Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 12
— Við erum búin að fara á sklðum um Spitsbergen, og Austur-Grænland, en aldrei komist i kynni við eins erfiðan stað og VatnajökuII reyndist okkur. Þangað ættu allir heim- skautafarar að fara til að æfa sig fyrir pólarferðir. Aldrei sama veður nema nokkrar klukkustundir i einu, þoka rigning og snjóstormar. Allt á einum og sama deginum. Og svo gengur maður allt i einu fram á hverasvæði á miðjum jökiunum. Stórfurðulegt. Það var Stefan Matalewski kennari við Sjómannaskólann i Stettin sem var að lýsa áhrifum ferðar yfir Vatnajökul. Hann og þrir félagar hans, tveir nemendur skólans og sam- kennari hans komu fyrir stuttu niður af jöklinum eftir að hafa eytt þar þrem vikum við rann- sóknir. Fjórmenningarnir eru meðlimir Heimskautaklúbbs sem starfar innan skólans, en meðlimir hans eru um tuttugu talsins. Formaður klúbbsins er einnig með i förinni, tvitug stúlka að nafni Iwona Bielinska, Við höfum víða farið en Jöklafararnir pólsku fara yfir leiðina sem farin var. Frá vinstri: Iwona Bielinska siglingafræöinemandi og formaður heimskautaklúbbsins, Bogdan Kaminski, Stefan Matalewski og Leszek Czernecki. (Mynd: Haukur Már) Yatnajökull var langerriðastur en hún er að læra siglingafræði i skólanum. Skólabróðir hennar og leiðangursfélagi er Bogdan Kaminski og fjórði félaginn er svo Leszek Czernecki en hann er kennari i rafmagnsfræðum við skólann. Fjórmenningarnir komu til landsins 14. júli sl. og lögðu af stað til Jökulheima 24. sama mánaðar. Frá Jökulheimum gengu þau svo að Kerlingum og þarkomu þau upp matarbirgða- stöð. — Þessi ferð yfir Vatnajökul var ekki sist erfið fyrir þær sakir að það var útilokað að nota sleða eins og við höfum gert i öðrum ferðum okkar. Snjórinn var of gljúpur. Snjó- þotur voru hagkvæmastar en segja pólskir jöklafarar sem eyddu þrem vikum uppi á jöklinum þær eru þvi marki brenndar að vera yfirleitt litlar og taka þvi litið. Þess vegna urðum við að hafa birgðastöð við Kerlingar og fara þangað öðru hverju til að sækja meiri mat. Þannig fórum við til dæmis frá Kerling- um til Grimsvatna þaðan til baka að ná i mat, siðan aftur að Grimsvötnum, að Kerlingum, siðan Kverkfjallaleið tií Hvannalinda. Þetta tók okkur nákvæmlega þrjár vikur. Ferðalangarnir voru litið hrifnir af veðurfarinu á Islandi, eins óg þeir kynntust þvi. Til dæmis ætluðu siglingafræði- nemarnir tveir að nota tæki- færið og æfa sig i meðferð sex- tants á jöklinum, taka sólar- hæðina.Þa var hins vegar með öllu útilokað þar sem sólin sást ekki nema einn dag. — Þennan eina dag geystumst við áfram á skið- unum um tuttugu kilómetra án þess að finna til þreytu. En þegar veðrið var sambland af rigningu, þoku og snjóstormi vorum við heila sex daga að klöngrast frá Kerlingum að Grimsvötnum. En þetta veðurfar gerir það lika að verkum að Vatnajökull er ákjósanlegur æfingastaður fyrir heimskautafara. Þvi munum við skýra rækilega frá þegar heim kemur. — Við biðjum þig að koma á framfæri þakklæti til Jökla- rannsóknarfélagsins fyrir afnot af skálum þess á jöklinum, og eins til Sigurðar Waage, sem gaf okkur ýmsar góðar ráðlegg- ingar. Sama má raunar sega um Sigurð Þórarinsson. En mest af öllu þökkum við þó Haraldi Árnasyni sýsluskrifara i Búðardal, en hann bauð okkur far i Hvannalindir og ók okkur og hafurtaskinu sem við höfðum meðferðis alla leið til Egils- staða. Næsta ár förum við á skiðum yfir Grænlandsjökul og þá vonumst við fastlega til að leiðangursskipið komi við i Reykjavik i leiðinni. Hér eru margir staðir sem okkur hefði langað til að skoða, ef timi hefði verð til. —hm Austurlönd nœr: Talsvcrt miðar í áttina Þriðjudagur 26. ágúst 1975 Kjarnorku• tilraunum mótmœlt TÓKIO 25/8 — Borgarstjórar þeirra tveggja borga, sem urðu fyrir kjarnorkuárás i heimstyrj- öldinni siðari, Hiroshima og Nagasaki, sendu sovéska sendi- herranum i Tóklo mótmæli i dag vegna neðanjarðarkjarnorkutil- rauna sovétmanna á Novaja Semlja. Takeo Araki, borgar- stjóri Hiroshima, sagði i skeyti sinu að hann harmaði þessar til- raunir og hvatti sovétmenn