Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. ágúst 1975 ÞJÓÐVlLJINN — SÍÐA 5 af erlendum vettvangi Kreppa höfuðborgar fj ármálaheimsins Fréttirnar af kreppu risa- borgarinnar Ncw York hafa verið ofarlega á baugi meðal frétta frá Bandarikjunum und- anfarið. Sú kreppa hefurraunar lengi verið á döfinni og jafnvel útlendingar án nokkurrar sér- þekkingar hafa getað séð hvern- ig þessari hcimshorg allra hcimsborga hnignar frá einni heimsókn til annarrar. Sérfræð- ingar allskonar. félagsfræðing- ar, skipulagsfræðingar og aðrir hafa lengi spáð þvi að svona myndi fara fyrir New York — og raunar mörgum öðrum banda- riskum stórborgum. Þeim spá- dómum hefur ekki verið tekið of alvarlega, kannski meðfram vegna þess að hverskonar dómsdagsspádómar eru orðnir svo algengir nú til dags að eyru almennings eru farin að sljóvg- ast fyrir þeim. Fréttir herma að borgin sé nánast gjaldþrota og að stjórn- kerfi hennar sé langt komið með að verða óvirkt. Verkföll sorp- hreinsunarmanna hafa gert að verkum að borgarloftið hefur langtimum saman verið mettað fýlu frá sorpi, sem safnast sam- an, og sú stækja þykir mörgum táknræn fyrir ástandið i heild. Hinar vesturheimsku risaborgir eru farnar að rotna lifandi, og stækjan frá þeim eitrar and- rúmsloftið, sem þjóðin lifir og hrærist i. Lýðræðinu ýtt til hliðar Mat bandariska fjármála- heimsins segir sina sögu. A verðbréfamarkaðnum nýtur borgin New York ekki lengur neins trausts. Borgarstjórinn, Abe Beame, hugðist nú i sumar bjarga málunum með útgáfu nýrra borgarskuldabréfa, en verð þeirra á verðbréfamark- aðnum féll þegar um tiu af hundraði. Verra áfall fyrir borgaryfirvöldin var varla hægt að hugsa sér eins og á stóð. New York, sjálf höfuðborg heims- fjármálanna, naut ekki lengur trausts í fjármálum. Efnahagsvandræðunum hefur fylgt að hinu þingræðis-lýð- ræðislega kerfi, sem borginni að minnsta kosti á yfirborðinu hef- ur verið stjórnað eftir, hefur að verulegu leyti verið ýtt til hlið- ar, og er það ekki annað en dæmigert er fyrir stjórnmála- þróunina i auðvaldslöndum, þegar skórinn kreppir að efna- hagslega. Fjármálaaðilarnir, sem áður létu sér nægja að hafa áhrif á gang málanna á bakvið tjöldin, gera það nú fyrir opnum tjöldum. Það var þannig ekki borgarstjórnin sjálf, sem sá um útgáfu skuldabréfanna, heldur samsteypa fjármálaaðila, sem hafa hagsmuna að gæta i risa- borginni. Sú samsteypa nefnist Municipal Assistance Cor- poration, skammstafað MAC. Borgarbúar voru fljótir að skira samsteypuna Stóra Mac, svo sem'til að gefa til kynna að þeir hefðu á tilfinningunni hverjir raunverulega stjórnuðu borg- inní, að svo miklu leyti sem þar er enn um einhverja stjórn að ræða. Launafrysting og uppsagnir Þar eð Stóri Mac stóð fyrir út- gáfu skuldabréfanna, gat hann ekki velt algerlega af sér tapinu á þeim. Orþrifaráðið af hálfu samsteypunnar varð þá að reyna að knýja fram frystingu á launum borgarstarfsmanna og segja hluta þeirra upp starfi. Það voru fulltrúar. MAC, sem milliliöalaust höfðu samband við forustumenn hlutaðeigandi stéttarfélaga og reyndu að fá þá á sitt mál, en ekki fulltrúar borgarstjómarinnar, kjörinnar íalmennum kosningum, eins og eðlilegt hefði verið samkvæmt