Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Þriðjudagur 26. ágúst 1975 — 40. árg. 191. tbl. Farmannadeilan t gær klukkan 14 hófst sátta- fundur I deilu undirmanna á farskipum og útgerðarmanna. Síðasti fundur var haldinn á fimmtudaginn en þá gerðist ekkert frekar en á fyrri fundum. Við náðum tali af Guölaugi Þorvaldssyni sáttasemjara i gærdag meðan fundurinn stóð yfir. Sagði hann að ekkert markvert hefði boriö til tiðinda á fundinum og bjóst við að hann stæði lengi. Farmenn hafa boðað til verk- falls og kemst það I framkvæmd á miðnætti aðra nótt ef ekki tekst að semja fyrir þann tima. ÞH Vöruskipta- jöfnuðurinn: 15 miljarða kr.halli Helmingi verri útkoma nú en fyrstu sjö mánuðina i fyrra Enn sígur á ógæfuhliðina varðandi vöruskiptajöfnuð Islands við útlönd. Fyrstu sjö mánuði þessa árs var vöruskipta jöfnuðurinn ó- hagstæður um rúma 15 miljarða króna. A sama tímabili í fyrra var vöru- skiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 8.5 miljarða króna. Þannig hefur stað- an fyrstu sjö mánuði árs- ins versnað nær því um helming miðað við sama tima i fyrra, og þótti þá á- standið mjög alvarlegt. t júli var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 1.5 miljarð króna en i júli i fyrra um rúman miljarð. Þessar nýju tölur benda ekki til þess að efnahagsstefna stjórnarinnar hafi heppnast og skjóta skökku við yfirlýsingar Ólafs Jóhannessonar, viðskipta- ráðherra, um að bati sé i gjald- eyrismálunum. Iðnnemar mótmæla komu NATO-flotans í gær komu til Reykjavíkur sex herskip á vegum NATÓ. Þau höfðu áður haft viðkomu I Hval- firði og tekið eldsneyti. Tvö skip- anna, hollenska skipið Evertsen og kanadiska skipið Iroquois lögðust við bryggju I Sundahöfn, en hin fjögur liggja við akkeri. Þessari kurteis ish eimsókn Nato-flotans lýkur á morgun en i dag hefur yfirmaður flotans boðað tii blaðamannafundar á kanadiska skipinu. Sambandstjórnarfundur Iön- nemasambands Islands hefur mótmælt komu herskipanna til íslands og fer ályktunin hér á eftir: Til fjölmiðla: Sambandsstjórnarfundur Iðn- nemasambands tslands ályktar á þessa leið. Tvö herskip úr NATó-flotanum úti á Ytri-höfninni I gær vöktu athygli smástrákanna. Blaöamenn og framámenn iHafnarfirði viröa fyrir sér hitaveitustokk I bænum I gær. 99% hafnfirðinga fá hitaveitu á næstunni Spara sér um 300 miljónir Hitaveituframkvæmdir i Hafn- arfirði, Garðahreppi og Kópavogi hafa verið teknar föstum tökum i sumar og hefur það trúlega ekki farið framhjá mörgum sem ieiö hafa átt um þessi svæði. Á blaða- mannafundi I Itafnarfirði i gær voru hitaveituframkvæmdirnar kynntar og annað það sem helst er á döfinni i Hafnarfirði um þessar mundir. Það kom fram að reikna má með að hitaveitan komist til 99% húsa i Hafnarfirði. Þau sem liggja lengst frá og afskekktast verða að sætta sig við að verða án þægindanna, a.m.k. fyrst um sinn. Það er Hitaveita Reykjavikur sem sér um allar framkvæmdir og standa hafnfirðingar með öllu réttlausir hvað snertir eignarrétt eða yfirráð. Sögðust þeir þó vera reykvikinga, þvi kjörin hefðu ver- ið góð og samningar allir haldnir af stakri prýði og jafnvel rúmlega það. Framkvæmdireru töluvert á undan áætlun og ibúar i Norðurbæ og þar i kring eiga von á vatninu inn til sin á hverri stundu. Samningur um lagningu og rekstur hitaveitu var gerður 1. nóv. 1973 milli Hafnarfjarðarbæj- ar og Reykjavikurborgar. Aform- að var þá að lagning dreifikerfis hæfist á árinu 1974 og þvi yrði lok- ið i siðasta lagi 1977. Lagning