Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 26. ágúst 1975 Markasúpa hjá selfyss- ingum og Ármanni Það urðu hvorki meira né minna en átta mörk sem gerð voru i leik Ármanns og Selfoss á Melavelli um helgina. Þau skiptu sér bróðurlega milli lið- anna og lauk leiknum með jafntefli 4-4 eftir að Selfoss hafði haft þriggja marka for- ystu er 7 min. voru til leiks- loka. Sumarliði Guðbjartsson skoraði 3 mörk i leiknum og náði þar með Hinriki Þór- hallssyni úr Breiðabliki i markafjölda. Fjórða mark selfyssinga skoraði Jakob Gunnarsson, en fyrir Ármann skoruðu. þeir Arnlaugur Helgason, ögmundur Kristinsson markvörður (viti) og Kristinn Petersen jafnaði á siðustu minútu leiksins. Ármenningar tóku þvi við sér á elleftu stundu og unnu upp forskotið á ævintýralega stuttum tima. Mikii harka var i leiknum, Valur Benediktsson dómari réði litið við leikmenn, og leystist leikurinn að sögn upp i mikinn barning áður en dómari gaf merki um leikslok. —gsp Völsungur vann 2-1 Tveir Haukar urðu að yfir- gefa völlinn i miðjum leik við Völsung á heimavelli um helg- ina. Annar fékk spark i kvið- inn og hinn, Hörður Sigmars- son, fór úr liði á fingri. Harka var töluverð eins og gengur og geristá Húsavik og lauk leikn- um með sigri heimamanna, 2- 1. í Ieikhléi var staðan 1-1 eftir mörk þeirra Magnúsar Torfa- sonar fyrir Völsung og Guð- jóns Sveinssonar fyrir Hauka. Sigurmark heimamanna skor- aði Hreinn Elliðason undir lok leiksins. Þrátt fyrir hörkuna var leik- urinn að sögn nokkuð góður og sigur Völsungs verðskuldaður. Einn fékk að sjá gula spjaldið — Hreinn Elliðason. Þaö var mikill darraöardans I vitateigi IBV undir iok leiksins. Einar Gunnarsson braut gróflega á Ársæli sem hér sést illa haldinn á meöan Friðfinnur bókstafiega snýr Einar niður. Báöir fengu þeir félagar sem þarna faömast rauöa spjaldið fyrir þátttöku I þessum átökum. (Mynd: GSP) Rauða spjaldið tvisvar upp á sömu mínútunni! og Einar og Friðfinnur fá báðir keppnisbann eftir jafnteflisleik IBK og vestmannaeyinga Grétar Noröf'|örö brást hárrétt viö á siðustu mínútu leiks ÍBV og ÍBK sem fram fór i Keflavik sl. laugardag. Hann skellti rauða spjaldinu tvisvar á loft á sömu mínútunni, og þeir Einar Gunnarsson og Friðfinnur uröu báðir að yfirgefa völlinn. Með slagsmálunum sem þarna áttu sér stað lauk tiltölu- lega prúðmannlegum leik, sem allt eins hefði getað endað með sigri ÍBV sem átti ótal tækifæri í fyrri hálfleik sem ekki nýttust. Keflvikingar voru hins vegar öllu aðgangsharðari siðari hálfleik, en Ársæll sig eins markinu KR-ingar stóðu sig þrátt fyrir forföll Þrjá lykilmenn vantaði, en KR náði stigi af FH KR-ingar mættu væng- brotnir í leik sinn gegn FH um heigina. Atli Þór Héðinsson og Jóhann Torfason meiddir og Haukur Ottesen i leik- banni. Það var því vart hægt að búast við miklu af þessu botnliöi en annað var uppi á teningnum. KR var meira með boltann allan leikinn, náði öðru stiginu og gerði á margan hátt betri hluti en við var að búast. Þó voru hafnfirðingarnir öllu ákveðnari uppi við mark andstæðingsins. Magnús hafði nóg að gera í markinu og skilaði sínu hlutverki af mikilli prýði. Vesturbæingar léku undan vindi fyrri hálfleik og réöu þá lög- um og lofum á miðjunni. Tæki- færin létu þó biða eftir sér og það var ekki fyrr en undir lok hálf- leiksins að eitthvað fór að gerast. A 38. min. komst Guðmundur Jó- hannesson inn fyrir i hættulegt færi en Ómar rétt náði að hirða boltann af tám hans. Á siðustu minútunni átti Björn Pétursson, besti maður KR-inga, þrumuskot sem flaug rétt fram hjá. Á sömu min. sendi Björn laglega sendingu á Hálfdán örlygsson sem stóð i dauðafæri fyrir opnu marki en skaut yfir frá markteig. Mörkin komu þvi ekki fyrr en eftir hlé. Janusi Guðlaugssyni urðu á mikii mistök á 13. min. Hann