Þjóðviljinn - 01.07.1975, Síða 6

Þjóðviljinn - 01.07.1975, Síða 6
< SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. júll 1975. Anders Stig Möller form. Danske studerendes fællesrád. Til stóö að halda blaöamanna- fund með fundarmönnum, en vegna stifra fundarhalda reynd- ist það ekki unnt. Þjóðviljinn náði þó tali af einum þeirra, Anders Stig Möller formanni Oanske studerendes fællesrád, nSF, en svo nefnast heildar- samtök danskra stúdenta. Efnahagserfiðleikar dana hafa skipað þeim nokkuð sérstakan sess meöal Norðurlandaþjóð- anna og hvergi hefur stéttabar- áttan orðið harðari en þar. Stjórnin hefur fylgt óbilgjarnri samdráttarstefnu sem vita- skuld hefur bitnað á mennta- kerfinu og aðstöðu manna til náms. Við báðum Anders að segja okkur frá þróun mála i Panmörku siðustu misserin eins og hún snýr að stúdentum. — Árið 1973 setti rikisstjórnin fram svonefnt Helhedsplan — heildaráætlun — um efnahags- lega þróun i landinu. Þetta var i fyrsta skipti sem rikisvaldið reyndi að skipuleggja efnahags- þróunina til langs tima. Þessi á- ætlun sagði einnig fyrir um þró- un menntakerfisins. Samkvæmt henni átti að auka miðstýringu þess og aðlaga það enn betur þörfum atvinnulifsins. Mennta- kerfið átti að borga sig og út- gjöld til þess skyldu miðast við afrakstur þess. Menntakerfið átti að þjóna kröfum auðmagns- ins og gera átti menntamenn hreyfanlegra vinnuafl en þeir eru. ,, Fagkrítík" — Stúdentar ákváðu að berj- ast gegn þeim aðgerðum sem fylgdu i kjölfar heildaráætl- unarinnar með þvi að skipu- Ieggja andóf gegn borgaralegri menntun sem átti aö gera alls- ráðandi i náminu. Við hófum strax um 1970 starf sem nefnt hefur verið „fagkritik”, þ.e. gagnrýni á forsendur og aðferð- ir borgaralegra visinda og til- raun til að láta visindin þjóna hagsmunum verkalýðsstéttar- innar. Það má nefna sem dæmi að stúdentar hafa notað þekk- ingu sina til að athuga aðbúnað á vinnustööum og atvinnusjúk- dóma sem þar þrifast, t.d. af- leiðingar hávaöa og vaktavinnu i ölgerðum og eiturefna sem málarar nota. Jafnframt þessu höfum við unnið að þróun marx- iskrar fræðikenningar og skil- greiningu á dönsku þjóðfélagi i ljósi hennar. Við Stefndum að þvi að stúdentar fengju tækifæri til að vinna að þessari fagkritík innan sinna námsgreina og að hún yrði tekin inn á stundaskrá. Með þvi vildum við gera verð- Meðal þess sem danskir stúdent- ar eiga við að glima eru tilraunir yfirvalda til að auka námshraða og herða eftirlit með gangi náms- ins hjá hverjum einstökum stúd- ent. Teiknarinn Claus Deleuran teiknaði þessa framtíðarmynd úr dönskum háskóla þar sem til- raunir þessar hafa náð fram að ganga. Birtist myndin I málgagni DSF, Studenterbiadet. Dagana 22.