aðalæðarinnar hófst 1974 og er henni nú lokið. Reiknað er með aö allt að 70% hafnfirðinga fái hita- veituna á þessu ári og eru bæjar- búar að sögn hinir ánægðustu með vinnuhraðann þótt bærinn sé fyrir bragðið meira og minna ánægðir með gerða samninga við sundurgrafinn og göturnar i Hafnarfirði e.t.v. verri en nokkru sinni fyrr. A fundinum i Hafnarfirði kom fram að lauslega reiknað muni bæjarbúar eyða um 400 milj. I oliukostnað v/kyndingar árlega. Sú upphæð á að minnka niður i 100 miljónir með tilkomu heita vatns- ins. Kostnaður við lagninguna er kominn upp i 700 miljónir i Hafn- arfirði en samtals við lagningu i Kópavogi og Garðahreppi lika er kostnaður orðinn um 2 miljarðar. —gsp Sambandsstjórnarfundur INSt mótmælir harðlega komu hinna erlendu Nato herskipa hingað til lands mánudaginn 25. ágúst. Sambandsstjórn ályktar þvi I anda 32. þings er var á þessa leiö. „Þingiö fordæmir vigbúnaðar- kapphlaup stórveldanna og lýsir þeirri skoðun sinni að engin þjóð eigi að þurfa að hafa erlendan her I sinu landi og krefst þess að erlendar herstöðvar hér á landi verði lagðar niður tafarlaust og Island hætti allri þátttöku i hernaðarbandalögum.” NÝJU DELHI 25/8 — Tugir þús- unda manna misstu heimili sin i Indlandi i dag eftir að Ganges- fljót og aðrar ár i grennd við það flæddu yfir bakka sina og inn i borgina Patna. Mörg borgar- hverfi i Patna, sem telur yfir mil- jón ibúa, fóru svo að segja alveg i kaf svo að einungis þökin stóðu upp úr. Rafmagnsveita borgar- innar var tekin úr sambandi óg skólum og skrifstofum var lokað. Lögbannið á „Nýja Vísi” tekið fyrir Lögbannsbeiðni Reykjaprents h.f. á nafnið Nýr Visir, sem Jónas Kristjánsson hefur skráð i firma- skrá, verður tekin fyrir hjá bæjarfógetaembættinu á Sel- tjarnarnesi I dag. Ekki er gert ráð fyrir að skorið verði úr þvf fyrr en eftir nokkra daga, hvort lög- bannsbeiðnin verður tekin gild. Vafi er talinn leika á þvi að hægt sé að setja lögbann á nafn, þar sem mörg dæmi eru um það að lýsingaroröinu „Nýr” sé skeytt framan við nöfn starfandi fyrirtækja I sömu grein, þegar nýtt fyrirtæki haslar sér völl. Má þar nefna blöðin Þjóðmál og Ný þjóðmál. Þetta hefur ekki þótt brjóta i bága viö reglur. iirundartanga- < malu): Verkfall hefur verið boðað á vinnusvæði væntanlegrar járn- blendiverksmiðju á Grundar- tanga I Hvalfirði. Verkfallið kem- ur til framkvæmda á þriðjudag- inn eftir viku, hafi samkomulag ekki náðst áöur. Þeir sem að verkfallsboöuninni standa, eru Verkalýðsfélag Akra- ness, Verkalýðsfélagið Hörður I VERKFALL BOÐAÐ Hvalfirði, Sveinafélag málmiðn- aðarmanna á Akranesi, Lands- samband vörubifreiðastjóra vegna bflstjórafélagsins á Akra- nesi, Trésmiðafélag Akraness og Rafvirkjafélagið á Akranesi. „Það kemur ekki til að þessi vinnustaður veröi dreginn niður á eitthvað sóða- eða frumbýlings- stig”, sagði Einar Ogmundsson formaður Landssambands vöru- bifreiðastjóra, er Þjóðviijinn ræddi við hann. „Verktakinn sem hefur fram- kvæmdir á Grundartanga með höndum, hefur engan fund boðað enn. Siöasti fundur með honum var á föstudaginn i næstliðinni viku og hann hefur verið meö menn i vinnu á þessum vinnustað i fimm vikur og vinnustaðurinn var i byrjun og er enn alveg van- búinn undir framkvæmdir”. Fulltrúar verkalýðsfélaganna voru á fundum meö stjórn Járn- blendifélagsins á fimmtudaginn og föstudaginn i siðustu viku, og ræddu þá m.a. við islenska verk- fræðinga, sem undirbjuggu þær Framhald á bls. 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.