Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MOÐVIUINN MÁLGAGN SÖSJALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvænidastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. KAUPMÁTTUR LAKARI EN 1970 SÉ MIÐAÐ VIÐ ÞJÓÐARTEKJUR Frá þvi er skýrt i forystugrein Timans á sunnudaginn var, að kaupmáttur dag- vinnutimakaups verkamanna hafi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs verðið orð- inn lægri en fyrsta heila ár vinstri stjórn- arinnar 1972, þ.e. 114,3 stig nú, en var 117,4 stig þá (miðað við að kaupmátturinn sé talinn 100 árið 1971). Um þetta kemst rit- stjóri Timans svo að orði, að það ,,sé góð- ur árangur, að ekki hafi orðið meiri rýrn- un á kaupmætti verkamannakaupsins”. Þeir fóstbræður Geir Hallgrimsson og Ólafur Jóhannesson hafa sem sagt ástæðu til þess að vera stoltir af þeim kjörum, sem verkafólki á Islandi eru boðin, að dómi Þórarins Þórarinssonar, og er það vissulega i samræmi við boðskapinn um að engu máli skipti, hvort hér sé hægri eða vinstri stjórn. En litum nánar á dæmi Þórarins um kaupmáttinn. Sé miðað við að kaupmáttur dagvinnutimakaups verkamanna hafi verið 100, þegar vinstristjórnin tók við um mitt ár 1971, þá var hann samkvæmt töfl- um kjararannsóknarnefndar kominn upp i 120,8 tveimur árum seinna, þ.e. hafði hækkað yfir 20%. Við kjarasamningana i byrjun árs 1974 hækkar svo dagvinnukaupmáttur verka- manna enn samkvæmt sömu heimild og verður 134,4 stig á öðrum ársfjórðungi 1974. Þá koma stjórnarskiptin og breyt- ingin til hins verra varðandi kjör verka- fólks lætur ekki á sér standa. A nokkrum mánuðum er kaupmátturinn hjá þeim lægst launuðu færður niður úr 134,4 stigum i 114,3 stig samkvæmt þeim heimildum, sem ritstjóri Timans byggir skrif sin á. Það er ekki aðeins að kaupið sé lækkað niður i það, sem var fyrir kjarasamning- ana snemma árs 1974, heldur er gengið lengra og farið heil þrjú ár aftur i timann, — og þar með strikað yfir mjög verulegan hluta hins mikla árangurs, sem vinstri stjórnin náði i bættum kjörum almenn- ings. En viðskiptakjörin hafa versnað svo mikið, segir Þórarinn Þórarinsson, guð- faðir rikisstjórnar Geirs og Ólafs. — Við- skiptakjörin eru reyndar aðeins einn þátt- urinn af fleiri við mat á þróun þjóðar- tekna. Nær er þvi að lita á dæmið i heild. Rétt er það, að á árum vinstri stjórnar- innar hækkaði kaupmáttur verkafólks meira en nam hækkun þjóðartekna á föstu verðlagi. Hér var þó aðeins um það að ræða, að verið var að vinna upp fyrir verkafólkið brot af þvi, sem kaupmáttur þess hafði dregist aftur úr þróun þjóðar- teknanna á viðreisnarárunum. Með aðgerðum núverandi rikisstjórnar er aftur búið að koma málum i það horf, að kaupmátur dagvinnutimakaups verka- manna er nú lakari miðað við þjóðartekj- ur, en hann var árið 1970, siðasta viðreisn- arárið. Séu þjóðartekur taldar 100 árið 1971 þá voru þær 87,8 árið 1970 samkvæmt skýrslum Þjóðhagsstofnunar en hins veg- ar 116 á siðasta ári, — þ.e. hækkun 32% frá 1970-1974. Sé kaupmáttur dagvinnutimakaups verkamanna talinn 100 árið 1971, þá var hann 93,10 stig árið 1970, samkvæmt Kjararannsóknanefnd, en hins vegar 114,3 stig á fyrsta ársf jórðungi þessa árs. — eða hækkun aðeins 23% meðan þjóðartekjur á föstu verðlagi hafa hækkað um 32% eins og áður sagði. Hér hefur að sjalfsögðu verið tekið fullt tillit til breytinga á viðskiptakjörum fram til siðustu áramóta og koma þærbreytinga fram i þróun þjóðartekna á föstu verðlagi ásamt öðrum þáttum, sem þar skipta máli og ráða þvi, hvað mikið kemur til skipta milli þegnanna á hverjum tima. Staðreyndin er þvi sú, að það sem guð- faðir hægri stjórnarinnar og formaður þingflokks Framsóknarflokksins telur á- stæðu til, að hrósa rikisstjórn sinni fyrir að bjóða verkafólki upp á, eru verri kjör miðað við þjóðartekjur en viðreisnar- stjórnin lét i té árið 1970. Já, þeir eru stundum litillátir „hófsömu miðflokkarnir”, eins og Timinn kallar Framsóknarflokkinn nú, þegar