Þjóðviljinn - 01.07.1975, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 1. júll 1975.
Prentari spyr af
gefnu tilefni
i Þjóöviljanum sl. fimmtudag
birtist frétt af samningamálum
prentara. Þessi frétt var að þvi
leyti frábrugðin öðrum fréttum af
samningamálum verkalýðs-
félaga sem birst hafa f blaðinu, að
þar er gefiö i skyn, að prentarar
hafi haft einhvers konar forystu-
hlutverki að gegna i nýliðnum
samningaviðræðum verkalýðs-
félaganna, en hafi hins vegar
heykst á hlutverkinu og misst
forystuna úr höndum sér. Eða
hvernig ber að skilja eftirfarandi
málsgrein:
„1 fyrra voru prentarar i 7
vikna verkfalli.... og virðist það
hafa dregið svo móðinn úr félags-
mönnum að þeir gerðu enga til-
raun til að fá meiri kauphækkun
en aðrar stéttir innan ASt.”
(leturbr. min).
Vegna furðulegs orðalags
þessarar fréttar, sem hefði vel
getað átt heima i blööum á borð
við Morgunblaðið og Visi en er
fráleit i blaði sem skartar með
slagorð á borð við sósialisma og
verkalýðshreyfingu i blaðhaus
sinum. Það hefur viðgengist að
blaðamenn undirrituðu fréttir
sinar i blaðinu, en sá sem þetta
skrifaði hefur ekki viljað kannast
við afkvæmið, enda klausan
óundirrituð. Væri gaman að fá að
vita á hverju Þjóðviljinn eða höf-
undur greinarinnar byggir þá
skoðun sina, að prentarar eigi að
fá meiri launahækkun en aðrir.
Nú er ekki svo að skilja að ég sé á
þvi að kjarabæturnar hafi veriö
nægar. Siöur en svo. En hvenær I
ósköpunum hefur Þjóðviljinn
vakið máls á þvi að þessi stétt
væri yfir aðrar hafnar? Hver hef-
ur sá stuðningur verið, sem
prentarar hafa notið umfram
aðrar stéttir i blaðinu?
Þessu væri skemmtilegt að fá
svarað.
Eða gæti ástæðan kannski verið
sú, fyrir þessu orðalagi, að ein-
hver i samninganefnd Blaða-
mannafélagsins sé að reyna að
hefna sin á þennan ómerkilega
hátt vegna þeirrar sjálfsögðu
kröfu Hins islenska prentara-
félags, að faglærðir prentarar fái
að vinna við þá hlið blaðaútgáfu
sem snýr að prentverkinu, það er
útlitsteikningu, án þess að segja
sig úr prentarafélaginu og ganga
i Blaðamannafélagið?
Svari nú hver sem betur getur.
Haukur Már Haraldsson,
prentari.
Hver hefur
eftirlit með
velferð barna
í sveit?
Hvernig er háttaö eftirliti með
heimiium i sveit, sem taka börn
að sér fyrir greiðslu? Hvaða
stofnun sér um að börn hijóti þá
meðferð, sem skylt er að veita
þeim?
Ein, sem tekið hefur á móti
vannærðu barni frá sliku sveita-
heimili, sem nýverið hefur aug-
lýst á ný i dagblöðum, að það taki
að sér börn.
Hjá Barnaverndarráði rikisins
fengum við þær upplýsingar, að
tæki sveitaheimili fleiri börn en
fjögur til sumardvalar gegn
greiðslu, þurfi að koma til leyfi
frá stjórnarráðinu.
Ef eitt til fjögur börn eru á
sveitaheimilum gegn greiðslu,
ber barnaverndarnefndum viö-
komandi hrepps að fylgjast með
atlæti þvi, sem börnin njóta, og
kvörtunum frá foreldrum skal
koma til barnarverndarnefnda,
ýmist viðkomandi hrepps þar
sem barnið er i sveit, eða barna-
verndarnefndar þeirrar byggðar,
sem barnið á lögheimili i.