venjum i þingræðislandi. I þessu efni fékk MAC að vfsu fram vilja sinn að nokkrum parti, en ekki mótspyrnulaust. Hinir ýmsu hópar borgarstarfs- manna, kennarar, slökkviliðs- menn, lögregluþjónar og sorp- hreinsunarmenn brugðust illa við og létu álit sitt i ljós með mótmælum og verkföllum, eins og þeirhafa oft gert siðustu árin Raunar er það álit fjölmargra að þessir starfshópar megi ekki vera fámennari en þeir eru, og sé það þvi næsta ábyrgðarlaust athæfi aðfækka þeim með upp- sögnum. Hvort sem kennarar eru of margir eða of fáir i New York, þá hefur fræðslukerfi borgarinnar á sér hið versta orð. Ungmenni, sem útskrifast úr skólum borgarinnar þykja svo illa búin undir lifið að þau eiga i sivaxandi erfiðleikum með að fá atvinnu, og kemur það sérstaklega hart niöur á þeim nú, þegar Bandarikin eiga að striða við gifurlegt atvinnu- leysi, sem þau virðast alls ófær um að ráða bót á með núverandi hagstjórnaraðferðum. Atta eða niu af hundraði bandariskra verkamanna eru nú atvinnu- lausir, ef miðað er við þarlendar reglur um atvinnuleysisskrán- ingu, en miðað við danskar regl- ur um atvinnuleysisskráningu myndi um það bil 20% — fimmti hluti alls vinnuafls landsins — teljast atvinnulaus. Atvinnuleysi — glæpaalda Atvinnuleysi ungmenna hefur svo aftur þau áhrif að glæpir framdir af unglingum verða stöðugt fleiri, og með þeim verða háværari kröfurnar um aukna lögregluvernd á götum úti. — En þrátt fyr- ir allt þetta er útgjaldahliðin á fjárlögum borgarinnar lækkuð. Það þýðir færri skóla og barna- heimili og hækkun fargjalda með almenningsfarartækjum. Hinsvegar þykir ekki fært að lækka útgjöld til félagshjálpar- innar,sem að miklu leyti er bein afleiðing atvinnuleysisins. Hvorki meira né minna en mil- jón manns er nú komin upp á slika hjálp i New York. Atvinnu- leysið hefur auk heldur i för með sér minnkandi kaupgetu al- mennings og þar af leiðandi samdrátt i verslun og fram- leiðslu. örlög New York-borgar eru að margra dómi talin illspá mikil fyrir þeim samfélögum, sem byggja heill sina á hag- vexti. Borgin iifði á lánum, hratt stöðugt af stað meiri opin- berum framkvæmdum, sem út- heimtu stöðuga fjölgun borgar- starfsmanna. Til að fá fjármagn til framkvæmdanna og til að borga hallann á fjárlögum borg- arinnar voru svo gefin út skuldabréf á vegum borgarinn- ar. En nú er sem sagt komið i ljós að sú blaðra er sprungin,. örvæntingu borgarstjórnarinn- ar má marka af þvi, að hún greip til þess ráðs að yfirfæra launagreiðslursiðasta árs yfir á fjárlög þess næstai Þar var um að ræða „falinn” halla sem nemur 1.8 til 2.1 miljarði doll- ara. Líkt og i Rómönsku- Ameriku Sömu sjúkdómseinkenni gera vart við sig hjá fleiri bandarisk- um stórborgum. Einkennin eru á margan hátt svipuð þeim, sem gera vart við sig i fátæktarálf- um þriðja heimsins. Munurinn er fyrst og fremst sá, að fá- tækrahverfi stórborga Róm- önsku-Ameri'ku spretta upp hringinn ikring um miðborgirn- ar og hverfi miðstéttarinnar. Þar á móti flytur bandariska millistéttin stöðugt út frá mið- borgunum, sem verða þá hæli fátækasta og verst menntaða fólksins, sem verst stendur að vigi i lifsbjargarkapphlaupi samkeppnisþjóðfélagsins. dþ. Sorphaugar sem þessi hafa undanfarið