Þjóðviljinn - 01.07.1975, Page 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. júli 1975.
FJÖLBREYTT 2. HEFTI RÉTTAR ER KOMIÐ ÚT
í greininni um sjötta heimsþingiö er fjallaö um þessa viöureign Diml-
trofs við nasismann.
Annaö hefti timaritsins
Réttar 1975 er nýkomið út
og flytur fjölbreytt efni að
vanda. Þetta hefti er mikið
helgað alþjóðlegum við-
burðum og þá sérstaklega
fjallað um hinn söguríka
sigur víetnama yfir banda-
ríska herveldinu og lepp-
um þess. Verður hér vikið
að því helsta er um er f jall-
að í þessu hefti.
í leiðara timaritsins vikur rit-
stjórinn Einar Olgeirsson nokkuð
að ástandinu innanlands og þá
sérstaklega átökunum i kjara-
baráttunni m.a. togaradeilunni
og aðgerðum rikisstjórnarinnar i
verksmiðjumálinu. Siðan segir
ritstjórinn:
„Allri spillingu, óreiðu og vit-
leysu i atvinnu- og fjarmálalifi er
við haldið, meðan verkalýðurinn
ris ekki upp gegn þvi pólitiskt og
eigi aðeins „faglega”, með verk-
föllum og kaupgjaldsbaráttu.
Hin pólitisku og faglegu samtök
verkafólks og launafólks alls
þurfa aö taka höndum saman eigi
aöeins I varnarbaráttunni gegn
árásum afturhalds, — eins og
geröist nú svo myndarlega i bar-
áttunni gegn bráöabirgöalögun-
um, — heldur og I sókn til þess aö
stjórna . landinu i þágu hins vinn-
andi fólks”.
A titilblaði er birt mynd af Ho
Chi Minh og tilvitnun i erfðaskrá
hans, þar sem hinn aldni leiðtogi
vietnömsku þjóðarinnar segir
m.a.:
„En hvað sem yfir dynur, verð-
um við að vera ákveðnir i að berj-
ast gegn bandarisku árásar-
mönnunum uns fullur sigur er
fenginn.
Fljót vor, fjöll vor, fólk vort
mun ætið verða, að Bandarikjun-
um sigruðum munum vér reisa
land vort úr rústum tiu sinnum
fegra en fyrr.
Hvaða erfiðleikar sem ku'nna
að biða okkar, þá mun fólk vort
örugglega vinna fullan sigur.
Bandarisku heimsvaldasinnarnir
munu verða að hverfa á brott.
Föðurland okkar verður samein-
að. Landar vorir i norðri og suðri
munu sameinast undir einu þaki.
Það verður táknrænn heiður
lands vors að vera smáþjóð, sem i
hetjulegri baráttu hefur sigrast á
tveim voldugustu heimsvalda-
stefnum, —hinni frönsku og ame-
risku, — og innt af hendi mikils-
vert framlag til þjóðfrelsishreyf-
ingar heimsins”.
Forsiða 2. heftis Réttar er einn-
ig helguð sigri vietnömsku þjóð-
arinnar, en káputeikninguna
gerði sem jafnan fyrr Þröstur
Magnússon, auglýsingateiknari,
sem á sérstakt lof skilið fyrir ein-
staklega góðar kápumyndir á
heftum Réttar á liðnum árum.
Vonbjartasti sigurinn.
Einar Olgeirsson ritar siðan
grein um sigur vietnamanna er
hann nefnir: „Vonbjartasti sigur
veraldarsögunnar og við.” Einn-
ig er birt kvæði Jóhannes-
ar úr Kötlum: „Samviska þjóðar-
innar”. f greininni kemst ritstjór-
inn m.a. þannig að orði:
„Bestu menn Bandarikjanna
höfðu varað þjóðina við að láta
valdið stiga sér til höfuðs og
minnt á hið fornkveðna að
„dramb sé falli næst”. Er nú ljóst
að loks eru Bandarfkin að byrja
að læra. Ýms blöð þar bera þess
merki. Stjórnmál er stundum
skilgreind sem „list hins mögu-
lega”. Bandarikin hafa þvi i 30 ár
verið að reyna hið ómögulega,
m.ö. orðum: ekki rekið pólitik,
heldur fengiö hálfan heiminn til
að elta óra eina.Manni kemur i
hug við slikt það sem franskur
stjórnmálamaður sagði eitt sinn
við ungan son sinn: Þú munt sjá
það, sonur minn, er þú eldist og
undrast þá af hve hverfandi litlu
viti heiminum er stjórnað. — Má-
ski fara þá sumir fjölmiðlar is-
lenskir aö átta sig á þvi að hafa
vaðið i villu og reyk i 30 ár og leg-
ið hundflatir fyrir ameriska
áróðrinum. Mjög virðist þó efins
að Morgunblaðið megni þar nokk-
uð að læra. Það virðist enn syrgja
hvern einasta fasista, er fellur af
valdastóli.”