Barnaverndarráð rikisins
fylgist hins vegar með þeim
heimilum þar sem fleiri en 4 börn
eru tekin til vistunar, og mun það
framkvæmt með þvi, að fulltrúi
frá ráðinu kemur á bæi þessa ein-
hvern þann tima sumarsins, sem
börnin dvelja þar. —úþ
Kvennaráðstefna
í Berlín í haust
23. júni s.l. komu saman konur i
Reykjavik úr ýmsum stéttarfé-
lögum ASl og BSRB, kvennasam-
tökum, Háskólanum og MFtK til
að stofna undirbúningsnefnd Is-
lands fyrir þing það sem halda á i
A-Berlin i lok októb. i tilefni hins
alþjóðlega kvennaárs. Eins og
fram kom i ræðu Evu Kolstad á
dögunum i Háskólabiói verður
þessi ráðstefna i Berlin haldin
undir kjörorðum Kvennaárs S.Þ.
: Jafnrétti, framþróun og friður.
en hún verður opin einstaklingum
og fulltrúum samtaka vlösvegar
að úr heiminum og er að þvi leyti
uppbót á ráðstefnu S.Þ. i Mexikó,
en sú ráðstefna er einungis setin
tilnefndum fulltrúum rikis-
stjórna. Stefnt mun að þvi að
senda rúman tug fulltrúa frá Is-
landi frá sem flestum félögum, en
einnig munu einstaklingar fara á
eigin vegum. Undirbúningsstarf
þingfulltrúa og annarra er áhuga
hafa hefst 11. september.
Stofnun útvistarfélags
Ferðafélagið Útivist var
stofnað 23. mars 1975, og er
markmið þess að stuðla að úti-
vist fólks i hollu og óspilltu
umhverfi. Félagið hefur nú
gefið út ferðaáætlun, þar sem
fólki er gefinn kostur á
hentugum ferðum, bæði löng-
um og stuttum.
Fyrstu ferðirnar verða farn-
ar i byrjun júli, þar er um að
ræða 15 lengri ferðir til ýmissa
staða á landinu. Einnig er um
að velja nokkurra daga ferðir
á Vatnajökul. Styttri ferðirnar
taka einn dag og verða þær
farnar allt fram i byrjun
desember.
Gert er ráð fyrir að jafnt út-
lcndingar scm islendingar geti
notfært sér þessar ferðir.
Félagsmenn fá afslátt á far-
gjöldum.
Skrifstofa (Jtivistar er i
Lækjargötu 6, Rcykjavik,
simi: 14(i0(>.
I bréfi, sem Sigurður H.
Ólafsson hefur sent Þjóðviljan-
um um málefni aldraðra (birt þ.
10. þ.m.), segir m.a.:
„Ýmsir hafa minnst á að erf-
itt sé að fá starfsfólk á sjúkra-
húsin, sérstaklega hjúkrunar-
fólk. Þvi ekki að gera þá kröfu
til félags hjúkrunarfólks, að geti
það ekki lagt til nægilegan
fjölda faglærðs fólks, verði leit-
að til annarra i þau störf sem
laus eru eöa verða. 1 þvi skyni
verða haldin stutt námskéið
fyrir væntanlegt starfsfólk.”
Bréfritari er ekki sá eini, sem
virðist telja eðlilegt að krefja
stéttarfélagið um nægan fjölda
hjúkrunarfræðinga, þótt ótrú-
legt sé, hafa svipaðar raddir
heyrst innan hjúkrunarstéttar-
innar sjálfrar. Ég get ekki fall-
ist á það að raunhæft sé að
leggja slikar kvaðir á nokkurt
stéttarfélag.
Hjúkrun aldraðra er eitt helsta umræðuefnið I heilbrigðismálum þessa
stundina. Hverjir eiga að starfa við það, og hvaða menntunar á að
krefjast? Aö þvi er vikiö I þessari grein.
Að gefnu tilefni
Vegna þess að mér þykir
áhugi S.H.Ó. á málefninu lofs-
verður, mun ég leitast við að
svara honum nokkru nánar hér,
og vil þá nota tækifærið til þess
að beina orðum minum til ann-
arra, sem málið er skylt.
Þá er þvi fyrst til að svara, að
hér á landi eins og víðast hvar
annarsstaðar þar sem skilning-
ur rikirá mikilvægi fullkominn-
ar heilbrigöisþjónustu, eru i
gildi lög um hjúkrun — hjúkr-
unarlög.
