Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.08.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINfJ — SIÐA 9 < Ekkert gengur að fá úrslitin í 3. deild til að ganga upp Það gengur svo sannarlega erfiðlega að fá úrslitakcppnina i 3. deild til að ganga upp. Keppnin hófst s.l. föstudag i tveimur riðl- um og að leikjunum sl. sunnu- dagskvöld I loknum áttu skv. áætluninni að standa uppi tvö lið, eitt i hvorum riðli, sem lckju um 1. sætið í 3. deild. Ekki tókst þó betur til en svo, að i A-riðli urðu þrjú lið jöfn að stig- um og verða þvi að heyja inn- byrðis aukakeppni um 1. sætið i riðlinum. Slikt getur tekið sinn tima, liðin eru sitt úr hverri átt- inni og þurfa þvi að heimsækja hvert annað við fyrsta tækifæri. Úrslit i leikjunum urðu þessi: A-riðill: Stjarnan — Fylkir 0-0 Einherji —KA 0-4 Fylkir — KA 1-1 Stjarnan — Einherji 3-1 KA — Stjarnan 1-1 Einherji — Fylkir 0-6 B-riðili: Þór — ÍBt Þróttur N — IBI Þróttur N — Þór 3-2 0-1 0-2 Að þessum leikjum loknum er staðan i riðlunum þannig að i A- riðli eru efst og jöfn lið Fylkis, Stjörnunnar og KA með 4 stig én Einherji hefur ekkert. I B-riðli sigraði Þór frá Akur- eyri og fékk 4 stig, IBl fékk 2 stig og Þróttur N ekkert. Stjarnan, Fylkir og Þór þurfa þvi að leika saman til þess að fá úr þvi skorið hverjir eiga að mæta Þór i úr- slitaleik. Að sögn Helga Danielssonar, formanns mótanefndar KSI, verður reynt að koma aukaleikj- unum á hið allra fyrsta og þá helst öllum i þessari viku. —gsp Enn bjargaði Árni stigum fyrir Fram og þrátt fyrir mörg Víkingsfæri sigraði Fram 1-0 Enn ætla keflvík- ingar í hópferð á evrópuleik sinn Keflvikingar efna til hópferðar á leik sinn við Dundee I Skotlandi sem fram fer 30.september nk. Keflvikingar hafa haft þennan hátt- inn á undanfarin ár I sambandi við ieiki sina i evrópukeppnum og hefur jafnan verið mikil þátttaka. Haldið veður til Glasgow þann 29. sept. og er farið út á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. 1 Glasgow veröur dvalist 12 daga og þá m .a. horft á, ef fólk óskar, leik IBK og Dundee. Að honum loknum verður farið til London (þ.e. miðvikudaginn 1. okt.) og dvaliö þar til mánudags 6. október. Þar er hægt að sjá marga góða leiki á þessum tíma, m.a. leiki i deilda- keppninni á laugardeginum. Kostnaður er 37 þúsund krónur og eru þá ferðir, flugvallarskattur, gisting og morgunverður innifalið. Einnig getur fólk tekiö þá kostn- aðarliði á eigin spýtur en þarf þá aö greiða fyrir flugfarið Keflavik, Glasgow, London, Keflavik, tuttúguþúsund krónur. Þeir sem áhuga hafa á ferðinni geta snúið sér til skrifstofu IBK simi 3370 frá 4—7 e.h. Hafsteins Guðmundssonar eða Sunnu i Rvik. (gsp) Árni Stefánsson markvörður bjargaði stigi eða stigum fyrir Fram i fyrrakvöld þegar Vikingur varð að sætta sig við 0-1 tap þrátt fyrir ivið þyngri sókn og fleiri tækifæri. Árni sýndi öryggi allan timann, hentist un vitateiginn og hirti alla þá bolta sem að marki komu. Fyrir bragðið gekk Fram með sigur af hólmi og getur enn einu sinni þákkað Árna fyrir góða hlut- deild. Áhrif þessa leiks á kærumálið umtalaða gegn ÍA gætu hugsanlega orðið þau að Framarar láti til skarar skriða og leggi fram kæru. Ljóst er að ÍBV ætlar ekki að kæra, FH ekki heldur fyrir bikarleik- inn sem þeir töpuðu gegn í A og er þvi Fram eina lið- ið sem til greina kemur úr þessu. Möguleikar á íslandsmeistaratitli eru fyrir hendi ef kæran vinnst en aðspurðir