndi gladdist og
lagði henni pris og lof, en slóð
sinn hund frá sér sem honum
fagnaði með hUstrUnni. Þá
hló marbendill er hann sá
þetta. Bóndi spurði þvi hann hló.
Marbendill svaraði: — Að
heimskunni. Sem bóndinn gekk
heimleiðis frá sjónum, rasaði
hann og datt um þUfu nokkra.
Hann bölvaði þúfunni mikillega
og hvar fyrir hUn hefði nokkurn-
tima verið sköpuð að standa i
sinu landi. Þá hló marbendill,
þvi hann var i ferðinni nauðugur
borinn, og sagði: Misvitur ertu,
bóndi. So hélt bóndi marbendil
hjá sér þrjár nætur. Kaup-
mannasveinar komu þar með
varning til sölu. Bóndi hafði
aldrei fengið so margsólaða og
þykka svartaskó sem honum
likaði, en þessir kaupsveinar
þóttust hafa þá bestu. Bóndi
mátti velja af hundrað pörum
og sagði þá strax slitast og alla
of þunna. Þá hló marbendill og
sagði: Margur villist þó vis
þykist. Hvorki fékk bóndinn af
marbendli með bliðu eða striðu
meiri fróðleik en nU var greint,
utan með þeim skilmála að
bóndi skyldi flytja hann Ut aftur
rétt á það sama mið sem hann
var upp dreginn, og skyldi hUka
á árarblaði bónda, þá skyldi
hann Ur leysa öllum hans spurn-
ingum, en með öngvum kosti
ellegar Bóndi gjörði og so eftir
briár nætur. Og sem hann var
kominn á árarblaðið, spurði
bóndi hvörn tilbUning fiskimenn
skyldi hafa, ef þeir vildu fisknir
vera. Marbendill svaraði:
Tuggið járn og troðið skal til
öngla hafa, og setja öngla-
smiðju þar sem heyra má til ár
og lár (sjóar og vatns nið), og
herða öngul i jóra mæði, hafa
gráan griðungsvað og hráan
hrossskinnstaum, til beitu hafa
fuglsfóarn og flyðrubeitu, en
mannskjöt i miðjan bug — og
muntu feigur ef þU ekki fiskar.
Fráleitur skal fiskimanns
öngull.
Þá spurði bóndi að hvörri
heimsku hann hefði hlegið
þegar iiann lofaði hUstrU sina,
en sló hundinn. Marbendill
svaraði: Að þinni heimsku,
bóndi, þvi hundur þinn elskar
þig öngvu siður en lif sitt, en
kona þin vill þig dauðan og er
hin mesta hóra. En þUfan sem
þU bölvaðir er þin féþUfa, og
nógur rikdómur undir; þvi
varstu misvitur, bóndi, þvi hló
ég þar að. En svartaskórnir
duga þér þina ævi, þvi þU átt
ekki marga daga eftir ólifað,
þeir duga þér þá þrjá daga. —
Og i þvi steyptist hann af árar-
blaðinu, og skildi þar með þeim.
En allt reyndist eftir þvi sem
marbendill hafði sagt.
Oft leysir hann öngla af fiski-
mönnum, þar sem hann býr
nærri miðum, utan i kross liggi
hnúturinn, og mörgum öngli
náði hann af mér forðum.”
Marbendill
i hákarlsmaga
t ferðabók Eggerts Olafs-
sonar og Bjarna Pálssonar er
tekin til yfirvegunar vottfest
lýsing á marbendli, og segir
niðurstaða þeirra sina sögu um
fyrirbærið:
Framhald á 22. siðu.