hugðist senda boltann aftur til Ómars markvarðar en ekki tókst betur til en svo að Hálfdán fékk boltann og lék inn að mark- inu. Skot hans framhjá Ómari var varið á marklinu af varnarmanni og þaðan hrökk boltinn til Bald- vins Eliassonar, sem nýkominn var inná sem varamaður, og af- greiddi hann boltann i mark FH. En forystan varð ekki langvinn. FH jafnaði metin á sömu minútu með marki Leifs Helgasonar sem hafði brotist i gegn upp vinstri kantinn og skoraði án þess að Magnús kæmi vörnum við. Áfram héldu FH-ingarað skapa sér tækifæri þrátt fyrir miðjuvöld KR. Helgi Ragnarsson átti góðan skallabolta upp úr hornspyrnu sem Magnúsi tókst að slá i þver- slána og skömmu siðar varði Magnús laglega þrumuskot frá Leifi Helgasyni. Hjá KR-ingum var Björn Pétursson eins og áður sagði einna bestur. Stefán Orn Sigurðs- son kom einnig ágætlega út úr þessum Ieik. Gula spjaldið fékk Hálfdán örlygsson. Ólafur Danivalsson stóð að venju fyrir sinu hjá FH og einnig vakti Gunnar Bjarnason athygli i vörninni. Leikurinn var þokka- lega leikinn, en bar þó merki þeirrar spennu, sem KR leikur undir um þessar mundir. —gsp l markvörður stóð og hetja og hélt hreinu. Lauk leiknum þvi með 0—0 jafntefli. Eftir brottreksturinn á siðustu min. léku keflvikingar aðeins 9 gegn 10 vestmannaeyingum, þvi skömmu áður hafði Ástráður þurft að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Tildrög þess að tveir voru reknir út af voru þau að Ein- ar Gunnarsson elti stungubolta inn fyrir varnarmenn IBV. Ársæll kom út á móti og hirti boltann af tám Einars sem einhverra hluta vegna sparkaði gróflega i Arsæl liggjandi. Friðfinnur brást hinn versti við og sneri Einar niður og fékk rauða spjaldið fyrir vikið. En áfram héldu stimpingarnar og lauk þeim með þvi að Einar fékk einnig rauða spjaldið — fyrir að sparka i hælana á einum vest- mannaeyingnum. Að öðru leyti var litið um það að Grétar þyrfti að berjast við stundarskapbræði leikmanna. Leikurinn gekk átakalitið fyrir sig og verða eyjamenn að teljast öllu betri aðilinn þegar á heildina er litið. Lið þeirra var óþekkjan- legt frá fyrri leikjum, boltinn gekk á milli manna og sæmilegur broddur var i sókninni á köflum. Tómas Pálsson sendi boltann i net IBK strax á 12. min. en var dæmdur rangstæður. Tólf min. fyrir leikslok skoraði Jón Ólafur ágætt mark en var einnig dæmdur rangstæður og verður þvi vart sagt að dómarinn hafi gert upp á milli liða i þessum leik þvi hann skipti einnig lita- spjöldunum bróðurlega á milli þeirra.. Vitaspyrnulykt var af atviki einu sem skeði á 18. min. fyrri hálfleiks. IBV sótti þá stift og eftir atgang i vitateigi IBK datt Einar Gunnarsson og fékk bolt- ann beint i höndina. Viti heimtuðu sumir en aðrir mótmæltu. Ekki leið þó á löngu þar til mótmæl- endurnir heimtuðu viti hinum megin en hinir mótmæltu og var þá vitaspyrnumálum einnig skipt af hlutleysi á milli liðanna. Leikurinn var að mörgu leyti betri en gengur og gerist með þessi lið i sumar. Boltinn gekk á milli manna, sóknirnar voru beittar og tækifærin mörg á báða bóga. Áhorfendur fengu þvi nokkuð fyrir sinn snúð og eyja- menn' fögnuðu úrslitunum þvi enn hafa þeir eins stigs forskot á KR. —gsp Víkingur 0 vann fyrsta sigurinn Vikingur frá Ólafsvik vann sinn fyrsta sigur i sumar er Reynir frá Árskógsströnd sótti þá heim. Leikurinn fór fram i ágætis veðri og var að sögn heimamanna fjör- ugur og skemmtilegur. Vikingur lék þarna sinn besta leik i sumar og uppskar tvö stig, sem duga þó ekki til þess að hanga átakalaust i 2. deild. í leikhléi var staðan 1-1 en loka- tölur leiksins urðu 3-2 sigur Vik- ings. Mörk þeirra skoruðu þeir Hilmar Gunnarsson, ólafur Rögnvaldsson og Atli Alexand- ersson, sem skoraði úr vita- spyrnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.