Þjóðviljinn - 01.07.1975, Síða 3
Þriöjudagur 1. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Ættmóðir flestra grímseyinga lést 100 ára
5 œttliðir fylgdu
henni til grafar
Sl. laugardag var Inga
Jóhannesdóttir jarðsett
frá kirkjunni í Grimsey
að viðstöddum flestum í-
búum eyjarinnar og
nokkrum ættingjum sem
komu frá meginlandinu.
Inga mun vera ættmóðir
stórs hluta allra grímsey-
inga. Hún lést frá fimm
ættliðum/ sem af henni
eru komnir og þar af búa
fjölmargir af niðjum
hennar í Grímsey.
Inga Jóhannesdóttir var tæp-
lega 101 árs er hún lést á sjúkra-
húsinu á Akureyri. Henni hafði
enst heilsa vel allt sitt lif og allt
fram til þessa árs að þrótturinn
tók að minnka og hlaut hún sið-
an andlát i svefni 18. júni. Vant-
aði hana þá aðeins tvo daga til
að ná 101 ári.
Inga varð landsþekkt eftir að
Jökull Jakobsson átti við hana
ákaflega eftirminnilegt viðtal i
útvarpinu.
Inga var fædd 20. júni 1874 á
Þönglabakka i Þorgeirsfirði.
Fyrri maður hennar hét Bjarni
Gunnarsson en hann drukknaði i
mars 1907. Attu þau hjónin fjög-
ur börn. Siðari maður Ingu hét
Guðlaugur Oli Hjálmarsson.
Hann lést árið 1956 og áttu þau
eitt barn saman. Inga kom fyrst
til Grimseyjar árið 1914 og bjó
hún ásamt Guðlaugi Óla að Bás-
um i 15 ár, en að þeim tima liðn-
um fluttu þau til Húsavikur og
voru þar i fimm ár. Enn fluttu
þau Inga og Guðlaugur Óli aftur
til Grimseyjar og þar átti Inga
heimili siðan.
Að sögn Alfreðs Jónssonar
oddvita fór jarðarförin fram á
látlausan og virðulegan hátt.
Séra Pétur Sigurgeirsson jarð-
setti i góðu veðri, glampandi sól
og logni. Meðfylgjandi mynd tók
sj. er likfylgdin kom inn um
kirk juhlíðið. —gsp
Framsókn í Vestmannaeyjum
Brýtur trúnað
við kjósendur
Kosnir sem vinstri menn en starfa sem hœgrimenn
Framsóknarmenn i Vest-
mannaeyjum hafa nú rofið
vinstrasamstarf það, sem staðið
hefur I Eyjum i niu ár og eru
gengnir til fulls samstarfs við
Sjálfstæðisflokkinn þar. Við síð-
ustu bæjarstjórnarkosningar i
Vestmannaeyjum stóðu fram-
sóknarmenn þó að sameiginleg-
um framboðslista með Alþýðu-
bandalaginu og i framhaldi af þvi
fengu þeir kjörinn framsóknar-
mann i bæjarráð, sem annan
tveggja kjörinna bæjarfulltrúa af
sameiginlega listanum.
Fram að siðasta bæjarstjómar-
fundi hafði Framsókn verið i
meirihlutasamstarfi við Alþýðu-
bandalagið og Alþýðuflokk, en á
fundinum gerðu þeir samkomu-
lag við Sjálfstæðisflokkinn um
kosningu til bæjarráðs, og
nefnda, svo og um kosningu for-
seta bæjarstjórnar.
Að sögn Garðars Sigurðssonar,
alþingismanns og bæjarfulltrúa
Alþýðubandalagsins i Eyjum, var
og á þessum siðasta bæjarstjórn-
arfundi lesinn upp málefnasamn-
ingur framsóknar og ihalds, sem
greindi frá framhaldi þeirra
framkvæmda, sem unnið hefuf
verið að.
Á bæjarráðsfundi fyrir bæjar-
stjórnarfundinn, var samþykkt
að fela bæjartæknifræðingi og
bæjarlögfræðingi að fara með
framkvæmdastjórn bæjarins þar
til nýr bæjarstjóri hefði verið ráð-
inn, en á bæjarstjórnarfundinum
féll þessi tillaga á jöfnum atkvæð-
um. Þess i stað var samþykkt
með atkvæðum hins nýja meiri-
hluta, gegn atkvæðum minnihlut-
ans, að bæjarráð færi með fram-
kvæmdastjórn bæjarins þar til
bæjarstjóri verður ráðinn, en um-
sóknarfrestur um stöðuna rennur
út þann 10. júli.
