Þjóðviljinn - 01.07.1975, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. júll 1975.
Alþýðubandalagið:
Almennur fundur á Egilsstöðum
Alþýðubandalagið heldur almennan fund i
barnaskólanum á Egilsstöðum i kvöld, þriðju-
daginn 1. júli klukkan hálfniu. Lúðvik Jóseps-
son og Helgi Seljan mæta á fundinum.
Ákvörðun
Framhald af bls. 1.
varpstæki á 300 þús. kr. eða á það
að kaupa svart/hvitt tæki á 100
þús kr.?
— Þessari spurningu er auðvit-
að ekki hægt að svara, en það er
staðreynd að fjölmörg sjónvarps-
tæki i landinu eru komin vel á sið-
ari hluta endingartimans og þvi
finnst mér ekki verjandi að dreg-
ið verði lengur en til haustsins að
gefa út yfirlýsingu um það hve-
nær vænta megi litasjónvarps hér
á landi, sagði Pétur Guðfinnsson
framkvæmdastjóri sjónvarpsins i
viðtali við Þjóðviljann i gær.
— Það er auðvitað stjórnvalda
en ekki okkar hér i sjónvarpinu að
taka þessa ákvörðun, þannig að
ég get ekkert um það sagt hve-
nær þessi tilkynning verður gefin
út en mér finnst að það megi ekki
dragast Iengur en til haustsins,
sagði Pétur.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um væntanlegt litasjónvarp hér á
landi og sýnist sitt hverjum.
Margir benda á að fyrst þurfi
að tryggja öllum landsmönnum
svart/hvitt sjónvarp áður en farið
verður i uppsetningu litasjón-
varps. Aðrir benda á að vel megi
byrja að senda út i lit til þeirra
svæða sem næst eru stöðinni,
kostnaður við það sé sáralitill og
siðan megi hægt og hægt útvikka
útsendingargeislann. En hvað um
það, kannski við fáum að heyra
með haustinu hvenær vænta megi
litasjónvarps hér á landi.
—S.dór
FH - KR
Framhald af bls. 1]
hálfleik og voru þá i vörninni. KR
sótti, skapaði sér færi, en i netið
vildi boltinn ekki. Þannig má
nefna tvö dauðafæri Hálfdáns, en
honum brást bogalistin i bæði
skiptin. E.t.v. hefur KR leikið ó-
skynsamlega i fyrri hálfleik; þeir
drógu FH-ingana ekki nóg frá
markinu, pressan var of þung og
i leikhléi var staðan fyrir bragð-
ið 0-0 og útlit fyrir si^ur FH.
Strax á 5. min. siðari hálfleiks
kom úrslitamark leiksins. ólafur
Danivalsson fékk boltann fyrir
utan vitateig og þrumuskot hans
söng i netinu rétt undir þverslá.
Gullfallegt mark og úrslit leiksins
voru ráðin. KR-ingar sóttu þó
töluvert, vindinn hafði lægt nokk-
uð þannig að leikurinn var ekki
ójafn i siðari hálfleik. Tækifæri
KR voru jafnvel fleiri en heima-
manna og þvi er ekki að neita að
KR-ingar voru óheppnir að fá
ekki stig úr þessum leik.
Dómari var Bjarni Pálmason
og hafði hann ekki tök á leiknum
sem skyldi. —gsp
Vikingur
Framhald af bls. 11
leikar voru siðan sýndir af
Gerplu.
Siðasta atriðið á dagskrá
var handknattleikur miiii Vik-
ings og úrvals HSÍ. Sigruðu
þeir fyrrnefndu með 19-18 og
var sá sigur minni en hann
hefði þurft að vera, þvi að
skömmu fyrir leikskk var for-
ysta Vikings fjögu^ mörk.
—gsp
Blikkiðjan
Ásgarði 7,
Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468
H j úkrunarkonur
Hjúkrunarkonur vantar að Fjórðungs-
sjúkrahúsinu Neskaupstað frá 1. septem-
ber 1975. Upplýsingar gefa yfirhjúkrunar-
kona i sima 97-7403 og forstöðumaður i
sima 97-7402.
Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað
SKRIFSTOFU ST ARF
Lögreglustjóraembættið óskar að ráða
mann til skrifstofustarfa. Starfið er við
bifreiðaskráningar o.fl. Umsóknir, ásamt
upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist fyrir 10. júli nk.