stjórn- málasamtök gróðastéttanna telja sig þurfa að beita þeim fyrir vagn sinn. k. KLIPPT... Kratar og maóistar sameinast Það hlakkar nú i mörgum i- haldsfjölmiðlinum vegna þess að áhrif kommúnista virðast fara dvinandi i Portúgal. Visir segir frá þvi i gær að portú- galskir fjölmiðlar skrifi nú um það sem þeim sýnist og skýring- in er þessi: ..Kommúnistar, sem hafa misst töluvert af þeim stuðn- ingi, sem herinn veitti þeim fyrsta árið eftir byltinguna, hafa glatað undirtökunum, sem þeir höfðu i 800 manna blaða- mannafélagi Portúgals. Að stjórn þess standa nú jafnaðar- menn og maoistar. — Þetta hef- ur haft sitt að segja.” Semsagt: Maoistar eru ekki lengur taidir til kommúnista. Hvað skyldi Maó Tse Tung segja um þessa skoðun Vísis? En að öllu gamni slepptu væri það kannski lausn á vandamál- um krata á Islandi að þeir færu að dæmi skoðanabræðra sinna i Portúgal og tækju upp samstarf við islenska maóista. Skrifin um ósjálfstœði Framsóknar Aðstoðarmaður Þórarins, Al- freð Þorsteinsson, hefur fundið á þvi skýringu hversvegna önn- ur blöð en Timinn eru alltaf að klifa á ósjálfstæði framsóknar- manna i pólitik. öfugt við a.þ., sem ávalt er uppfullur af tima- mótamarkandi hugmyndum, til þess að skrifa um hafa hin blöð- in ekkert annað að skrifa um en ósjálfstæði framsóknar. Klippt og skorið birtir hér skarpa rök- semdafærslu aðstoðarmanns- ins. ( „Blaðið Ný þjóðmál er farið að koma út á ný eftir nokkurra vikna hvild. Ekki virðist hvildin Alfreð Þorsteinsson. hafa notast aðstandendum þess vel, þvi að eftir hana hefur blað- ið það helst til málanna að leggja, að Framsóknarflokkur- inn sé mjög þægur Sjálfstæðis- flokknum i stjórnarsamstarf- inu. Þetta er ekki annað en upp- tugga úr Þjóðviljanum, og hjá Þjóðviljanum var það upptugga úr Morgunblaðinu, sem hélt þvi fram, að kommúnistar réðu öllu i rikisstjórn Ólafs Jóhannesson- ar. Og ekki var þetta heldur neitt frumlegt hjá núverandi ritstjórum Morgunblaðsins, þvi að nákvæmlega það sama mátti lesa i Morgunblaðinu fyrir 50 árum um þá Jónas Jónsson og Tryggva Þórhallsson. Þá áttu þeir að vera alveg i vasanum hjá sósialistum. Framsóknar- menn munu nú sem þá láta þennan áróður i léttu rúmi liggja. Hann er af sama toga spunninn og jafn ástæðulaus i bæði skiptin. En eitthvað veröa þeir að segja, sem ekkert hafa til að skrifa um.” Frjáls verslun vill enga samninga 1 nýjasta hefti Frjálsrar verslunar ritar Markús örn Antonsson um stækkun land- helginnar i 200 milur og virðist stefna þessa borgarráðsmanns Sjálfstæðisflokksins vera i beinni andstöðu við stjórnar- stefnuna. „Um likt leyti og forsætisráð- herrann gerði rikjaleiðtogum i Evrópu og Ameriku þannig grein fyrir nauðsyn þessa máls, bárust hingað áskoranir frá yf- irvöldum og talsmönnum sjávarútvegs nokkurra þeirra þjóða, sem fiskveiðar stunda við Island, um skjótar. viðræður um undanþáguheimildir til veiða innan landhelgi. Rikisstjórn Is- lands hefur lýst sig fúsa til slikra viðræðna og ráðherrarnir hafa sett upp einhvern vonleys- issvip um leið og þeir virðast telja útfærslu i 200 milur óger- lega án undanþága. Þetta viðhorf er ekki i sam- ræmi við þjóðarviljann nú. ts- lendingar hafa beðið alltof lengi eftir niðurstöðum alþjóðlegra ráðstefna um hafréttarmál og gripið til einhliða aðgerða i landhelgismálum vegna hörmu- legs seinagangs þessara fjöl- þjóðlegu funda, þar sem frum- kvæði og ástundun virðist hafa verið kaffærð i pappirsflóði og skriffinnsku. Það verður ekki beðið lengur. Svo alva'rlegt er ástand fisk- stofna við landið orðið. Það leyf- ir heldur engán veginn að inn i landhelgina sé hleypt þeim fjöl- þjóðlega fiskiskipaflota, sem á okkur sækir nú. Undanþágur af þvi tagi yrðu hættulegt fordæmi, sem búast má við að yrði endan- lega innsiglað i siðbúnum niður- stöðum hafréttarráðstefnunnar. tslendingar ætla ekki að sitja uppi með fiskveiðiflota Breta, Þjóðverua, Rússa, Belga, Pól- verja, og Færeyinga i íslenzkri landhelgi til