Þá segir einnig: „Hetjuþjóð
Víetnam sýndi það afburða hug-
rekki að láta aldrei bugast sem
þjóð, hvernig sem bandariskt
hervald brenndi, eyddi og drap.”
Siðan vikur Einar að baráttu is-
lendinga gegn bandarisku her-
veldi og rifjar upp ummæli
Brynjólfs Bjarnasonar er hann lét
falla er bandariskt herlið kom
hingað 1951.
En þar segir:
„Við getum unnið sigur i
Sigur vietnama—
Skyldan við
grænlendinga—og
sa mfy I ki nga rstef na n
aöalefni hins marxiska tímarits um þjóðfélagsmál
þessari baráttu við hið ægi-
legasta herveldi allra tima og
við munum vinna þann sigur,
aðeins ef við glötum ekki sál
okkar .... Hættulegra en allar
eyðileggingar i styrjöld væri
það ef við glötum sál okkar, vit-
und og vilja sem þjóð. Og þessi
verðmæti getum við varðveitt, þó
við eigum ekki þau vopn, sem
Bandarikin beita. Og með þessum
vopnum,sem munu reynast meiri
en öll múgmorðstæki Bandarikj-
anna, munum við sigra, ef við
höldum lifi.”
Sigur Vietnams sannar þessi
orð hans.
1 heftinu birtir Njörður P.
Njarðvik kvæði sitt: „Knatt-
spyrnuvöllur i Santiago de
Chile.” Hjalti Kristgeirsson
fjallar á skem'mtilegan hátt um
kjarasamninga, verðbólgu og
kaupmáttinn i grein er hann kall-
ar: „Aron, Bóas og Daniel og
Ebenesar að auki i viðureign við
xyz”. Hann kynnir greinina með
eftirfarandi inngangi:
„Aron, Bóas og Daníel eru 3
heiðursmenn i hinum fjölmenna
hópi islenskra launamanna. Þeir
áttu aðild að kjarasamningum við
kaupgreiðendur sina i febrúar
1974, en i skjóli verðbólgu voru
þeir samningar sviknir þannig að
15mánuðum siðar þarf krónutala
kaupsins að hækka um l/3ja-2/3ju
til að staðið sé við upphafleg á-
kvæði. Hver ber sökina á þessum
stuldi sem felst i rýrnun kaups-
ins? Fánýtt er að skella skuldinni
á verðbólguna, eitthvert hljóta
verðmætin að renna. Ekki fær
Ebeneser og félagar þeirra neitt i
sinn hlut af þýfinu, en litlir ljótir
karlar ,x, y og z, sjást hlaupa um
með úttroðna vasa.”
Erlingur E. Halldórsson á i
heftinu tvær ljóðaþýðingar úr
leikriti Brechts Móðirin. Það
fyrra heitir Lofgerð um kommún-
ismann en hið siðara Lofsöngur
móðurinnar.
Skyldan við
grænlendinga
Grein með þessu nafni eftir rit-
stjórann rifjar upp afstööu islend-
inga til þeirrar ákvörðunar dana
að gera Grænland að amti i Dana-
veldi og minnt á að helminga-
skiptastjórnin 1953 fól sendinefnd
íslands hjá Sameinuðu þjóðunum
að sitja hjá er fjallað var um
essa innlimun. Siðar er bent á,
vernig allt stefnir i þá átt að
Grænlandverðö algerlega ofurselt
alþjóðlegu hringavaldi eftir inn-
göngu dana I EBE. Vikið er að
þeirri þjóðfrelsisbaráttu sem
ungir grænlendingar hafa nú tek-
ið upp og bent á hvernig danir
arðræni grænlendinga. Loks segir
um skyldu okkar að hjálpa:
„Vér megum minnast þess nú,
Islendingar, að oss þótti vænt um
það, er neyð vor var mest, að út-
lendir menn urðu til að taka mál-
stað vorn. Þvi ber oss að skilja að
Grænlendingar þarfnast slikrar
hjálpar frá oss nú.