Um þetta tiltæki framsóknar,
sem mun vera sprottið af þvi, að
þeir sjá enn ofsjónum yfir vel-
gengni Alþýðuflokksins I siðustu
bæjarstjórnarkosningum þar,
sagði Garðar:
— Eins og kunnugt er bauð Al-
þýðubandalagið fram með Fram-
sókn i Vestmannaeyjum siðast,
K-lista. Hugmyndin að baki þvi
var einfaldlega sú skoðun Al-
þýðubandalagsins, að á þeim tim-
um, sem þá voru, ættu menn að
leggja niður flokkspólitiskar deil-
ur og bjóða jafnvel allir sameig-
inlega fram til bæjarstjómar.
Samstaða náðist þó ekki milli
fleiri aðilja en framsóknar og Al-
þýðubandalags. Þegar ljóst var,
að 2. maður af K-listanum var
kominn i bæjarráð, þe. framsókn-
armaður, á atkvæðum sem
greidd voru Alþýðubandalaginu,
og horfinn til samstarfs við Sjálf-
stæðisflokkinn, lét ég færa eftir-
RÆTT VIÐ
GARÐAR
SIGURÐSSON
faranditilbókará bæjarstjómar-
fundi:
„Kosið var fyrir rúmu ári til
bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
Nú hefur það komið i ljós, að ann-
ar maður af K-listanum, Sigur-
geir Kristjánsson, hefur gengið til
samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
án samráðs við okkur, meðfram-
bjóðendur sina.
öruggt má telja, að stór hluti
kjósenda K-listans stefndi ekki að
sliku samstarfi.
Með þessari ákvörðun Sigur-
geirs Kristjánssonar hefur hann
brotið þann trúnað, sem mikill
hluti kjósenda K-listans fól hon-
um, þó ekki hafi verið um þetta
neitt skriflegt samkomulag frem-
ur en um neitt annað i tengslum
við hið sameiginlega framboð.
Þegar ekki eru gerðir skriflegir
samningar i slikuni tilvikum gild-
ir I staðinn svokallað heiðurs-
mannasamkomulag. Teljum við
Alþýðubandalagsmenn að með
þessari ákvörðun hafi Sigurgeir
Kristjánsson gengið gegn sliku
samkomulagi.
Auk þess þykir okkur Alþýðu-
bandalagsmönnum það endan-
lega ljóst, að með þessari ákvörð-
un Sigurgeirs Kristjánssonar að
ganga til samstarfs við Sjálf-
stæðisflokkinn hafi hann fyrir
fullt og allt komið i veg fyrir, að
nokkru sinni verði unnt fyrir aðra
flokka að bjóða sameiginlega
fram með Framsóknarflokkn-
um.”
Garðar sagði að sér virtist sem
þetta uppátæki Sigurgeirs og
framsóknarmanna mæltist ákaf-
lega illa fyrir hjá miklum hluta
kjósenda, enda væri þetta beint
trúnaðarbrot við þá.
Undir lok fundarins lét Garðar
færa eftirfarandi til bókar:
„Fulltrúi Alþýðubandalagsins
vill lýsa yfir þvi, að þótt Alþýðu-
bandalagið eigi ekki aðild að nú-
verandi meirihluta muni það
styðja að framgangi allra góðra
mála, og miða afstöðu sina hér
eftir sem hingað til fyrst og
fremst við hagsmuni bæjarfé-
lagsins, en ekki flokkspólitiska
skiptingu i bæjarstjórn.”
—úþ
Það verður erfitt
fyrir ókunnugan
mann að taka við
Magnús Magnússon.
en ég mun aðstoða hann eftir þörfum verði þess óskað, sagði Magnús
Magnússon bœjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem hœttir í dag
— Það hlýtur að verða óskap-
lega erfitt fyrir ókunnugan mann
að taka við bæjarstjórastarfi hér I
Vestmannaeyjum eins og málin
standa I dag, svo mörg og flókin
vandamál sem við okkur blasa,
sagði Magnús Magnússon hinn
vinsæli bæjarstjóri I Vestmanna-
eyjum, sem Framsókn og ihald
hafa sameinast um að bola burtu
úr stöðu bæjarstjóra, er við rædd-
um við hann i gær, I tilefni af þvi
að hann hættir nú sem bæjarstjóri
eftir 9 ára starf.