Lögreglustjórinn i Reykjavik
27. júní 1975.
Simi 1893«
TECHNICOLOR
CQLUMBIA PICTURES presents POW JQAN A KURT
Jóhanna páfi
Viðfræg og vel leikin ný ame-
risk úrvalskvikmynd I litum
og Cinema Scope.
Leikstjóri: Michael Anderson.
Með úrvalsleikurunum: Liv
Ullman, Franco Nero, Maxi-
milian Scheli, Trevor Howard.
Bönnuð innan 12 ára.
Spennandi ný indiánakvik-
mynd I litum og Cinema
Scope. Aðalhlutverk: Gordon
Scott (sem oft hefur leikið
Tarzan).
Sýnd kl. 8 og 10.
Buffalo Bill
Simi 32075
Mafiuforinginn
THE CRIWIE WARTO
EIMD ALLCRIME WARS.
Haustið 1971 átti Don Angelo
DiMorra ástarævintýri við
fallega stúlku; það kom af
stað blóðugustu átökum og
morðum i sögu bandariskra
sakamála.
Leikstjóri: Richard Fleischer.
Aðalhlutverk: Anthony Quinn,
Frederic Forrest, Robert
Forster.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 9 og 11,15.
Adios Sabata
Spennandi og viðburðarikur
italskur-bandariskur vestri
með Yul Brynner I aðalhlut-
verki. I þessari nýju kvik-
mynd leikur Brynner slægan
og dularfullan vigamann, sem
lætur marghleypuna túlka af-
stöðu sina.
Aðrir leikendur: Dean Reed,
Pedro Sanchez.
Leikstjóri: Frank Kramer.
Framleiðandi: Alberto
Grimaldi.
ISLENSKUR TÉXTI.
Bönnuð börnum yngri en 16
ára.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
vTscount
Eigum enn nokkur
hljómfögur og ódýr
Viscount orgel með
1 eða 2 nótnaborðum,
pedal og mjög full-
komnum trommuheila.
Hljóðfæraverzlun
Pólmars Árna
Borgartúni 29.
Simi 3-28-45.
Veðurstofa Islands
Skrifstofur á Bústaðavegi 9 verða lokaðar
vegna jarðarfarar frá hádegi i dag.
VEÐURSTOFA ÍSLANDS
LAUSSTAÐA
Staða kennara i ensku við Menntaskólann
i Kópavogi er laus til umsóknar.
Laun skv. launakerfi starfsmanna rikis-
ins.
Umsóknir, ásamt itarlegum upplýsingum
um námsferil og störf, sendist mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja-
vik, fyrir 27. júli nk. — Umsóknareyðublöð
fást i ráðúneytinu.
Menntamálaráðuneytið
27. júni 1975.
Skemmtileg og vel gerð ný
ensk litmynd, um lif popp-
stjörnu, sigra og ósigra.
Myndin hefur verið og er enn
sýnd við metaðsókn viða um
heim.
Aðalhlutverkið leikur hin
fræga poppstjarna David Ess-
ex, ásamt Adam Faith og
Larry Haginan.
Leikstjóri: Michael Apted.
ISLENSKUR TEXTI.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Simi 22140
Vinir Eddie Coyle
“THE YEAR’S
BEST AMERICAN
FILM THUS FAR!”
Paul D. Zimmerman,
Newsweek
“STRONG,
REALISTIC AND
TOTALLY
ABSORBING!”
Richard Schickel,
Time Magazine
Paramcxint Pctures presents
"TheFriendsOf
EddieCoyle”
Starring
Robert Peter
Mitchum Boyle
Hörkuspennandi litmynd frá
Paramount, um slægð
ameriskra bófa og marg-
slungin brögð, sem lögreglan
beitir i baráttu við þá og
hefndir bófanna innbyrðis.
ISLENSKUR TEXTI
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Slmi 11544
Gordon og
eiturlyf jahringurinn
20lh CENTURY-FOX Pieseils A PALOMAR PICTURE
RAULWINHELD
in • *
Æsispennandi og viðburða-
hröð ný bandarisk sakamála-
mynd I litum.
Leikstjóri: Ossie Davis.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.