Það er talað um skyldu vora
sem tekjuhárrarþjóðar að muna
eftir fátækum löndum hins
„þriðja heims”. Vér höfum eitt
slikt við bæjardyrnar, — Græn-
land, — þó ekki sé farið að beri-
ast þar sem i fyrri nýlendum
Evrópuvelda i Afriku og Asiu.”
A eftir greininni um Grænland
er frásögn um fanga án númers i
Suður-Vietnam og minnst er
Bram Fischer sem nýlega lést i
dýflissu fasistastjórnarinnar i S-
Afriku. Þessi frægi lögfræð-
ingur sem barðist alla ævi gegn
apartheit-stefnunni, en var sjálf-
ur hvitur. Um hann segir svo i
greininni:
„Hann sat dæmdur i lifstiðar-
fangelsi i Pretoriu. Fyrir fanga-
klefa hefur hann fórnað auði,
hróðri, þægindum, tignarstöðu, —
forréttindalifi i sjálfu forréttinda-
þjóðfélagi hvitra manna.
En anda hans verður ekki blót-
að á bak við fangelsismúra. Hann
er einn þeirra fáu hvitu. S.-Af-
rikumanna, sem kunna að hafa
hin fjölbreytilegustu lifsviðhorf
og skoðanir i stjórnmálum og trú-
arefnum, en eiga sammerkt i þvi
að sætta sig ekki þegjandi við
þjóðfélag, sem grundvallað er á
mannvonsku, og láta ekki gróm
þess á sér festa. En eins og þeim
er misboðið er gjörvöllu mann-
kyni misboðið ásamt þeim af ó-
mennsku stjórnkerfi, sem afsiðar
hvita og svarta og hefur öll æðri
gildi mannlegs félags að háði og
spotti. Lif Abrams Fischers er
eldskirsla MANNS, — þess lifandi
anda sem engin harðstjórn fær
grandað.”
Þýdd grein er um „Heims-
valdastefnuna og þróunina i
þriðja heiminum”, þar sem m.a.
er komið inn á arðrán heims-
valdasinna og þá nýju verka-
skiptingu sem er að mótast i sam-
skiptum rikra þjóða og snauðra.
Sjöunda heimsþingið:
Viðamesta greinin i heftinu er
þó grein ritstjórans Einars 01-
geirssonar um sjöunda þing Al-
þjóðasambands kommúnista 1935
og sigurinn yfir fasismanum.
Þriðjudagur 1. júli 1975. ÞJOÐVILJINN - StÐA 9
Forsiöa 2. heftis Réttar tileinkuö sigri vietnama. Þröstur Magnússon gerði kápumynd.
Þetta var eitt merkasta þing
Komintern, en á þvi var vikið frá
fyrri einangrunarstefnu og tekin
upp samfylkingarstefna gegn
fasismanum. Einar sat sjálfur
þetta þing fyrir hönd Kommún-
istaflokks Islands og koma inn i
greinina persónulegar minningar
frá þinghaldinu. Einar rifjar upp
hvaða persónur settu einkum svip
sinn á þingið. En fyrst og fremst
fjallar greinin þó um það, hvers
vegna kommúnistar brugðust svo
seint við hættunni af fasismanum
og tóku svo seintupp samstarf við
sósialdemókrata. Einar segir
m.a.
