Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Bændur berjast við að þurrka hey þótt þurrkurinn bregðist sumarlangt Meiri næring ,bað voru um 7% af heildar- heyfengnum sem fór i vothey”, sagði Gisli Kristjánsson, ,,og yfirleitt er -hlutur votheysins ekki nema svona 7-10%.” En fer votheysverkun ekki i vöxt? „Nei, hún fer ekki i vöxt. Eitt sem veidur þvi er geymslu- leysið. Bændur eiga yfirleitt ekki nægilega miklar og nægi- lega góðar geymslur fyrir vot- hey. Og þar sem þannig háttar til, reyna menn að þurrka eins og þeir geta. Þessa dagana er súgþurrkun beitt til hins ýtrasta.”. Þegar óþurrkasumur ganga yfir reyna bændur þá ekki að búa eitthvað i haginn, auka vot- heysverkun i framtiðinni? „Nei, það gera þeir ekki — það er eins og ég sagði margt sem veldur, oft gömul mistaka reynsla og svo þarf viða að byggja dýrar geymslur”. —GG Aðeins 7% i vothey 1 fyrra sumar, þegar þurrkar voru góðir viðast hvar á landinu, verkuðu menn afar litið af votheyi. ...en kýrnar fá meiri næringu úr góðu votheyi. Sumum bændum til leiðinda, ræða menn nú enn á ný hvernig á þvi stendur, að fæstir bændur eru við þvi búnir að þurrka vot- hey, þegar óþurrka sumur ganga yfir. Margir virðast hafa vantrú á votheyinu, en þó eru þeir tii sem hafa árum saman verkað það i stórum stíl, t.d. á Ströndum. „Strandamenn eru langt á undan öðrum bændum hér a landi I verkun votheys”, sagði Gisli Kristjánsson hjá Búnaðar- félaginu i viðtali við Þjóð- viljann. ,,0g ég tel að bændur ættu yfirleittað vera betur undir það búnir að verka vothey. Það liggur i landi vantrú á votheyi og sú vantrú á sér sinar for- sendur. Aðallega stafar sú vantrú af mistaka reynslu. Allt fóður, sem ekki er rétt meðhöndlað er hættulegt. Skemmt fóður er hættulegt. Það hefur lengi verið vitað, að ef gefið er saman vothey og þurrhey, sem skemmst hefur, t.d. komist of mikið loft að heyinu, þá er meiri hætta á sjúkdómum. Ef vel og rétt er með votheyið farið, þá er meiri næring i þvi en þurrheyinu” segir Gísli Kristjánsson hjá Búnaðarfélaginu Aðeins 7% heildar heyfengsins verkað i vothey í votheyi Sýning austur-þýsha heilb rigðissafnsin s: Brúðkaup árs- ins á plakati A forsíðu sunnudagsblaös Þjóöviljans um slöustu áramót birtist teikning eftir Arna Ingólfsson, nemenda I Myndlista- og handföa- skólannm. Myndin hét Brúökaup ársins ’74og trónuöu þar forystumenn framsó inar og ihalds meö sælusvip framan viö altariö. Plakat hefur nú veriögertaf þessari teikningu Arna. Þaö fæst nú á þremur stööum i Reykjavik gegn vægu veröi. Plakatiö kostar aöeins 500 krónur. Þeir sem hug hafa á að ná sér I eintak geta keypt þaö i Bókabúö Máls og menningar, á afgreiöslu Þjóöviljans Skólavöröustig 19 og aö Grettis- götu 3. skrifstofu Alþýöubandalagsins. 18 km. kopar- vír í æðakerfi Glerkonunnar Halldór Laxness velur úr verkum sínum fyrir skóla Fyrir nokkrum árum hóf Rikis- útgáfa námsbóka útgáfu nýs bókaflokks, sem ber heitið Bók- menntaúrval skólanna. Mark- miðið er fyrst og fremst að greiða fyrir aukinni kynningu bók- mennta og glæða áhuga á þeim, sérstaklega i skólunum. Þriðja bókin i þessum flokki er nú komin út. Nefnist hún Syrpa, úr verkum Iialidórs Laxness. 1 henni eru valdir kaflar sem Hall- dór Laxness hefur valið úr verkum sinum til þessarar út- gáfu, hinir elstu úr Vefaranum mikla, en hinn yngsti úr Innan- sveitarkroniku. Bókina prýða teikningar eftir Harald Guðbergsson. Höfundur ritar inngangsorð að efni bókar- innar, en að auki hefur hann samið orðskýringar aftan við hvern leskafla. Fremst i bókinni fer ritgerð um höfundinn eftir Matthias Johannessen ritstjóra. Þess má geta, að siðasti kafli bókarinnar, Sagan af brauðinu dýra, er prent- aður hér i fyrsta skipti i islenskri útgáfu eftir texta þeim, sem gefinn var út i Sankt Gallen i Sviss árið 1972', en siðan birtist hann breyttur i Innansveitar- kroniku. Syrpa úr verkum Halldórs Lax- ness er 222 bls. að stærð. ölafur Pálmason sá um útgáfuna. Set- berg prentaði. 1 ráði er að gefa ut á hljóm- bandi lestur höfundar á völdum köflum úr bókinni. 1 bókaflokknum Bókmennta- úrval skólanna hefur áður komið út Leikur að stráum eftir Gunnar Gunnarsson (1970) og Kristrun i Hamravik eftir Guð- mund G. Hagalin (1972). Sýning austur-þýska heil- brigðissafnsins hefur vakiö mikla athygli á alþjóðlegu vörusýning- unni i Laugardal, en um helgina heimsóttu um 14 þúsund manns Laugardalshöllina og langflestir skoðuðu heilbrigðissýninguna. Blaðamönnum var sýnd þessi sýning og það var dr. Schmieder ^em sagði frá heilbrigðissafninu, sem stofnsett var árið 1911 og er nú mjög þýöingarmikill hlekkur I fyrirbyggjandi heilsuvernd i þýska Alþýðulýðveldinui Sýningin hefur ferðast viða, en hún kemur hingað frá Frakk- landi. Sýnd eru m.a. fjöldamörg likön, en safnið framleiðir likön sem seld eru til 60-70 landa. Einna mesta athygli hefur glerkonan vakið, en slik likön hafa verið seld viða um heim bæði af konu og manni og einnig af hesti og kú. Glerkonan er að mestu úr plasti, en beinagrind hennar er úr áli og i æðakerfið eru notaðir 18 kfló- metrar af plasthúðuðum kopar- vir. Dr. Schmieder sagði að safnið ogsýningarsem þessi væru mjög þýðingarmiklar i baráttunni fyrir auknu heilbrigði, — til þess að Framhald á bls. 10 VALTÝR HÆTTIR Forseti lslands hefur hinn 22. þ.m. samkvæmt tillögu dóms- málaráðherra, veitt Valtý Guð- mundssyni sýslumanni i Suður- Múlasýslu og bæjarfógeta á Eski- firði lausn frá embætti að eigin ósk frá 1. janúar 1976 að telja. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið, 25. ágúst 1975.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.