frambúðar. Þessar fiskveiðiþjóðir telja sig áreiðan- lega ekki vera að semja til fárra ára nú, þó að dagsetningar i samningum gæfu kannski tilefni til að ætla hið gagnstæöa. Þær ætla þvert á móti að samnings- binda „hefð” sina á tslandsmið- um og það ekki til bráðabirgða. Bretar hafa fengið sinn aðlög- unartima með bráðabirgða- samningum. Þeir munu sizt sýna á sér fararsnið af tslands- miðum, ef samið verður við þá aftur. Þjóðverjar hafa verið fá- dæma ruddalegir, hafnað sam- komulagi um veiðar innan 50 milna, sett löndunarbann á is- lenzk fiskiskip i þýzkum höfnum og hvatt „bræðraþjóðir” slnar i Efnahagsbandalagi Evrópu til að beita okkur viðskiptaþving- unum. Til hvers að vera að semja við slika ribbalda? Við höfum talið okkur eiga samleið með Kanadamönnum I landhelgismálum. Fyrir nokkru blöskraði þeim svo uppivöðslu- semi Rússa á fiskimiðum við austurströnd Kanada, að þeir veita rússneskum skipum ekki lengur þjónustu i höfnum sinum og fara um leið á mið við drjúg- ar tekjur, sem þeir hafa haft af Rússunum i landi. Svo er á fiski- stofna við Kanada gengið, að þarlendir hafa af brýnni nauð- syn teflt djarflega i samskiptum sinum við Sovétmenn. A sama hátt getum við sýnt erlendum veiðiþjófum miklu meiri hörku en nokkru sinni hef- ur verið gert hingað til. Sýnum fulla einurð og látum það sann- ast, að við ætlum i alvöru að færa fiskveiðilögsögu okkar j 200 milur i haust.” Veggur milli vina Hér kemur saga úr Suður- nesjatiðindum. „Það er margt skritið i ver- öldinni. Það eru til menn sem ekki mega hvorn annan sjá og svo eru hinsvegar aðrir, sem ekki mega hvor af öðrum sjá. A einum stað i bænum eru tvö hús sem standa hlið við hlið og virðist sem eigendur þeirra til- heyri siðari flokknum þvi þeir hafa báðirskrifað yfirvöldum út af veggjum, sem gera það að verkum að þeir geta ekki séð hvorn annan. I fyrra ætlaði ann- að húseigandinn að byggja vegg á milli húsanna, en þá fór hinn til yfirvalda og fékk þvi til leiðar komið að þeim fyrri var meinað að byggja sinn vegg eins og fyr- irhugað hafði verið. Virtust nú báðir vera ánægðir og ekkert gerðist markvert, þar til nú fyr- ir stuttu, að sá er mótmælti veggnum i fyrra, byggir sinn eiginn vegg, en þá skrifar hinn að sjálfsögðu hið snarasta til yf- irvalda og kvartar yfir veggn- um. Vegna sumarfria undanfar- ið hafa ekki verið bæjarstjórn- arfundir og hefur nágranninn þvi enn skrifað og saknar greinilega vinar I stað, þvi hann vill fá vegginn burt hið skjót- asta. Ekki er vitað á hvern hátt bæjarstjórn og skipulagsyfir- völd leysa þetta mál, en til dæmis væri hægt að samþykkja að alls enginn veggur yrði á milli þessara nágrannna, þvi þegar á allt er litið, þá virðist það vera það, sem þeir helzt vilja. Jafnvel gætu þeir fengið þvi framgengt, ef þeir skrifuðu nú skipulagsyfirvöldum bréf sameiginlega, að innangengt mætti vera á milli húsanna. Veggina ættu þeir að minnsta kosti að fá að rifa, svo þeir gætu notið sólarinnar i sameiningu á baklóðum sinum.” Konur i bœnda- samtökin? Bóndi er bústólpi, segir mál- tækið og er þar átt við karl- menn. En sjálfsagt neitar eng- inn bóndi þvi að konur hafa um aldir gengið til allra verka i sveit og ekki yrði búið án þeirra. Samt sem áður hefur Stéttar- samband bænda starfað i 30 ár án þess að konur ættu þar aðild að. Timinn skýrir frá þvi i fyrri viku að á 30 ára afmælisþingi Stéttarsambands bænda, sem haldið verður á Laugarvatni um helgina, eigi að taka það til at- hugunar hvort konum verði heimiluð aðild að sambandinu. Gunnar Guðbjartsson, formað- ur Sambandsins, lýsir þeirri skoðun sinni, að verði þetta nið- urstaða, sé eðlilegt að Búnaðar- félag tslands fylgi I kjölfarið. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig karlasamkoman á Laugarvatni fjallar um þetta mál. Það er vissulega timi til kominn að konur fái að láta til sin taka i bændasamtökunum. ____________________—ekh^ ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.