—23. júní sl. var haldinn hér á landi svonef ndur NOM- f undur, en á þeim f und- um, sem haldnir eru tvisvar á ári á ein- hverju Norðurland- anna, hittast leiðtogar heildarsamtaka stúdenta á Norðurlönd- unum og bera saman bækur sínar. Að þessu sinni komu hingað full- trúar frá Finnlandi, Noregi, Danmörku og fulltrúar færeyskra stúdenta í Danmörku en sviar gátu ekki kom- ið sökum anna. Barátta gegn árásum ríkisvaldsins Rœtt við Anders Stig Möller formann heildarsamtaka danskra stúdenta, DSF. andi menntamönnum kleift að hafa áhrif á menntun sína. — Við lögðum málin þannig upp að námsmenn yrðu að ræða verkaskiptingu auðvaldsins og hlutverk sitt i henni. Stúdentar eru millihópur i þjóðfélaginu, aöeins 10% þeirra koma úr verkalýðsstétt og sem heild hafa námsmenn ekki sömu hagsmuni og verkalýðurinn eins og sumir halda fram. Við gerð- um okkur engar hugmyndir um að við gætum búið til sósialiskan háskóla en gerðum ýmsar kröf- ur til menntakerfisins sem stefndu að auknum möguleikum til fagkritisks starfs. Einn liður i þeirri baráttu var að knýja fram stofnun Roskilde universi- tetscenter, RUC, upp úr 1970 en þar gáfust miklir möguieikar á gagnrýnu starfi. Væikleiki þess- arar stefnu var að hún leiridi ekki til mikillar fjöldavirkni meðal stúdenta. Kreppan breytti viðhorfunum — Þessistefna dugöi ágætlega meðan efnahagsástandið var hagstætt. Undanfarið höfum við svo áþreifanlega verið minnt á að við búum I stéttaþjóðfélagi, fjárveitingar hafa verið skornar niður, bæði til skólakerfisins og til námsaðstoðar, og jafnframt þvi hafa stjórnunaraðgerðir verið auknar. Rikið hefur aukið miðstýringu og skriffinnsku i skólakerfinu. Skipuð hefur verið sérstök nefnd sem útdeila á öll- um rannsóknastyrkjum og eins og annað verða rannsóknirnar að þjóna atvinnulifinu. Einnig hefur verið komið á nákvæmu eftirliti með þvi hvar hver ein- asti stúdent er staddur i námi og hert á námshraða. Kröfum ein- stakra deilda um endurbætur hefur verið hafnað, ekki endi- lega vegna þess hve óhagstæðar þær hafa verið yfirvöldum held- ur hafa þau viljað stjórna þró- uninni sjálf. Þá vil ég geta námsnefndanna sem stúdentar hafa haft mikil áhrif i, getað sagt fyrir um innihald námsins og ráðiö hluta kennara. Þessum nefndum er verið að breyta i valdalausar framkvæmdastofn- anir — Og svo kom kreppan. 1 kjöl- far hennar hefur rikisvaldið og borgarastéttin tekið upp harðari og ósveigjanlegri stefnu gagn- vart verkalýðnum og mikið hef- ur verið um stéttaátök. Þessi aukna harka hefur einnig beinst gegn stúdentum. f fyrrahaust var hafin mikil áróðursherferð gegn róttækum kennurum i barna- og gagnfræðaskólum undir forystu námsstjóra rikis- ins og þáverandi menntamála- ráðherra, Tove Nielsen. Þessi herferð stefndi að þvi að eyða i skólunum allri pólitik sem kynni að stuðla að uppeldi gagnrýn- inna nemenda. Einnig hófst mikil barátta um RUC þegar ihaldsmenn kröfðust þess að skólanum yrði lokað. Tove Jen- sen krafðist þess i fyrra að haft yrði pólitiskt eftirlit með kenn- araráðningum á öllum skóla- stigum og ákveðið var að af- nema það fyrirkomulag að eldri stúdentar gerðust aðstoðar- kennarar i háskólunum þvi meðal þeirra vo'ru margir rót- tæklingar. — Efnahagslega hefur einnig verið þrengt að okkur. Niður- skurður á útgjöldum til mennta- mála hefur harðast bitnað á þeim deildum þar sem gagnrýn- ið starf er öflugast og námslán og -styrkir hafa verið gróflega skornir niður. Þessar aðgerðir rikisvaldsins eru hreinpólitisk- ar og er ástandið farið að minna iskyggilega á