„Ýmsir nútimamenn dæma
hart það andvaraleysi, sem
sósialistar, einkum þýskir úr báð-
um höfuðfylkingum verkalýðs-
hreyfingarinnar, kommúnista og
sosialdemókrata, sýndu gagnvart
hættunni á sigri fasismans i
Þýskalandi 1933. Það er að visu
skiljanlegt að menn dæmi hart, —
en þó skyldu þeir hinir sömu
stinga hendi i eigin barm og at-
huga hvcrnig menn bregðast nú
við enn ægilegri hættum”.
v,Það er alltaf auðvelt að vera
vitur eftir á. En þegar við, sem
upplifðum valdatöku fasismans
og hrun þýskrar verkalýðshreyf-
ingar, áttuðum okkur á hvað
gerst hafði, þá var það bjartsýni
19. aldarinnar: trúin á óhjá-
kvæmileika framþróunar, sem
var brostin. Við sáum að sá
möguleiki var til að allt yrði lagt i
rústir, framfaraöfl mannfélags-
ins eyðilögð með likamlegri út-
rýnjingu forustuafla þeirra, jafn-
vel mannfélagsskipaninni kippt
aftur á bak um aldir.
Spurningin, sem krafðist þá —
og krefst enn — svars, er hvernig
stóð á að kommúnistaflokkarnir
megnuöu ekki að móta i tima
rétta stefnu gegn fasismanum og
hvað var um Komintern, uns það
alþjóðasamband loks 1935 á 7.
heimsþinginu mótaði þá sögulegu
stefnu samfylkingarinnar. Við
skulum ihuga þessi atriði gaum-
gæfilega.”
Þegar höfundur leitar svara við
fyrrgreindri spurningu þá segir
hann:
„Sú afstaða,sem að minu áliti
hefur valdið hinni róttæku sósial-
istisku — þ.e. kommúnistisku —
hreyfingu mestum skaða, er það,
sem á erlendu máli er nefnt
„sektirismus”, furðulegt sam-
bland af ofsaróttækni, réttrúnaði
og ofstæki — og tekur oftast á sig
mikinn „vinstri” svip á yfirborð-
inu og óskapast þá mjög gegn
þvi, sem það kallar „endurskoð-
unarstefnu” („revisionismus”).
Hins vegar ber að muna að ein-
mitt vinstri hreyfingin —
kommúnisminn — i alþjóðahreyf-
ingu sósialismans er til orðin i
baráttu við sjálfa tækifærisstefn-
una, sósialdemókratismann, þ.e.
uppgjöfina fyrir burgeisastéttinni
og þjónustustarfsemina við rikis-
valdið, — og er þvi eðlilega alltaf
betur á verði gegn slikri „hægri”
stefnu en hinni „vinstri”.
Góður sósialisti hatar ranglæti
og kúgun auðvaldsþjóðfélagsins
og fyrirlitur svikin við málstað-
inn. En ef hann ætlar sem góður
marxisti að leiða frelsisbaráttu
verkalýðsins til sigurs, þá verður
hann cinnig að geta hugsað skýrt
og ákveðið með hliðsjón af öllum
aðstæðum baráttuaðferðina i
hvert sinn, meðal annars getað
hiklaust ákveðið að verja borg-
aralegt lýðræðisform hins rang-
láta auðvaldsskipulags gegn fas-
ismanum og i þvi skyni unnið með
svikulum sósialdemókratiskum
foringjum (og öðrum) (svo ekki
sé talað um heiðarlegan sósial-
demókratiskan verkalýð, sem
trúir þeim enn og treystir), ef
þeir fást til baráttu gegn fasism-
anum.”
Siðan lýsir Einar viðureigninni
við þetta ofstæki og hvernig
Dimitroff hafði forgöngu i barátt-
unni fyrir samfylkingu. En höf-
undur hefur jafnan samtimann i
huga er hann rifjar upp þessa at-
burði. Hann segir:
„Reikningsskil Dimitroffs við
hina „sjálfumglöðu ofstækis-
stefnu”, „hinn forheimskvaða
rétttrúnað”, við þá einangrunar-
sinna, sem ekki skilja „að forusta
kommúnistaflokks fyrir verka-
lýðnum kemur ekki af sjálfu sér”
— var mjög hörð.”
