Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 7
-i6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. ágúst 1975 Stefnuyfirlýsingar AntunesogCarvalhos Að undanförnu hefur stjórn- málabaráttan f Portúgal að miklu leyti snúist um tvær yfir- lýsingar, og virðast stjórnmála- menn skiptast í fylkingar eftir þvi hvorri þeir fylgja. Fyrri yfirlýsingin var samin af hinum svonefndu „nlu hægfara herfor- ingjum”, en fremstur þeirra var Melo Antunes, sem um skeið var utanrikisráðherra Portúgals og átti þá allan veg og vanda af frelsun nýlendnanna. Þessi yfirlýsing var birt 7. ágúst og hefur hún siðan verið rædd mjög mikið I Portúgal og fengið stuðning fjöimargra herforingja og einnig nokkurra sósialista. Seinni yfirlýsingin sem birt var 13. ágúst, var runnin undan rifj- um Otelo Saraiva de Carvalho, yfirmanns öryggislögregiunnar Copcon, og samstarfsmanna hans, og var hún bæiji svar við fyrri yfirlýsingunni en einnig sjálfstæði stefnuskrá. Þessi yfirlýsing hefur einnig hiotið stuðning margra, m.a. hafa kommúnistar stutt hana, þótt þeir séu sjálfir gagnrýndir nokkuð harðlega þar. Á flestum útifundum sem haldnir hafa verið að undanförnu hefur aðal- efnið verið þessar tvær yfirlýs- ingar og afstaða manna til þeirra. Veigamiklir úrdrættir úr þessum yfirlýsingum birtust nýlega ifranska dagblaðinu ,,Le Monde” og birtum við nú þýð- ingu á þeim. Geta menn glögg- lega séð af lestri þeirra hve frá- leitt það er að skipta portúgöl- um i „kommúnista” og ,,and- kommúnista” eins og vestræn- um fréttastofum hættir til að gera —og sum islensk blöð apa eftir þeim. Augljóst er að þeir menn sem fást við að ofsækja kommúnista i Norður-Portúgal og brenna heimili þeirra og flokksskrifstofur eiga ekkert skylt hvorki við stuðningsmenn Melo Antunes né Carvalho; það dylst engum lengur, að um hreinræktaða fasista er þar að raÆa. Melo Antunes Þess má geta að I yfirlýsingu niumenninganna mun hafa staðið að portúgalar ættu að auka tengsl sin við riki Vestur- Oteio Saraiva de Carvalho Evrópu. Það hefur fallið niður úr þeim úrdrætti sem „Le Monde” birti, en kemur fram I s-vari Carvalhos. e.m.j. CARVALHO: ,Stofna verður nefndir í þorp- um, verksmiðjum, hverfum’ „Núverandi ástand í landinu stafar af hæfi- leikaskorti á öllum stigum til aö leysa þau vandamál sem aö steðja, og veldur það almennri hnignun efnahagslífsins og auknu jafnvægisieysi milli bæja og sveita og milli iðnaðar- svæðis Lissabon og ann- arra svæða, sem ekki eru eins þróuð. Gerræði ým- issa flokka, einkum kommúnistaf lokksins, og tilraunir þeirra til að ná tökum á rikisvaldinu hafa leitt ýmsa herforingja, sem skipa ábyrgðarstöður í byltingarþróuninni, til að leggja fram skjal, sem þeir segja að eigi að skýra það ástand sem nú ríkir. I' rauninni hefur það ruglað málin enn meir vegna þess hve sum atriði skjalsins eru tvíræð". Vasco Concalves, forsætisráðherra: Bæöi ávörpin voru gegn honum Yfirlýsingin gagnrýnir siðan ýmsa áróðursstarfsemi, sem fram hefur farið i landinu undir stjórn yfirmanna „fimmtu deild- arinnar”, en þeir standa nálægt kommúnistaflokknum. Telur yfirlýsingin að „vegna skorts á réttum undirbúningi hafi forvig- ismenn þessarar áróðursstarf- semi ekki virt nægilega menn- ingarástandið þar sem þeir störf- uðu, og stundum hafi starfsemin brotið frekiega gegn siðum al- mennings. Þessi áróðursstarf- semi. sem byggðist stundum á orðagjálfri gersneyddu allri