verið algeng sjón á götum New York — vegna verkfalla sorp- hreinsunarmanna, sem mótmæla launafrystingu og uppsögnum. Einstaklega ánægjulegt ferðalag ,,Ferðin var sérs+aklega ánægjuleg í alla staði. Okkur var frábærilega vel tekið og veðrið var eins gott og á var kosið. Það eina sem angraði okkur um tíma voru flugnabit. Við vorum mörg illa bitin.af moskitóf lugum á Gimli, en er nær dró Klettaf jöllunum fækkaði flugunum," sagði Guðrún Stephensen, leik- kona, sem er nýkomin úr 3ja vikna hópférð til Vesturheims, en það var um 70 manna hópur frá Þjóðleikhúsinu sem flutti kaf la úr íslenskum verkum í íslendingabyggðunum í Kanada. „Það sem mér er minnistæðast úr ferðinni er liklega hversu margir töluðu þarna frábæra islensku, þótt þeir hefðu jafnvel aldrei komið hingað. Sumir töluðu jafnvel betri islensku en við. Fjórða kynslóðin frá iand- náminu talar þó aðallega ensku, -&vo það er ljóst að það eru siðustu forvöð að hitta þetta fólk sem hefur varðveitt tunguna svona vel”. „Og sýningunni yk-kar var vel tekið?” „Já, viðtökurnar fóru fram úr öllum vonum, fólkið bæði hló og grét. Sýningarnar voru alls 8, en Þjóðleikhúskórinn söng 16 sinn- um, og er óhætt að segja að söng- ur hans vakti mikla og verðskuld- aða athygli. Af þáttunum úr islensku leikritunum held ég að Skugga-Sveinn og Gullna hliðið hafi vakið einna mesta ánægju.” „Hvernig ferðuðust þið á milli staðanna?” „Við fórum i áætlunarbilum yf- ir þvert Kanada og höfð var við- dvöl i byggðum, þar sem einhver kjarni islendinga bjó. Þar heim- sóttum við m.a. elliheimili og það var mjög skemmtilegt. Fólkið vildi gjarnan syngja með okkur og þá helst „Komdu og skoðaðu i kistuna mina” eða „Bi bi og blaka”. Þegar þjóðsöngurinn var sunginn táruðust margir. Með okkur i hópnum var menntamála- ráðherra og kona hans og þjóð- leikhússtjóri og hans kona, en einnig voru margir makar með. Þetta ferðalag yfir landið var mjög skemmtilegt, en landslagið er ákaflega óvenjulegt. Fyrst þessi stóra slétta og siðan Kletta- fjöllin með allri sinni tign.” „Hvar gistuð þið i ferðinni?” „Við gistum meðai annars á einkaheimilum og þar var eins og að koma heim til foreldra sinna. Ég hef grun um að islenska gestrisnin sé enn meiri þarna ytra en hér heima hjá okkur.” — segir Guðriíii Stephensen, seín nýkomin er ásamt hópi frá Þjóðleik- húsinu úr leikýör til Kanada „Er mikið af islenskum örnefn- um ó þessum svæðum?” „Já, mjög viða. Þarna er t.d. til Reykjavik, Arborg og svo auðvit- að Gimli. Heklueyja er lika til á Winnipegvatni, og nú hefur rikið gert hana að þjóðgarði. Við vor- um einnig i Markerville þegar hús Stephans G. Stephanssonar var vigt, en það er eitt af þessum fáu frumbyggjahúsum, sem þarna standa enn. Kanadastjórn virðist ýta undir að ýmis þjóða- brot haldi einkennum sinum. en þó var mér sagt að stundum virt- ist heldur grunnt á þeim áhuga, t.d. ef stjórnin væri beðin um stuðning við menningarstarf- semi, sem kostaði einhverja fjár- muni. 1 heild má þó segja að kan- adamenn hafi sýnt okkur mikinn áhuga og sýningar okkar var viða lofsamlega getið i blöðum,” sagði Guðrún að lokum. —þ> sunnudagur — smáauglýsingar: lægsta verð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.