Þar segir i 1. gr.: Rétt til að
stunda hjúkrun hér á landi og
kalla sig hjúkrunarkonu eða
hjúkrunarmann hefur sá einn,
sem til þess hefur fengið leyfi
ráðherra.
I 2. gr. segir m.a.: Leyfi skv.
1. gr. skal veita þeim, sem lokið
hefur prófi i hjúkrunarfræðum
frá hjúkrunarskóla hér á landi
eða frá Háskóla tslands.
4. gr.: Ekki má ráða aðra en
hjúkrunarkonur eða hjúkrunar-
menn skv. 1. gr. til sjálfstæðra
hjúkrunarstarfa við sjúkra-
stofnanir, elliheimili, heilsu-
vernd eða hjúkrun i heimahús-
um.
8. gr.: Heimilt er að þjálfa
sjúkraliða til aðstoðar við
hjúkrun.... (Gerður er greinar-
munur á sjálfstæðum hjúkrun-
arstörfum og aðstoðarstörfum i
hjúkrun. Þau siðarnefndu eru
unnin undir stjórn og i umsjá
þeirra er annast hin fyrrnefndu,
þ.e.a.s. hjúkrunarfræðinga
(innskot mitt)).
I 10. gr. laganna segir m.a.:
Brot gegn lögum þessum og
reglugerðum settum samkv.
þeim varða sektum, nema
þyngri refsing liggi við að öðr-
um lögum.
Enginn vafi getur leikið á þvi,
að lögin eru sett i þeim tilgangi
að tryggja sem besta og örugg-
asta hjúkrun til handa öllum, er
hennar þarfnast, þvi i þeim
felst sú krafa að þeir er láti
þessa þjónustu i té, hafi jafnan
yfir að ráða nauðsynlegri
menntun til starfsins.
Það er hinsvegar staðreynd,
að fjöldi starfandi hjúkrunar-
fræðinga er ekki nægur eins og
er og horfir þar til mikilla vand-
ræða verði ekkert að gert. I
mörgum tilvikum hefur verið
gripið til þess ráðs að ráða til
hjúkrunarstarfa fólk án hjúkr-
unarmenntunar, en slikt verður
að teljast afar óæskileg þróun,
þar eð það tefur vafalitið nauð-
synlega nýliðun i hjúkrunar-
stéttina og dregur verulega úr
gæðum þeirrar þjónustu, sem
heilbrigðisstofnunum ber að
veita.
Vandann verður að leysa með
tilliti til þeirra ákvæða, sem lög-
bundin hafa verið, bæði i hjúkr-
unarlögunum og lögum um heil-
brigðisþjónustu. En þá verður
auðvitað að gera ráðstafanir til
þess að hægt sé að framfylgja
þeim.
Stéttarfélagið getur vissulega
reynt að hafa áhrif á þróun
mála og hefur gert, en þaö þarf
F ormaður
Hjúkrunar-
félagsins svarar
grein um málefni
aldraðra
lika á skilningi og aðstoð ann-
arra aðila að halda.
1 fyrsta lagi er þörf aukins
skilnings á mikilvægi hjúkr-
unarstarfsins og nauðsyn þess
að það sé kunnáttusamlega af
hendi leyst.
1 öðru lagi þarf að tryggja það
að starfs- og lifsskilyrði hjúkr-
unarfræðinga verði eftirsóknar-
verð. 1 þvi sambandi er náttúr-
lega rétt að taka það fram, að
þar kemur starfið sjálft til
hjálpar, þvi óhætt mun að
fullyrða að hjúkrunarstörf veiti
ölium sem þau stunda mikla
lifsfyllingu. En það virðist þó
ekki duga og sætir e.t.v. engri
furðu, þegar aðrir þættir eru at-
hugaðir, sem beinlinis hindra
hjúkrunarfræðinga i þvi að
starfa, eða verða til þess að ekki
fjölgar nægilega i stéttinni. An
þess að fara ýtarlega út i þá
sálma má þó t.d. nefna launa-
mál stéttarinnar, óhentugan og
oft óreglubundinn vinnutima
(vaktavinna, gæsluvaktir
o.þ.h.) og mikið vinnuálag, bæði
andlegt og likamlegt.