merkingu fyrir þá, sem það var ætlað, gerði oftast tjón, þvi að þessu fylgdu engar beinar að- gerðir, sem gætu sannað fólki að áformiö væri að bæta raunveru- lega lifskjör þess”. Um kosningarnar til Stjórn- lagaþingsins 25. april 1975, segir yfirlýsingin: „Framkvæmd kosn- inga við þær aðstæður, sem fyrir hendi voru, stuðlaði svo að þvi að rugla almenning enn frekar um þær leiðir, sem hann gæti notað til að hafa eftirlit með rikisvaldinu. (...) Það verður að viðurkenna að herjahreyfingin ber þunga á- byrgð með þvi að hafa lagt sóma sinn við það að þessar kosningar færu fram, þvi að þeir sem hafa hag af kosningum af þessu tagi hafa vel kunnað að notfæra sér það. Dugleysi fjögurra bráða- birgðastjórna er ekki aðeins af- leiðing af gerræði kommúnista- flokkkins, sem hefur reynt að smeygja sér inn i stjórnkerfi rik- isins og félagslega miðla, þvi að sósialistaflokkurinh, alþýðu- demókrataflokkurinn og portúgalska lýðræðishreyfingin sem áttu sæti i þessum stjórnum, eiga sinn þátt ábyrgðarinnar, þótt þeir reyni nú blygðunarlaust að komast hjá henni. Ekki er við öðru að búast af flokkunum til hægri við sósíalistaflokkinn — að stjórn hans sjálfs meðtalinni — en þeir reyni að stöðva byltingarþró- unina og snúa henni við til að tryggja forréttindi efri hluta borgarastéttarinnar og taum- laust arðrán verkamanna”. (...) Félagarnir úr Copcon gagnrýna siðan harðlega „yfirlýsingu Melo Antunes”, sem niu menn úr bylt- ingarráðinu hafa undirritað: „Það er ekki unnt að gera verka- mönnum kleift að stjórna bylt- ingarþróuninni né treysta þá sigra, sem þegar hafa unnist, með þvi að hafna i einu stefnu sósialdemókrata á Vesturlönd- um, ríkiskapitalisma, alþýðulýð- ræði og sigrum verkamannastétt- arinnar. Með þvi að gefa hægri mönnum svigrúm til að spilla ár- angri byltingarinnar, leiðir þessi yfirlýsing til þess að þeir geti náð valdi yfir henni, þótt þeir sem undir hana skrifa séu sjálfir lýð- ræðislega sinnaðir. Engar tálvonir bundnar við EBE Sú efnahagsstefna sem felst i þvi að treysta tengslin við lönd Efnahagsbandalags Evrópu mun einungis gera landið enn háðara á sviði efnahagsmála, fjármála og stjórnmála. Þvi þeir sem gerðu sér einhverjar tálvonir um til- gang EBE hljóta að hafa misst þær algerlega nú eftir að skýrt var frá siðustu skilyrðum banda- lagsins fyrir efnahagsaðstoð við Portúgal. Ef efla á einstaklings- framtak með mikilli fjárfestingu erlends fjármagns hefur það ein- faldlega i för með sér að við glöt- um sjálfstæði þjóðarinnar. Það er ekki hægt að fela þetta með þvi að segja að einnig þurfi áð versla við lönd þriðja heimsins og lönd Austur-Evrópu. Það er ekki hægt að framkvæma til fulls frelsun þeirra landsvæða, sem enn eru undir portúgalskri stjórn og eru einnig fórnarlömb kapitalistisks arðráns, með þvi að opna upp á gátt fyrir heimsvaldastefnunni. Ekki er unnt að standa ofar flokkum nema með þvi að taka skýra afstöðu gegn hægri sinnuð- um flokkum. Hvernig er hægt að segja að áætlun sé vinstri sinnuð ef hún sneiðir hjá þvi að fjalla um hlutverk fjöldans og afneitar að- gerðum framsveita hans? Hvernig er hægt að „gagnrýna” hraðann á þjóðnýtingunum? Er kannski hægt að setja fram- leiðslutækin i þjónustu fjöldans með þvi að halda eignarrétti yfir þeim i höndum borgarastéttar- innar? Hvernig er hægt að hvetja til samstöðu án þess að gera greinarmun á arðræningjum og arðrændum? (...) Það er söguleg staðreynd að