til að leggja niður allan kjarnorkuvig- búnað. Rætt um framtíð Ródesíu LIVINGSTONE, Sambíu, 25/8 — Leiðtogar hvitu minnihluta- stjörnarinnar I Ródesiu, Sambiu, Suður-Afriku og svartra þjóð- ernissinna i Ródesiu ræddust við i kvöid og fram á nótt í járnbraut- arvagni á brú yfir Viktoriufossa, cn þareru landamæri Ródesiu og Sambiu. Á fundinum var Kenneth Kaunda, forseti Sambiu, og var nærvera hans þar talin benda til þess að mikilvægum áfanga hefði verið náð i viðræðunum um fram- tlð Ródesiu. Áður hafði verið til- kynnt að umræðunum yrði frest- að og : myndi Kaunda leggja af stað heimleiðis. En klukkan hálf niu i kvöld héldu umræðurnar stöðugt áfram. Þátttakendur i þessari ráð- stefnu eru auk Kenneth Kaunda, forseta Sambiu, Ian Smith for- sætisráðherra Ródesiu, John Vorster, forsætisráðherra Suður- Afriku og leiðtogar þjóðernis- sinna Ródesiu. Eitt helsta vanda- mál ráðstefnunnar hefur verið að ákveða hvar næstu fundir verða haldnir: Ian Smith vill að umræð- urnar haldi áfram i Ródesiu,en leiðtogar þjóðernissinna óttast handtöku ef þeir fari inn fyrir landamærin. Abel Muzorewa biskup, einm af leiðtogum þjóð- ernissinna, sagði að nauðsynlegt væri að umræður færu fram á stöðum sem allir geta komið sér saman um, enda væru sllkar um- ræður síðasta tækifærið til að komast hjá blóðsúthellingum I Ródesiu. KMIIÐ ffrá Brasiliu TEL AVIV 25/8 — Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, flaug i dag til Tel Aviv frá Alexandriu til að ræða i :ija skipti við ráðamenn ísra- els um bráðabirgðasamkomulag um deilur israelsmanna og egypta. Um leið og hann steig út úr flugvélinni lagði hann af stað til Jerúsalem i þyrlu. En vegna mótmælaaðgerðanna I Jerúsalem i siðustu viku hefur nú verið ákveðið að skýra ekki frá þvi hvar viðræðurnar fara fram. Aður en Kissinger lagði af stað frá Alexandriu sagði hann að N-lrland: Leynifélög BELFAST 25/8 — Nokkrar „leynihreyfingar” mótmælenda I Norður-Irlandi standa nú I samn- ingum sem miða að þvi að sam- eina allar þessar leynihreyfingar i einn stóran „leyniher”, sem nota mætti gegn kaþólskum norð- ur-írum eða breska setuliðinu. Þeir heimildarmenn, sem born- ir eru fyrir þessari sögu, gátu ekki skýrt frá því hvað umræðun- um hefði miðað áfram. Þeir sögðu að meðal þeirra hreyfinga, viðræðurnar snerust nú um skýrt afmörkuð atriði, og svo gæti farið að bráðabirgðasamningurinn yrði tilbúinn um næstu helgi. Hann sagði að talsvert hefði miðað i áttina i dag. Að vlsu væru viðræðurnar ekki komnar svo langt að farið væri að tala um orðalag samningsins um stöðu egypta og israela i Sinai-skaga, en farið væri að ræða um einstök atriði. Anwar Sadat, forseti Egypta- lands, sagði i dag á blaðamanna- fundi að egyptar myndu leggja sameinast sem tekið hefðu þátt i umræðun- um væri „lið rauðu handarionar” og „mótmælendaherinn” sem segist hafa framið meira en 70 morð. Margar aðrar hreyfingar, sem taka þáttí umræðunum, hafa einnig lýst á sig ábyrgð vegna morða að undanförnu. Að undanförnu hafa kaþólskir menn i IRA gætt þess vopnahlés sem þeir lýstu yfir snemma I ár, en mótmælendur vilja að enski herinn rjúfi vopnahléð og leggi til atlögu gegn IRA. samningsuppkast fyrir alia araba, ef eitthvert samkomulag næðist. Hann sagði að engu yrði haldið leyndu. Samkvæmt bandarlskum heim- ildarmönnum hafa israelsmenn samþykkt að leyía egyptum að hernema að nýju hluta af þeim svæðum Sinai-skaga sem Isra- elsmenn hafa nú á valdi sínu. Blaðberar í vetur Um næstu mánaðamót, ágúst/september, verða laus nokkur blaðburðarhverfi hjá Þjóð- viljanum. Það tekur hálfan til einn klukkutima að bera út i hvert hverfi, svo að þessi vinna hentar td. skólafólki ágætlega. Þessi hverfi eru laus eða verða laus um mánaðamótin: Breiðholt — Hólahverfi Nökkvavogur Drápuhlið Seltjarnarnes, vesturhlúti. Laugavegur, neðri hluti Hverfisgata, neðri hluti. Kvisthagi Vinsamlega hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans sem fyrst, simi 17500. Þórsgata Þingholtin Háaleitisbraut (oddatölur) Skipasund Safamýri > /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.