— Ég geri mérfulla grein fyrir
þvi að sá sem tekur við af mér
þarf mikið til min að leita fyrst i
stað, annað er óhugsandi og mér
er alveg sama hver maðurinn
verður, ég mun aðstoða hann eins
mikið og hann óskar eftir. Þegar
ég tók hér við bæjarstjórastöð-
unni á sinum tima, talaði fráfar-
andi bæjarstjóri ekki orð við mig
ég fékk ekki einu sinni já eða nei
ef ég spurði hann einhvers. Og
það var nógu erfitt fyrir mig þá
að þreifa mig áfram þótt allt væri
með eðlilegu móti, hvað þá nú
fyrir nýjan mann eftir allt það
sem á undan er gengið.
— Hvað veldur þvi Magnús að
Framsókn snýst svona við nú?
— öfund. Það er ekkert nema
öfund i okkar garð fráþvi isiðustu
kosningum. Þeir töldu okkur fá of
mikið fylgi. Og þeir segja sem
svo: ef þessu heldur áfram og á-
ætlanir um uppbyggingu stand-
ast, þá kæmi meirihlutinn mjög
sterkur út i næstu kosningum, en
framsóknarmenn munu gleym-
ast. Ég hef bent þeim á það, að
siðast voru alveg sérstakar að-
stæður sem ekki verða fyrir hendi
viö næstu kosningar en eftir sem
áður héldu þeir sig við þetta. Hitt
vil ég taka skýrt fram, að ég er
sammála þvi sjónarmiði Sigur-
geirs að það sé æskilegra þegar
tveir eða þrir flokkar vinna sam-
an að bæjarstjórinn sé utanað
komandi maður.
— Aftur á móti, eins og málin
standa i dag hjá okkur, með öll
þessi járn i eldinum, tel ég ekki
rétt að skipta um bæjarstjóra nú.
Framundan er til að mynda upp-
gjör við Viðlagasjóð og það er svo
mikið og flókið verk að það hlýtur
að krefjast fullkominnar þekk-
ingar á öllum þeim mörgu og
flóknu málum sem þvi við koma,
og það verður nær ógerlegt fyrir
ókunnugan mann að fara i þessi
mál. Það bjargar að visu mikið að
bæjartæknifræðingurinn, og bæj-
arlögmaðurinn eru góðir starfs-
menn sem eru hnútum vel kunn-
ugir en samt dugar það eitt ekki
til. Þess vegna tel ég að þeir hefðu
átt að láta okkur ljúka þessu
mikla verki en lýsa þvi yfir fyrir
næstu kosningar að utanaðkom-
andi maður verði ráðinn bæjar-
stjóri.
— Hvernig er almennningsálit-
ið i bænum vegna þessa máls?
— Það eru örugglega margir ó-
ánægðir með þetta. Allir sem við
mig hafa talað eru það, en það er
nú kannski ekki alveg að marka,
mér er málið of skylt. En mér er
sagt það af kunnugum að það sé
megn óánægja með þetta. Og þá
ekki siður það að Framsókn skuli
nú taka höndum saman við
Sjálfstæðismenn, þar sem Sigur-
geir hafði lýst þvi yfir fyrir sið-
ustu kosningar að samvinna við
þá kæmi ekki til greina. Nú hefur
þetta verið svikið og fólkið er
mjög óánægt.
— Nú tekur þú aftur við sim-
stöðvarstjórastarfinu?
— Já, ég geri það. Maður sest
svo sem ekki i nein rólegheit þar,
mjög margt á eftir að gera i sam-
bandi við simamálin i Eyjum, þvi
þótt kerfið sé komið I sæmilegt
horf er mikið starf sem þarf að
vinna þar. Það verður þó aldrei
eins erilsamt og bæjarstjóra-
starfið.
— Þú sagðir mér einu sinni i
vetur Magnús, að þú hefðir ekki
tekið þér fri frá störfum nema
sem svarar tveim vikum siðan
fyrir gos, ertu ekki orðinn þreytt-
ur?
— Jú, ég verð að játa það, ég er
orðinn lúinn og ætli ég láti það
ekki eftir mér að taka mér eins og
tveggja vikna fri i sumar.
—S.dór.