sögðust Framarar þó ekki enn hafa tekið ákvörðun i málinu. Liðin skiptust i fyrri hálfleik á um að sækja milli þess sem þau sprikluðu i sameiningu á miðjum velli. Stefán Halldórsson braut þó i gegnum landsliðsvörnina strax á þriðju min. og var kominn i dauðafæri þegar Arni hirti bolt- ann. Á 33. min. kom eina mark leiks- ins. Há sending barst inn i vita- teig Vikings frá Simoni Kristins- syni. Diðrik markvörður greip boltann en missti hann beint I höf- uð Marteins Geirssonar sem skallaöi i netið. Fyrsta mark leiksins var þar með staðreynd og enn einu sinni dugði mark til sig- urs á þessu sumri. Marteinn átti þó gullið tækifæri til að bæta við sinu öðru marki. Það var á siðustu sekúndum fyrri hálfleiks að hann fékk laglega sendingu frá Pétri Ormslev, sem hafði skrúfað sig inn eftir enda- mörkunum, og Marteinn skaut framhjá úr dauðafæri á mark- teig. Siðari hálfleikinn byrjuðu Vik- ingar af miklu kappi og áttu oft góð tækifæri að jafna. Þannig má nefna t.d. 5,min. Stefán Halldórs- son átti skot að marki sem stefndi rétt framhjá markstönginni fjær. Öskar Tójnasson renndi sér á fullri ferð á boltann sem rúllaði svo að segja við marklinúna, en var aðeins of seinn. Gunnar örn tók aukaspyrnu frá miðjum vallarhelmingi Fram á 23. min. Boltinn þaut i gegnum varnar- vegg og stefndi i bláhorniö niðri við jörð en Arni varði glæsilega. Þannig gekk á ýmsu i slöari hálfleik og vissulega átti Fram einnig sin tækifæri þótt ekki væru þau eins hættuleg. Litið reyndi á Diðrik i markinu, boltarnir flugu framhjá markstöngunum hans á meðan Arni þurfti aö verja flest það sem kom að sinu marki. Dómari var Valur Benedikts- son og voru menn ekki á eitt sáttir með dómgæslu hans eins og svo oft vill verða. —gsp. Sigurmarkið kom af 53ja metra færi!!! og skagamenn töpuðu tveimur dýrmætum stigum. — Framarar standa þeim jafnfætis Skagamenn misstu forystuna i 1. deild úr höndum sér i gærkvöldi E ngla ndsmeista ra r rassskelltir af Q.P.R. og Manch. Utd. heldur áfram meö stórsigra. Manch. Utd. byrjar svo sannarlega af krafti i 1. deildinni eftir ársdvöl í þeirri númer 2. Liöiö er í efsta sæti með 9 mörk skoruð i þremur leikjum og sigraði núna síðast með fimm mörkum gegn einu. Englandsmeistarar Derby töp- uðu hins vegarstórt, 1-5, og hafa aðeins 1 stig eftir þrjár umferðir. Margt óvænt hefur þvi skeð i fyrstu leikjum þessa keppnis- timabils og alla vega er ljóst að liðin koma ekki til meö að raða Nú er farið að kæra í yngri flokkunum líka Úrslitin i 2. flokki eru nú lok's langt komin. I A-riðli léku um helgina ÍBV og KR og lauk leikn- um með sigri IBV 2-0. Vest- mannaeyingarnir sigruðu þar með i A-riðli og eiga að mæta Haukum úr Hafnarfirði i úrslita- leik en Haukar sigruðu i B-riðli. Óvist er þó hvenær sá leikur fer fram þvi Grótta mun hafa kært Haukana einhverra hluta vegna. Kærur spretta alls staðar upp um þessar mundir og nú er þessi ó- skapnaður farinn að færast niður i yngri flokkana lika. 1 4. flokki hafa úrslit i riðlum fengist á hreint. Breiðablik sigr- aði i öðrum og KA frá Akureyri i hinum. Ekki er óliklegt að sá úr- slitaleikur fari fram um næstu helgi en um þessar mundir dvelj- ast Breiðabliksmenn i Skotlandi við leiki og störf. —gsp sér á svipaðan hátt og i fyrra, — á.m.k. ekki i fyrstu umferðunum. Úrslit á laugardag urðu þessi: 1. deild: Arsenal—Stoke 0:1 Birmingham—Everton 0:1 Coventry— Manc.City 2:0 Derby—QPR 1:5 Leeds—Ipswich 1:0 Liverpool—Tottenham 3:2 Manc.Utd,—Sheff.Utd. 5:1 Middlesbro—Wolves 1:0 Newcastle—Leicester 3:0 Norwich-—Aston Villa 5:3 West Ham—Burnley 3:2 2. deild: Blackburn R,—Oldham 4:1 Blackpool—Orient 1:0 Bolton—Fulham 2:2 Bristol R.