hægfara stjórn- málamenn, sem vilja draga úr of- beldi fasismans með þvi að hægja ferðina og reyna málamiðlun, verða fyrstu fórnarlömb fasism- ans, svo framarlega, sem þeir fara ekki sjálfir að kúga þann fjölda, sem þeir ætluðu að frelsa”. Hverfanefndir Þegar kemur að raunhæfum til- lögum stingur yfirlýsing Copcon upp á þvi að „komið sé á fót skipulagi alþýðunnar með þvi að stofna eða viðurkenna nefndir i þorpum, verksmiðjum og hverf- um, og séu þessar nefndir sá vett- vangur þar sem verkamenn geta tekið ákvarðanir til lausnar eigin vandamála”. Yfirlýsingin krefst „algers stuðnings við jarðrækt, svo unnt sé að auka framleiðslu matvæla sem fyrst, þvi að mat- vælakaup erlendis nú eru ein helsta orsök hallans i greiðslu- jöfnuði landsins. (...) Hins vegar verða portúgalar að binda endi á það ástand hve háðir þeir eru heimsvaldastefnunni, þvi að það er ástæðan fyrir núverandi efna- hagskreppu. (...). Til þess verður að binda endi á afstöðu landsins gagnvart EBE-þjóðunum, sem beita portúgala efnahagsþving- unum. (...) Þá getur land okkar skipað sér i sveit með þjóðum . þriðja heimsins og eflt sérstak- lega samvinnuna við fornar ný- lendur Portúgals á nýjum grund- velli jafnaðar og bræðralags. En einnig þarf að hafa viðskipta- tengsl við allar þjóðir heims”. Til þess að vinna á móti at- vinnuleysinu stingur yfirlýsingin upp á þvi að sköpuð sé aukin at- vinna i landbúnaði og byggingar- iðnaði. Hún mælir með þvi að mjög verði dregið úr hámarks- launum, en þau eru nú sem nem- ur 250.000 isl. krónum á mánuði, og einnig ákveðin hámarksleiga á ibúðarhúsnæði. Höfundarnir gera einnig ráð fyrir „félagslegri skip- un lækninga og þjóðnýtingu lyfja- iðnaðarins”. Þeir mæla með þvi að öllum almenningi sé tryggð grundvallarmenntun og „menntaskólanám og háskóla- nám verði háð hagsmunum vinn- andi stétta”. Svo mæla þeir með þvi að nokkrar ráðstafanir verði gerðar þegar ii stað til að bæta úr brýnum vandamálum, t.d. vilja þeir lækka verð á áburði, kaupa land- búnaðarvörur á þvi verði sem tryggi fátækum og meðalbændum réttlátar tekjur, leysa sem skjót- ast vandamál flóttamanna frá Angólu, gera ráðstafanir til að tryggja persónulegt öryggi manna og eignarétt, og einnig sjálfstæði blaða gagnvart stjórn- málaflokkum. Um vandamál pólitisks valds i Portúgal segja höfundar yfirlýs- ingarinnar að lokum, að „herja- hreyfingin og öll þau stjórnmála- samtök, sem eru raunverulega byltingarsinnuð og berjast fyrir þvi að valdið sé i höndum vinn- andi stétta, eigi að fara með þetta vald”. (...) „Þau eiga að stjórna landinu þennan bráðabirgðatima þangað til búið verði að koma á fót Alþýðuþjóðþingi”. Að lokum álita þeir sem undir þessa yfirlýsingu skrifa að áætlun þeirra sé „eina raunhæfa áætlun- in, sem portúgalska þjóðin eigi kost á til að skapa sósialiskt þjóð- félag. Hún hafnar algerlega fas- isma, stefnu vestrænna sósial- demókrata, rikiskapitalisma, en það eru allt ýmsar myndir arð- ráns, sem hafna raunverulegri frelsun vinnandi stétta”. Þriðjudagur 26. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 „Finna þarf lausn á vanda, sem dreifing valdsins skapar” Þeir herforingjar sem skrifa undir þessa yfirlýs- ingu álíta að byltingarþró- unin sem hófst í landinu 25. apríl 1974 sé nú að komast á úrslitastig. Nú er kominn tími til að taka ákvarðanir, og verður að velja úr þeim kostum, sem fyrir hendi eru, af einurð og í sam- ræmi við framtíð landsins. Sú stund er komin þegar hver og einn verður að skýra stjórnmálalega og fengið stuðning alþýðunnar hefur hún samt verið of hröð til að unnt hafi verið að forðast klofningu i menningar- og þjóðlifi landsins. Þjóðfélags- og efnahagsskipun smáborgarastéttarinnar hefur leyst upp mjög fljótt án þess að skapast hafi nýtt skipulag sem gæti séð um stjórn framleiðslu- eininga og viðskiptengsla og tryggt lágmarkssiðgæði i sam- skiptum allra portúgala. Um leið hafa menn séð hvernig skipun rikisins hefur leyst upp jafnhliða þessu. Alls staðar hafa svo komið upp skipulagslaus form valdstjórnar, jafnvel innan Mario Soares: Á sömu Hnu og Antunes. hugmyndalega afstöðu sína, og nauðsynlegt er að binda endi á tvíræða af- stöðu þeirra manna innan og utan herjahreyfingar- innar, sem reyna að rægja ýmsa menn til að geta því betur komið eigin hug- myndum á framfæri. Þeir herforingjar sem skrifa undirþessa yfirlýsingu visa á bug öllum þeim ásökunum um klofn- ingsstarfsemi, sem notaðar eru til að sverta þá og sumir vilja jafnvel hafa að átyllu til að visa þeim úr herjahreyfingunni. Þeir afsala sér ekki þeim rétti sinum til að gagnrýna, sem er orðin skylda við föðurlandið á þessum alvarlegu timum. Herjahreyfingin varð til vegna hugrekkis örfárra herforingja, sem voru lýðræðissinnaðir and- fasistar og staðráðnir i þvi að binda endi á hina löngu nótt fas- ismans og opna, ásamt allri portúgölsku þjóðinni, nýja leið friðar, framfara og lýðræðis, á grundvelli stefnuskrár sem menn samþykktu og virtu. Mönnum er kunnugt hvernig voldug alþýðu- hreyfing hefur gefið þeirri lýð- ræðislegu byltingu sem hófst 25. april 1974 nýjar viddir. Mönnum er einnig kunnugt um það að eftir kosningarnar til Stjórnlagaþings- ins verður ekki lengur snúið aftur af þeirri leið sem liggur til sósial- ismans. (...) Of hröö þróun En þótt þróunin hafi eflst og her jahreyfingarinnar. Ýmis þjálfuð pólitisk samtök, sem vildu ráða miðstöðvum valdsins, hafa hagnýttsér þetta. Herjahreyfing- in, sem var upphaflega ofar stjórnmálflokkum, varð i æ rik- ara mæli fangi stjórnmálatog- streitu flokka og fjöldahreyfinga. Loks leiddist hún til stuðnings við ákveðna stjórnmálastefnu, sem var hvorki i samræmi við upphaf- lega köllun hennar né það hlut- verk sem alþýða manna vildi að hún hefði með höndum. Þjóðin er djúpt slegin. Hún finnur að þær miklu vonir, sem herjahreyfingin skapaði, eru sviknar. Djúp, sem stöðugt breikkar, skilur nú að hóp manna sem fylg- ir ákveðinni byltingarstefnu en er i mjög miklum minnihluta (fylgi hans er einkum meðal alþýðu i héruðunum umhverfis Lissabon og Alentejo), og flesta aðra i landinu. Allir þessir menn bregð- ast illa við breytingum, sem fá- mennir „framverðir byltingar- innar” hafa þvingað i gegn en eru ekki i samræmi við sögulegar, fé- lagslegar og menningarlegar að- stæður meðal þjóðarinnar. t Angólu eigum við i höggi við vandamál, sem er sennilega orðið of viðamikið til þess að við fáum við það ráðið. Þar breiðist smám saman út allsherjar borgara- styrjöld, sem gæti innan skamms haft i för með sér hörmulegar af- leiðingar bæði i Portúgal og Angólu. Að minnsta kosti má segja að framtið raunverulegrar byltingar i Portúgal stafar mikil hætta af þróun mála i Angólu, (...). Menn sneiða stöðugt hjá þvi að fjalla um þessar hliðar þjóðlifs okkar. Margir fjölmiðlar gera þeim slælega skil, einkum þeir sem hafa verið þjóðnýttir og eru