Hjúkrunarstéttin er nær ein-
göngu konur og gildir um þær
hið sama og aðrar útivinnandi
konur, að allflestar vinna tvö-
faldan vinnudag. Þegar starfs-
degi lýkur utan heimilis, biða
þeirra heimilisstörfin. Þó er
skortur á barnagæslu stór þátt-
ur i málinu, jafnvel þótt ýmsum
þyki (og það oft með réttu) að
hjúkrunarkonur sitji i þeim efn-
um i fyrirrúmi annarra stétta.
Að þvi er varöar menntun
hjúkrunarfræðinga, þá er rétt
að benda á það að skortur er á
hjúkrunarkennurum. A meöan
þeir eru ekki nægilega margir
hlýtur að vera erfiðleikum háð
að sinna menntun stéttarinnar
sem skyldi. Þá má einnig benda
á, að framhaldsnám i allflestum
sérgreinum hjúkrunar þarf að
sækja til útlanda, þar með talið
kennaranám. Slikt þykir að visu
ekkert tiltökumál þegar ein-
hleyp kona á i hlut eða karl-
menn, hvort heldur þeir eru ó-
kvæntir eða kvæntir, en allir
vita hver viðhorfin verða ef gift-
ar konur og mæður vildu taka
sig upp og fara utan til 1—2ja
ára náms.
Að visu má e.t.v. vænta breyt-
inga á þessum þætti mennt-
unarmálanna hér heima, þvi
Nýi hjúkrunarskólinn mun
stofna til framhaldsnáms i
a.m.k. einni grein hjúkrunar nú
i -haust og er vonandi að þar sé
aðeins upphaf að meiru og að
fleiri sérgreinar bætist við,
þ.á m. hjúkrun aldraðra.
Þá er ég þess fullviss að ný-
stofnuð námsbraut i hjúkrunar-
fræðum við Háskóla Islands á
eftir að verða til þess að stór-
auka og bæta þá þjónustu, sem
hjúkrunarstéttinni ber að láta i
té.
En þrátt fyrir þær umbætur,
sem orðið hafa, þá er samt sem
áður býsna margt sem þarf að
breytast til betri vegar, eigi
nokkur von að vera til þess að
nægilega fjölgi i hjúkrunarstétt-
inni. Hjúkrunarfélag Islands
hefur frá upphafi reynt að
beita áhrifum slnum á flestum
þeim sviðum, sem hér hafa ver-
ið nefnd og i sumum tilvikum
orðið allvel ágengt en miður i
öðrum.
Að þvi er varðar aldraða sér-
staklega, þá eiga þeir auðvitað
rétt á hjúkrun algjörlega sam-
bærilegri þeirri, er aðrir þjóðfé-
lagsþegnar eiga að njóta og þvi
megum við ekki gera neitt
minni kröfur i þeirra tilviki. Hér
er vissulega þörf úrbóta þvi
málefni þeirra eru i ólestri og
þjóðfélaginu til vansæmdar,
eins og S.H.Ó. bendir á i bréfi
sinu. Þó finnst mér ástæðulaust
að geta ekki um það, þegar
þessi mál eru til umræðu, að
margir einstakiingar og hópar,
bæði innan heilbrigðisþjónust-
unnar og félagsmálastofnana og
fleiri aðilar, hafa sýnt þeim
mikinn áhuga og unnið þar ó-
metanleg störf við allskostar ó-
fullnægjandi skilyrði.
Hjúkrunarfélag Islands hefur
aldrei hindrað neinn i þvi að
veita öldruðum eða öðrum að-
stoð og umönnun, þó að þar hafi
verið um ófaglærða ein-
staklinga að ræða. Hinsvegar
hefurfélagið mótmælt þvi að til
sjálfstæðra hjúkrunarstarfa sé
ráðið fólk, sem ekki hefur til
þess nauðsynlega undirbúnings-
menntun, enda er slikt brot á
lögum og sú þróun vart til þess
fallin að leysa þann vanda, sem
skortur á hjúkrunarfræðingum
óneitanlega er.
Reykjavik 26. júni 1975.
Ingibjörg Helgadóttir
formaður
Hjúkrunarfélags lsla«ds.