—York City 2:1 Chelsea—Carlisle 3:1 Hull—Bristol City 3:1 Botts County—Southampton 0:0 Oxford—-Sunderland 1:1 Plymouth Arg.—Charlton 1:0 Portsmouth—Notth.For. 1:1 WBA—Luton 1:0 er þeir töpuðu nokkuð óvænt með cngu marki gegn einu viðureign sinni gegn Valsmönnum. Eina inark leiksins kom á 22. min. fyrri hálfleiks. Vilhjálmur Kjartans- son tók aukaspyrnu á eigin vall- arhelmingi (53ja metra færi) og boltinn rataði alla leiðina i mark ÍA. Hann datt niður i mikið drullusvað inni i markteignum og llörður Helgason misreiknaði skotið þannig að boltinn skoppaði yfir hann i netið. Sannarlega klaufalegt mark en það dugði Valsmönnum til sigurs og um leið er staðan I 1. deild allt i einu gal- opin, Fram og ÍA hafa bæði 17 stig þegar ein umferð er eftir af mót- inu. Allt útlit er þvi fyrir aukaleik um efsta sætið, þ.e.a.s. ef liðin koma jafnt úr siðustu umferð og ekkert verður af kærumálum. Annars lékuSkagam. með Hörð I markinu þrátt fyrir raddir um að hann sé ólöglegur. Þeir virðast þvi ekki eiga von á kærum og er allt útlit fyrir að mesti vindurinn sé úr þvi máli öllu saman. Leikurinn i gærkvöldi var leik- inn við afar erfiðar aðstæður. Laugardalsvöllurinn var eins og illa á sig kominn kálgarður, allt I drullu eftir rigninguna undan- farið. Miklar skúrir gerði meöan á leiknum stóð og hjálpaðist þannig allt við að gera leikmönnum erfitt fyrir. En þeir stóðu sig þó eins og hetjur, leikurinn var furðugóður, mörg tækifæri og mikið fjör allan timann. A 40. min. skeið umdeilt atvik þar sem dómarinn hafði mikil á- hrif á gang og úrslit leiksins. Jón Alfreðss. fékk sendingu inn að endamörkum vinstra megin og gaf inn i markteig. Þar voru þrir valsmenn til varnar gegn Matthiasi sem engu að siður hafði vinninginn og kom boltanum allt að einum metra inn fyrir mark- linu. Matthias fagnaði, stúkugest- ir fögnuðu og blaðamenn byrjuðu að skrifa. öllum á óvart sá Þor- varður Björnsson dómari þó ekk ert, linuvörðurinn ekki heldui og leiknum var haldið áfram eins og ekkert hefði i skorist. 1 seinni hálfleik reyndi Akranes árangurslaust að jafna. Haraldur Sturlaugsson átti skot i þverslá beint úr aukaspyrnu og Hörður Jóhannesson komst einn inn fyrir i dauðafæri en lét Sigurð Haralds son verja hjá sér. Á ýmsu gekk i vftateig Vals en inn fór boltinn ekki enda stóð Sigurður sig með prýði. Valur átti einnig sin tækifæri þó þau væru e.t.v. ekki eins hættu- leg. I heild sinni var leikurinn jafn og 1-0 sigur annars liðsins þvi langt frá þvi að vera hróplegt ranglæti. Leiðinlegt var hins veg- ar að hann skyldi koma vegna mistaka dómara og ekki hefði heldur sakað þótt eina mark leiksins hefði veriö aðeins verð- meira en raun bar vitni. Hjá Valsmönnum bar mest á þeim Vilhjálmi Kjartanssyni og Sigurði i markinu ásamt Herði Hilmarssyni. t liði 1A sáust lands- liðsmennirnir litið nema Jón Alfreðsson sem kom mjög vel frá þessum leik ásamt Jóhannesi Guðjónssyni i vörninni. Að leiknum 1. deild þessi Akranes Fram Valur IBV KR Vikingur Keflavik FH loknum er staðan 13 7 3 13 8 1 13 5 4 13 2 5 13 2 4 13 5 13 4 5 13 4 5 28:14 17 18:14 17 17:15 14 11:21 9 12:18 8 15:12 13 13:12 13 11:19 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.