nú undir ströngu eftirliti stjórn- málahópa. Af þessum ástæðum neyðumst við til að horfa upp á þá ömurlegu og smánarlegu sjón að mikill hluti almennings þarf að leita upplýsinga um okkar land i fréttasendingum erlendra út- varpsstöðva. Eins og þetta sé ekki þegar nóg, þá er nú verið að undirbúa lög um „rannsóknarnefnd” — hvers vegna ekki að kalla það ritskoð- unarnefnd? — sem yrði baráttu- tæki gegn siðustu forvigismönn- um frjálsra blaða i þessu landi. Hafna kenningum um „framverði" Að áliti þeirra herforingja, sem telja nú nauðsynlegt að taka af- stöðu, er nauðsynlegt að skil- greina eins nákvæmlega og auðið er hina ýmsu handhafa stjórn- málavalds, og þá sérstaklega herjahreyfinguna. t þvi sambandi vilja þeir leggja áherslu á eftir- farandi atriði: Þcý- hafna þvi að farið sé eftir fyrirmynd Austur-Evrópurikj- anna um sósialisma, en til þess kæmi árciðanlega ef þeir stjórn- málamenn fá að ráða ferðinni, sem þrjóskast við að hatda að „fámennir „framverðir” geti gert bvltingu fyrir alla þjóðina. (...) Allir þeir menn, sem börðust gegn fasismanum og halda nú á- fram baráttu gegn nýjum mynd- um einvaldsstjórnar i beinu framhaldi af fyrri baráttu sinni, hafna þvi skrifstofuveldi, sem einkennir einvaldsstjórn. Þessir herforingjar hafna þvi einnig að farið sé eftir þjóðfélags- fyrirmynd sósialdemókrata i mörgum löndum Vestur-Evrópu. Þeir telja að ekki sé unnt að leysa aðalvandamál portúgalsks þjóð- félags með þvi að byggja upp hcfðbundin form þróaðs kapital- isma i okkar landi. Þessir herforingjar bcrjast fyr- ir vinstri stefnuskrá sem gcrir það kleift að byggja upp sósialiskt þjóðfélag — þ.e.a.s. stéttlaust þjóðfélag, þar scm arðrán er úr sögunni — með þeim hraða sem hæfir portúgölsku þjóðfélagi á þann hátt aö breytingin gerist smám saman og friðsamlega, án nokkurrar upplausnar. Þessu marki verður ekki náð nema þvi aðeins að á móti kenn- ingu leninismans um „framverði • byltingarinnar”, sem vinni stefnu sinni framgang með hörku og of- beldi, komi önnur stefna og traustur meirihluti stýðji þjóðar- stefnu um þróun i átt til sósial- isma. Ekki er hægt að skilja þessa mynd sósialisma frá stjórnmála- legu lýðræði, og til þess að byggja hann upp þarf að virða rétt manna til flokksmyudunar og fá aðstoð flokka sem geta stutt slika stefnuskrá. Ejkki er heldur hægt að skilja þcssa mynd sósialisma frá grundvallarfrelsi og mann- réttindum. (...) Árás á aöalbækistöðvar kommúnista i Famalicao. Hreinir fasistar að verki. Þessir herforingjar heyja bar- áttu sina til þess að endurreisa hina upphaflegu mynd herja- hreyfingarinnar, sem naut ekki einróma fylgis nema þann tima sem hún kom fram sem sjálfstætt pólitiskt afl. Þannig er hægt að skýra það að menn skuli almennt hafa fallist á stefnuskrá hennar. Til þess að leysa á réttan hátt þá alvarlegu kreppu sem nú steðjar að landinu, er alveg nauðsynlegt að herja- hreyfingin taki að nýju sæti sitt ofar flokkum og taki upp stefnu sem sé ekki undir áhrifum ákveð- inna flokka. A þann eina hátt get- ur herjahreyfingin endurheimt virðingu sina og gegnt þeirri sögulegu köllun sinni að skera úr um deilumál og vera hreyfiafl byltingarþróunarinnar. Nauðsynlegt cr að benda mönn- um skarplega á þann fasistaanda sem liggur að baki áætlana, sem kallaðar eru sósíaliskar, en myndu i raun leiða til einræðis skrifstofuvcldis, sem beint væri gegn skipulagslausum og mátt- vana fjölda almennings. Það