„Forustu kommúnistaflokks
verður hann að ávinna sér i bar-
áttu verkalýðsins. 1 þvi efni duga
engar yfirlýsingar um forustu-
hlutverk kommúnista, til þess áð
ná slikri forustu verður flokkur-
inn að ávinna sér traust verka-
lýðsins sökum daglegrar fjölda-
starfsemi sinnar og réttrar
stjórnmálastefnu” — segir
Dimitroff i ræðu sinni. — Og þetta
á enn erindi til fjölda kommún-
istaflokka, m.a. var lögð sérstök
áhersla á þetta atriði i sögulegum
samþykktum miðstjórnar
Kommúnistaflokks Tékkósló-
vakiu i april 1968 (Dubcek-tim-
anum)”.
I lok greinarinnar fjallar höf-
undur um samfylkingu á stór-
veldasviði og kemur þar inn á
baráttuna gegn fasismanum i
seinni heimsstyrjöldinni og sigur-
inn fyrir 30 árum. Loks bendir
hann á þá hættu er enn vofir yfir
mannkyninu frá þeirri yfirstétt
er ræður yfir gereyðingarvopn-
um. „Ekkert villidýr er grimm-
ara en auðmaðurinn sem óttast
um auð sinn og völd” og siðan
beinir ritstjórinn skeytum sinum
að bandariskri auðmannastétt.
En um valdhafa i alþýðustórveld-
um segir Einar: „Valdamenn al-
þýðustórveldanna þurfa að var-
ast að láta valdið — rikisvaldið —
stiga sér til höfuðs. Valdið —
rikisvaldið ekki sist — er i eðli
sinu alger mótsögn við hugsjón
jafnt sósialisma sem samfylking-
ar, — en valdið, vald alþýðunnar,
er forsenda fyrir framkvæmd
hvortveggja hugsjónarinnar. Of-
stæki það, sem vaidið getur
skapað i alþýðurikjunum, hefur
þegar leitt til hörmulegustu ill-
verka i heimi sósialismans. Af þvi
þarf að læra, og læra til fulls.
Vald Sóvétrikjanna er undir-
staða að valdi sósialismans i
heiminum. Vald þeirra er það
eina, sem heldur villidýrinu i
Washington i skefjum. Bresjnef
sýnir hæfileika sem stjórnskör-
ungur stórveldis með samningum
við Willy Brandt og Nixon. En
hann á eftir að sýna sig sem mik-
ill marxistiskur leiðtogi með þvi
að ná samfylkingu við Mao og
Dubcek.
Þaö þarf vald til að semja um
vopnahlé við voldugan andstæð-
ing, en það þarf umburðarlyndi til
að ná samstarfi við raunverulega
samherja, sem hafa á ýmsum
sviðum ólikar skoðanir.”
Annað efni:
Auk fyrrgreindra greina er
að finna æviminningar um rúss-
neska rithöfundinn Drabkinu og
júgóslavneska kommúnistaleið-
togann Veljko Vlahovic. Þá er
birt stofnfundargerð Verkalýðs-
sambands Norðurlands frá árinu
1925, auk þess innlend og erlend
viðsjá og Neistar.
Algróiö land
þar sem áöur voru aðeins
gróðurlausir melar
A siðustu 3 árum hefur verið
sáð i og borið á um 320 hektara af
llrfoka landi norðan Sandár á
I? iskups tungna a f ré tti. Svæði
þetta er vestan Kjalvegar en
norðan vegarins að Hagavatni.
Uppgræðslan hefur verið kost-
uð af þremur aðilum. Fjáreigend-
ur, sem fara með sauðfé i afrétt-
inn, hafa greitt um 1/4 hluta á-
burðarins, Biskupstungnahrepp-
ur hefur greitt annan fjórðung
hans, en Landgræðsla rikisins
hefur greitt helming áburðar og
allt fræ og að auki kostað flutning
og dreifingu. Framlög fjáreig-
enda siðustu þrjú ár hafa numið
samtals kr. 800420,— en Biskups-
tungnahrepps kr. 809800.-.
Þetta starf virðist bera góðan
árangur, og er nú nær algróið
land, þar sem fyrir 3 árum voru
svo til gróðurlausir melar. Landið
hefur ekki verið girt af, og er
margt fé á þvi siðari hluta sum-
ars. Ekki er að sjá að það valdi
skemmdum en teðslan myndar
frjósaman jarðveg.
