Þjóðviljinn - 11.05.1975, Síða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. mal 1975.
Hér I Zwmger er safnið til húsa.
í LEIT AÐ
FRÆGUM
LISTAVERKUM
Eitt frægasta safn sigildra listaverka, italskra,
spænskra, flæmskra, er i Dresden i Austur-Þýska-
landi. Safn þetta á sér rætur i sextándu öld, en efld-
ist að miklum mun i tið Ágústs sterka af Saxlandi.
Fyrir heimsstyrjöldina siðari voru þar um 2200
málverk frægra meistara, og eru þá ótaldar högg-
myndir og listiðnaður. Safnbyggingin varð mjög illa
úti i loftárásum á Dresden rétt fyrir striðslok. Flest
listaverkin höfðu þá verið falin. Hér segir frá leit-
inni að listaverkunum i striðslok og ferli þeirra sið-
ar.
Listanemi gerir eftirmynd af sjálfsmynd Rembrandts meb Saskfu á
hnjánum.
Eitt frægasta verk safnsins er Venusarmynd Giorglones.
Striðinu er nýlokið þegar þessi
saga hefst. Dresden var að mestu
i rústum eftir hinar miklu loftá-
rásir breta og bandarikjamanna
á borgina i febrúar 1945. Meðal
þeirra bygginga sem voru varla
annað en sviðnar rústir var
Zwinger þar sem eitt frægasta
listasafn heimsins, kennt við
Dresden, hafði verið geymt.
En hvað var orðið af listaverk-
unum?
Petrof hershöfðingi hafði tekið
þetta mál að sér. Hann lét kalla á
fólk sem hafði unnið við safnið.
Það vissi fátt, þvi að nasistar
höfðu falið verkin og engum sagt
neitt um felustaðina. En þeir
vissu um liklegan felustað einn
sem þeir skýrðu hinum sovéska
herstjóra frá. Það voru járðgöng
ein við litinn bæ sem heitir Gross
Cotta. Nokkrum stundum siðar
höfðu verðir verið settir við jarð-
göngin og höfðu þeir ströng fyrir-
mæli um að hleypa engum inn
fyrr en sérfræðingar kæmu frá
Moskvu.
Innan skamms hafði Lista-
nefndin i Moskvu fengið skeyti
um að Dresdensafnið væri fundið
og var beðin um að senda lista-
menn og sérfræðinga á vettvang
undir eins. Þetta var daginn eftir
sigurinn.
16. mai hafði verið safnað i sér-
staka sveit sem fékk það verkefni
að leita að myndum úr Dresden-
arsafninu. Meðal þeirra var
Grigoréf majór og listfræðingur,
Sjurakof höfuðsmaður og sér-
fræðingur i viðgerðum á mál-
verkum og tveir ungir málarar.
Yfirmaður flokksins var Rototaéf
höfuösmaður. Flokkur þessi var
kominn til Dresden eftir nokkra
daga.
Rembrandt
i jarðgöngum
1 jarðgöngunum við Gross
Cotta fannst grænn járnbrautar-
vagn. Málverkum hafði verið
stillt upp við þennan vagn. I
daufri birtu vasaljósa glitraði á
gamla ramma og lakk. Frá einni
myndinni brosti Rembrandt við
gestum á hinni frægu mynd sem
hann gerði af sjálfum sér og
Saskiu.
Næst við Rembrand var Mynd
af hvitklæddri konu eftir Titian,
Ástarhátið Watteaus og nokkrar
myndir eftir Rubens, hlaðnar lifs-
fjöri.
Þessi málverk voru ekki i nein-
um umbúðum nema ein, sem stóð
i miklum trékassa afsiðis nokkuð
— gátu menn sér þess til að þar
væri að finna höfuðdjásn safns-
ins, Madonnumynd Rafaels.
Hjálp i
viðlögum
Nokkrum stundum eftir þennan
ágæta fund hafði myndunum ver-
ið komið fyrir aftan á fimm
stúdebeikerum og var ekið með
þær undir öflugri vernd til hallar
einnar, Pilniz, sem hafði sloppið
óskemmd.
Dregið var fyrir alla glugga i
herbergjum þeim sem myndunun
var komið fyrir i til að þær mættu
venjast smám saman nýjum að-
stæðum eftir myrkradvölina i
jarðgöngunum. Hjálp i viðlögum
var þegar i stað veitt nokkrum
þeim myndum sem mest höfðu
spillst i rökum jarðgöngunum.