Vestur-Þýska- land. — Þessi þróun hefur gert fyrri stefnu okkar úrelta. Aðgerðir rikisvaldsins hafa takmarkað alla möguleika á að koma fag- kritikinni inn i námið. Þess vegna höfum við reynt að gera hana sjálfstæða og óháða af- skiptum rikisvaldsins, koma i veg fyrir að það geti stöðvað hana. Breytt stetna — Árásir rikisvaldsins á kjör okkar og möguleika á stjórnun námsins hafa kallað á breytta stefnu. Það er brýn þörf á að koma upp hreyfingu sem getur rætt árásir rikisvaldsins og svarað þeim. Það hafa komið upp deilur innan námsmanna- hreyfingarinnar hvernig þetta skuli gert. Ýmsir, einkum stuðningsmenn danska komm- únistaflokksins, DKP, hafa vilj- að beina stúdentum inn á braut þröngrar hagsmunabaráttu en við i DSF höfum hafnað þeirri leið þar sem hún fjarlægir okkur frá verkalýðnum. Hann hefur engan áhuga á að styðja baráttu millihóps fyrir tilveru sinni einni saman. — Það hafa einnig risið deilur um baráttuaðferðir. F'ylgjendur DKP og fleiri hafa viljað fara þá leið að hafa áhrif á stjórnvöld með stórum mótmælaaðgerðum fyrir utan þinghúsið og aðrar stjórnarstofnanir. Við teljum þessa stefnu byggja á misskiln- ingi á eðli rikisvaldsins og þingsins. Þessar stofnanir eru valdatæki rikjandi stéttarog þvi til litils að reyna að hafa áhrif á mismunandi hagstæða þing- menn. Þetta sýndi sig best þeg- ar stjórn Ankers Jörgensen tók við i vetur. Þá bjuggust margir við breytingum til batnaðar en fljótlega kom i ljós að ríkisvald- ið er ekkert leikfang fyrir sósialdemókrata. Þessi stjórn skirrðist t.d. ekki við þvi að gripa inn i gang samningavið- ræðna um kjör verkalýðsins i vor. Þrjár baráttu- aðferðir — DSF hefur þvi ákveðið að draga úr áherslu á starf i nefnd- um og stjórnum en snúa sér þess i stað að virkjun stúdenta og sjálfstæðri skipulagningu. Við höfum sett fram þrjár bar- áttuaðferðir sem hafna þeirri Ieið stórra fjöldaaðgerða sem aðrir vilja leggja höfuðáherslu á. Þessar aðferðir eru: i fyrsta lagi fámennar aðgerðir eins og að setja upp götuleikhús til að vekja umræður um ákveðin mái, I öðru lagi fjöldaaðgerðir innan deilda sem hafa það markmið að sýna styrk stúdenta, efla samstöðu þeirra og miðla upplýsingum, og i þriðja lagi er það bein hags- munabarátta. Þessi siðast- nefnda aðferð hefur verið reynd, t.d. þegar ákveðið var að hækka húsaleiguna á stúdenta- görðum þá hættu ibúar þeirra að greiða húsaleigu og hefur þessi barátta staðið i marga mánuði. Þessi tegund aðgerða hefur tviþættan tilgang: að neyða rikisvaldið til eftirgjafar og að þróa pólitiska vitund þeirra sem taka þátt i aðgerð- inni. • — Þessi leið hefur gefist vel i vetur og þátttaka stúdenta verið mikil á öllum sviðum barátt- unnar. I haust mun enn reyna á hna þvi þá verður tekið fyrir i þinginu frumvarp frá borgara- flokkunum til breytinga á stjórnunarlögum háskólanna. Þessar breytingar stefna að þvi að svipta stúdenta öllum áhrif- um á nám sitt og stjórnun skól- anna. Þá mun enn reyna á hvort okkur tekst að þróa hreyfingu stúdenta og pólitiska vitund þeirra með þvi að mæta árásum rikisvaldsins af einurð. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.