A fundi um landgræðslumál i
Aratungu 16. júni sl. samþykktu
fjáreigendur að leggja fram að
sinum hluta andvirði allt að 20
tonna af áburði til áframhaldandi
uppgræðslu á þessu svæði i
sumar. Hreppsnefnd hafði áður
samþykkt að Biskupstungna-
hreppur kostaði önnur 20 tonn.
Landgræðslan mun leggja fram
50 tonn á móti, allt fræ og kosta
flutning og dreifingu. Hluta af á-
burðinum verður dreift á land
það, sem grætt hefur verið á sið-
ustu árum, en hitt verður notað til
áframhaldandi uppgræðslu á ör-
foka landi.
Með tilliti til fenginnar reynslu
af uppgræöslu án girðinga gerði
áðurnefndur fundur eftirfarandi
samþykkt:
— Almennur sveitarfundur um
uppgræðslu, haldinn að Aratungu
16. júni 1975, varar við þeirri
stefnu, að Landgræðsla rikisins
girði stór flæmi afréttarlanda,
þegar sýnt er að ekki er nægt
fjármagn til að græða innan
þeirra girðinga, sem þegar eru
fyrir hendi.
Bendir fundurinn á að hagstæð-
ara er að girða minni girðingar
og græða hraðar upp, þar sem
rofabörð eru, en á örfoka landi
verði grætt upp án þess að girtar
séu sérstakar landgræðslugirð-
ingar. Bendir fundurinn i þvi
sambandi á reynsluna af upp-
græðslu norðan Sandár á Bisk-
upstungnaafrétti,—
Allir þeir 30—40 bændur úr
Biskupstungum, sem fund þenn-
an sátu, samþykktu þessa álykt-
un.
EYJÓLFUR J. EYFELLS
NÍRÆÐUR Á NÆSTA ÁRI
„Held áfram að
mála í næsta lífi
sé þess kostur”
— sagöi listmálarinn er hann kynnti
yfirlitssýningu sína á Kjarvalsstöðum
„Þessi botnlausa efnishyggja er aö gera út af viö flest f þessum heimi”
segir Eyjólfur. „Ég hef alltaf veriö jafnaöarmaöur og strax sem barn
skildi ég aldrei hvers vegna einn var Iátinn vera fátækur meöan aörir
voru jafn rfkir og raun bar vitni.”
,,Ég hef málað myndir frá þvi
ég man cftir mér” sagði Eyjólfur
J. Eyfclls listmálari sem opnaði
28. stóra yfirlitssýningu að Kjar-
valsstöðum. „Móðir min gaf mér
stilabók sem ég átti að skrifa i
mina fyrstu stafi en áður en mér
tókst að skrifa einn cinasta staf
var hver siða undiriögö fyrir
teikningar. Þá var ég fimm ára
og siðan hef ég fengist við mynd-
list af fullum krafti. Siöustu 60 ár-
in hef ég helgað mig myndlistinni
algjörlega".
— Hvað heldurðu að þetta séu
margar myndir sem þú hefur
málað um æfina?
— Það er ómögulegt að segja.
Þó er ég ekki frá þvi að þær nái
jafnvel sjö til átta þúsundum.
Mér hefur sem betur fer enst
starfsþrekið vel. Ennþá get ég
málað að vild og handstyrkurinn
er slikur að ég á ekki i nokkrum
erfiðleikum með penslana. Hver
veit nema ég geti haldið áfram aö
mála i næsta lifi, sagði Eyjólfur
sem hefur frá barnæsku haft yfir
að ráða rikum dulrænum hæfi-
leikum og er i fösfu sambandi við
framliðið fólk. „Ég tala oft við
aldraðan framliðinn mann og að-
spurður sagði hann mér að ég
gæti málað að vild minni þarna
hinum megin ef ég bara kærði
mig um það.”
Eyjólfur mun vera elstur núlif-
andi listmálara. Hann hefur
haldið fjölda sýninga, innanlands
og utan auk þess sem hann hefur
tekið þátt i samsýningum. Að
þessu sinni sýnir Eyjólfur a.m.k.
125 myndir og eru þær allar i
einkaeign og viða að komnar.
Sýningin er opin til 6. júli daglega
frá klukkan 16.00-22.00. A laugar-
dögum og sunnudögum er hins
vegar opnaö klukkan 14.00 og opið
til 10.
—gsp