Sjúrakof limdi molnandi lit niður
með fiskilimi, og limdi silki-
pappir yfir staði sem hlaupiö
höfðu upp. Það var nóg að gera,
ekki sist hjá Grigoréf listfræðingi
sem reyndi með samanburði við
listaverkaskrár að komast að
raun um það hvað vantaði.
26. mai var mikill dagur. Þá
voru hlerarnir teknir frá Six-
tinsku Madonnunni. Meðal við-
staddra var Konef marskálkur.
Þegar myndin kom i ljós tóku all-
ir ofan sem einn maður.
Svo hafði verið skipað fyrir, að
gæta skyldi Pilnizhallar sérstak-
lega vel. Striðinu var lokið, en enn
voru varúlfasveitir á vappi. Hall-
arverðir fundu til dæmis allstóran
hóp skemmdarverkamanna i
garði hallarinnar.
Allur herinn hafði fyrirskipanir
um að skýra umsvifalaust frá öll-
um listaverkafundum, en það var
ekki nema nokkur hluti af
Dresdenarsafninu sem hafði
fundist við Gross Cotta. Nasistar
höfðu dreift myndunum um nám-
ur, klaustur, kastala og sveitaset-
ur. Svo til á hverjum degi bárust
og einhverjar upplýsingar um
fundin listaverk frá hinum ýmsu
hersveitum. Þá var einhver úr
flokkinum sendur á vettvang sem
skjótast, en oftar en ekki sneri
hann tómhentur til baka. Vegna
þess að verk frá safninu i Dresden
fundust aðeins i fimm af um það
bil hundrað felustöðum, sem
þessi sérhæfði hópur rannsakaði.
I blautri kalknámu
Einkar þungbær var leiðangur-
inn til Pockau-Lengefeld við tékk-
nesku landamærin.
SS-menn sem höfðu gætt
geymslustaðarins i kalknámun-
um i Pockau flúöu á siðustu dög-
um striðsins. Námumennirnir
vissu, að farið hafði verið með
einhverja fleka niður i námurnar.
Þeir gerðu óvirkar jarðsprengjur
við innganginn, fóru inn i göngin
og fundu þar málverk allmörg.
Einn þeirra, gamall kommúnisti
skýrði sovéska herstjóranum frá
fundi þessum.
,,Við fálmuðum okkur áfram
eftir göngunum og lýstum okkur
með kolatýrum, segir Sjúrakof.
Raki draup af loftum og veggjum
og vatn rann eftir þröngum göng-
um. Við gengum um 200 metra
inn i námuna og siöan snerum viö
til vinstri og þar sáum við i litlum
afkima litið fjalaskýli. Við tókum
andköf þegar við lýstum á það.
Inni i þvi var staflað málverkum i
óreiðu og var á þeim þykkt lag ó-
hreininda. Léreftin höfðu þrútnað
mjög hér og þar. Ég strauk fingri
yfir ramma og gyllingin fylgdi
með — hún var orðin lin sem leir.
Eftir tvær vikur til viðbótar hefðu
myndir þessar ónýst með öllu.
Málverkin voru tekin út úr
göngunum með mikilli varkárni
og þeim ekið að námuopinu. En
hvernig átti að koma þeim upp?
Að visu var vinda uppi yfir opinu,
en virinn i henni var gamall og
ryðgaður. Ef hann slitnaði með
málverkin á uppleið gæti orðið
slys sem ekki yrði bætt siðan.
Sjúrakof höfuðsmaður ákvað að
prófa vinduna sjálfur. Hann sett-
ist I kassaskrifli sem þar lá og
skipaði hermönnum sinum að
hifa sig upp.
— En þú gætir hrapað og drep-
ið þig. ..
— Dragið mig upp, segi ég!
Svo var gert — virinn reyndist
nógu sterkur.
Þegar allar myndirnar höfðu
verið dregnar upp fór einn af
námumönnunum aö litlu skýli
ekkilangtfrá námuopinu. Enginn
lás var fyrir. Þarna voru nokkrir
tómir rammar og svo hin fræga
mynd Rúbens af Batsebu þeirri
sem freistaði Daviðs konungs.