cr einnig nauðsynlegt að hafna kröftuglega stjórnleysi og popúlisma, sem leiða óhjákvæmi- lega til upplausnar rikisvaldsins á því þróunarstigi þjóðfélagsins, þegar slik upplausn gerir sér- hverja stjórnarstefnu ófram- kvæmanlega. Vandamál dreifingar valds 1 reynd þarf að finna einhverja lausn á þvi vandamáli sem dreif- ing „valdamiðstöðva” skapar. Ef ekki er fyrir hendi eitthvert lág- mark miðstjórnar verður stjórnin stöðugt óljósari. Að lokum endar hún á reki um ólgusjó tilviljana- kenndra ákvarðana einhverrar „fimmtu deildar”, einhverrar ráðstefnu herjahreyfingarinnar, einhverra hermannaþinga sem kölluð verða saman „ad hoc” á ó fyrirsjánlegan og dularfullan hátt, nefnda, Byltingarráðs, Oryggislögreglunnar Copcon, verklýðsfélaga oþ.h. Hvaða svig- rúm gæti stjórnin haft við slikar kringumstæður? Hvaða vald gæti Framhald á bls. 10 Ein miljón og 250 þúsund atvinnu- lausir í Bretlandi LUNDCNUM 21/8 —Um 1.250.000 breskir verkamenn eru nú at- vinnulausir, eða um 5.4 af hundraði af öllu vinnuafli lands- ins, og er þetta mesta atvinnu- leysi þar i landi á öllu timabilinu eftir síðari heimsstyrjöld. Þó er ástandið i þessum efnum enn verra i ýmsum öðrum vest- rænum iðnaðarlöndum, til dæmis eru átta af hundraði bandariskra verkamanna nú atvinnulausir. Það vekur sérstakar áhyggjur að atvinnuleysið fer stöðugt vaxandi i Bretlandi; þannig misstu um 162.000 verkamenn vinnuna þar I siðastliðnum mánuði og um 218.000i mánuðinum þar á undan. önnur vandræði i þjóðarbúskap breta eru I samræmi við þetta; þannig er verðbólgan þar nú 26% á ársgrundvelli og stöðugur sam- dráttur I iðnaðinum. í sjónvarps- ræðu i gærkvöldi sagði Wilson forsætisráðherra þjóð sinni að erfiðir timar væru framundan og bað landsmenn liðssinnis við þá stefnu sina að launahækkanir fari ekki upp úr sex sterlingspundum á viku i næstu umferð. Stjórnin hefur veitt tvær miljónir sterlingspunda til áróðursher- ferðar, sem hefur það markmið að vekja athygli landsmanna á efnahagsörðugleikunum. 1 atvinnumálunum hefur hallað hraðar undan fæti en búist hafði verið við, þvi að gert hafði verið ráð fyrir að atvinnuleysingjar yrðu ekki orðnir þetta margir fyrr en i árslok. Reuter. Mikil flóö á Indlandi NVJU DELHI — Um miljón manna hefur orðið fyrir tjónum af völdum flóðanna, sem geisa i fylkinu Orissa i Austur-Indlandi, og hafa sex menn látið lifið, en fimmtfu fiskimanna er einnig saknað eftir monsún-storm á Bengal-flóa. Flóðin stafa af miklum rigning- um sem falla nú i Austur-Indlandi eftir þurrkatima fyrir aðeins fá- um dögum. Bæði járnbrauta- og vegasamband hefur rofnað og hafa björgunarmenn orðið að nota báta og þyrlur til að dreifa matvælum. Haft var eftir starfsmönnum á þessum slóðum að minnkað hefði i helstu ám i dag en yfirborð þeirra er þó enn fyrir ofan hættu- markið. Concorde eða Phantom? Það hcfur kostað mikla erfið- leika fyrir breta og frakka að koma sér upp stöðutákninu mikia: hljóðfráu þotunni Con- corde. Eftir óskaplegan fjáraust- ur i þetta ferliki kom i Ijós að kaupendur reyndust sárafáir. Nýlega skaut enn eitt vanda- málið upp kollinum. Það kom semsé i ljós að á fullri ferð i há- loftunum litur þotan alveg eins út á radarskermum og bandariska orrustuþotan Phantom F-4. Þotan hefur að undanförnu verið i til- raunaflugi milli London og eyjar- innar Bahrein i Persaflóa hefur Framhald á bls. 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.