Tilvera þessa listaverks hékk
sannarlega á bláþræði: það hefði
getað brunnið ef einhver hefði
hent frá sér eldspýtu i kæruleysi,
það hefði getað komist i hendur
spekúlanta sem seldu safngripi
vestur á bóginn.
Undir kúlugati
Þannig var smám saman fyllt
upp i eyðurnar. Leitarflokkurinn
komst að þvi, að 197 myndir hefðu
farist i sjálfum loftárásunum. I
Albertinum fundust' 23 stórir
rammar, en hvað var orðið af
málverkunum? Lengi vel fréttist
ekkert af þeim, fyrr en hermaður
einn kvaðst hafa séð málverk i
kjallara dómkirkjunnar i Meiss-
en. Þar fundu leitarmenn siðan
málverk eftir Corregio, Rem-
brandt, Rubens og Tiepolo.
Stórt safn grafískra verka
fannst i Weesenstein kastala.
Þrjár andlistsmyndir eftir
Velazquez, málverk eftir Pouss-
in, Manet og Degas.
Stór felustaður fannst i Barnitz-
óðalsetrinu. Þar hafði mjóu mun-
að, þvi að fallbyssukúla hafði far-
ið i gegnum vegg byggingarinnar
og farið beint i gegnum hann.
Sem betur fór höfðu myndirnar
frá Dresdensafninu staðið beint
fyrir neðan gatið sem myndaðist.
Þær voru þaktar steinryki og
múrsteinsbrotum og ærið verk að
hreinsa þær.
Listafjársjóður Dresdensafns-
ins voru ekkí að’eins málverk —
mikið starf var einnig að þvi unn-
ið að bjarga höggmyndum og
postulini og fékk starfshópurinn
liðveislu sérfróðra manna frá
Moskvu til að fást við þá hluti.
Dresden — Moskva —
Dresden
Eftir tveggja mánaða þrotlaust
og oft hættulegt starf komust
menn að þeirri niðurstöðu, að
flest það væri fundið sem finna
mætti. Hópurinn i Pilnitz fékk þau
svör við fyrirspurnum sinum um
áframhaldið, að ákveðið hefði
verið að fytja Dresdensafnið til
Moskvu. Siðast i júli var sérstök
lest hlaðin með mikilli leynd og
hélt hún frá Dresden. Fylgdu
henni 50 vélbyssuskyttur og á
undan fór sérstök könnunareim-
reið. A einum stað höfðu
skemmdarverkamenn lagt járn-
rusl á teinana, en eimlestarstjór-
inn gat stöðvað lestina rétt áður
en að þeim var komið.
A landamærum Póllands og’
Sovétrikjanna kom upp annar
vandi. Breiðara var á milli teina
Sovétmegin og þvi varð að bera
listaverkin á milli lesta. Vagn-
arnir sem við tóku voru illa farnir
eftir striðið og þurfti að gera við
þá á staðnum. Þann tiunda ágúst
kom lestin svo til Moskvu og tóku
á móti henni starfsmenn Rikis-
listanefndarinnar og Púsjkin-
listasafnsins, heldur betur i hug-
aræsingi.
Næsta dag voru kassarnir opn-
aðir. Mörg málverkin, einkum
þau sem höfðu legið I rökum nám-
um, voru mjög illa farin. ,,Sjúk-
lingarnir voru þegar lagðir á
„uppskurðarborð”. Bak við þung-
ar eikardyr hófu viðgerðarmenn
Púsjkinsafnsins að iðka sinar göf-
ugu kúnstir. Þeirra beið langt og
strangt starf.
Það var ekki fyrr en sumardag
einn árið 1955 að Dresdensafnið
var aftur opið almenningi. Lang-
ar raðir mynduðust við dyr
Púskinsafnsins; þetta voru tið-
indi sem Moskvubúar hafa mun-
að eftir siðan.
Sýningin i Moskvu var um leið
kveðjusýning, þvi sovétstjórnin
hafði ákveðiðað Dresdenarsafnið
héldi aftur heim til Þýska alþýðu-
veldisins. Stepan Sjúrakof, sem
gjörþekkti sérkenni og ásigkomu-
lag hvers málverks, hélt þetta
sama ár til DDR til að afhenda
safnið eigendum þess. Var honum
að vonum vel fagnað á þvi fræga
menningarsetri.
(Byggt á grein frá APN úr
Sovétskaja kultura).